Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 3
* íí'ösluéagur 9. aprfl X94f. ALÞYMJBLADIÐ I -1 Baráttan við kafbátana. •> S \ V Á $ s s <, ■S s ‘S \ \ 5 A s s * s \ s $ \ \ s s s s s s V s s s s s s V s s s Mynd þessi var tekin í vetur á Atlantshafinu, og sjást að baki skipinu, sem er amerískt fylgdarherskip, miklar vatnssúlur, sem myndazt hafa, þegar skipið varpaði djúpsprengjum að þýzkum kafbátum, sem réðust á skipalestina, sem herskipið var í fylgd með. 1. her Breta hefir nú hafið sókn í Norðiu>Tunis. Og er nú 50 km frá Tanisfeorg. Hann hefir náð öllum þeim stöðvum, sem áætiað var að ná í fyrstu lotu. ¥el heppnað gagnáhlaup Rússa við Iyum. London í gærkveldi. RÚ^SAR hafa að undan- förnu hrundið öll'um árás- um Þjóðverja við Izyum, þar sem Rússar hafa á valdi sínu stöðvar á vesturbakka Donetz- fljótsins. í gær gerðu Rússar vel heppn uðar gagnárásir á þessum slóð- um og bættu mjög afstöðu sína. 3000 Þjóðverjar hafa fallið að undanförnu í átökunum við Iz- yum. En ekki er búizt við að Þjóð- verjar muni hætta á'rásum sín- um á þessum vígstöðvum, því rússneskir flugmenn hafa orðið þess varir, að Þjóðverjar hafa þar mikinn liðssafnað. Á Kubanvígstöðvunum hrekja Rússar Þjóðverja úr æ fleiri stöðvum, þrátt fyrir mikla ó- færð, því enn er mjög blautt um á þessum vígstöðvum og verða rússnesku hermennirnir oft og tíðum að vaða vatnssvelginn upp í mitti þegar þeir gera árás- ir sínar. Japanir missa 36 flug- féiar við Guadalkaial. JAPANIR misstu 36 flugvélar í árásum, sem þeir reyndu að gera á ameríksk skip í nánd við Guadalkanal. Bandaríkjamenn misstu að- eins 7 flugvélar sjálfir. Fluglið Bandaríkjamanna hef ir haldið áfram loftárásum sín- um á ýmsar stöðvar Japana á Suðvestur-Kyrrahafinu og hafa m. á. gert loftárásir á stöðvar þeirra á St. Isabella-ey. l'lí millj. hiusta á brezka átvarpiö í Dýzkalandi. fk LL-SNARPAR umræður urðu í dag um stcuýsemi brezka útvarpsins (B.B.C.). Nokkrir þingmenn gagnrýndu starfsemí þess. Brendel Bracken forstjóri þess, sem er þingmaður, varð fyrir svörum og kvað brezka út- varpið hafa verið eitt bezta vopn Breta í stríðinu gegn mönd ulveldunum. _ \ Hann kváð mikinn fjölda , fólks í hernumdu löndunum hlusta á Evrópu-fréttasendingar brezka útvarpsins. Fréttir, sem lesnar væru í brezka útvarpinu, væru að jafnaði komnar eftir 3 klukkustundir til íbúanna í her- numdu löndunum. Hann kvað ítölsku fréttasendingu brezka útvarpsins hafa haft mikil áhrif á ítalíu. í Þýzkalandi sjálfu hlustaði um IV2 milljón manns á þýzku fréttasendingu brezka útvarps- ins og væru fréttir þess ekki meira en eina viku að berast um allt Þýzkaland frá manni til manns. Bolivla segir möndolveld nnnm strið ð hendnr. LONDON í gærkv. ÞING Boliviu í Suður-Ame- ríku hefir samþykkt stríðs- yfirlýsingu á hendur möndul- veldunum og falið stjórn sinni að gera nauðsynlegar hernaðar- ráðstafanir í samræmi við þessa stríðsyfirlýsingu. New York. — Frá því um síðustu áramót hafa Bandaríkja menn lileypt af stokkunum alls 391 kaupskipi. Ameríksk fljúgandi virki hafa í s. 