Alþýðublaðið - 27.03.1943, Side 7

Alþýðublaðið - 27.03.1943, Side 7
ILaeHgardagur -25, mar* 1!)43. ALÞVÐUBLADID \ BærinH í dag. | Félagsdómur am átaœttnpókonnina .'Næturlseknir er Jóhanncs Bj örns -son, Hverfisgötu 117, símfa 4384. Næturvörðúr er i Ingólfsapóteki ,súni: 1330. Ú'm'RPlÐ: ■12.10—13.00 Hádegisútvarp 15.30—16.00 Mi&degisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 1. íIL 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplöiur.: Samsöngur. 20.00 Fréttir. -20.20 Leikrit: „Syndir ,annarra“ eftir Ei'narH. Kvaran: (Leik endur: Siguröur Sigmunds- son, Anna Guðmundsdóttir, Gissur Pálsson, -Pórunn Magnúsdótíir, Lára Guð- mundsdólttir, Soffía Briem, Guðjón Einarsson, Gunnar Árnason, Sváva Jónsdóttir, Elín Kjartansdóttir, Árni Óla, Sigþrúður Pálsdóttir. — (Leíköfjóiii: frú Ánna Guðmundsdóttir). 21.50 Fréttir. 22.10 Danslög. 24.Ö0 Dagskrárlok H.allgÉjmssókn. Messa á morgum ’kl. 11, barna- guðsþjónusta í A-usturbæj arskól- anum, séra Jakob Jönsson. Kl. 2 messa ássama stað, séra Sigurbjörn 'Einarsscsn. Kl. 10 f. 'k. sunnudaga- skólli í 'Gagnfræðasikólanum við Lindargœiu. íl kapellu háskólans verður haldin guðsþjónuSfe ■sunnudagiim 28. marz 'k’l. 5 e. h.. Séra Sigurður Einarsson messar. Allir velkornnir. Leikfélag Reykjavíkur sýiiir Fagm t er á fjö'l'lum -.annað kvölö og hefet sala aðg'öngwmiða kl. 4 í dag. Utvaiimtíðindi 12. hefti 5. áirgangs er nýkomið •út. Efífi: Næsta útvarpsléikrit „,Syndir annarra", eftir Einar H, Kvaran, ieikstjóri frú Anna Guð- mundsdóttir, Nýj-ar tillögur um dágskrárstarfið, Tungan á 20. öld, fift'ir Friðr'ik Hjartar, Rad.dir tolust endanna. -visur o. m. fl. Vortízka. Leikkonan Faye Emersen sést á mvndinni í nýrri siðdegis- dragti Frh. af 2. síðu. greitt '.ver.ið. Stefnandi vildi ekki fallast á þennan skilning stefnda, og með þvi að sam- komulag fékkst ekki, hefir hann höfðað mál þetta, svo sem áð- ur getnr og gert þær kröfur.. sem að ofan greinir. Stefnandi byggir kröfur sím- ar á þvi, að ljóst sé, samkvænít orðalagi 1. gr. samningsins frá 5. seþt. 1942, að vélstjórum beri umdeildar 15 kr. á dag meðan þeir ieru skráðir á skip stefn- anda qg :sé engin undantekning gerð Jrá þeirri reglu, nema að því er sumarleyfi varðar. Telur hann að orðin „en annars 15 kr.“ séu víðtækari en svo, 'að greiðsla áhættuþóknunar innar verði 'bundin því skilynði, ;að skipið :sé í strandsiglingum. Á það beri og að líta, að þó e/s Súðinni hafi verið lagt upp tíl viðgerðar, vinni vélstjórarnir eigi að síður daglega að Skyldu- störfixtn.sínum í skipinu. Og þar sem þeim, eins og viðurkennt sé, beri full áhættuþóknun þótt skipið liggi í höfn vegna ferm- ingar eða affermingar, þá sé sízt minni .ástæða til þess, að sama regla gildi, þegar þeir vinni í skipinu, er það er í við- gerð. 3?á héldur hann því og fram, að er m/s Esja var til viðgerðar hér rúma viku á síð- astliðnu lrausti, eftir gildistöku umdeilds samningsákvæðis, hafi stefnandi greitt þessar 15 kr. áhæUuþóknun á dag um- yrðalaust fyrir það tímabil, er viðgerðin stóð yfir. Loks bend- ir stefnandi á það, að sam- kvæmt eldri samningi millí sömu aðilja, um viðbótarjiókn- un vegna ófriðarins, hafi verið greint milli millilandasiglinga og strandsiglinga, en með samn- ingi þeim, er í þessu máli get- ’.ur, hafi orðalagið orðið víðtæk- ara, þannig, að nú sé greiðsla nefndrar þóknunar ekki því skilyrði bundin að skipið verði talið vera í siglingum. .Stefndi hefir eindreglð mót- mælt því, að honum beri að greiða áhættuþóknun, er skip- ið liggur í höfn til viðgerðar. Telur hann, að það hafi aldrei komið til máls að áhættuþókn- un skyldi greiða er viðgerð stæði yfir. Bendir hann á, að í ' samningum sjómanna- og mat- sveinafélaganna