Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 8
ALÞVÐUBLAÐIÐ Föstadagur 26. marz 1942. .........—............i ■i NÝJA BIÚ S llaifsbir klrekir. (Ride ’em Cowboy) með skopleikurunum BUD ABBOTT og LOU COSTELLO Sýnd kl. 5, 7 og 9. KOBBl litli fékk tvær gjafir á afmælisdaginn sinn: vasa- bók til þess að færa í dagbók og hundabyssu. Hann fór strax að halda dagbók svohljóðandi: „Mánudagur: Þoka og súld. Þriðjudagur: Þoka og súld. Miðvikudagur: Þoka og súld. Skaut ömmu.,< * IT UNGVR rithöfundur og framgjam Jcom til Swifts, höfundar Gúlliverssagnanna, og sagði: „Eg ætla mér að skrifa bók, sem verður mjög nauðsynleg. Hún verður um almenna fá- fræði.“ „Engan þekki ég hæfari til þess en yður,“ svaraði Swift. * T ÁKI var ákærður fyrir þjófnað og var dreginn fyr- ir sýslumanninn til yfirheyrslu. Vitni voru engin, en líkur bentu til sektar Láka. „Stalstu ánum, sem hurfu frá Brekku í fyrra?“ spurði sýslumaður. „Nei, sýslumaður góður.“ ,JZn lömbunum?“ „Nei, nei!“ Svo fór eftir nokkurt stapp, að sýslumaðurinn sýknaði Láka. Ekkert var hægt að sanna á hann. En þegar hann gekk fram þinghússgólfið, snéri hann sér við aftur með drýgindábrosi og sagði: „Þa/rna skáll hurð nærri hæl- um. Ef þú hefðir farið að spyrja eitthvað um mórauða hrútinn, sem hvarf frá Brekku, þá hefði nú farið að fara um Láka minn.“ T ÆKNIRINN drap á dyr og griðkona kom til dyra. „Segið húsbónda yðar,“ sagði læknirinn, „að læknirinn sé kominn.“ ,fHúsbóndinn er svo afskap- lega lasinn,“ sagði griðkonan. ,flann getur ekki tekið á móti neinum gestum.“ Rinkals töframaður, sem sum- ir kalla Litla skýið, sem kem- ur á undan storminum, en aðrir kalla mig Mamba. Einn- ig hefir ég verið kallaður Litla blómið, því að þótt ég sé lítill maður vexti, var ég glæsimenni mikið í æsku minni og kvennagull hið mesta. — Það mun vera langt síðan þetta var, sagði Anna frænka. — Já, yndisfagra frú, það eru mörg hundruð ára síðan, þegar heimurinn var ungur. En þetta ætla ég að segja þér, ljúfa frú, að fordæming Kan- aanslands hvílir yfir yður. Eg hefi skyggnzt inn í hið ókoinna um leið og ég gægðist inn fyrir fortjald annars heims. Eg sá að þér höfðuð hönd í bagga með öllu því sem skeði. Já, margt sandkornið hefir runnið í stundaglasið frá upp- hafi tímans, en nú er komið að skuldadögunum. Já, hélt hann áfram, þú hefir kynt eldinn, en þú vissir ekki, hvað þú sauðst, og þegar ég skyggndist bak við fortjald leyndardóm- anna, sá ég það, sem olli hjarta mínu þjáninga. Því að þeir, sem nú eru á leiðinni til Kan- aanslands, eru of seint á ferð. Allt og sumt, sem þeir geta, úr því sem komið er, er að hefna hinna látnu. Kanaansland er ekki lengur land hinna hraustu og hugprúðu Búa, frú mín góð. Kanaansland sé ég nú í huga mínum sem vagn, sem hjólin eru fallin undan og hefir verið skilinn eftir brot- inn á veginum. Skjaldborgin er rofin, Búarnir fallnir, húsin rænd og hagarnir auðir, því að allur búpeningur, sem ekki hefir þegar verið drepinn, — hefir verið rekinn brott. Dögum saman ræddust þau við, gamli Kaffinn og hin aldr- aða, hvíta