1. viku skotið niður 60 þýzk- ar orrustuflugvélar í tveimur á- rásum, sem þær gerðu á megin- landið, á Renaultverksmiðjurn- ar við París, er þær skutu niður 46, og hinar í árás á verksmiðj- ur við Rotterdam. Herlr Mositgomerys og Pattoos reka flétta Rommels. LONDON í gærkvöldi. . HERINN brezki, sem er undir stjórn Andersons hers- • höfðingja hóf sókn í morgun við veginn milli Beja og Mejez el Bab og sótti fram í gær um 7 km. í herstjórnartilkynningu Eisenhowers í dag segir að 1. herinn hafi tekið allar þær stöðvar af Þjóðverjum, sem gert var ráð fyrir að hann tæki í fyrstu lotu. í fréttum fréttaritara segir að land sé mjög fjalllent, þar sem 1. herinn sækir fram og sé sumstaðar ógerlegt að koma við skriðdrekum eða öðrum vélknúnum farartækjum og hafi 1. herinn m. a. notað múlasna til flutninga á þessum slóðum þegar hann undirbjó árás sína. í fréttum frá Algier í kvöld var sagt að 1. herinn brezki væri nú aðeins 50 km fyrir vestan Tunisboorg og hefði hann tekið all marga fanga í gær. 1. herinn sækir fram á 16 km. breiðri víglínu og veita flugvélar Bandamanna honum mikinn stuðning í sókninni með loftárásum á andstæðingana. 8. OG 5. HERINN REKA FLÓTTA ROMMELS Eins og kunnugt er hefir 8. her Montgomery’s og 5. her Pattons náð saman. Gerðist það kl. 3 í gær um 40 km. suð- austur af Gafsa. Reka nú þessir tveir herir flótta Rommels norður sléttuna í áttina til Sfax. Margir fangar voru teknir í gær. Afstaða Rommels er nú all erfið, þar sem hann verður nú að verjast á bersvæði við öflug- ar hersveitir andstæðinganna, og er ekki búizt við að hann geti látið staðar numið að þessu sinni fyrr en við Sousse. Blöð í Bandaríkjunum ljúka miklu lofsorði á 8. herinn brezka og Montgomery herfor- ingja hans og segja að Mont- gomery og her. hans hafi ávalt framkvæmt það verkefni, sem honum hafi verið falið, og eru blöðin nú mjög bjartsýn um horfurnar í Tunis og segja að brátt muni draga þar til úrslita. 250 FLUGVÉLAR Á 3 DÖGUM Flugvélar Bandamanna voru að venju athafnasamar í gær bæði yfir vígstöðvunum og að baki þeim. Loftárásir voru gerð- ar á Napoli á ítalíu, Messina á Sikiley og Sfax í Tunis. Bandamenn eyðilögðu í gær 40 flugvélar fyrir möndulveld- unum í Tunis og hafa þá á 3 undanförnum dögum eyðilagt 250 flugvélar fyrir möndulveld- unum. Melbourne. — MacArthur hefir tilkynnt, að enn hafi verið gerðar smá-árásir á stöðvar Jap- ana við Lae á Nýju-Guineu. Mun nú vera all illa komið fyrir Japönum á þessum slóðum, þar eð birgðir þeirrá eru nær gengn- ar til þurrðar, en illa hefir þeim gengið að koma skipum til Lae vegna hinna hörðu árása flug- véla bandamanna. New York. — Normandie verður komið á réttan kjöl í sumar, sagði Knox flotamála- Hitler og Musso- lini á fundi í Brennerskarði? LONDON í gærkvöldi. I ÓSTAÐFESTUM frétt- * um frá Sviss er sagt að þeir Hitler og Mussolini séu lú á fundi í Brennerskarði. Þykir þessi frétt ekki ósenni- leg, þar sem vitað er að all mikið hefur verið um að rera hjá stjórnmálamönn- um á Ítalíu nú að undan- íörnu, þar sem ítalir telja ng vera