Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLÐBÐ Föstudagur 26. marz 1943» Lðgreglan leitar reimnr m stúlknm. Þær vora öfnndnar gærkveldi. 1 ALLAN DAGINN í gær leit- aði íslenzk og erlend lög- regla að tveimur ungum stúlk- um. sem hurfu af heimili sínu hér í bænum síðastliðinn þriðju dag. Var auglýst eftir stúlkunum i hádegisútvarpinu i gær og þeirra var leitað allan daginn og fram á kvöld, en árangurs- laust. Fór leitin bæði fram hér i bænum og utan bæjarins. Stúlkurnar eru 13 og 14 ára að aldri, báðar ljóshærðar, önnur i dökkri kápu, en hin í köflóttri kápu. Skipun fréttastjóra við utanrikisráðuneytið og blaðafulltrúa við sendisveitir erlendis. Tlllðgur Blaðamannafélags ís- I lands til utanríkismálanefndar B Vngmennafélag Reykjavíkur heldur fund í Baðstofu iðnað- armanna annað kvöld kl. 8,30 e. LAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS hefir nýlega sent utanríkismálanefnd alþingis bréf, með áskorun um að hún beiti sér fyrir því, að ráðinn verði fastur starfsmaður við utanríkjamálaráðuneytið, er annist miðlun allra opin- berra frétta til innlendra ög erlendra blaða, og að skipaðir verði blaðafulltrúar við íslenzku sendisveitimar erlendis. Utanríkismálanefnd hefir sent bréfið til ríkisstjómar- innar til umsagnar. Hér er um hið mesta nauðsynjamál að ræða og er þess fastlega vænzt, að utanfíkisnálanefnd og ríkisstjórnin hrindi þessu máli í framkvæmd hið fyrsta. íslenzkir sjómenn kvarta undan slæmum viðtökum í brezkum hafnarbæjum. Afleiðlugar af niðgreinunum og rógi ytra siðustu 3 mánuðina* ISLENZKIR SJÓMENN, sem undanfarið hafa komið til erlendra hafnarborga, telja, að viðhorf manna, sem þeir liafa hitt, til íslendinga, hafi breytzt allmikið síðustu mán- uðina. Áður gátu sjómenn ekki kvartað neitt undan viðkynn- ingunni við menn í enskum hafnarbæjum, en nú er öðru máli að gegna. Sjómenn hafa löngum keypt ýmislegt í enskum hafnarbæj- um, og hafa ]>au viðskipti geng- ið greiðlega til skamms tíma. Nú er þeim hins vegar svarað, þegar þeir spyrja um einhverja vöru, að þeir geti keypt hana heima á Islandi, þar hafi þeir nóg af öllu! ,Þá hafa sjómenn okkar og orðið fyrir þvi, að í þá hefir verið kastað blöðum og að þeim hafi verið hrópað ókvæðisorð- um. Ber það við, að þegar lands- menn kornast að því, að um ís- lendinga sé að ræða, þá breyt- ist viðmót þeirra til hins verra. Þetta er þó ekki eins i öllum hafnarborgum, þar sem ís- lenzkir sjómenn koma. Menn mun geta rennt grun i það, hvað þessu muni valda. Stöðvun logax-asiglinganna í haust var notuð af óhlutvönd- um xnönnum til að ala á tor- tryggni í garð íslenzkra fiski- manna og íslendinga yfirleitt. í mörgum greinum, sem birzt hafa í enskum blöðum, liefir verið talað mjög illa um íslend- inga. Og ekki mun grein Gotffred- sens liins danska hafa dregið úr gremjunni í okkar garð. Þar er tokkur lýst ei,ns og blóðsugum á stríðandi þjóð og skemmdar- vörgum gegn styrjaldarharáttu brezku þjóðarinnar. Menn geta ímyndað sér, hvort sh'kur róg- ur getur ekki haft slæmar af- leiðingar. Og það er léttara að skapa hann, en að uppræta mis- skilninginn, sem veldur honum. Verður þó vonandi allt gert, sem hægt er, til að vinna gegn þessari skaðsemi. Má og vona. að í þeirri við- leitni okkar verði sjómenn okk- ar beztu fuHtrúarnir. LoftvarnaæfingiD fór fór fram f gær kveldi. Loftvarnaæfingin, sem búið var að tilkynna að yrði fyrir mánaðarmótin, fór fram í gærkvöldi. Hófst liún klukkan 9,05 og var lokið kl. 10,20. Var hún mjög viðtæk, eða náði frá Borg- arnesi til Víkur í Mýrdal. Tók