Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.04.1943, Blaðsíða 7
F&iiudagur 9. apríl 1943. ALÞVÐUBLABIB $ Bærinn í dag. \ í_ _ ___ _ __i Læknavarðstofan er í Austur- bæjarskólanum, opin frá kl. 20 til kl. 8, sírni 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. • ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 18.15 Norsk minningarguðsþjón- usta í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónss. vígslubiskup). 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19,00. Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvárpssagan: Kristín Svía- drottning, XII (Sigurður Grímsson lögfræðingur). 21,00 Strokkvartett útvarpsins: Úr kvartett, Op. 20, nr. 4, eftir Haydn. 21.15 Erindi: Schubert og „Álfa- kóngurinn“ (Baldur And- réssón cand. theol.). 21,35 Lög eftir Schubert (plötur). 21,50 Fréttir. 22,00 Symfóníutónleikar (plötur): Tónverk eftir Beethoven: a) Symfónía nr. 7. b) Leó- nóru-f orleikur inn. 22,55 Dagskrárlok. 70 ára verður á morgun ekkjan Sólveig Snorradóttir, Bergþórugötu 35. Valur fer í skíðaferð í Valsskálann annað kvöld kl. 8,30 og á sunnu- dagsmorgun kl. 8,30, — Félagsiíf — Oalspekifélagíð. Reykjavíkurstúkan hefir fund í kvöld kl. 8.30 í húsi félagsins Fundarefni: Spámaður. Gestir velkomnir. HREINGERNINGAR Sími 1327. Valor SKBEIAFERÐ Farið verður i Valsskálann á laugardagskvöld kl. 8.30 siðd. og sunnudagsmorgun kl. 8.30 f. h. Uppl. gefur Þorkell Ingvars- son, sími 3834. Þátttaka til- kynnist fyrir kl. 6 á föstudag. Farmiðar sækist fyrir kl. 4 á laugardag. Skíðanefndin. Ódýr smáverkfæri Nora Magasin Falsahlr I sambandl vlð bensinskðmmtunina. 7 —» 119 bifreiðar fá bensín eins og leigú- bifreiðar, en stunda ekki siikan akstur. Leigubifreiðarnar 09 VIÐ RANNSÓKN, sem Bifreiðastjórafélagið Hreyfill hefur látið fram fara, hefur komið í ljós, að 119 fólks- bifreiðar, sem ekki stunda akstur, sem leigubifreiðar, taki sama bensínskammt og bifreiðar. sem starfa að akstri á bif- reiðastöðvunum. Hér er þvi um svik að ræða ' gagnvart reglugerðinni um bensínskömmtun, þó að sam- kvæmt Iienni skuli aðeins þær bifreiðar, sem tryggðar eru sem leigubifreiðar fá bensín- skammt sem leigubifreiðar. Allir munu vera sammála um, að sbk brot gegn bensín- skömmtuninni megi ekki þola — og þeiin, sem aka leigubif- reiðmn og eru neyddir til vegna bensínskömmtunarinnar að tak marka atvinnu sína, finnst þetta óþolandi. Finnst þeim að réttara væri að auka heldur bensinskammtinn til leigubif- reiðanna en að láta einustökum mönnum lialdajst uppi að fá miklu meira bensín, en þeim ber. Hreyfill hefur nú sent ríkis- stjórninni bréf um niðurstöður rannsóknar sinnar og f'ylgja því tillögur félagsins tií að koma í veg fyrir þetta. Aðalatriðin í tillögum stjórn- ar Hreyfils eru á þessa leið: „1. Að engin bifreið fái bens- in, sem atvinnubifreið, nema fjæir liggi skýlaust vottorð um það frá einhverri bifreiðastöð, að bifreiðin liafi þar afgreiðslu, sem atvinnubifreið, og að bif- reiðarstjórinn, sem benni ekur, bafi bifreiðaakstur sem aðalat- vinnu. 2. Þegar tryggíng verður end- urnýjuð á næsta gjalddaga á þessu árk jskuli leggja fram stöðvarvottorð þau, sem um get ur í lið 1., og að enginn fái at- vinnutryggða bifreið án slíks vottorðs. 