komna í fremstu t'íglínu eftir að Bandamenn liófu sókn sína í Túnis. Kíuverskt herlið DjáKað í iBdlandi. London í gærkveldi. KÍNVERSKT herlið er nú þjálfað í Indlandi. Hlut- verk þessa herliðs er að taka þátt í sókn gegn Japönum. í þessu sambandi er vakin at- hygli á því, að hernaðaraðgerð- ir Bandamanna að undanförnu í Burma beri að líta frekar á sem varnarbaráttu eða könnun- arhernað áður en hafin verður öflug sókn á hendur Japönum þar. Talið er að hinn kínverski her, sem þjálfaður er í Indlandi, eigi að taka þátt í hinni vænt- anlegu sókn Bandamanna í Burma. Litlar breytingar hafa orðið á vígstöðvunum í Burma. Japönsk herdeild, sem tókst að sækja nokkuð fram, var hrakin aftur til fyrri stöðva sinna. ráðherra í gær. Eins og menn muna, kviknaði í skipinu í fyrrasumar, en nú er unnið af kappi að björgunar- starfi. Gordell floll boðið til Bretlands. London í gærkveldi. JL' DEN utanríkisráðherra hélt ■"“** ræðu í brezka þinginu % dag og minntist á ferð sína til Bandaríkjanna og Kanada, sem hann taldi þýðingarmestu ferð, sem hann hafi nokkru sinni far- ið í erindum Bretlands. Eden upplýsti að hann hafi fyrir hönd brezku stjómarinnar boð- ið Cordell Hull utanríkisráð- herra til Bretlands í sumar. Eden sagði, að hann hefði rætt bæði stjórnmál, hernaðar- mál og friðarmálefnin við leið- toga Bandaríkjanna óg hafi þeir haft sömu sjónarmið í þeim málefnum í öllum aðalatriðum. Eden kvað fuílt samkomulag hafa náðzt um afstöðu Breta og Bandgríkjamanna til málefna Frakka. Eden gat um þann mikla þátt, sem Kanada tæki í stríðinu með Bretlandi og Bandamönnum. Hersveitir frá Kanada eru ný- komnar til Bretlands. Voru það bæði stórskotalið og fótgöngu- liðsdeildir. „Aðalbækistöð" Hitlers et ekki á anstnrvig- stöðvnnm, heldnr I Bercktesgaden. LQNDON í gærkv. SÆNSKA- blaðið „Göteborgs Handéls- og Sjöfarts- tidning segir, eftir rannsókn á mynd, sém var tekin af þeim Hitler og Boris Bulgaríukon- ungi nýlega, að viðræður þeirra hafi farið fram í Berchtesgaden, en ekki í aðalbækistöð foringj- ans á austurvígstöðvunum. Brezka útvarpið bætir við þessar upplýsingar sænska blaðsins, að það sé margt sem bendir til þess, að aðalbækistöð Hitlers sé í Berchtesgaden, en ekki á austurvígstöðvunum hjá hinum þýzku hermönnum, þó að Ilitler þykist ávallt dvelja á austurvígstöðvunum og megi engu öðru vera að sinna. „Tigtis“-nýiastl skrið- dreki Þjððverja. 1h| JÓÐVERJAR birtu í gær í fyrsta. sinn lýsingu á hin- um stóru skriðdrekum sínum, sem þeir hafa gefið nafnið „Tigris“ og hafa m. a. verið not- aðir í Tunis. Skriðdrekar þessir eru 7 m. á lengd og 3 m. á breidd. Þeir geta farið 100 km. fram og til baka án þess að bæta á sig benzíni. Þeir geta einnig flutt með sér, ef á þarf að halda, 600 lítra af benzíni. Aðalvopn þeirra er ein stór fallbyssa, langhleypa, og hafa þeir reynzt mjög hættuleg- ir smærri skriðdrekum. Þá eru þessir skriðdrekar sagðir svo vel vopnaðir, að þeir geta farið hindrunarlaust yfir jarð- sprengju svæði sér að skaðlausu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.