Alþýðublaðið - 27.03.1943, Page 6

Alþýðublaðið - 27.03.1943, Page 6
 ALÞYÐUBí ÐiB Laugrawlag-ur 27. marz- 1342. Heimsmet í stangarstökki. Árstíðirnar, óratoríum- söngverk Josephs Haydns. s s s s s Cornelius Warmerdam heimsmetshafi í stangarstökki sést hér á myndinni þegar hann setti heimsmet sitt á Randalls- íþróttavellinum í New York. Annar fjrrirlestnr Hjörvarðar Arna- sonar. flann talaði nm franska mál- aralist. Hjörvarður árnason flutti annan fyrirlestur sinn við Háskólann í gærkvöldi, og talaði að þessu sinni um franska málaralist. Fyrirlestur- inn var fluttur í hátíðarsalnum og var hann fullskipaður, eða á þriðja hundrað manns. Hjörvarður rakti sögu frönsku málaralistarinnar, allt frá aka- demíunum á tímum Lúðvígs XIV. fram til nútímans. Hann lýsti. helztu stefnum og þeim snillingmn, sem sköpuðu þær, fyrst Poursin og flæmingjanum Rubens, síðan Boucher, bylting- armálaranum David. Síðan lýsti hann rómantíkinni, þeim Gericault, Delacroix o. fl., síðan komu ýmsir málarar, Monet, Daumier og Renoir. Þá kom hann að þremenningunum Cezanne, Gaugin og Van Gogh, sem telja má feður nútímamál- aralistar. Loks ræddi Hjörvarð- ur um síðari ára málara, Matisse, Picasso o. fl. Yfir 50 skuggamyndir voru sýndar með erindinu, og flétt- aði Hjörvarður þær prýðilega inn í erindið. Eins og á þriðju- dag gerði Hjörvarður efni sínu ágæt skil og var erindið hið fróðlegasta. Sýnir hin mikla að- sókn, sem verið hefir að erind- unum, hversu menn kuniia að meta- þetta ágæta tækifæri til að fræðast um málaralistina. Kennaraskólinn. Frh. af 4. siðu. um uppfríéðslu almennings. Allir skilja þeir ábyrgð og vanda kennarastarfsins, og skal það sízt talið eftir, sem gert er til að greiða fyrir barnakennur- um í starfi. þeirra og námi. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu andi kalt í kring um okrarann upp frá því. Eg hirði ekki að rekja þá sögu lengur. ÞAÐ ER HÆTTULEGT frá sið- ferðilegu sjónarmiði að upplýsa almenning ekki um svona mál. — Frásagnir af þeim, jafnótt og þeim vindur fram, er lexía fyrir fólk- ið. Þess vegna ó það að fá að fylgjast með þeim mjög vel. En það er því meinað. Afleiðingin er sú, að það heldur því fram, að svo margir „fínir menn“ séu flæktir í gjaldþrotamálið, að yfir þá sé hilmað. Hvaða afleiðingar hafa slíkir sleggjudómar? Þær, að fólkið missir traust á opinberum málsvarsmönnum sínum — lögun- um og lýðræðinu. EG VIL MINNA ykkur á, að frá 1. apríl verður ykkur ekki seld mjólk í mjólkurbúðunum á flösk- ur. Þið verðið að kaupa brúsa. Það tekur því ekki að draga það þangað til þið eruð búin að hlaupa. apríl með mjólkurflöskuna á fimmtudaginn. • Hamnes á horninu. Laugarnessprestakall. Messað kl. 2. Barnaguðafcj ónusta kl. 10 f. h. sr. Garðar Svavarsson. HINN veraldarvani, sí- ánægði og bjartsýni starfsmaður Joseph Haydn getur að mörgu leyti verið nú- tíðarmanninum glæsileg fyrir- mynd. Hann semur hvorki verk sín sér til lífsviðurvær- is né til stundargamans eins, heldur af innstu nauðsyn. Sí- felld samkvæmni, stöðugleiki og skírleiki eru æðstu boðorð hans. Hann þekkir hvorki hik né undanhald; þroskabraut hans liggur bein og óslitin frá sárustu fátækt og algjöru um- komuleysi til heimsspannandi vegsömunar. í röska fjórð- ungsöld dvelur hann einangr- aður í fastaþjónustu sem hinn tryggasti og samvizkusamasti þegnskaparmaður og nýtur þess í ríkum mæli, að kynnast handtökum sveitafólksins, ekki sízt þá, sem hann sjálfur var kominn