við skipaut- gerðarfélögin sé greint á milli millilandasiglinga og strandsigl inga. Af þeim samningum sé ljóst, að áhættuþóknun berí ekki að greiða er viðgerð stend- ur yfir, en þar sem sama hafi átt að ganga yfir alla skipverja, að þessu leyti, geti vélstjórar ekki krafizt frekari réttar sér til handa, þrátt fyrir dálítið annað orðalag. Þá mótmælir hann því, að undantekningar- ákvæðið um sumárleyfi í 1 gr. nefnds samnings sé eina undan- tekningarákvæðið, sein til greina ltomi. Það hafi verið sett vegna þess, að samkvæmt eldra samningi hafi vélstjórum ver- ið greidd viðbótarþóknun, jafnt í sumarleyfi sem endranær, ef skipið var í siglingum, og hafi þess vegna þótt nauðsynlegt að undanskilja sumarleyfin nú, til þess að Ijóst væri, að áhættu- þóknun skyldi ekki greidd fyr- ir þann tíma. Ástæðurnar til þess, að áhættuþóknun var greidd, er Esja var til viðgerð- ■ ar s. 1. haust, kveður hann þá, að sjómennirnir hafi hótað að ganga af skipinu, ef hún yrði ekki greidd og hafi því útgerð- in neyðzt til að greiða hana, til þess að skipið stöðvaðist ekki, en því íiefir stefnandi eindreg- ið mótmælt svo og framan- greindri túlkun stefnda. Þegar litið er til þess, hversu víðtækt orðalag 1. gr. oftnefnds samnings er, þykir ekki verða hjá því komizt, að fallast á þá þá skoðun stefnda, að skylda stefnda til greiðslu áhættu- þóknunar til vélstjóra sinna verði ekki því skllyrði bundln, að skipið megi kallazt vera I strandsiglingum. Þar sem breyti var frá orðalagi hins eldra samnings, fellt niður orð- ið „strandsiglingar“., en nú tal- ,að um ,,Áhættuþóknun 80 — áttatíu — kr.. é dag þegar skip- in eru í rnillil'andasiaiin”vm en annars 15 — fimmtán kr.“, var íull ástæða til þess að undan- skilja það tilvik, er skipin v.æri í viðgerð, eins og gert var um sumarleyfin ,ef 15 kr. áttu ekki að greiðast þann tima, og ,það því fremur sem vélstjörar höfðu áður i slíkum tilfellum notið viðbótarþóknunar sam- kvæmt hinum eldra samningi, á sama hátt og í sumarleyfum, og vinna þeirri í skipinu auk þess sízt minni, er viðgerð stend ur yfir. Þá hafa eigi verið færð- ar sönnur á það, að greiðsla á- hættuþóknunar. er m/s Esja var til viðgerðar í haust, hafi verlð knúin frarn með hótun- um af hálfu sjómanna. Það var því full ástæða fyrir stefnda til þess að gefa skipstjóra fyrir- mæli varðandi greiðslu áhættu- Iþöknunar meðan á viðgerð stóð, er e/s Súðinni var lagt í des- ernlser s. 1., ef hann þá ætlað- izt til, að hún yrðþekki af hendi innt. Samkvæmt framansögðu þykir bera að taka kröfur stefn- anda í máli þessu til greina. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefnandi greiði stefn- ■anda málskostnað, sém ákveðst kr. 250,00. Því dæmist rétt vera: Stefnda, Skipaútgerð ríkis- Ins, bar samkv. 1. gr. samnings frá 5. sept. 1942, að greiða vél- stjórum í Vélstjórafélagi ís- lands, sem lögskráðir eru á e/s Súðina, 15 krónur á dag í á- hættuþóknun meðan e/s Súðin var í Reykjavíkurhöfn' til við- gerðar mánuðina desember til marz s. 1. enda hafi viðkomandi vélstjórar ekki verið í sumar- leyfi. Stefndi greiði stefnanda kr. 250,00 í málskostnað, innan 15 daga frá birtingu dóms þessa, að viðlagðri aðför að lögum“. Innan skamms: fiý loftvaraaæfiBg nieð ðllmn sveitom ioftvaroamaona. NÝ loftvarnaæfing mun fara fram innan skamms, en hún mun verða tilkynnt á lík- an hátt og síðast með nokkrum fyrirvara, þó að ákveðinn tími verði ekki nefndur. Æfingin í fyrrakvöld tókst sæmilegt, þó að ýmsir gallar kæmu fram og mistök yrðu um skipulag þeirra. Engin slys urðu, og var þó bærinn alrnyrkvaður. s s s s s s s s s s s s í Ódýrt karlm. kven. nnglinga S K é T A U VERZL. Maðarinn mirni, faðir okkar, tengdafaðir og afi GÚÐJÖN ODDSSON