Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.01.1943, Blaðsíða 5
ISANSKRÍT, formóður indo-evrópska málaflokks- ins er til málsháttur, sem hljóð- ar svo: — Vyasa hefir ort um allt, sem til er í heiminum. Vyasa var skáld, eða öllu fremur söguljóðahöfundur í Indlandi hinu forna. Álitið er, að hann hafi verið uppi um fimm eða sex þúsundum ára fyr ir Krists burð, sem er um fjór- um sinnum lengra en síðan Homer var uppi. Nafn Vvasa og orðrómurinn um hann hefir gengið í munnmælum mann fram af manni, en engar aðrar heimildir eru til um hann. Var Vyasa í raun og veru til? Eða var hann aðeins þjóðsöguper- sóna? Við vitum, að stundum eru sögur skuggar sögulegra staðreynda, svo að vel getur verið, að hann hafi verið til. Sagt er, að Vyasa hafi ort hið mikla indverska sögukvæði „Mahabharatha“, sem fjallar um styrjöldina milli hetjanna frá Pandus og Kurus. í þetta, kvæði er fléttað mörgum ævin-' týrum og helgisögnum Ind- verja. Eldra en þetta kvæði er ljóðið „Ramayana“, sem ort var af annarri þjóðsögupersónu, einsetumanninjum Valnuki. Eg minnist á þessar þjóðsögu- persónur vegna þess, að bækur þeirra eru lesnar og lærðar af æðri sem lægri, ríkum sem fá- tækum á Indlandi. Siðakenning ar þeirra eru kenndar börnun- um og frásagnimar kenndar sem fordæmi, sem fara eigi eft- ir. Og fyrir um fimm þúsund- um ára hefir ævintýrunum og helgisögnunum verið bætt inn í. Og þessar sagnir og þessi ljóð lifa á vörum fólksins, faðir kennir syni og þannig lifa þau mann fram af manni. Á Indlandi eru menn mjög hrifnir af ævintýrum og helgi- sögnum. Ævintýrin fjalla venju lega um himneskar verur eða heilaga menn, sem sendir hafi verið niður til jarðar, til þess að deila örlögum hinna dauð- legu vera, svo sem er í sögunni um hina íallegu vatnadís, Menaka . . . Einu sinni var uppi vitur maður, sem hét Vistwa- mitra, sem krossfesti holdið og lagði á sig föstur og bænahald til þess að öðlast himneska sælu. Indra, konungur Paradís- ar, sem varð þess vísari, að vitr- ingurinn var óðum að nálgast andlega fullkomnun og gat orð- ið keppinautur hans um hin himnesku völd, sendi vatnadís- ina Menaka niður til jarðar til þess að freista hans. Henni varð svo vél ágengt, að Visit- wamitra féll fyrir freistingum hennar og hásæti Indrás var ekki í neinni hættu. Afleiðing- in af kynningu þeirra var dótt- ir, en þegar Menaka bar barnið fýrir föðurinn, synjaði hann fyr ir faðernið. Indra skipaði Men- aka að hverfa aftur til himins, og hún neyddist til þess að skilja barn sitt eftir á bökkum Gangesfljóts. Barnið, sem. lá hjálparvana í mikilli hættu fyr- ir því að brenna til bana undir hinni indversku sól, unz hópur storka kom og skýldi því með vængjum sínum. Loks kom gamli einbúinn, kenndi í brjósti um barnið og bar það heim til kofa síns. Hann kallaði stúlk- una Sakúntölu, af því að hár hennar var sítt og svart, og hann ól hana upp í ást og um- hyggju, unz hún var orðin full- þroska. Sagan um Sakuntölu er úr „Mahabharatha“ og þrem til fjórum þúsundum ára seinna smdi Kalidasa, mesta leikrita- skáld Indverja,. um þetta efni eitt snjallasta leikrit, sem nolckru sinni hefir verið samið. Hann ritaði það á sanskrít, en þáð hefir verið þýtt á allar ind- verskar tungur og einnig á ensku. Á Indlandi verða helgi- og goðasagnapersónur að hetjum æfintýranna og þjóðsagnanna. Mismunandi afbrigði sögunnar koma fram í hinum ýmsu lands- llno dansmær. s s s s s < $ s S s s s s s s s s s í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c Mynd þessi er frá barnaskem.ntun í