Alþýðublaðið - 20.04.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.04.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjadágur 20. aprfl 1MS« Jóhann Sæmundsson félags málaráðherra biðst lausnar. *■ - ' - Vildi ekki sætta sig við pá algreiðslu sem dýrtiðarmálin hlutu á nýafstððnu pingl Ríkisstjóri féllst á lausnarbeiðnina á ríkisráðsfundi í gær og fól forsætis- ráðherra, að fara með embætti féiags- málaráðherra. Jöhann Sæmundsson Ctvarpsnmræðnr frð alpingij dag. ilm fjárlagafrumvarpið 1944. Fjárlagafrumvarp- INU fyrir árið 1944 var útbýtt á alþingi í gær. Mun það vera að mestu sam- hljóða fjárlagafrumvarpi þessa árs. Fyrsta umræða fjárlaganna hefst í dag kl. 1,30 — og verður henni útvarpað. FUNDIR hófust í báðum deildum alþingis í gær með því að forsetarnir lásu upp bréf, sem þeim hafði borizt frá forsætisráðherra, þar sem frá því var skýrt, að Jóhann Sæ- mundsson félagsmálaráðherra hefði beðizt iausnar og verið veitt hún á ríkisráðsfundi á mánudagsmorguninn. Hefði Jó- hann Sæmundsson í lausnarbeiðni sinni lýst því yfir, að hann gæti ekki sætt sig við þá afgreiðslu, sem dýrtíðarmálin hefðu hlotið á alþingi. í bréfi fosætisráðherrans var einnig tekið fram, að ríkis- stjóri hefði falið honum að fara með það ráðherraembætti, sem Jóhann Sæmundsson hefir gegnt. Viðtal við Jðhann Sæmnndsson. Alþýðublaðið sneri sér síð- degis í gær til Jóhanns Sæ- mundssonar og sþurði hann, hvort hann vildi segja því nokk- uð nánar um ástæðuna fyrir lausnarbeiðni hans. Jóhann svaraði: ,,Með lögum um dýrtíðarráð- stafanir hefir alþingi skilizt þannig við dýrtíðar-málið, að ég tel ekki viðhlítandi, þar eð ekk- ert öryggi er vei.tl með þeim ákvæðum, er í lögunum felast. 15 ðra drengur slasafiist til bana i Stáismifijnnni i gær. —— - • • Hann steýptlst niður um þak smiðj- unnar og var fallhæðin um 9 metrar. BANASLYS varð í Stál- smiðjvmni hér í Reykja- vík í gærmorgun kl. rumlega 8. 15 ára gamall piltur, Vil- hjálmur Bessi Ólafsson, Efri- Brekku við Brekkustíg, féll niður um þak hússins. Aðdragandi slyssins var á þessa leið: Verkstjórinn í Stálsmiðjunni, Jón Sigurðsson, hafði falið Ás- mundi Jóhannssyni að gera við þak Stálsmiðjunnar. Rúður á þakinu voru brotnar og auk þess var sprungin asbestplata, en þakið er lagt asbestplötum á stálgrind. Var Ásmundi fenginn til aðstoðar, ef á. þyrfti að halda, 15 ára piltur, Vilhjálmur Bessi Ólafsson, serp unnið hafði í Stálsmiðjunni sem aðstoðar- verkamaður. Ásmundur fór til vinnunnar um lúguop upp á þakið og byrjaði á því að skafa burtu kítti. Eftir svolitla stund kaliaði Vilhjáimur til hans, en hann var þá niðri, hvort hann þyrfti ekki á sér að halda og svaraði Ásmundur því til, að hann þyrfti hans ekki með að sinni. Vilhjálmur fór þá til verkstjór- ahs 'og sagði honum frá því, og ságði ýerkstjórinn honum þá, að 1 ?ja' stiga, sem lá þar niðri. ijálmur fór ekki strax tiJL þess verks, heldur hefir hann farið um ’sömu lúguna og Ás- mundur fór, upp á þakið. Hefir hann svo gengið eftir þakinu og stigið á hina sprungnu as- best-plötu, því að allt í einu steyptist Vilhjálmur