Alþýðublaðið - 27.03.1943, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. marz 1943.
ALt»V0UBLAÐIÐ
HINN fjórða marz síðastlið-
inn voru nákvæmlega tiu
ár liðin síðan Roosevelt var
kosinn forseti i fyrsta sinn.
Þann dag hafði hann verið for-
seti tveimur árum lengur en
nokkur annar forseti í sögu
Bandaríkjanna og átti ekki
nema tvö ár eftir af þriðja
kjörtímabili sí(nu. Næsta for-
setakjör á að fara fram í nóv-
embermánuði 1944, en við
embættinu á sá forseti, sem þá
verður kosinn, að taka 20. jan.
1945.
'Það myndi krefjast meiri
tíma. en ég liefi yfir að ráða,
að minnast á þær umbætur.
sem gerðar hafa verið á fjár-
málasviðinu og í atvinnumálum
og félagsmáluin, síðan Roose-
velt flutti ánn í Hvita húsið,
jafnvel þótt ekki væri minnzt
nema á höfuðatriðin. Samt
verður að minnast hér á al-
þýðutrv'ggingarnar, sem Bretar
höfðu verið að koma á hjá sér í
aldarfjórðung, en auk þess eru
margs konar endurbætur aðrar,
sem miðaðar eru við þarfir
Bandaríkjamanna. Margar
þessara endurbóta korau sam-
tímis, og það var ekki auðvelt
að melta þær allar í einu, að
minnsta kosti ekki fyrir þjóð,
sem var að berjast við að kom-
ast út úr hinni örðugustu við-
skiptakreppu. fíannleikuriim
var sá, að ekki hafði fengizt
fullkomin reynsla á öllum end-
urljótunum, þegar núverandi
styrjöld skall á.
Við lok tiunda forsetaárs
Roosevelts var mikið um það
rætt, hvört hann myndi bjóða
sig fram i fjórða sinn eða ekki.
Margir foringjar Demókrata-
flokksins, sem heimsóttu forset
ann, til þess að óska honum til
hamingju, skoruðu á hann að
bjóða sig enn fram. Þeir sögðu.
að hann hefði ekki svarað þess-
ari spurningu, aðeins brosað.
Þó eru flestir þeirrar trúar, að
verði stríðinu ekki lokið árið
1944, muni Roosevelt bjóða sig
fram í fjórða sinn. Flokksþing-
. in, sem velja frambjóðendur.
eru venjulega haldin í júní eða
júlí það ár, sem forsetakjör á
að fara fram, svo að Roosevelt
hefir enn þá um fimmtán mán-
aða umhugsunarfrest. Enginn
vafi er á því, að margir, sem
ekki eru honum sammála um
innanrikismál, munu vera þvi
andvígir, að skipt verði um for-
seta fyrr en stríðinu er lokið.
Skoðanakönnun, sem nýlega
hefir verið framkvæmd, leiðir
í ljós, að margir myndu greiða
honum atkvæði í fjórða sinn ,ef
stríðinu verður ekki lokið, en
greiða atkvæði gegn honum, ef
því yrði lokið, l>egar forseta-
kosning á að fara fram næst.
Og þar eð ínenn gera alniennt
ráð fyrir því. að Japanir muni
seiglast ári lengur en Þjóðverj-
ar, og ef til vill méira en ári
lengur, er fullkomlega gert ráð
fyrir því, að Roosevelt verði
enn þá einu sinni eftirmaðvu’
sjálfs sín, með öðrum orðum:
Roosevelt og Churchill.
; .;■' cí::.
Mynd þessi var tekin af þeim Roosevelt og Churcliill á fundi i Kyrrahafsráðinu síðast,
þegar Churchill var í heimsókn í Bandarikjunum. ;
Roosevelt i fjórða sinn?
Eftirfarandi grein
sem er eftir Ernest. K.
Lintfley, fjallar um Roose-
velt forseta og leiðir líkur að
því, að hann verði kosinn
forseti Bandaríkjanna í
fjórða sinn.
bjóði sig fram í fjórðá sinn og
nái kosningu. Hann er ekki eldri
en sextugiu- og enn í fullu f jöri.
Og jafnvel þótt bæði Þjóðverjar
og Japanir verði sigraðir fyrir
næstu forsetakosningar, er
mjög sennilegt, að þess verði
’mjög almeimt krafizt, að Roose-
velt gefi kost á sér í f jórða sinn.
Sú krafa myndi rísa á grund-
velli þess álits, að hann sé fær-
asti og reyndasti maðurinn til
þess að vera leiðtogi Bandarikj-
anna.
En það, hvort hann nær kosn-
ingu i fjórða sinn við slík skil-
yrði, mun að miklu leyti verða
komið undir því, hver keppi-
nautur hans verður, og hver
s tefnú Republicana verðm í ut-
anríkismálum á þeim tíma.
