Alþýðublaðið - 27.03.1943, Qupperneq 3
Ijangardag'ur 27. marz 1943.
ALÞYÐUe* AÐIÐ
Þýzkir hjálmar.
Orustan um Marethlínuna
harðnar stððugt.
.—~—♦.-——
Montgomery he€ir enn ekki sennt
aðalherinn fram til bardaganna.
Fótgöngulið 8. hersins hefir sótt nokk-
uð fram við Marethlínuna.
Á myndinni sést amerískur hérmaður vera að skoða
þýzkra Iiermanna, sem liafa verið lagðir við
gröf }>eirra í Tunis.
Harðir loftbardagar
á Leningradsvæðinn
....♦ ...
Rússar komnir að aðalvarnarkerfi
Þjóðverja við Smolensk.
LONDON í gærkvöldi.
Ö ÆÐI Rússar og Þjóðverjar tala um mikil átök í lofti
yfir Leningradsvæðinu, en ekki er neitt getið land-
bardaga á þeim slóðum.
Rússar segjast hafa skotið niður yfir 100 flugvélar fyrir
Þjóðverjum í átökunum þarna að undanförnu.
Þjóðverjar segjast hafa gert margar loftárásir á Len-
ingrad.
Norðurfylkingararmur Rússa, sem sækir til.Smolensk
er nú kominn á einum stað að aðalvarnarlínu Þjóðverja á
Smolensksvæðinu. Rússar halda enn brúarsporði á vestur-
bakka Donetsfljóts við Chuguyev.
LONDON í gærkvöldi.
ORRUSTAN um Marethlínuna harðnar hverja stund, sem
líður, segir í fréttum frá Algier í kvöld.
í herstjómartilkynningu Eisenhowers í morgtrn var
skýrt frá því, að fótgöngulið 8. hersins hafi unnið nokkuð
á við Marethlínuna og bætt afstöðu sína.
Þjóðverjar hafa reynt að stöðva framsókn Bandamanna
í Mið-Tunis en árásir þeirra bera lítinn árangur.
Montgomery er sagður að hafa enn ekki sennt fam
meginherstyrk í bardögimiun um Marethlínuna.
Kafbðtabernaöarinn
og innrásin á megin- |
iandið.
KAFBÁTAHERNAÐUR ÞJÓÐ-
VERJA er eitthvað erfiðasta
viðfangsefni Bandamanna.
Hinn aukni kafbátahern-
aður Þjóðverja er mikilvæg-
ur þáttur frá þeirra hálfu til
þess að hindra innrás Banda-
manna 4 meginlandið .
Þjóðverjar vita að eftir
því, sem þeir sökkva fleiri
skipum fyrir Bandamönnum
því erfiðara verður fyrir
Bandamenn að hefja, innrás
á meginlandið.
*JÓÐVEJAR VINNA TVENNT
með því að sökkva sem flest-
um skipum fyrir Bandamönn
um.
Þeir tefja fyrir því að
Bandamenn geti flutt nægi-
legar birgðir og hergögn frá
Amerfku til stöðva í Eng-
landi og Norður-Afríku, sem
nauðsýnlegt er að hafa við
hendina þegar innrás verður
hafin auk þess sem þeir i
sökkva skipunum, sem einn-
ig eru Bandamönnum ómiss-
andi þegar innrásin verður
gerð.
KAFBÁTAHERNAÐURINN
er því þýðingar mikill þátt-
ur í varnarbaráttu Þjóðverja
og hættulegur Bandamönn-
um, því vitað er að Þjóðverj-
ar leggja mikið kapp á að
vinna að því að innrás Banda
manna á meginlandið drag-
ist á langin til þess að þeir
fái enn betra tækifæri til
þess að víggirða strendur
Evrópu, sérstaklega Miðjarð-
arhaf sströndina.
S BLÖÐUM BANDAMANNA
hæði í Bretlandi og í Banda-
ríkjunum hafa farið fram
miklar umræður um kafbáta
hættuna.
Skoðanir manna um þær
ráðstafanir, sem Bandamönn
um beri að gera til þess að
verjast kafbátunum eru nokk
uð skiptar. Háværar raddir
hafa verið uppi með það að
Bandamenn yrðu að leggja
aðaláherzluna á að byggja
hraðskreið skip, því að þau
■eru erfiðari viðfangs fyrir
kafbátana. En miklir örðug-
leikgr eru á því að koma þess
ari hugmynd í framkvæmd,
því að það tekur margfallt
lengri tíma að smíða þau,
heldur en skip sem ganga
hægar kæmi þetta því ekki
að notum fyrr en eftir lang-
an tíma og mundi það raska
öllum áætlunum Banda-
manna um nýjar vígstöðvar
á þessu ári.
ENSKA BLAÐIÐ „PICTURE
POST“ birti nýlega viðtal
við nokkra sérfræðinga
Breta í kafbátamálunum.
Einn þessara sérfræðinga,
Prófessor Hill lagði áherzlu
á það að ráðstafanir þær,
sem Bandamenn yrðu að
gera gegn kafbátum Þjóð-
verja yrðu að miklu leyti að
miðast við þau átök, sem
stæðu fyrir dyrum í vor og í
sumar, þess vegna yrði að
finna önnur ráð gegn kafbát-
unum en að auka hraða skip-
Frh. á 7. síðu.
Sókn Rússa til Smolensk þok
ast stöðugt áfram og hafa þeir
nú á einum stað komist aðal-
varnarlínu Þjóðverja á Smol-
ensk svæðinu.
Þeir hafa tekið nokkur þorp
og tvo flugvelli á Smolensk-
svæðinu s. 1. sólarhring. 900
féllu í bardögunum.
