Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 2
ALÞYOUBLAOIO Föstudagur 9. 194S. Þegar Lauganesspitalí brann: Eldarinn mun hafa komið upp í eldhúsinu, en par var kolavél. -----+>--- Enginn fórst; einn maður brann svolítið á andliti Rððizt á bifreiðar stjðra. Fékk mikinn heiiabristmg og meiddist innvortis. Q IÐASTLIÐNA SUNNU- (3 DAGSNÓTT var ráðizt á bifreiðastjóra hér í bænum. Var hann sleginn niður og hef- ir hann verið með óráði síðan. Bifreiðastjóri.nn Jieitir Sigur- jón Jónsson og á lieima á Laug- amesvegi 79. Atburður j>essi varð með þeim hætti, að klukkan að ganga fjögur um nóttina komu tveir drukknir menn niður á Bifreiðastöð íslands og ætluðu að ryðjast þar inn í bil, sem var fullur af farþegum. Ýtti Sigurjón mönnum ]>essum frá bifreiðinni og ætlaði. því næst inn í sína bifreið. Hljóp ]>á annar hinna ölvuðu manna á eftir honum og sló liann, svo að harin féll við. Því næst höfðu drukknu mennirnir sig á brott. Kom maður að í þessu, tók Sigurjón upp og bar hann inn í bifreiðarstöðina. Að lokinn læknisskoðun var Sigurjón fluttur heim til sin. ‘Hafði hann fengið mikinn heila hristing og hefir verið með óráði sdðan. Auk þess mun hann hafa meiðzt innvortis. Hver íékk happ- drættisbiliDD? O APPDRÆTTISBÍLLINN er nú genginn út, sagði séra Garðar Svafarson blaðinu 1 gærkveldi. Sá lukkunnar pam- filíus, sem hlaut hann, var ung- ur maður, Brynjólfur Gunnars- son, Hverfisgötu 55. Hann hafði keypt miðann sixm í Bókaverzl- un ísafoldar einhverju sinni, þegar vel lá á iionunx. - ÞÓ AÐ EKKI hafi fengizt fullar sönnur á því, með hvaða hætti eldurinn kom upp í Lauganesspítalanum í fyrra- kvöld, er talið líklegast, að hann hafi komið upp í eldhúsi hússins. Það er hins vegar upplýst, að enginn fórst í brunanum og aðeins einn maður brann nokkuð í andliti, en þó ekki hættulega. Fór hann inn í húsið síðastur allra til að freista að ganga úr skugga um þ.að, að enginn væri eftir í húsinu. Það má teljast ganga kraftaverki næst, að svo vel tókst, og lýsir miklu snarræði, en 4 mínútum eftir að eldurinn kom upp, voru allir, sem voru í húsinu, komnir út úr því. Þurfti þó ekki að grípa til öryggisstiga, sem voru margir og á öllum hliðum hússins. Hafði verið hafður undirbúning' ur, ef slíkt slys bæri að höndum, og meðal annars um búið þannig í flæðarmálinu, að hægara væri að ná sjó. Drslií i am i aeðri deild í dag? ...' -♦" . Annarri uraræðu var ekki lokið í gær- kvöldi, en heldur áfram í dag. ....— A NNARRI UMRÆÐU um dýxrtíðarmálin í neðri deild. *”*■ varð ekki lokið í gær. Umræðunni var aftur frestaS kl. 7 í gærkveldi, en mun verða lökið í dag, enda er nú hver síðastur fyrir þingið, ef dýrtíðarmálin eiga að fá nokkra af- greiðslu á því. ' ji Eysteinn Jónssoix talaði fyrst- ur í umræSunum í gær. Kvað hann dýrtíðartillögur stjórnar- innar frá upphafi hafa verið miðaðar við það, að samkomu- lag næðist um dýrtíðarmálin, en lögbindingarleiðin yrði ekki farin ti.I þess að lækka kaup- gjaldið og verðíliagið; en þar með liefði stjórnin raunveru- lega afhent verkalýðsflokkun- um stöðvunarvaldið, sem j>eir lxefðu notað til þess, að koma í veg fyrir, að nokkuð væri