New York. Á myndinni sést lítil telpa vera að sýna listir sínar og hin börnin horfa á hugfangin. EFTIRFARANDI GREIN j er þýdd úr tímaritinu { The Listener og er eftir ind- J verska konu, Indira, prinsessu af Karpurthala, fjallar um indverskr þjóðasgnir, goð- sagnir, helgisagnir og ævin- týri. Enn fremur lýsir höf- undurinn ýmsum siðum Ind- verja og átrúnaði þeirra. hlutum og nýjum persónum og atburðum er bætt inn. Eg minn- ist lítillar sögu, sem sögð er í vissu héraði Indlands og hvergi annarsstaðar, og ég býst ekki við, að hún sé almennt þekkt. Það er atburður úr ljóðinu um Rama og Sita og er auðvitað upprunnið úr „Ramaýana“, ljóð inu um Rama, frelsara mann- kynsins. Sita, eiginkona Rama, var brott numin af konungi ár- anna, Ravana, og t’Iutí til Cev- lon, en Rama syrgði hina ást- fólgnu konu sína. Konungur ap- anna kvaddi saman allar þær ættkvíslir, sem undir hann heyrðu og skipaði þeim að byggja brú fyrir Rama, sem næði yfir hafið, sem skildi sund ur Indland og Ceylon. Þetta var langvinnt og' leiðinlegt starf, og Rama var dýrunum þakklátur fyrir hjálp þeirra, en hann gat ekki áð því gert, að hann var stundum bæði óþolin- móður og örvæntingarfullur. Dag nokkurn, er hann sat á ströndinni og horfði löngunar- augum út á hafið, sá hann fugl fljúga frá ströndinni. Fugl þessi var með sand í klónum, sem hann lét falla niður í hafið. Þá áttaði Rama sig allt í einu á því, að fuglinn var líka að hjálpa til við að byggja bryggjun. Hann var snortinn af þessu, rétti út hondina og strauk bakið á fugl- inum. Síðan er þessi indverska iuglstegund með hvíta rák á bakinu. Indverjar hafa mikið yndi af börnum, og þar er aldrei skort- ur á þjóðsögum og ævintýrum á kvoidin. Ævintyri Esops eru mjog vmsæl, einKum ævintýr- m um retinn, sem í indverska afbrigðinu er kallaður sjakali. Margar indverskar þjóösögur hafá rnyndast í sambandi við tré, en i sumum tegundum trjáa er ahtið, að álfur búi. Allt, sem unnt er, er gert til þess að dekra við álfirin og halda honum í goðu sKapi. Honum eru i'ærðir avextir og blorii. Hins vegar býr í öðrum trjátegundum við- urstyggflegur o® hræðilegur kvenandi, sem verður að fara meö á annan hátt. I fjallahér- uðum er fjallaandinn, sem heldur dómþing í leyniskútum 1 ijailaiiiíöunum, kemur folk stundum auga á hann snöggvast og fylgdarlið hans, þegar þe.ir gangá með logandi blys sín upp íjallahlíðarnar og hverfa' niður í hinar djúpu gjár. Enda þótt ókleift sé að rekja uppruna ýmissa indverskra siða og átrúnaðar, eru fáir siðir til, sem hægt er að rekja til upp- runa síns og öðlast skýringu á þeim um leið. Tökum til dæmis tilbeiðslu Hindúa á lcúnni, sem er við iíði enn í dag. Það er auðvelt að rekja uppruna þeirr- ar tilbeiðslu, aðeins verður að líía um fjórar þúsundir ára aft- ur í tímann, þegar forfeður Hindúa fóru í leiðangurinn langa til Indlands gegnum Khy- berskarð. Þeir fluttu með sér logann helga, sem hefir verið haidið logandi fram á þennan dag, og nautgripahjarðir sínar Indverskar þjóðsðgnr og ævintýri. rr1-.’, þeir á r.ndan sér. Öll til- vera þeirra var undir nautgrip- unum, kúnum, komin: mjólk, r jómi, smjör og ostar voru að- alfæða þeirra. Þannig vaknaði tilbeiðsla þeirra á kúnni. Alla leið frá Mið-Asíu til Hindústan- sléttunnar barst helgisögnin um kúna. Fjöldi þjóðsagna myndað- ist um gyðju gnægðarinnar og enn láta húsmæður í vissum héruðum Indlands sig aldreí vanta við hinar árlegu helgiat- hafnir til dýrðar kúnni og kálf- Inum. I fornöld voru þjóðsagnirnar sungnar. Vestrænar þjóðir eiga einnig