hú ntil allra atriða í Ioftvörn- um og var bærinn almyrkvað- ur: meðan hún fór fram. Samkvæmt frásögn fram- kvæmdastjóra Loftvarnanefnd- ar inun liún yfirlett hafa tekizt vel, ekki var búið að safna neinum skýrslum í gærkveldi og því síður vinna úr þeim. Góðnr liðsmaðnr algýðnsamtakanna JOHANN G. EYFIRÐINGUR 1 verkamaður í Bolungavík varð bráðkvaddur 17. þ. m. Jóhann var um margra ára skeið útsölumaður Alþýðu- blaðsins og stundaði það af mikilli skyldurækni. Hann var orðinn aldraður og slitinn að kröftum. Hann var hinn bezti drengur og ó- trauður talsmaður alþýðusam- takanna. Bréf Blaðamannafélagsins, sem er undirskrifað af öllum meðlimum þess er svohljóð- andi: „Blaðamannafélag Islands leyfir sér hér með að beina þeirri áskorun til háttvirtrar utanríkismálanefndar, að hún flytji á alþingi því, er nú situr, áskorun á ríkisstjórnina um að eftirfarandi málefnum, varð- andi landkynningu og frétta- starfsemi út á við, verði hrund- ið í framkvæmd hið allra fyrsta: 1. Að ráðinn verði sérstakur starfsmaður við utanríkisráðu- neytið í Reykjavík, ^ er annist miðlun allra opinberra frétta til innlendra og erlendra blaða, sem þess kynnu að óska, svo og til sendisveita og ræðismanna Islands erlendis. Stefnt sé að því, að komið verði á fót sér- stakri fréttastofu í sambandi við utanríkismálaráðuneytið, er hafi þessa starfsemi með hönd- um og svari fyrirspurnum þeirra,' er til hennar leita, um land og þjóð almennt og um einstök málefni. Stofan gefi út . tímarit um þau málefni, sem skýringa þurfa við á hverjum tíma, og beiti sér fyrir útgáfu annarra aðgengilegra upplýs- ingarita um land og þjóð. 2. Að skipaðir verði blaða- fulltrúar við íslenzku sendisveit irnar erlendis. Blaðamannafélagið óskar að láta eftirfarandi greinargerð fylgja þessari áskorun: Það er'kunnara en frá þurfi að segja, að brýna nauðsyn ber til þess, að fréttir þær, sem er- lend blöð flytja af íslending- um, séu sem sannastar og rétt- astar. Á síðari árum hefir fjöldi erlendra blaðamanna heimsótt ísland, einkum síðan landið var hernumið, en flestir þeirra hafa haft stutta viðdvöl. Um suma þessa menn er það að segja, að ríkisstjórnin hefir haft nokkur afskipti af þeim, meðan þeir dvöldust hér. Má þar nefna dönsku blaðamennina, sem komu hingað í boði Blaða- mannafélagsins sumarið 1939, og ensku blaðamennina, sem voru hér um tíma sumarið 1941. Greinar þær, .sem þessir menn skrifuðu um landið, vorú skrif- aðar af fullri sanngirni og tals- verðri þekkingu. Hinsvegar má nefna, að amerískir blaðamenn dvöldust hér nokkra daga í á- gúst 1941 og höfði eigi tal af ábyrgum blaðamönnum né öðr- um réttum lilutaðeigendum ,en birtu greinar, sem voru íslandi beinlínis til hnjóðs og gáfu al- gerlega rangar hugmyndir um land og þjóð. Þó að aldrei verði fyrir það girt, að óvandaðir gífurtíðinda- Rikisstjúrnin skipan Óthlntnnarnefnd Þormóðssðfnnn- annnar. R I menn beri héðan rangar sögur, • þá mundi það eflaust bæta mjög * úr í þessu efni, ef allir erlendir blaðamenn, sem hingað koma, ættu aðgang að opinberri stofn- un, sem gæfi þeim sannar og réttar upplýsingar um hvert mál, sem ísland varðar. . Hin bréflega fréttamiðlun stofunnar yrði þó enn mikilvæg ari en skipti hennar við erlenda blaðamenn, er hingað koma. Er þá átt við bæði þær fréttir, sem miðlað er beint frá stofumii, og frá þeim íslenzku aðilum erlend is, er hún sæi fyrir fréttum að staðaldri. Loks er íslenzku blöðunum full þörf á því, að opinberar tilkynningar um innlend mál herst þeim jafnharðan. svo að þau standi öll jafnt að vígi um