hægt að lxekka kaupið, en án jxess taldi halnn ómö'gulegt að ná nokkrum verulegum og varan- legunx árangi’i i baráttunni gegn' dýrtíðinni. Til að íiá slik- um árangri þyrfti lögboðna lækkun bæði kaupgjaldsins og xerðlagsins. Taldi Eysteinn Jónsson hvorki tillögur stjórn- arinnar né fjárhagsnefndar fela i sér nokkra tryggingu varan- legrar lausnar á dýrtiðarmál- unum. Þá talaði Einar Olgeirsson og mælti með tillögum fjár- hagsnefndar, en hann á sæti í henni. Sagðist Einar líta á til- lögur hennar sem samkomu- lagstillögur, en tillögur stjórn- arinnar sem kúgunartiÍJögur. Tillögum fjárhagsnefndar væx-i að vísu fundið j>að til foráttu, að þær gerðu ráð fyrir allt oí miklum upphótum til bænda, en sjálfur kvaðst liann ekki sjá, að hægf hefði verið að hafa tillögurnar öðruvísi, en að bændur gætn við þær unað. Bázar heldur Kvenfélag Frjálslynda safnaðarins í dag kl. 2 í góðtempl- arahúsinu. Eins og áður segir, er talið 'k líklegt, að eldurinn hafi fyrst komið upp í eldhúsinu, en þar var kolaeldavél. Má vera, að sprenging hafi orðið í henni. Að öðru leyti var húsið hitað upp með miðstöð og var sjálf miðstöðin í útbyggingu. Mið- stöðin var afar slæm og leiðsl- urnar einnig. Var miðstöðin sett í . húsið gamalt, en áður hafði það verið kynt upp með fjölda mörgum kolaofnum og voru reykháfarnir því svo marg- ir, eða samtals um 14. Miklir erfiðleikar voru á því að ná sjó og vatni gegn eldin- um. Varð að dæla sjónum allt að 250 metra vegalengd. Var dælt frá sjónum með tveimur slöngum og úr Laugalæknum með tveimur, en hann er í 430 m. fjarlægð frá spítalanum. Alls munu hafa verið notaðar slöng- ur, sem voru um 1600 metra langar. Lauganesspítali var vátryggð- ur fyrir 800 þúsund krónur, og hafði vátryggingin nýlega verið hækkuð mikið. Enginn upp- dráttur mun vera til af þessu mikla húsi. Það voru danskir Oddfellowar, sem byggðu það og gáfu fyrir holdsveikraspítala. Samsöng: heldur karlakórinn Fóstbræður í Gamla Bíó í kvöld kl. 11%. Söng- stjóri er Jón Halldórsson, en ein- söngvarar eru Holgeir Gíslason og Daníel Þorkelsson. Næsti sam- söngur kórsins er n.k. sunnudag kl. lVz e.'h. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Laxnessútgáfa ú Njúlo með leyíi dðmsmúiarððherra. I>rátt fyrir yfirlýsingu þriggja háskóla- kennara ura að Halldór Kiljan hafi stórspiilt Laxdælu í útgáfu sinni. EINAR ARNÓRSSON dóms- og kennslu-málaráðherra hefir veitt Halldóri Kiljan Laxness leyfi til að gefa út Njálssögu með nútíma stafsetningu. í útvarpinu var nýlega lesin upp tilkynning um að Njálssaga í útgáfu Halldórs Kiljan Laxness kæmi út innan skamms. Eins og menn muna hafa út- gáfur j>essa rithöfundar ú Lax- dælu og Hrafnkötlu vakið all- liarðar deilur, meðal aixnars á al]>ingi. — Voru og samþykkt lög af tilefni j>eirra, sem bönn- uðu útgáfu á fornritunum nema að fengnu leyfi ríkistjórnarinn- ar. Aljringi hefir og nýlega felt frnmvarp um afnám jxessara laga og ætlast j>að til að j>etta mál komi til athugunar i sam- bandi við -samningu allsherjar laga um rithöfundarétt og lista vernd. Þá er og' rétt að minna á, að þrir sérfræðingar í fornbók- memitum og islenzkri