af brjóststerkum bændaættum. Ekkert tónskáld hefir verið svo nátengt nátt- úrunni sem Haydn, og því er það engin tilviljun, að tvö ver- aldleg óratorium, sem bæði lofsyngja mátt og dýrð nátt- úrunnar, Sköpunin og Árstíð- irnar, kóróna æfistarf hans. Hljómsveit Reykjavíkur og söngíélagið Harpa hafa nú kynnt siðara verkið styrktar- felögum Tónlistarfélagsins. — Uppt'ærslan var þó ekki fuli- komin, þar sem lýsinguna á vetrinum vantaði sem lokaþátt með fyrirheitinu um paradís. En þann endi kaus textahöf- undur Haydns, tónskáldið og bókmenntafræðingurinn Gott- fried van Swieten barón, í staðinn fyrir hin dapurlegu endalok enska frumtextans hjá Thomson frá árinu 1726, þar sem ferðamaðurinn verður úti í veðurhörku vetrarbyljanna. — van Swieten hefir veitt Haydn mikilsverða aðstoð með marg- víslegum leiðbeiningum um ýmsa möguleika við lagasetn- ingu textans. Haydn sjáli'ur hefir tekið öllu slíku mjög vel og meira að segja beinlínis mælzt til þess, að ljóðskáldið eða þýðandinn léti sér ekki nægja að rita, og ríma orðin ein, heldur skyldi hann einnig gefa tónskáldinu ákveðnar bendingar um notkunarhátt hins bundna máls innan heild- ar tónverksins. Þannig hefir Haydn teldzt að liylja hinar barnalegu veilur textans og brúa bilið milli hlutlausrar náttúruskoðunar og manns- hjartans með tónkynngi sinni. — Hvað viðvíkur hinni ísl. mynd lýsingarinnar í þýðingu hins mæta íslenzkufræðings Jak. Jóh. Smára, þá virðist hún gefa fullkomið tilefni til þeirrar spurningar, hvort það sé ekki bjarnargreiði gagnvart íslenzkri málvöndun að leysa slíkt verk af hendi innan svo harðstjórnarlegrar takmörk- unar, sem tónbálkurinn út- heimtir? Einsöngvarar, kór og hljóm- sveit standa andspænis gífur- lega örðugu verkefni við flutn ing tónsmíðar af þessu tagi. — Og þegar tekið er tillit þeirra sérstöku aðstæðna hérlendis, að flestir uppfærendur eru að eins áhugamenn, verður tæp- lega annað sagt en að heildar- útkoman hafi verið góð. En matið hlýtur þó alltaf að | verða staðbundið og kröfumar miðaðar við tæknilegar kring umstæður og hlutfallslega möguleika. Stjórnanda þessar- ar uppfærzlu „Árstíðanna“, Robert Abraham, hefir láðst að gefa gaum þessu veigamikla atriði í íslenzku tónlistarlífi; og hann virðist bresta skilning og skilyrði til að laga sig eftir því, að taka afleiðingunum af því, enn sem komið er. Af þessu hiýst raunskökk tilætl- unarsemi gagnvart tónlistar- flytjendunum, sem á engan rétt á sér á þessu stigi. Sumir tilburðir söngstjórans eru og með þeim hætti, að hæpið má teljast, hvort þeir eru eftir- breytnisverðir á konzert-palli? Einsöngshlutverkin voru í höndum Guðrúnar Ágústsdótt- ur, Daníels Þorkelssonar og Guðmundar Jónssonar. Hinn síðarnefndi hefir mótunargáfu til að bera, og gefur hann aug- sýnilega góðar vonir um upp- vaxandi söngvaraefni, þótt finna megi að tónmyndun hans sumsstaðar (nasal). Óvenjulega mikil taugaró hans gerði honum kleift að forðást truflun við ó- viðráðanleg smámistök og hlíta óvæntu boði án nokkurrar taf- ar, svo að þessi fyrsta opinbera framkoma hans var verð fyllstu athygli. Guðrún leysti sinn þátt af hendi með góðri innlifun, en Daníel gætti ekki nógsamlega að aðgreina hlutlaust söngles frá lyriskum söng þótt vert yrði við viðleitni hans til sjálfstæðr- ar meðferðar, sem þó getur ork- að tvímælis, eins og of eindreg- in portals-framsetning. Fyrir svo viðamikið verk sem þetta hefði verið æskilegra að hafa mannfleiri kór, sem