niður í vinnuherbergi gegnum þakið — og var fallhæðin um 9 metrar. Vilhjálmur var meðvitundar- laus strax eftir fallið. Var taf- arlaust farið með hann á Landakotsspítala og þar' dó hann skömmu síðar. Tveir menn hjá Eim- ship meiðast. Brðn á xnilli tveggja bifreiða. TVEIR verkstjóar hjá Eimskipafélagi íslands, Pétur Hansson og Jón Rögn-1 valdsson, meiddust snemma í gærmorgun, en þó ekki hættulega. Um klukkan 8 i gærmorgun staðnæmdust ]>eir hjá bifreið, seni stóð á pianinu fyrir neðan Eim.skipafélagshú.sið, og voru ..z'iFttoiJá:.7* sí8u, ■ Eins og kunnugt er, gera lög- in ráð fyrir skipun 6 manna nefndar, er finni . grundvöll fyrir vísitölu framleiðslukostn- aðar Jandbúnaðarafurða, sem fara megi eftir við ákvörðun verðs á þeim. En skilyrði ]>ess, að svo megi verða, er, að öll nefndin verði sammála. Likurnar til ]>ess, að nefndin geti orðið sammála, tel ég Iitlar eða engar vera. Nefnd- inni Jier að miða við ]iað, að heildartekjur þeirra, er starfa að landbúnaði, verði i sem nán- ustu samræmi við tekjur ann- arra vinnandi stétta. i>ar sem atvinna verkafóiks er óviss að mörgu leyti. eru tekjur ]>ess einnig óvissar, og virðisl því skorta fastan grundvöll, er miðað verði við annars vegar, og er ]>etta atriði iikiegt til á- greinings. Nefndin skai ljúka störfum fyrir 15. ágúst og skila áliti til ríkisstjórnarinnar. í starfi. sínu skal nefndin talca tillit til þess verðs, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir. Verði það liátt, mundi ]>að stuðla að iækk- un yerðlags á innlendum mark- aði, en verði það lágt mundi það liækka verðið, er neytend- um >Tði gerf að greiða. Ég tei afar ósenniíegt, að nefndin geti vitað um útflutn- ingsverð á kjöti, gærum, görn- um og ull af fraitileiðslu þessa árs, fyrir 15. ágúst, og einnig af ]>eim sökum er ósennilegt, að nefndin geti verðlagt vör- urnar innanlands, jafnvel þótti hún yrði sammála að öðru leyti Samkvæmt 5. gr. laganna er ríkisstjórninni lieimilt að lækka ■verð á kjöti, mjólk og mjólkur- afurðum með fjárframlagi úr rikissjóði, að fengnu samþykki Búnaðarfélags Islands, enda lækki þá verð til framleiðenda mjólkur og nijóikurafurða um jafnmörg % og framfærslu- vísitalan lækkar um. Kjöti>irgð- ir ]>ær, sem til eru í landinu, skulu verðbæítar framleiðend- um að fullu úr ríkissjóði. Ég tel ekki vist, vegna mn- niæla ýmissa þingmanna á al- þingi, að Búnaðarfélag íslands veiti samþykki sitt til lækkun- arinnar, og hefir ríkisstjórnin þá ekki lieimild til að lækka verðið. En þótt samþykki Bún- aðarfélagsins fáLst og liáegt yrði að koma visitölunni niður í 230 stig og stöðva hana þar, sem þó er vafasamt, yrði raunverulegt söluverð injólkur kr. 1,54, eða 4 auruni hærra en þegar visi- Frh. á 7. sfðu. Listsýningin. Listsýning myndlistamamiafélagsins i sýningarskálanum yitS. Kirkjustræti er daglega skoðuð af f jölda fólks og verður opin allan þennan mánuð. Hér er mynd frá sýningunni. Hún sýnir Gunnlaug Blöndal listmálara og tvö af fimm málverkum hans þar, sem ekki prýða sýninguna hvað minnst. Myndin er tekin af U.S. Army Signal Corps. Harðar deilir nm