Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.03.1943, Blaðsíða 6
" ' .—.... '',.'I.... .--- Fyrsta skáldsagan flS! | um hernám tslands. .f/ó/mwes ówH/tci/áitn UERNDAREN6LARNIR Hér er fyrsta skáldsagan um hernám íslands 1940 og dvöl setuliðsins í landinu.' Myndir þær, sem skáldið dregur fram í sög- unni, eru skýrar og ógleymanlegar. Verndarenglamir er saga einnar fjölskyldu, ástarsaga, sorgarsaga ungrar, fagurrar og sak- lausar dóttur íslands með bláma sakleysisins í , augunum, ósnortinnar af brimlöðri styrjalda og framandi lífsskoðana, en þó fyrst og fremst sagan af viðskiptum okkar við hina erlendu gesti. Þetta er saga eins öriagaríkasta tímabilsins 1 sögu lands vors. Bókin er yfir 350 síður og útgáfan ákaflega vönduð. Mjólkurstöðin við Hringbraut ásamt tilheyrandi bílskúrum er til sölu nú þegar, og til afhendingar er mjólkurstöð sú, er nú er verið að reisa, er fullgerð. Skrifleg tilboð óskast send Mjólkursamsölunni í Reykjavík, ér gefur allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. M J ÓLKURS AMS ALAN. Sendlsvelna vantar á LandssímastöðáBia. Upplýsingar hjá ritsímastjóranum [kl. 10 — 12. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. aftur, eins og assskotanum hefði allt í einu skotið upp úr gang- stéttinni við fætur hans. En hinn sérkennilegi brosti góðlátlegu brosi og hélt sína leið með kunn- ingja sínum, sem ekkert skyldi í því, hvað athugavert hefði verið við sveitamanninn og hvers vegna hann hljóp. . SVONA A AÐ TAKA hlutun- um. Það var einu sinni stúlka, sem móðgaði mann. Þau þekkt- ust ekki, en hann. hugsaði henni þegjandi þörfina. Nokkru síðar vár maðurinn á gangi með tveim- ur félögum sínum upp Bankastr. Þá sá hann stúlkuna ganga á undan sér. Hún var ung og falleg, í nýrri kápu og fínum sokkum. Maðurinn greikkaði sporið og þeg- aí hann var kominn fast að henni sagði hann í hálfum hljóðum við vini sína: „Nei, maður, sjáðu. Það er svakalegt að fara í svona rifn- um sokkum út.“ Stúlkan tók kipp, bar fætuma einkennilega títt, en leit ekki aftur. Og svo hraðaði hún sér inn í portið við skóverzl- un Jóns Stefánssonar. Að vörmu spori kom hún aftur, eldrauð. En augnatillitið maður! ÞAÐ ER RÉTT FYRIR stúlk- una, sem konan skrifár um, að láta höglin ekki hafa áhrif á sig. Það er lítil alvara, sem ekki er hægt að gera gaman úr! Frh. af 4. síðu. Rússar skyldu ekki vilja sækja Casablancaráðstefnuna, sem þeim var sérstaklega boðið til og sýna þannig i verki sam- starfsvilja sinn. Þó er það enn verst tímanna tákn, að Stalin skyldi ekki, á 25 ára afmæli Rauða hersins, minnast einu einasta orði á hjálp þá, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa veitt Rússum og sem al- veg sérstaklega hefir verið veitt Rauða hernum, enda orð ið beinlínis til þess að bjarga honum. Hefðu einhver orð um það fallið hjá Stalin, myndi þeirra áreiðanlega hafa verið getið í brezkum fréttum. En það hefir ekki verið gert. Við þetta hætast nú ummæli sendi- , herra Bandaríkjanna, um að rússneska þjóðin sé að verulegu leyti leynd þvi, að henni sé veitt. stórkostleg hjálp frá Bandaríkjunum, og þó þau um- mæli væru ekki fram borin samkvæmt fyrirmælum Banda- ríkjastjórnar, heldur á eigin á- birgð, heldur sendiherrann fast við þau, og má hann líka gerst um þetta vita. Vert er l einnig að veita atliygli orðum Poul Winterton, aðalfréttaritara Breta i Moskva, er han símaði til London, eftir að Rússar höfðu endurheimt Stalingrad. Hann segir: „Það er nýr blær yfir mönn- um Rauða hersins i dag, — þeir eru óliáðari en nokkru sinni fyrr, og ég mundi segja gagn- rýna bandamenn sína meira en ég hefi heyrt mánuðum saman.“ Öll þessi. framkoma Rússa er gerólík framkomu Breta og Bandaríkjamanna í garð Rússa. Þeir gera sér allt far um að efla hróður Rússa og verða þeim að liði á allan hátt, sem aðstaða þeirra leyfir, og láta þá finna, að þeir beri hið fyllsta traust til þeirra og vænti góðs sam- starfs við þá í framtiðinni. Vonandi eru þetta aðeins barnasjúkdómar lúns nýja tima, sem upp er að renna með þjóð- unum. Það er erfitt að útrýma tortryggni, eftir að hún hefir verið stríðalin áratugum sam- an, og meðan meðalmennskan eða tæplega það, ræður miklu um stefnuna. Hitt er öllum ljóst, sem um það vilja hugsa, að fyrsta boðorð þeirra þjóða, sem ætla sér að standa að upp- byggingu liins nýja heims, verður að vera undirferlislaust samstarf. í viðskiptum þjóðanna verð- ur sannleikur og hreinskilni að koma i stað