Paul Winterton fréttaritari
brezka útvarpsins í Moskva,
segir að búast megi við að hlé
muni e. t. v. verða á sókn Rússa
á Somlenskvígstöðvunum vegna
þess að Þjóðverjar hafa þarna
mjög öflugar víggirðingar, sem
þeir hafa lengi undirbúið.
Landslag er þarna líka hent-
ugt til varnar. Miklir skógar og
mýrlendi. Rússar nota aðallega
þá bardagaaðferð á þessum víg-
stöðvum, að þeir láta hersveit-
ir sínar sækja fram á næturnar
og reyna í skjóli náttmyrkurs-
ins, að komast á snið við virki
Þjóðverja og taka þau síðan
með skyndiárásum úr fleiri en
einni átt, í dögun.
Rússar halda enn brúarsporði
á vestri bakka Donetz-fljóts við
Chugujev. Þjóðverjar hafa enn
gert þarna harðar árásir með
það fyrir augu mað hrinda Rúss
um austur yfir fljótið. En Þjóð-
verjum hefir mistekist þetta og
misstu 42 skriðdreka í síðustu
tilraunum sínum.
í
Catroux kom-
inn til Algier.
LONDON í gærkvöldi.
oatroux fulltrúi de Galle
^ kom með flugvél til Algier
í dag.
Giraud tók sjálfur á móti hon
um og verður Catroux gestur
hans meðan hann dvelur þar.
Búist er við að de Gaulle
muni bráðlega fara til fundar
við þá Giraud og Catroux í
Algier. .
Loftárás á út-
hverfi Róma-
borgar.
LONDON í gærkvöldi.
F LUGVÉL frá Möltu flaug
í nótt alla leið til Róma-
borgar.
Flugvélin gerði loftárás á
járnbrautarstöð í úthverfi borg-
arinnar.
Flugmennirnir flugu yfir
Tiber í glaðatunglsskini og
höfðu gott útsýni yfir Róma-
borg.
Á heimleiðinni réðust þeir á
járnbrautarlest.
Vestnr-fslenzkar flug-
maður getur sér frægð
i Kina.
MAÐUR af íslenzkum ætt-
um, George S. Ingebo
undirforingi, frá Winnet í Mont
ana-ríki, hefir hlotið heiðurrs-
viðurkenningu fyrir frækilega
framkomu í flughernaðar-
araðgerðum, yfir Peping í Kína.
Ingebo var einn í flugsveit
undir stjórn Fennel majórs, er
gerði loftárás á orkuver við
námur í Peiping og skemmdust
vélar orkuversins auk þess, sem
vatnið flæddi inn í námurnar
svo að framleiðsla stöðvaðist.
Þyngstu flugvélar Banda-
ríkjaflotans „Herskip Loftsins“,
hafa undanfarið gert markviss-
ar árásir á viðkvæmustu stöðv-
ar öxulríkjanna, alla leið frá
Bizerta í Tunis til Bangkok í
Thailandi og Peiping í Kína.
Ingebo undirforingi er dótt-
ursonur Hannesar Hanssonar,
er var einn meðal landnema í
Norður Dakota en fluttist siðar
heim til Reykjavíkur. Amma
hans var Ingibjörg Þórðardótt-
ir, Árnasonar frá Stað í Hrúta-
firði, og Guðrúnar GrímsdóU-
ur frá Grímsstöðum.
Myndir af Ingebo ásamt flug-
félögum hans hafa birzt í hinu
víðlesna ameríska tímariti
„Life“.
Engar opinberar fréttir hafa
borizt frá hersveitum 8. hers-
ins, sem sækja fram að baki
Marethlínunni.
En í frétt frá Algier segir að
þessar hersveitir eigi í hörðum
bardögum á sæðinu á milli E1
Hamma og Gabes og verði vel
ágengt.
Þjóðverjar hafa gert gagná-
hlaup við E1 Goulett með það
fyrir augum að stöðva fram-
sókn Bandaríkjamanna þarna,
sem getur orðið her Rommels
hættuleg ef þeim tekst að sækja
til strandarinnar á milli Gabes
og Sfax. En Þjóðverjar vinna
ekkert á í þessum gagnáhlaup-
um sínum og í Berlínarfréttum
í dag er sagt að Bandaríkja-
menn tefli fram stöðugt meira
liði og skriðdrekum á miðvíg-
stöðunum.
Mótspyrna Þjóðverja í Iofti
hefir nokkuð harðnað, en þó
hafa Bandamenn alger yfirráð
í loftinu.
Flugvélar Bandamanna héldu
í gær uppi látlausum loftárá«-
um í 10 klukkustundir á bak-
stöðvar Marthvirkjanna.
Frh. á 7. síðu.
Rússar 09 Japan-
ir halda áfram að
vera vinir.
Þeir hafa framlengt fish-
veiðasamnino sinn i Aust-
ur-Asíu.
LONDON í gærkvöldi,.
ÚSSAR og Japanir hafa
framlengt samning sinn
urn fiskveiðar Japana úti
fyrir eyjunni Sakhalin og
Kamtchatka, sem hvor-
tveggja tilheyra Rússlandi.
Fá Japanir samkvæmt þess
um samningum að halda á-
fram fiskveiðum á þessum
stóðum.
Bandaríkjamenn létu í Ijós
fyrir nokkru að það yrði
prófsteinninn á Rússa um
hvað þeir vildu ganga langt
í vináttu sinni við Banda-
ríkin hvort þeir framlengdu
þennan samning eða ekki.
Þessi samningur bendir til
þess að Rússar muni halda
áfram vináttu sinni við Jap-
ani.