3. Að beitt verði sektai’ákvæð um gegn þeini stöðvarstjórum, sem kynnu að gefa mönnum ranglega vottorð í þeim tilgangi að bjálpa mönnum til að kom- ast yfir benzín til annara nota en atvinnuaksturs. Stöðvar- stjórar. sem sekir yrðu um slíkt verði sviptir rétti til þess að gefa út vottorð varðandi þessi mál.“ Tillögur Hreyfils um bensjn- skömmtunina eru mjög sann- gjarnar og verðiur ,að; vænta þess að þær verði teknar til greina. L’ NDANFARIÐ hejir það oft j komið fyrir, að hermenn, sem tekið hafa fólksbifreiðar á leigu, hafi ráðizt á bifreiðar- stfórana og rneitt þá hættulega. Hefir þetta valdið miklum erfiðleikum fyrir lögregluna, bæði hina íslenzku og erlendu, og það því fremur, sem oft hef- ir verið erfitt að hafa upp á sökudólgunum. Fyrir nokkru sneri „Hreyfill“ sér til herstjórnarinnar viðvíkj- andi þessu vandamáli og tólt herstjórnin því vel. Hefir hún nú ákveðið að herlögreglan setji upp tvær miðstöðvar í bænum, þar sem hermenn geta fengið bifreiðar. Ef hermenn taka á leigu bifreiðar, án milligöngu þessara miðstöðva, ber herinn ekki ábyrgð á því, sem fyrir kann að koma. Það væri gott, ef hægt væri að koma í veg fyrir árásir her- mannanna, en illt er til þess að vita, að nokkrir misindismenn skuli verða til þess að auka á erfiðleika hermannanna. Engin tilkynning var komin i gærkveldi lil bifreiðástöðv- anna um þetta mál. LAXNESSÚTGÁFA Á NJÁLU Frh. af 2 .síðu. málaráðherra, Einar Arnórsson, hefir veitt Halldóri Kiljan Lax- ness leyfi, til að gefa út þetta rnerka fornrit. Hvað, sem menn segja um lög in, sem l>anna slíkar útgáfur, munu menn, eftir l>að sem á undan er gengið, undrast þessa leyfisveitingu Einars Arnórs- sonar. BnrfellS' bjúgu (klnda) bezt. Hjónaband Bertu Ley. Stækkon logsagnar- nmdææis Rvíkur var afgreidd sem Iðg frá alRiogi í gær. TC* RUMVARPIÐ um stækkun lögsagnarumdæmis Reykja víkur var til einnar umræðu' í efri deild i gær, eftir að það var endursent benni frá neðri deild — með þeim breytingum, sem þar voru á því gerðar. Frumvarpið var saimþykkt í efri deild með á orðnum breyt- ingum og þar með afgreitt sem lög frá alþingi. Dagsbrtn hðfðar mðl gegn Sigurði Halldórs spi. TrúnaðarrAð dags- BRÚNAR liélt fund í fyrra kvöld. Meðal annars var rætt um kosningu trúnaðar- manna félagsins á vinnustöðv- um og samþykkt erindisbréf þeirra. Þá var eftirfarandi sain- þykkt gerð einmn rómi: „Fuiidur í trúnaðarráði Dagsbrúnar, lialdinn 7. apríl 1943, felur félagsstjórninni að liöfða mál á hendur Sigurði Halldórssyni. skrifstofumanni, fyrir ummæli i Morgunblaðinu 2. april síðastliðinn, þar sem stjórn félagsins er borin meið- andi sökum um meðferð sjóða félagsins.“ Faðir okkar GUÐNI JÓNSSON, Skarði, Landhreppi, andaðist að morgni 8. april að heimili dóttulr sinnar, Ásvallagötu 37, Réykjavík. Sigfús Guðnason. Kristinn Guðnason. Kristin Guðnadóttir. Margrét Guðnadóttir. Guðrún Guðnadóttir. nvnfiniinBMf' 'ííii 11111111 "rcra . | Kvenskófatnaður | fyrirliggjandi. | Ásbjörn Ólafsson, | heildverzlun Grettisgötu 2. Síraar 4577 og 5867. \ Kolviðarhóll er nð að fnUn eign ípréttafél. Reykjaviknr —..—.