Flestir munu vera honum sam-
mála um nauðsyn þess að vinna
sigur í þessu stríði. Hins vegar
myndu ýmsir kjósa, að hann
væri ofurlitið afturhaldssamari
í imaanríkismálum, þó að þeir
séu honum sammála um stefn-
una í alþjóðamálum eftir strið-
ið.
Ekki er auðvelt að spá, hver
muni verða eftirmaður Roose-
UTBOÐ:
Verktakar, sem vildu taka að sér að byggja hús
Pöntunarfélagsins á Grímstaðaholti, sendi tilboð til
framkvæmdastjóra félagsins, Stefáns Árnasonar,
Fálkagötu 9 fyrir 7. apríl. — Félagið áskilur sér
rétt til að taka hverju tilboði sem er, eða bafna
öllum. — Teikningar og upplýsingar í verzluninni
Fálkagötu 25. Sími 4861.
Glas læknir
fæst í næstu bókabúð
velts. Wallace varaforseti mun
komast einna næst því að vera
fulltrúi sjónarmiða Roosevelts
í alþjóðamáliun og innanríkis-
málum, en hann var í flokki
Repúblicana þar til fyri.r fáein-
um árum, og Roosevelt ætlaði
að veitast örðugt að fá hann
kjörinn varaforseta árið 1940.
Síðan hafa hin afturhaldssam-
ari öfl unnið gegn því, að
Wallace vrði eftirmaður Roose-
velts.
En hverjir eru þá líklegir sem
eftirmenn Roosevelts í forseta-
stóli. Cordell Hull verður orð-
inn sjötíu og þriggja ára ,þegar
næsta forsetakosning fer fram,
og þess vegna full gamall til
}>ess að takast á hendur þann
vanda, sem forsetatign fylgir. í
f jögur ár. Harry Hopki.ns, helzti
ráðgjafi forsetans, hefir ekki
mikið fylgi meðal leiðtoga De-
mókrataflokksins. Paul V. Mc-
Nutt, yfirmaður striðsþjónust-
unnar, hefði orðið harðiu' keppi-
nautur fyrir tveimur árum, ef
Roosevelt hefði ekki boðið sig
fram aftur, en starf hans er af-
arerfi.tt og óvinsælt. Þá má
nefna James F. Byrnes, fyrrum
öldungaráðsmann og hæsta-
réttardómara, sem nú er yfir-
maður atvinnumálanna. Hann
er forsetanum sammála um ut-
anríkismál og að sumu leyti um
innanríkismál líka. Hann er oft
nefndur um þessar mundir sem
tilvonandi varaforseti, ef Roose-
velt verður kosinn í f jórða sinn,
en eins og sakir standa nýtur
enginn stjórnmálamaður í
Bandaríkjunum jafn mikils
trausts og Roosevelt eða jafn
almenm'a vinsælda. Þeir, sem
kunnugastir eru í stjórnmála-,.
heiminum vestan liafs, telja, að •
forseti næsta kjörtímabil verði
annað hvort Roosevelt eða ein-
hver Republicani.
Af hálfu Republicana hefir
Wendell Willkie, forsetaefni
þeirra frá árinu 1940, ákveðið
að fá sig borinn fram aftur. En
hann var Demólcrat fyrstu ár
stjórnmálaferils síns og á þvi
ekki öruggar rætur í Republic-
anaflokknum. Auk þess er hann
ekki. vinsæll meðal hinna eldri
leiðtoga flokksins, en hann
trúir því statt og stöðugt, að
flestir fylgjendur Republicana
séu honum sammála um það,
að nú verði að hverfa frá hinni
gömlu einangrunarstefnu og
helga allt sitt starf alþjóðlegri
samvinnu og því að vinna stríð-
ið. Og jafnvel þó að Willkie nái
ekki kosningu sjálfur, kann svo
að fara, að þessi. skoðun hans
liafi áhrif á þá stefnu, sem
fylgt verður að styrjöldinni lok-
inni.
Þetta hjal um kosningu, sem
ekki á að fara fram fyrr en í.
nóvemhermánuði næsta ár,
kann að þykja ótrúlegt. En
fulltrúakjör á allsherjarflokks-
þing, sem ákveður forsetakjör,
hefst i janúarmánuði næsta ár-
Ef Roosevelt væri búinn að
lýsa því yfir, að hann myndi
ekki bjóða sig fram oftar,
myndu ýmsir af leiðtogum De-
mókrataflokksins vera farnir
að skyggnast eftir líkum fyrir
stuðningi. Og meðan Roosevelt
lætur eldkert uppi, mun verða
gert ráð fyrir þvi, að hann ætli
að bjóða sig fram einu sinni
enn. Ef til vill lætur hann ekk-
ert uppskátt um fyrirætlanir
sínar fyrr en á flokksþingi De-
mókrata á sumri komanda.
En hvað sem um þetta er, þá
er vist, að Roosevelt er þvi and-
vígur, að skipulagningu friðar-
ins sé frestað þangað til stríð-
inu er lokið, jafnvel þeim þætti
þess, sem háður er í Evrópu.