Sólvaltagötu 56, andaðist 25. þ. m. í Landsspítalanum^ N Fyrir hönd aðstandenda. Haligerður Nikulásdóttir. Grettisgötu 57. Þaö tilkynnist vinum og vandamönnum að hjart- kær dóttir mín, systir og mágkona, SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR andaðist að kvöldi pess 25. mars. að heimili sínu, Hverfisgötu 83. Sigiíður Jðnsdótlir. Ragnheiður Stefánsdóttir. vSigurður Stefánsson. Egill Ólafsson. Guðfinna Sveinsdóttir. Mi*5siiratiaroi*ð: Óskar D. V. Svein bjðrnsson babari. Óskar Þ. V. Sveinbjörnsson. I'DAG er lil moldar borinu Óskar Þ. V. Sveinbjörns- son hakari. 17. þ. m. var sá harmur kveð- inn að ætfingjum, vinum og félögum hans að hann væri látinn. Sá harmur leggst þyngst á þá er hann umgekkst mest, aldlaðan föður og systkyni sín er liann var svo samrýndur að búa með til a’vildka. En það eru fleiri en þau, sem sákna góðs drengs, vinar og félaga, þvi gð Óskari var með fædd sú list, að kunna að um- gangast fólk ,enda var fra-ni- koma Jians orðlögð og einstök. Með sinni prúðmannl., drengi legu og alúðlegu framkomu við alla, hvern sem í hlut átti, eign- aðist hann rnarga kunningja og vini. Óskar var aðeins 38 ára er liann lézt. Hann var hár, bein- vaxinn, karlmannlegur og báúð af sér góðan þokka, hann var ræðinn, skemmtilegur, léttur í lund og fylgdist vel með þjóð- félagsmálum, dónígreind lians og réttlætiskend fylgdu hónum í þau samtök er unnu að bætt- um kjörum alþýðunnar. Með Óskari á Bakarasveina- félag íslands á bak að sjá ein- um af sínum prýðilegústu fé- lögum og góðum dreng, er ávalt var reiðubúinn til starfa að áhugamálum félagsins, enda vann hann margskonar trúnað- arstörf fyrir það, bæði fyr og síðar, og var í livívetna sómi félagsins bæði út ú við og inná, — það væri óskandi að Bakara- sveinafélag íslands eignaðist marga slíka félaga. Við félagar þínir i B. S. F. í. kveojum þig með innilegu þakklæti fyrir lærdómsríka við- kynningu. Vertu saell, vinur og félagi G. I. AFURÐAVERÐIÐ OG KAUPGJALDIÐ. Frh. af 2, síðu. blaðið spyrja: Vill hann neita því, að verðhækkunin á kjötinu var um áramótin 1940—41 orð- in 70%, þótt hækkun kaup- gjaldsins væri þá ekki orðin meiri en 19.5—27%. Og vill hann neita því, að verðhækkun kjötsins var s. 1. haust orðin um 400% síðan fyrir stríð, þó að hækkun kaupgjaldsins hafi þá ekki verið orðin nema rúmlega 200%.. Þessar staðreyndir þekkir svo að segja hvert mannsbam í landinu. En formaður Kjöt- verðlagsnefndar ber höfðinu, þrátt fyrir það við steininn og segir, að sú staðhæfing að af- urðaverðið hafi hækkað á und- an kaupgjaldinu sé alröng og yfirleitt sé hið háa afurðaverð bara hækkun kaupgjaldsins að kenna! Og slíkur maður telur sig hafa ástæðu til að kvarta und- an því, að hlutunum sé snúið við af öðrum! Ársbðtið Alþýðn- flokksfðlagsios. STJÓRN og skemmtinefnd Alþýðuflokksfélagsins hefir ákveðið að árshátíð félags ins verði haldin föstudaginn 2, apríl. Hátíðin verður auglýst í Al- þýðublaðinu á þriðjudag, 'en fé- lagsmenn geta keypt aðgöngu- miða frá kl. 1 á miðvikudag. Til árshátíðarinnar verður vand að eftir l'yngmn og er ætlazt til þess að þar verði eingöngu fé- lagsmenn og gestir þeirra . Fé lögum er ráðlegt að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. nst f gærkieldi. EFTIR ÞRIGGJA sólar- hringa Ieit íslenzkrar og erlendrar lögieglu fundust stúlkurnar tvær illa á sig komn- ar af sulti, kulda og svefnleysi í hálfbyggðum kjallara inn við Bústaðavef í gærkveldi kl. 6. Það eina, sem þær sögðu, þeg ar þær voru spurðar um ástæð- urnar fyrir brotthlaupi þeirra, var að þær hefði aðeins langað upp í sveit. Stúlkurnar voru yfirheyrðar í gærkveldi viðvíkjandi hvarfi þeirra.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.