■»'--- Vaxandi vinsældir þessa sveitaseturs reykvíksk æskulýðs. I MORGUN eru 5 ár liðin síðan íþróttafélag Reykja- víkur eignaðist Kolviðarhól. í boði, sem stjórn Í.R. hélt í iyrradag, skýrðu forráðamenn félagsins frá því, að félagið ætti nú Kolviðarhól skuldlaus- an. Er það mikið þrekvirki, sem félagið hefir unnið með þessu, og mun æskulýður Reykjavíkur fagna því, því að Kolviðarhóll hefir fyrir atbeina íþróttafélags Reykjavíkur haft mjög mikla þýðingu fyrir hann á undan- förnum árum. Kaupverð Kolviðarhóls var 45 þúsund krónur, en mjög miklar endurbætur hafa farið fram, bæði á húsum staðarins og í umhverfinu, svo að þar væri sem hagkvæmast og létt- ast að stunda skíðaíþróttina. Hafa þess'ar endurbætur allar kostað félagið 65 000—70 000 krónur. Unga fólkið hefir, eins og áð- ur segir, fjölsótt að Kolviðar- hóli undanfarin ár. Telja for- stöðumennirnir að um 15 þús- undir manna hafi komið á Hól- inn síðan hann komst í eign Í.R. og í vetur hafa að meðaltali um 150 gist hann um helgar. í boðinu á miðvikudag voru margar ræður fluttar og tóku til máls: Jón Kaldal, formaður Skíðadeildar Í.R., sem lýsti því hvernig starfað hefir verið fyrir þetta fyrirtæki og hverjir hefðu stutt að þeim árangri, sem feng- izt hefir. Sagði hann og frá því að Valgerður á Hólnum myndi hætta veitingum þar í vor, en á Kolviðarhóli hefir hún starfað í 42 ár. Ætlar hún nú að draga sig í hlé og' byggja sér bústað í túninu. Við munu taka af henni Davíð Guðmundsson og Svavar Kristjánsson. Munu flestir óska þess, að þeir bregði sem minnst út a-f þeim sið, sem hinir gömlu húsbændur á Kolviðarhóli höfðu, er þeir tóku á móti gest- um. Þá tóku og til máls: Árni Jónsson og Ben. G. Waage, Árni B. Björnsson, Haraldur Jóhann- esson, Tómas Jónsson borgarrit- ari, Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Skúli Skúlason. Í.R. efnir til dansleiks í Odd- fellowhúsinu annað kvöld af til- efni þessara tímamóta í sögu sinni. Ransnarleg gjðf til húsmæðraskóla Hafn arfjarðar. AÁTTRÆÐISAFMÆLI móð- ur sinnar, frú Sólveigar Gunnlaugsdóttur í Hafnarfirði, færðu þeir hræður Ingólfur, Tryggvi, Friðfinnur, Gunnlaug- ur og Ásgeir Stefánssynir Húsmæðraskólafélagi. Hafnar- fjarðar tíu þúsund króna gjöf til minningar um móður sína, sem um langt skeið liefir verið ein af mestu myndarkonum í húsmæðrastétt Hafnarf jarðar. Fylgja gjöfinni tilmæli þeirra bræðra um það, að eitt her- bergi hins vænlanlega hús- mæðraskóla verði látið hera nafn frú Sólveigar. Húsmæðra- skóiafélagið færir hræðrunum þakkir fyrir liina rausnarlegu gjöf og sendir hinni áttræðu húsnióður, frá Sólveigu Gunn- laugsdóttir, hjartanlegar kveðj- ur og óskir. Stjórnin. SðngskemmtnB ,Þrasta‘ í Hafnarfirði KARLAKÓRINN „Þrestir“ . Hafnarfirði hefur tví- vegis sungið undanfarið í Flens borgarskólanum fyrir troðfullu húsi. Söngstjóri kórsins er séra Garðar Þorsteinsson, en söng- sveitina skipa 29 menn. Ein- söngva syngja Karl Magnússon, Pálmi Ágústsson og Stefán Jónsson jSöngskráin er mjög fjölhreytt og meðferðin hin prýðilegasta, enda hafa áheyr- endur skemmt sér vel og klapp- að kómum óspart lof í lófa. Kórin mun halda þriðja sam- sönginn í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.