Alþýðublaðið - 27.03.1943, Side 8

Alþýðublaðið - 27.03.1943, Side 8
8 ALÞYfHJBLAfNO Langardagur 27. mars: 1943» ■i NÝJA Blð ■ Haifskir kflrekar. <Ride ’em Cowboy) með skopleikurunum BUD ABBOTT og LOU COSTELLO " Sýnd kl. 5, 7 og 9. ' SÍÐASTA SINN OG JÚLÍUS CÆSAR. T ESENDUR Alþýðublaðsins munu kannast vel við Sel- vogsmálið alkunna, því að Guð mundur í Nesi og Gunnlaugur sandgræðslustjóri hafa leitt hesrta sína saman hér í blaðinu. Á alþingi var borið fram frv. sem Guðmujidi var mjög annt um að gengi fram. Fylgdu því einkum rammir ihaldsmenn, eins og Guðmundur er sjálfur, og auk þess kommúnistar, sem þó sáu sig um hönd, við loka- atkvæðagreiðslu. En nú féll frumvarp þetta 15. marz s.l., en sama mánað- ardag fyrir h. u. b. tuttugu öld- um var Júlíus Cæsar drepinn. Um þennan atburð kvað Bjarni Ásgeirsson vísu þessa: „Hann Gvendur er hygginn og harður sem kvarz, og hugðist nú löndin að vinna, en féll eins og Cæsar þann 15. marz sem fórnarlamb ástvina sinna.“ * TVEIR skuggalegir menn ræddust við í knæpu: „Skolli ertu í fínum frakka, Gvendur,“ sagði annar. „Hvað borgaðirðu fyrir hann?“ „Sex mánaða letigarðsvist,“ svaraði hinn. „Eg geng aldrei í ódýrari fötum.“ SKOTI fékk heilflösku af góðu og gömlu skozku wiskíi að gjöf.Hann gekk mjög gætilega, en varð fyrir því ó- happi, þegar hann gekk yfir götuna, að bifreið ók á hann, svo að hann slengdist flatur til jarðar. Hann meiddist lítið, en fann þó, að hann hafði eitt- hvað lamazt í fæti. Hann stóð upp skyndilega og hélt áfram, en sá bráðlega, að einhver rauðleitur vökvi vall upp úr skónum hans rann niður eftir fætinum á honum. „Hamingjan góð a!“ sagði hann: „Eg vona að þetta sé blóð!“ frú mín. Hann gerði það líka alls ekki og hefði ekki heldur getað gert sögu sína trúanlega án minnar hjálpar. Þegar hann bað mig hjálpar, var ég snöggvast í ofurlitlum vand- ræðum, en svo datt mér bráð- lega snjallræði í hug. — Eg sagði si sona: — Já, húsbóndi. Auðvitað skauztu hjörtinn gegnum hausinn og annan aft- urfótinn í einu skoti. Og til þess að gefa sjálfum mér um- hugsunarfrest, rak ég upp stór karlalegan hlátur, og greip um. magann. Og ég hló, þangað til mér datt snjallræðið í hug. Það var á þennan hátt, sagði ég, um leið og húsbóndi minn skaut, þurfti hjörturinn að klóra sér bak við eyrað með öðrum afturfætinum. En ekki má átelja hann fyrir . svona lítilfjörleg axarsköft, frú mín, því að hann er ungur, og sú var tiðin, að jafnvel ég bar ekki skynbragð á þessa hluti. Nei, frú mín, list samræðunnar er ekki lærð á einum degi, ekki heldur á einu ári. En húsbóndi minn er mikill maður, og ég er hræddur um, að liann sé dauður. 