betur hefði gnæft yfir hljómsveitina I þessum snoturbúna kammer- kór hafði forysturöddin yfir björtum blæ að ráða, en karl- mannaraddirnir reyndust alltof hlédrægar. Undirleikur og for- leikir hljómsveitarinnar voru víðast hvar hreinlega leiknir, en nokkuð skorti á nákvæmt samræmi milli söngs og leiks. Mjög góðar viðtökur launuðu öllum þátttakendum uppfærsl- unnar mikið og ósérplægið starf. H. H. Félagslíf Skíðadeildin Innanfélagskeppni í svigi fer daginn. fram að Kolviðarhóþ á sunnu- Keppt verður um svigmeist- aratitil í. R. fyrir karla .Einnig verður keppt í svigi kvenna og í svigi fyrir drengi. Þátttaka tilkynnist á staðnum Ferðir uppeftir: Á laugardag kl. 2. Farseðlar seldir frá kl. 10—12, á lagardag Id. 8. Far- seðlar seldir frá kl. ,12—3. Ferð á sunnudag kl. 9. Rovers-skátar Skíðaferð í Þrymheim kl. 7,30 í kvöld og á sunnudags- morggun .Farseðlar í Penslin- um Laugarvegi 4 til kl. 3. FUNDÍR Barnastúkan Svava og Diana. Fundir á sunnudag 28. marz á venjul. tíma, en uppi á lofti kvikmyndasýning fyrir báðar stúkurnar kl. 3. — Félagar áminntir að koma. Gæzlumenn. iBDbrotsMðforiia lenti í kalktaoDDDol Brauzt inn i hálíbygyi kús Kjartansgötn 4. | FYRRI NÓTT var brotizt " inn í hálfbyggt hús, Kjart- ansgötu 4, hér í bænum. Hafði þjóðurinn brotið stóra kjallara- rúðu og farið þar inn. En svo óheppilega vildi til fyrir þjófinn, að innan við gluggann var tunna og í henni talsvert af kalki. Lenti mann- tetrið í tunnunni og kalkinu. Mun honum hafa fallið allur ketill í eld við þessar ófarir og haft burt hið skjótasta þegar hann hafði brölt upp úr tunn- unni. Engu hafði verið stolið, en kalkslóðin sást á götunni frá húsinu. Ekki náði hún þó nægi- lega langt til þess að rekja mætti hana til þjófsins. Lögreglunni hefir enn ekki tekizt að handsama mann þenn- an, en hún biður alla, sem kunna að hafa orðið varir við grunsamlegan mann með grun- samlegar hvítar slettur á klæð- um sínum, að gera henni að~ vart. Kafbátahernaðurinn Frh. af 2. síðu. anna og byggja 3 fallt fleiri tundurspilla eins og stungið hefir verið upp á, því slíkt tæki fleiri ár. PRÓFESSOR HILL LEGGUR því aðaláherzluna á að Banda menn smíði því sem flest lítil velvopnaðra fylgdar- skipa og 1 öðru lagi beiti flug vélunum enn meir en áður gegn kafbátunum. Hann leggur til að Banda- menn fjölgi flugvélum, sem hafa það hlutverk að leyta uppi kafbáta og fylgja skipa- lestum. Bandamenn hafa komið sér upp flugstöðvum á hennt ugum stöðum báðum megin við Atlantshafið og eins á leiðinni yfir það. EN ÞAÐ ERU LANGAR vegalengdir á milli þessara stöðva og leggur prófessor Hill til, að til þess að „fylla upp í þau op“ sem eru á leið- inni verði höfð flugvéla- stöðvaskip, sem hafi léttar flugvélar, sem eigi hægt með að hefja sig til flugs og setj- ast aftur þó að eitthvað sé að veðri. Þetta eru helztu ráðstafan- irnar, sem sérfræðingurinn leggur til að verði gerðar til þess að verjast kafbátum Þjóðverja á næsta misseri. Bandamenn hafa eins og kunnugt er, gert að undan- förnu stórkostlega tilraun til þess að klekkja á kafbátum Þjóðverja með því að gera stöðugar loftárásir á helztu kafbátalægin og kafbáta- smíðastöðvar Þjóðverja í Frakklandi og Þýzkalandi. Frh. af 3. síðu. Loftárás var gerð á Sousee. NORÐUR-TUNIS. Þjóðverjar hófu árásir við Majes el Bab en þeim var hrund ið. 1. herinn brezki hefir tals- vert bætt afstöðu sína 1 Norður- Tunis.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.