birtingu þessara frétta, í stað þess að einstök blöð, sem þá að- stöðu hafa, hafi greiðari aðgang að þeim en önnur. Ríkisstjórnin stofnaði fyrir nokkrum árum landkynnisem- bætti, jafnframt ferðaskrif- stofu, og sýnir þetta, að hún taldi fulla þörf á að kynna land- ið sem ferðamannaland. Fyrir- spurrium varðandi ferðalög hér á landi ætti stofan að sjálfsögðu að svara, þó að fyrirgreiðsla ferðamanna sé henni að öðru leyti óviðkomandi. Ýmis rit liafa verið gefin út um ísland á undanförnum ár- um. Ber þar einkum að nefna bók Landsbankans, en hún mun nú vera ófáianleg, eða því sem næst. Bætir hún að fullu úr þeirri þörf, sem er á helztu efn- islegum upplýsingum um land og þjóð, en þyrfti að koma út eigi sjaldriar en annað hvert ár. Hinsvegar er mikil þörf á ódýr- um en smekklegum ritum um ísland, rituðum á léttu máli og með miklu af myndum. Yrði það eitt verkefni stofunnar að bæta úr þeirri vöntun. Gert er ráð fyrir, að stofan gæfi út lítið tímarit, er kæmi út ársfjórðungs- eað mánaðar- lega og flytti ýmsar upplýsing- ar, einkum fjárhags- og við- Frh. á 7. síðu. ÍKISSTJÓRNIN skipaði I gær 5 manna nefnd til þess að hafa á hendi úthlutun þess fjár, sem safnast hefur með „Þormóðssðfnuninni.“ Er þetta gert eftir tilmælnm þeirra, sem gengust fyrir því a® söfnunin var hafin. í nefndinni eiga sæti: Sigur- geir Sigurðsson biskup, Eggert Kristjánsson stórkaupmaður# Sigurjón Á. Ólafsson fjurver- andi alþingismaður, Jakob Kristinsson, f ræðs I u málas t jóri og Ólafur Lárussón prófessor. Nefndin mun halda fyrstá fund sinn í dag. irstiðirnar: Hljómleikar Tóniistar fólagsias og Hörpn endirtekin á snniad. En aðeins það eina sinn. »T ÓNUSTAFÉLAGBE) og Söngfélagið Harpa endur- taka hljómleika sína: „Árstíð- irnar“ ,hið stórfenglega .Orator íum“ Joseph Haydn á sunnu- daginn kemur. Fyrstu hljómleikarnir, fyrra sunnudag tókust prýðilega og vöktu mikinn fögnuð áheyrenda meðlima Tónlistarfélagsins, en þeir fylltu þá húsið. Nú verða hljómleikarnir hins vegar fyrir almenning og verð- ur þetta eina tækifærið fyrir Reykvikinga til að lieyra þetta mikla listaverk, því að ókleift. er af ýmsum ástæðuin að end- urtaka hljómleikana. Aðgöngumiðar að þessum hljómleikum eru seldir í hljóð- færaverzlun Sigriðar Helgad„. í Hljóðfærahúsinu — og í bóka- verzlun Eymundssonar. Beusfnsbammturiiin aukinn nm tæplega einn priðja. Nýtt skömmtunartimabil hefst 1. maií stað 1. júní, eins og ákveðið var. Rf IKISSTJÓRNIN ákvað gær að auka hensín- skammtinn að verulegum mun. Er ákveðið að gera þáð með þeim hætti, að stytta skömmtunartímabilið um 1 mánuð eða úr 100 dögum í 70 daga — og þýðir þetta raunverulega sama og að auka bensínskammtinn um einn þriðja hluta. Breytir þetta að sjálfsögðu mjög miklu fyrir bifreiðaeigendur — og ber að fagna þessari ráðstöfun. Tilkynning ríkisstjórnarinn- ar til blaðanna um þetta er svohljóðandi: „Með auglýsingu útgefinni í dag hefir ráðuneytið að feng- inni reynslu á benzínnotkun til hifreiðaaksturs, þann mánuð, sem 1 liðinn er síðan bensín- skömmtun hófst, ákveðið: 1. að 2. skömmtunartímabil þ. á. fyrir bensín til bifreiða skuli hefjast 1. maí næstkom- andi. 2. Að þeir. sem eiga ónotað bensín frá 1. tímabili skuli niega notfæra sér það á 2. skömmtunarlímabili.“ Þó að jietta bæti nijög að- stöðu bifreiðaeigenda er vert fyrir þá að minnast þess að notkun bifreiða nú, meðan vegir eru slæmir, er dýrari — og þvi er rétt að spara bœði gúm og bensín nú til þess tkna, þegar vegirnir eru kosnn- ir í betra horf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.