kona, því að bæði voru þau mjög vitur og lífs- reynsla þeirra var mikil. Þau höfðu rnargt séð og margt heyrt og engu gleymt af því, sem einu sinni hafði bor- izt þeim fyrir augu eða eyru. Louisa horfði líkt og dáleidd töfragræðarann, hinn fræga galdramann, en hann kenndi henni sum af brögðum sínum til þess að tíminn liði fljótar. Það voru ýmsar smábrelluc, sem konum kom vel að kunna skil á. Hann kenndi henni varnir gegn illu auga, sýndi henni, hvernig ætti að blanda ástalyf og lyf gegn smávægi- legum eitrunum, brögð til varnar fyrir þá, sem þegar höfðu fengið eitur í lík-ima sinn og ýmislegt fleira. Hún var áhugasamur og eftirtekt- arsamur nemandi og gamli maðurinn taldi ekki eftir sér að gerast lærifaðir hinnar ungu og þrýstnu kynblendings stúlku, sem þegar hafði fengið ómælt að smakka á lystisemd- um þessa heims. Brátt kom að því, að Ar.na de Jong gat ekki neitað sér um að ræða við vitringinn — Rinkals um Sannie og astvin hennar, Herman, sem Anna de Jong hafði dáðst að fyrir æsku fegurð og karlmennsku. Og Rinkals ræddi við hina lífsreyndu konu, Önnu úe Jong, um Söru, sem hafði bjargað lífi hans, um kyn- blendingsfjandann, de Kok, sem hann fyrirleit innilega og hataði af öllu hjarta og um Zwart Piete, veiðimanninn og kvennagullið, sem hann unni og dáði framar öllum öðrum öðrum. Hann skýrði henni frá því, hvílíkur veiði- snillingur hann væri, sagði henni, hvernig hann hefði lof- að ljónynjunni að leika sér að honuih, Rinkals ,en bjargað honum á síðustu stundu á þann hátt að skjóta ljónynj- una með fumlausri hendi. Loks skýrði hann Önnu de Jong frá því, að eitt sinn hefði Zv.art Piete lent í vandræðum, mjög drukkinn á þann hátt, að hann hefði gumað og gortað í áheyrn Portúgala En þá hafði hann, Rinkals, bjargað honum með ráðsnilli sinni og kænsku, sem aldrei varð þrot á. — Já, fagra frú, Piete var mjög drukkinn þennan dag, — sagði Rinkals og stillti ekki lýsingarorðunum í hóf, fremur en vandi hans var, þegar hann hafði áhugasarria tiíheyrendur. Kann var ekki drukkinn. Hann var augafullur og gumaði af því, að hann hefði skotiö hjört gegnum höfuðið og fátinn í sama skoti. — Það er ekki h;égt, sagði Anna frænka. — Auðvitað nær ekki nokk- urri átt, að það sé hægt, en hann snéri sér að mér og bað mig að staðfesta sögu sína, og ég staðfesti hana. Já, já, sagði hann, aldrei verður mér vits vant, gáfur mínar eru eins og vatnsmikið og straumþungt fljót, sem streymir fram án afláís. Aldrei tæmast upp- sprettur vizku minnar og snilli -~t Já, þetta var góð lygi, sagði Anna frænka, og það var ,rel ger! af sér .að sraðfesta söguna. — En ég hefi ckki sagt þér, hvað ég sagði, mælti Rinkals og vildi fá að halda áfram frá sögninni. — Nú, var það ekki? Mér heyrðist þú segja það, eða ég TJARNARBlðn BS GAMLA BIO SS Ðeillastnnd. (The Golden Hour) Ainerísk söngva- og gamanmynd. James Stewart Paulette Goddard Kl. 5—7—9. er orðin dáiítið rugluð. Þú hef- ir sagt svo margt síðustu dag- ana. — Eg hefi naumast mælt orð frá vörum, sagði Rinkals. — Hjarta mitt er þrungið harmi og tungan máttvana