lyga og blekkinga og drengskapur og víðsýni í stað undirferli og þröngra sérhags- munas j ónarmiða. Verði ekki á þeim grundvelli byggt, mun allt hrynja til grunna og fall þeirrar „Baby- lonar“ verður meira en nokk- urrar, sem á undan hefir hrun- ið. Þá mun hefjast „liin þriðja heimsstyrjöld“. sem H. Wallace segir að þurfi að afstýra. Vön- andi verður gifta hins hvita mannkyns svo mikil, að það takist að fá þeirri styrjöld af- stýrt. IV. Þótt hér á undan hafi aðeins verið bent á hin breyttu viðhorf i heimsstjómmálunum að því er snertir Rússland og lýðræðis ríkin, eru viðhórfin ekki síður gerbreytt orðin á fjölda ann- arra sviða. Styrjöldin liefir m. a. thaft það í för með sér, að, hinir póli- tíksku flokkar allra lýðræðis- landa (nema á íslandi) hafa þjappazt saman. Þeir hafa nauðugir viljugir orðið að taka upp samstarf og leggja ágrein- ingsmál sín á hílluna. Afleíð- ingin hefir orðið .sú, að þeir liafa i' rauii og veru færzt nær hver öðrum. Bilið á milli þeirra hefir stytzt. Þeir hafa verið neyddir til að líta með meiri skilningi en þeir töldu sig áður þurfa, á hagsmuni hver annars og leysa í félagi mál, sem þeir áreiðanlega liefðu deilt um ár- um saman að öðrum kosti. Enn þá er of snemmt að segja, hver áhrif þetta hefir á framtíðarfyrirkomulag flokka- skiptingarinnar í heiminum al- mennt. Þó er það alveg sýnilegt, að á flokkaskipun allri hlýtur að verða stórfelld breyting að ófriðnum loknum, likt og átti sér stað eftir síðustú styrjöld, m. a. af því, að viðfangsefnin, sem þá koma, verða öll önnur en þau, sem horfið var frá í upphafi ófriðarins, og afstaða þjóða á milli verður þá gerólik því, sem hún var fyrir striðið. Menn sjá nú glögglega, hve hættulegt er lýðræðinu að ein- angra sig, og að lýðræðið má ekki leyfa óheiðarlegar bar- dagaaðferðir. Þá er þvi voðinn vís. Á f jölmörgum sviðum öðrum eru viðhorfin einnig orðin ger- breytt. Hinn mikli þáttur, sem mtnn sjá nú að alþýða allra landa á í styrjaldarrekstrinum, hefir opnað augu manna fyrir því, að sú alþýða má ekki aft- ur hverfa að lífskjörum, sem ekki eru mönnum boðleg. Menn sjá einrtig, að með skynsamlegri skipulagningu framleiðslunnar er hægt að auíca svo afköstin, að af öllu er hægt að hafa nóg handa öllum. Menn sjá einnig, að auðmenn- irnir mega ekki fá aðstöðu til að okra og græða á styrjaldar- rekstrinum, og því eru allar tekjur þeirra teknar í skatta, aðrar en lágur hundraðshluti. í fám orðum sagt: Menn eru að sjá það nú fyrst greinilega, að mannkyninu i liei.ld sinni er það lífsnauðsyn, að hverfa burt frá hinni skipulagslausu fram- leiðslu og viðskiptum yfir í vís- indalega skipulagt samstarf og samvinnu. er nær yfir allan heim. Menn sjá, að tími kúg- unar og undirokunar smærri og stærri þjóðflokka er að kveðja og ný öld er að renna upp. Þess vegna er það nauð- synlegt, að menn geri sér það ljóst, að það, sem einu sinni. var „góð guðfræði“, er það ekki lengur, og það, sem einu sinni var hrein þjóðarnauðsyn, get- ur nú verið að sé aðeins fjötur um fót þeirrar þjóðar sjálfrar. Happdrætti LangarnesskirhjD.1 Dregið vereur 6. apríl EINS OG KUNNUGT er, efndi sóknarnefnd Laug- arnesskirkju til happdrættis til ágóða fyrir kirkjubyggingu sína. Vinningurinn er ný fólksbif- reið, Dodge, af allra fullkomn- ustu gerð, með útvarpi og öll- um bezta, fáanlegum útbún- aði. Gefnir hafa verið út 1200 happdrættismiðar og er mikið af þeim þegar selt. Enn mun þó vera nokkuð eftir. Miðarnir kosta 100 krón- ur, en þeir eru líka ekki marg- ir, ef miða^ er við annað happ drætti, sem hér hefir verið efnt til. Happdrættismiðar fást í bókaverzlunum Eymundsens og ísafoldar og í Skóbúð Rvík- ur. Hjörvarður Árnason M. F. A. flytur annan háskólafyrirlestur sinn í kvöld kl. 8,30 í hátíðasal Háskplns, Efni: Erönsk málaralist á 19. og 20. öld. Skuggamyndir. Aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. ALÞYÐUBLAÐIÐ 1 111 y 1■ - Hln breyttu vlðborf.. I Föstudagur 26. marz 1943- iCellnlose-lakk lon WrnnlriBB komið. s já 71 Laugavegi 4. Nýtt Grísakjöt Nautakjöt Hangikjöt nýreykt. Svið Kjði & Fiskur Sími: 3827 og 4764. Mikið úrval af góðum og fallegum sumarkjðlaefnum. Unnur (horni Grettisgötu og Barónsstígs). Duglegog ábyggileg stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Uppiýsingar Vestur- götu 45 (veitinga- stofan). Regnkápur Rykfrakkar. Kven- Karla- Unglinga- Barna.~ Laugaveg 74. Blóma og mafjurta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.