etpa- ankaskattiai á alþingi. --- ■» Fyrsta umræða í efri deild hófst i gær FYRSTA UMRÆÐA um frumvarp þeirra Harálds Guð' mundssonar, Herm. Jónassonar og Brynj. Bjamason- ar um eigaraukaskatt hófst í efri deild í dag. Haraldur Guð- mundskon var framsögumaður og reifaði málið, en Sjálfstæð- ismennirnir Bjarni Benediktsson og Gísli Jónsson andmæltu. frumvarpinu harðlega. Umræðunni varð ekki lokið í gær. Haraldur lýsti frv. Hann ♦— " ísienzkar lepivín- saii hetnst i itann krappao. Seldi ameriskum logregln- manni ákaviíisfiosku á 175 kr. f SLENZKUR leynivínsali^ Jósteinn Magnússon að nafni, komst í hann krappant síðastliðið laugardagskvöld. Hann seldi amérikskum lög- reglumanni eina ákavítisflösku á 175 krónur, en er lögxeglu- niaðurinn sýndi honum lög- reglumerki sitt, reyndi Jósteinn að sleppa með því að hrinda lögreglumannijium og hiaupa é brott. Lögreglumaðurinn elti leyni- vínsalann ásamt félaga sinum og hófst nú allmikill eltinga- leikur. Skutu iögreglumenn- irnir tveimur eða þremur að- vörunarskotum að Jósteini, sem náðist við dyrnar á Hótel Borg. Um likt leyti koniu íb- lenzkir lögreglumenn á vett- vang. Við yfirheyrzlu liefir Jósteixm haldið þvi frain, að íslending- ur hafi iieðið sig að seija ame- rikskum hermanni vín, og kvaðst hann mundu gera það. ef hann fengi nógu mikið fyrir það. ' 1 ■ \ Það skal tekið fram. að eng- an sakaði af skothríð tögreglu- mannanna. kvað hér að sumu leyti um nýjung að ræða, en þó ekki öllu, því að í dýrtíðarfrv. ríkis- stjórnarinnar hefði verið gert ráð fyrir eignaaukningarskatti. En sjálfur kvaðst hann hafa verið á móti því að hafa í sama frumvarpi ákvæði um verðlags- mál og skattamál og jafnan tal- ið ólíklegt áð slíkt gæti að gagni komið. Hins vegar mætti telja, að afgreiðsla þessa frum- varps, sem hér lægi fyrir, gæti gengið greitt, því að um þetta mál hefði allmikið verið hugs- að í sambandi við frumvarp stjórnarinnar á sínum tíma. í þessu frv. sagði ræðumað- ur, að lagt væri til að sérstakur eignaskattur skyldi lagður á, ekki á allar tekjur, heldur á eignaaukninguna á árunum 1940—1943. Það vekti fyrir flutningsmönnum að skatt- leggja þá eignaaukningu, sem orðið hefði á þessum stríðsár- um fyrir rás atburðanna ein- göngu, en ekki vegna fyrir- hyggju og atorku einstaklinga. Haraldur lýsti því með nokkr- um tölum og í stórum dráttum hversu gífurleg auðsöfnun ein- stakra manna hefði orðið hér síðustu þrjú árin. Samkvæmt upplýsingúm Skattstofunnar væri eignaaukning skattgreið- enda á árunum 1940—41 nálægt 70 millj. króna, og mundi það vera óhætt að áætla eigna- aukningu allra áranna þriggja (að viðbættu 1942) hátt á ann- að hundrað milljónir króna. Haraldur taldi slælega að gengið, ef ekki væri þægt að ná um 15 millj. króna í ríkis- sjóð með því að innheimta þennan skatt. En flutningsmenn ætlast til að honum verði varið til að tryggja sem bezt öryggi og jöfnuð í IífskjÖrum aimennr Frh. á 7. síðu. Frá leikkvölðum Menntaskóians. Næsta. sýning á Fardegi eítir HU Hertz verðnr i Iönó n. k. mijSyiIfiri dag, ki.‘8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.