sín söngljóð frá fornum dögum, sem farandsöngvarar fluttu. En Indverjar eiga enn þá sína farandsöngvara. Þeir eru mjög óframfærnir að láta skrá söngva sína, svo að lítið hefir verið að því gert að festa þessi sagnaljóð og lög á pappír. Eina sögu langar mig til að segja, en ekki veit ég, hvort ég á að kalla hana helgisögn, goð- sögn eða ævintýri. Ég get að- eins fullyrt það, að íbúarnir í mörgum héruðum Indlands trúa henni orði til orðs. Einu sinni í fyrndinni var uppi heilagur maður, sem var Múhameðstrú- ar. Hann nam trúarbragðafræði, varð hálærður maður og fór því næst að leggja stund á trúar- brögð Hindúa og þannig fór, að hann var virtur og elskaður l jafnt af Múhameðstrúarmönn- | um sem Hindúum. Við andlát hans reis flókið vandamál. Mú- hameðstrúarmenn vildu jarða hann samkvæmt greftrunarsið- um sínum, og það vildu Hindúar líka. Skyndilega heyrðist rödd hrópa: — Lyftið blæjunni, sem hjúpar dauðlegan líkama hins heilaga manns. Látið Hindúa búa um líkið, en Múhameðstrú- armenn ganga frá greftrunar- staðnum! Hrolli slegnir lyftu menn blæjunni. Undir henni lá hrúga angandi jasmínuvanda, sem raðað hafði verið í líkms- lögun. Hindúarnir og Múham- eðstrúarmennirnir skiptu blóm- unum á milli sín, og báðir gátu framkvæmt greftrunarathöfn- ina samkvæmt sínum siðum og trúarbrögðum. I bókmenntum, sem skráðar eru á sanskrít, er fjöldi sagna um sköpun konunnar. Eftirfar- andi saga er víðkunn meðal Ind- verja: I upphafi, þegar Brahma, skaparinn, kom til þess að skapa konuna, varð hann þess var, að hann hafði eytt efni sínu í að Þeir, sem lesa Hannes í Svíþjóð. — Bréf frá „Tveimur útlögum“ og skilaboð frá tveimur öðrum. —- Um myrkv- uð ljósker. — Bréf um óþekkta alþýðukonu og sagan um dýran silung. ¥5 INU SINNI snemma í haust , 3 fékk éj; skilahoð frá stúlku, ! sern Jjá var nýkomin heisn frá Sví- í Þjóð, með þakklæti fyrir pistlana I ra.ína, Fyigtíi það skilaboSunum, að j tslcnðingár, sem slvelilu í Svíþjóð, í gripu hvert íslenzkt blað, sem i Jiangað brenist og læsu 'það af á- | kefð, gengju hiöðin milli þeirra | þar til ekki væri hægt að lesa þau | langur. I .j ENN FREMt’R fylgdi það skila- ! boounum, að beztu kynnin af því, hver'nig raunverulega væri ástatt !. hér á landi — og þó sérstaklega I hér í Reykjavík — hefðu þessir | landar okkar fengið við að losa j pistla mína og bréfin, sem ég birti. | — Mér þótti gaman að hejrra þetta, án þess þó að mér skildist, að þessu gæti raunverulega verið þannig varið. EN FYRIR FÁUM DÖGUM iékk ég bréf frá „Tveimur útlögum" og er það skrifað í Stokkhólmi í nóv- ember. Þeir segja því miður lítið um líðan landa þar að því undan- skildu, að öllum líði ágætlega. Svo segja þeir: „Það er nú svo komið, að við hér sækjumst mest eftir að ná í Alþýðublaðið. Það er tví- mælalaust bezta íslenzka blaðið, hvernig svo sem á það er litið. En auk þess fáum við beztar upplýs- ingar um viðfangsefnin heima í pistlum þínum.“ „ÞÉR ER ÞAÐ ef til vill ekki ljóst, en það eru ekki pólitísku greinarnar eða opinberu skýrslurn- ar, sem blöðin birta, sem gefa okk- ur beztu hugmyndirnar um á- hyggjur almennings, umtalsefni hans og viðhorf, heldur bréfin, sem þú birtir og athugasemdir þínar við þau. Við þökkum þér kærlega fyrir þetta allt saman.“ OG DAGINN EFTIR að ég fékk þetta bréf, fékk ég skilaboð frá Halldóri Grímssyni, sem nú stund- ar lífeðlisfræðinám í Stokkhólmi, þeim hinum sama, er var valinn af íslendinga hálfu til áð taka þátt í Norðurlandasamkeppninni I Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.