3. í mánuð bar ekkert til tið- inda í iLemansdorp og engar fréttir bárust þangað. Enn leið vika og þá sást alt i einu jó- reykur á veginum, gríðarstór rykmökkur, og stór nautgripa- hjörð var rekin á harðaspretti heim að skjaldborginni. Á eftir hjörðinni reið hin vopnaða sveit, sem lagt hafði af stað til þess að leysa Búana i Kanaans- landi úr umsát fjalla-Kaffanna og Zulu-Kaffanna. Hjörðin var nautgripirnir frá Kanaanslandi, sem Búarnir frá LemaUsdorp liöfðu náð aftur frá villimönn- unum, en voru nú eigenda- lausir, þar til búið væri að hafa uppi á erfingjum hinna föllnu. Með hjörðinnþvoru einnig naut- gripir þeir, sem Búarnir höfðu tekið af Köffunum um leið og ]>eir tóku aftur hina stolnu nautgripi. Sagan var ekki lengi sögð, og Leman sagði hana í fáum orð- um: — Þegar við komum þangað, sagði liann, — var öllu lokið. Við riðum eins og hestarnir komust, en komum of seint. Allir voru dauðiý, og líkamir þeirra sundurstungnir með spjótum eins og sáld. Já, sagði hann, — ekkert var eftir, og vagnarnir voru brenndir, brotn- ir eða búið að draga þá afsíðis. Hjólin höfðu verið brotin und- an vögnunum, og Kaffarnir höfðu rifið af þeim járnin til þess að nota í spjótablöð. — En þarna hafði verið háð- ur hinn grimmilegasti bardagi. Búamir höfðu barizt af hreysti og hugprýði meðan nokkur maður stóð uppi. og valköstur hinna föllnu villimanna um- hverfis skjaldborgina var svo hár, að hestarnir okkar ætluðu naumast að komast yfir hann. Já, hinir föllnu villimenn lágu fast upp við vagniijóhn, og sum blökkumannalíkin lágu undir vögunum og uppi í þeim. Þar var ófagurt um að litast. Ekk- ert var eftir, sagði hann. — Ekkert var eftir skilið í Kana- anslandi. Ekki neitt. Kanaans- land er ekki lengur til eins og það áður var. Á nóttum falla þar daggatár, ]>egar veiðimenn fara þar um. Þetta er skugga- dalur dauðans, og Kaffarnir þora ekki að nálgast þetta land, ekki einú sinni um hábjartan dag. — Við gátum ekkert gert, nema grafið hina föllnu, enda gerðum við það, og leitað uppi, Kaffana og komið fram hefnd- um, sem við einnig gerðum. Við eyðilögðum hvert Kaffa- þorpið af öðru, og hérna eru nautgripirnir, sem við náðum, þeir, sem stolið var, og stórar hjarðir að auki, sem við tókum úr Kaffaþorpunum, sejn við eyðilögðum. Við höfum lika fanga meðferðis, drengi og stúlkur, sem við tókum og ætl- um að gera að þrælum okkar og ambáttum, og við höfum að- eins misst einn mann, Jan Schuman, sem féll í fyrstu orr- ustunni, og aðeins f jórir menn eru særðir. Anna frænka spennti greip- ar í kjöltu sér og horfði hugs- andi á Frikkie, sem var að leika sér við hlið liennar. v Þessi urðu þá örlög Búanna i Kanaanslandi eftir allt erfiðið, allar þrautirnar. Þetta var eftir af öllum hópnum, sem lagt hafði af stað frá Höfða. Dauð- inn hafði bandað við þeim bleikri hendi og snortið þá köld um fingri. Babylon var fallin og íbúar Kanaanslands orðnir að dufti og ösku. Af þeim, sem liöfðu fylgt Hendrik van der Berg burt úr Höfðanýlendu og til Kanaanslands, voru engir eftir nema hún sjálf, Gert Kleinhouse, Frikkie, Jakoba og Louisa. Sæði Hendriks hafði fallið í grýtta jörð. Allt og sumt, sem eftir var, var sonarsonur hans, lítil grein af stórum stofni, og telpukindin, Jacoba. Hin börn hans höfðu farið með Sannie og Zwart Piete til Kan- anslands og fallið við hlið þeirra fyrir spjótum hinna villtu Kaffa. Mikið hafði farið í súginn, en þó var ofurlítið eftir. Ef dreng- HBTJARNARBIOH 1 ■ GAMLA BIÖ ■’ Heillastnnd. Eva Amerísk söngva- og gamanmjmd. James Stewart Paulette Goddard Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. nútimans. (THE LADY EVE). Barbara Stanwyck, Heriry Fonda. ÍÞRÓTTAKVIKMYND ÁRMANNS Sýnd kl. 7 og 9. KI. 3^—6Vz: FJÓRIR GOSAR (Four Jaiks and a Ji.ll), Anne Shirley, Ray Bolger. verður sýnd á morgun <sunnudag) kl, 1/15. Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun ísafoldar. urinn lifði, myndi hann auka ættstofninn van der Berg. Feg- urð Sannie hafði horfið sömu leið og æska Hermans óg þrótt- ur Hendriks, en það sæði, sem eitt sinn var sáð, myndi ein- hvern tín>h skjóta rótum, blóð þeirra þriggja hafði blandazt í æðum þessa litla drengs, og væri honum ekki úr ætt skotið, myndi það einhvern tíma svella, en hún myndi ekki lifa þann dag. Hún var gömul, og þungi áranna hvíldi eins og blý á lierð um liennar. Nú þráði hún ekk- ert. framar, nema friðsælan blett, þar sem hún gæti ræktað grænmeti og hirt svinin sin. Verið gat, að hún fengi að setj- ast að hjá dóttursyni sínum og konu hans. Blóð var þykkara en vatn, og þau myndu senni- lega fara vel með liana, eins og elli liennar og efnahag' sómdi. Já, þau myndu láta henni líða vel, og yrðu þau henni ekki að skapi, átti. hún aðra vanda- menn, sem hún þurfti. ekki nema að minnast á, þvi að arf- inum myndi Gert Kleinhouse ekki vilja sleppa 'ENDIR LÉTTFETI TATARANS FYRSTI KAFLI Hvíta örin. HVÍTA ÖRIN! — Það er Hvíta örin, sem er að koma.f Ó, bræður!! Nú fáum við að sjá tilþrif hjá sönnum gæðingi! Hvílík snilldarhryssa!“ Þetta var á sandvelli, sem umgirtur var hárri grjót- girðingu. Völlurinn var utan við hallarhliðin í Hirpúr, en það er dálítið sjálfstætt ríki við norðurlandamæri Afgan- istan í Asíu. Inn á völlinn geystist gullfalleg, hvít hryssa, dg langt faxið og taglið kembdu' aftur af henni á sprettinum. Svört hetta var bundin fyrir augu henni og sex fílefldir Afganar reyndu að halda aftur af henni með löngum köðl- um, sem þeir strengdu í ýmsar áttir. En þeir réðu varla við hana, því að hún hentist til, upp og niður, með krafta" legum átökum. Það stóðu yfir mikil hátíðahöld í borginni, því að lang- ur föstutími fór í hönd. íbúar þessarar fjallaborgar höfðu safnazt saman til þess að njóta gleðnnar. Uppi á hásæti, hlöðnu úr steini, sat Behrem Shah, konungurinn, ræningja- höfðingi og harðstjóri, sem hafði fyrir skömmu síðan tekið borgina herskildi með hinum fræknu og vígdjörfu riddur- um sínum, drepið stjómanda borgarinnar og hneppt son hans í fangelsi. Stór, alskeggjaður fjallabúi reið á brúnum gæðingi um leiksviðið. Hann baðaði út öllum öngum og öskraði allt hvað af tók. Hann ,var að tilkynna næsta atriðið, sem fram færi í þessum stórfenglegu og æsandi íþróttum: „Lítið á Hvftu örina, Hirpúrbúar!“ kallað hann. „Enn einu sinni hefir vor náðugi herra, konungurinn — Allah; MI£<S QUIOíT, NIANIU CBT DOVVN / L'.S Ssmar FL'AT/ _ „-g WiJe World F*»turi*- MYNDA- SAGA. Örn kallar aftur til Hildar og Nanu: — Fleygið ykkur niður! — Síðan tekur Öm til óspilltra málanna gagnvart Japönunum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.