Þegar er farið að ræða um
hjálpina eftir stríðið og verð-
festing peninganna. Það má því
gera ráð fyrir því, að farið
verði að vinna að þessum mál-
um áður en styrjöld lýkur.
Menn eru l>eirrar skoðunai',
að auðveldara sé að koma á
alþjóðlegri samvinnu nú, en
seinna. Snöggar breytingar
verka ætíð þannig, að menn
verða varkárir og gagnrýna
aukaatriðin. Þetta til dæmis olli
hiki Ameríkumanna að ganga
í Þjóðabandalagið eftir fyrri
heimsstyrjöldina. Ég er ekki í
neinurn vafa um það, að þetta
fyrirkomulag sé hið heppileg-
asta. Það er vel hugsanlegt, að
af liálfu Bandaríkjanna verði.
engar fullnaðarákvarðanir gerð-
ar um alþjóðlega samvinnu
fyrr en að styrjöld lokinni, en
um þessar mundir og á næstu
mánuðum verður unnið mark-
víst að þvi, að skipuleggja
friðinn.
Gottfredsen og Guðmundur H, Þórðarson. — Mál, sem
talað er um, en almenningur fær lítið að kynnast. —
Nokkur orð um mjólkursöluna.
VÖ stórmál eru á döfinni hér
Reykjavík, sem lögfræðingar
og lögreglan hafa meS höndum.
Annað er mál Gottfredsen, hins
danska, rógberans um íslenzku
þjóðina, og hitt er gjaldþrotamál
Gnðmundar H. Þórðarsonar kaup-
manns. Fyrra málið er skammt á
veg komið. Hinn danski rógberi
situr í gæzluvarðhaldi og enn mun
stjórnarráðið ekki hafa ákveðið til
fulls, hvort mál verði höfðað gegn
honum.
MILLJÓNAGJALDÞROTAMÁL
Guðmundar H. Þórðarsonar er
eitt hið stærsta slíkra mála, sem
hér hefir verið tekið til meðferð-
ar og í það eru flæktir á ýmsan
hátt mjög margir menn. Sumir
græða á því, aðrir ganga slyppir
og snauðir frá þeim viðskiptum.
Flestir hinna síðasttöldu eru ró-
lyndir smáborgarar, menn, sem
eignast hafa nokkuð fé með ráð-
deild og sparsemi, en missa allt
í gin gjaldþrotsins. Og koma þar
mörg kurl til grafar.
UM HVORUGT ÞÉSSARA mála
fá blöðin mikið að vita og er þó
þögnin um gjaldþrotamálið enn
verri. Blaðamenn munu, í því máli
hafa gert margt til að afla sér upp
lýsinga, en ekki tekist, að eins
fengið það svar, að enn sé málið
ekki að fullu upplýst og því sé
ekki tími til kominn að skýra op-
inberlega frá því.
UÖGFRÆÐINGAR eiga sitt
tungutak og almenningur annað.
Það er hægt að fremja glæp frá
siðferðilegu sjónarmiði, sem má þó
vera löglegt. Svik og prettir í við-
skiptum er hvort tveggja oft
framið á löglegan hátt. Það er
skylda tolaðanna að gera að minsta
kosti tilraun til að skapa heilbrigt
almenningsálit. Það þarf ekki allt
af að prédika til þess að gefa al-
menningi kost á að dæma réttlát-
lega.
ÞAÐ ER aðalatriðið, að gefa
almenningi kost á að kynnast
málavöxtum. Það hefði verið hægt
í gjaldþrotamálinu. Ef blöðin
hefðu getað skýrt frá því, sem
fram hefir komið við rekstur þess,
hefði almenningur tækifæri til að
kveða upp sinn dóm. Þá var
skapað almenningsálit um það,
hvernig viðskipti eiga að vera og
livernig þau eiga ekki að vera.
Útfarnir spékúlantar og laga-
krókarefir hafa Jöngum farið ílla
með menn. Eg kynntist fyrir
nokkrum árum gömlum iðnaðar-
manni, sem hafði heila æfi unnið
baki brotnu og gat loksins byggt
sér myndarlegt hus. Það kostaði
tugi þúsunda króna.
EN IIANN VANTAÐI dálítið
upp á, til þess að geta fullgert það.
Hann reyndi að fá lán og lenti
hjá kunnum okrara, sem nú er
dauður. Hann fékk 35 þúsund að
láni hjá honum. Iðnaðarmaðurinn
hafð'i eignast sitt fé á heiðarleg-
an hátt. Honum datt því ekki ann
að í hug en að viðskipti hans og
okrarans væru heilbrigð. En
endalokin urðu þau, að hann tap-
aði húsinu öllu í klær hans, öllu,
sem hann hafði aflað sér með
æfilöngu striti.
ÞETTA MÁL varð opinbert af
blaðaskrifum. Dómur laganna gekk
í því. Okrarinn vann málið fyrir
þeim dómi. En almenningur kvað
upp sinn dóm og það varð óþdl-
Frh. á 6. siðu.