í munni mér, svo að ég get ekki stun- ið upp orði. En fyrst þig lang- ar til að heyra söguna, skal ég segja þér hana, því að ég læt harma mína og áhyggjur hindra það, að ég geri skyldur mínar sem gestur frúarinnar. En sagan var eins og hér seg- Eva nútimans. (THE LADY EVE). Barbara Stanwyck, Henry Fonda. Sýnd bl. 7 og 9. Kl. 3V2~- FJÓRIR GOSAR (Four Jaiks and a JiJl) Anne Shirley, Ray Bolger. ir: -— Þegar við komum upp á einn af hinum lægri hjöllum Lembobombofjalls, sá húsbóndi minn stóran hjört og ákvað þegar í stað að leggja hann að velli. En þar eð hann vildi ekki skemma kjötið, — skaut hann í höfuð hirtinum. — Já, það gat hann hafa gert, sagði Anne de Jong, en hvað þá um fótinn. Hvernig gat hann skotið hjörtinn í fót- inn með sömu kúlunni og hann skaut hann í hausinn með? — Það var aðalgaldurinn. ; LIFI FRAKKLAND. piltur, dökkur yfirlitum. Hann gat hvorki talað né skilið ensku. Þau leiddu þá út í bátinn. Höfuðsmaðurinn hélt í höndina á Jóhönnu Maríu og gerði enn tilraun til þess að fá hana til að fara með þeim. Hann fór eins vel að henni og hann gat: „Jóhanna María! Við eigum þér líf okkar að launa. Og það er þér að þakka, að við höfum enn tækifæri til að berj- ast fyrir frelsi Frakklands. Ég bið þig því eins vel og ég get: Komdu með okkur! Ég veit, að konan mín mun ganga þér ímóður stað, og dóttir mín verður þér áreiðanlega eins og bezta systir. Og ég fæ því ekki með orðum lýst, hversu þakk- látur ég yrði þér, ef þú vildir koma til okkar. Það eru erfið- ir dagar fram undan í Frakklandi. — Komdu með okkur.“ „Ég þakka kærlega fyrir boðið,“ sagði Jóhanna María og brosti við. „En ég get því miður ekki tekið því. Ég bið ykkur að bera beztu kveðjur og ámaðaróskir heim í Devons- hérað. Það á fyrir mér að liggja, að koma þangað seinna, það er ég viss um. En ég get ekki farið frá Frakkiandi nú Ég er ekki hrædd, Carfax höfuðsmaður, — ég er hermanns- dóttir, eins og dóttir þín heima hjá þér. Nei, ég er hvergi hrædd. Áður en langt um líður skilst okkur það ef til vill, að nauðsynlegt var, að sum okkar yrðu eftir heima í Frakk- landi til þess að vinna þar að málefnum okkar. Verið þið nú blessaðir og sælir!“ Carfax höfuðsmaður bar hönd hennar að vörum sér, - og Hrómundur, sem kominn var aftur í skut í litla bátnum, brá hendinni á loft og kvaddi virðulega á hermanna vísu. „Verið þið sælir! Við sjáumst aftur að unnum sigri,“ sagði Jóhanna María og brosti blíðlega, um leið og Carfax höfuðsmaður var að klöngrast um borð í bátinn, — „og biðjið fyrir Frakklandi!“ ENDIR 'tfwi/rvocAvrioc,. MYNDA- SAGA. ÖRN hefir komist klakklaust upp í vígið. ' MM/TfME X THREWA ' LfTTLE COLD WATER ON TL)E FEGTIVIT1E5 / FICST 'rO SICNAL FLETCH/ > ÖRN: Nú verð ég að gefa Stormy merki um að hleypa vatninu á. THECE’S SCOG’CHY'S ) SI6NAL/ ON YOUC WAY, OLDMAN CIVEf? / 6IVE MV CECAfZDS TO THE CJISIN6 SUN’SSONS/ Á STORMY: Þá gefur öm merk- ið. Nú er tími til þess að láta til skarar skríða! örn ræðst á Japanann. ÖRN: Hildur! Nanu! Fleygið ykkur niður!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.