tungu: Sigurður Nordal, Björn Guð- finnsson pg Árni Pálsson, hafa látið uptpi skjallega, það álit sitt, að Halldór Kiljan Laxness lxafi stórspillt þeim fornritum, sem banu hefir gefið út með úr fellingu og ýmsum breytingum öðrum en starfsetningarbreyt- ingum. Þá hefi.r og gengið dóm- um yfir útgefendum LLaxdælu Laxness Það vakti því nokkurra furðu er J>essi tilkynning birtist í út- varpinu, um Laxnessútgáfii á Njálssögu, ]>erlu íslenzkra forn- rita. í fyrradag sneri AIj>ýðublaðið sér til dómsmálaráðuneytisins og spurðist fyrir um það, hvort Halldóri Kiljan Laxness liefði >erið veitt leyfi til }>essarar út- gáfu. Já, dómsmála- og kennslu- Vrh. á 7. síðu. Kæða Jóhanns Sæm> aindssonar félags*' málarádherra. ssr mi Næstur talaði Jóliann Sæ- mundsson félagsmálaráðherra og gerði að umtaísefni Irið mikla ósamræmi milli verðlags og kaupgjalds í landinu, sem væri aðalvandamál dýrtíðar- innar og baráttunnar gegn benni. Sýndi félagsmálaráðherrann fram á, með útreikningi á meða hisltölu framfærslukostn- aðarins, Dagsbrúnarkaupsins- ins og afurðaverðsins undan- farin j>rjú stríðsár, 1940—1942,. að kaupgjaldið hefði á jxessum árum að meðaltali. ekki verið nema 5 % hærra en vísitala framfærslukostnaðarins, en af- urðaverðið hinsvegar 26% hærra. Ennfi-emur sýndi hann með tölnm fram á, að xitlxxrgað verð afurðanna til bænda hefði þó hxekkað miklu meira. í þriðja lagi lei.ddi hann með lölum rök að þvi, að aðalkostn- aðarliðir bænda, svo serix fóður- bætir, tilbúinn áburður, vaxta- greiðslur og kíiupgjaldið, ann- að en keypt vinna, hefði hækk- að minna en afurðaverðið. Þá færði félagsmálaráðherr- ann rök fyrir jxví, að af 174 stigúm, sem visitala fram- færslukostnaðarins hefði hækk- að frá því í ófriðarbyrjun og þar til í árslok 1942, stöfuðu 100 stig af verðlxækkun á irm- lendunx matvörum, og j>ar af þó ekki nerna rúm 7 stig af verðhæklum á fiski, lxitt hér um bil allt af verðbækkun á land- búnaðarafurðxxm. Þelto sýnir, sagði félagsmála- ráðlierrann, að meginorsök dýrtíðarixxnar er hjá fxkkixr sjálf um. Verðlag innlendra afurða er of liátt. Þess vegna hefir stjórnin með tillögum sínunx lagt aðaláherslu á nauðsyn jxess að lækka hið innlenda verðlag til samræmingar við kaupgjald- ið og erlent vöritverð. Taldi ráð- heirann að stjórnin væri með tillögum sinum á réttri leið, sem bæði verkamenn og bænd- ‘mn mættu vel við una. Tillögur fjárhagsnefndar taldi liann nxeð öllu gag'nslausar i baráttunni gegn dýrtíðinni og. því algerlega óviðunandi. Framsóknax-menn ög bænda- deildin i Sjálfstæðisflokknum sýndi undir lokin á sér nokkra óky-rrð undir þessari ræðu fé- lagsixiólaráðherraixs, ög kvöddu j>eir Ingólfxir Jónsson og Páll Zophoníasson sér hljóðs á eft, ir, hvor á eftir öðrum. En því næst var xúriræðunni aftur frest að jxár til i dag. Bantlalag starfsmanna ríkis og bæja hefir samþykkt a® gerast aðili að 1. maí hátíðahöld- um Alþýðusambandsins. Hefir Bandalagið tilnefnt Sigurð Thor- lacius í 1. maí nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík og hvatt félagsdeildir sínar til þátt- töku í hátíðahöldunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.