Alþýðublaðið - 20.04.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.04.1943, Blaðsíða 7
ÞriðjudagTir 20. april 1943. ALÞYÐUBLAOIP u |Bærinn í dag. | Næturlæknir er í Læknavarðstof unni, sími: 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki, sími: 1330. I ÚTVAiRPIÐ: 20:20 Kvöld Bániavinafélagsins „Sumargjöf“: a) Ávarp formanns, ísaks Jónssonar. b) Telpnakór syngur, undir stjórn Jóns ísleifssonar. c) María Hallgrímsdóttir læknir: Ræða. d) Tríó leikur (Drengir úr Tónlistarskólanum). e) Jón Sigurðsson frá Kald- aðarnesi: Upplestur. f) Einsöngur: Guðmundur Jónsson. g) séra Bjarni Jónsson vígslu biskup: Ræða. h) Einsöngur: frú Steinunn Sigurðardóttir. i) Kveðjuorð: frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. Skíðafélag Reykjavíkur fer skíðaferðir um bænadagana á laugard. og páskadagana kl. 9 árdegis frá Austurvelli .Farmiðar aS skírdagsferðinni seldir hjá L. H. Muller á miðvikudaginn, en hin ar ferðirnar við bílana. Skrini með peuingum ÁLAUGARDAGINN var verið að gera hreint í húsinu nr. 3 við Beígstaða- stræti. Einhvern tíma meðan á því stóð og um hábjartan daginn var stolið úr húsinú forláta skríni, sem. Stefán Eiríksson hafði skorið út og voru í því peningar og sparisjóðsbækur. TVEIR MENN SLASAST HJÁ EIMSKIP Frh. af 2. síðu. þeir að tala við bifreiðarstjór- ann. Mikil bifreiðaþröng var þama, og allt í einu kom ame- riksk hernaðarbifreið akandi inn sundið milli bifreiðarað- anna, og urðu þeir Pétur og Jón á milli. Mörðust Jjeir lítils liáttar. Þeir voru báðir fluttir heim til sín. Hjónaband Bertu Ley. Félagslíf Vals- menn. (Þeir, sem ætla að gista skíða- skálann um hátíðardagana, til- kynni þátttöku sína til Þorkels Ingvarssonar, sími 3834, fyrir kl. 6 i kvöld. Skíðanefndin. Hjónaband Bertu Léy. Olas læknir SBflerberg. Lansnarbeiðoi Jóbanns Sæmnndssonar. Frh. af 2. síðu. taian var 250 átig, og verðið var ákveðið af mjólkurverðlags- nefnd sjálfri. Ákvæði laganna uin lækkun verðlags og ríkisframlag skulú falla úr gildi eigi síðar en 15. september, um leið og sláturs- tíð liefst fyrir alvöru. Mér virðist því, að horfurn- ar i dýrtíðarmálinu séu nánast þessar: Ef verðlagsnefnd landbún- aðarafurða verður ekki sam- mála, en til þess eru mestar lík- ur, tilkynnir hún ríkisstjórn- inni það þann 15. ágúst. Þá verður stjórnin að kveðja al- þingi til setu. Alþingi gæti varla komið saman fyrr en um mán- aðamótin ágúst—septeml>er, Þann 15. september á sljórnin að Iiætta greiðslum úr Hkissjóði til að halda verðlagi niðri. Er því ljóst, að aiþingi verður að ráða fram úr máli.nu á ör- skömmum tíma, liálfum mán- uði eða svo. Af þeirri reynslu, sem fengin er, tebég furðulega bjartsýni að ætla, að þinginu takist ]>að. Allt verður koinið í eindaga, og mestar líkur til þess, að engin niðurstaða fáist fyrir 15. september. Þá gerist annað tveggja: Að dýrtíðinni verði gefinn Laus taumurinn af nýju, eða þingið ákveði að halda áfram greiðslum úr rikissjóði til að balda niðri verðlagi. Hvorugur kosturinn er góð- ur. Telja má víst. að það kosti ríkisjöð um dlá—6 millj., að halda verðinu niðri í sumar, tii viðbótar við það fé, sem þegar hefir verið varið í þessu skyni. Mjög ólíklegt er, að verðlækk- unarskatturinn færi ríkissjóði það fé, er til þessa þarf. Ef Iialda á verðinu niðri á þennan hátt til langframa og dulbúa þannig dýrtíðina á kosfnað rikiss.jóðs, getur ekki hjá því farið, að hann komist fyrr eða síðar í þrot, og verður þá að gera skattþegnunum að- vart á nýjan leik, en engin vissa fyrir, hvernig þá stendur á fyrír þeim. Það kann að þykja óþörf svartsýni að gera ráð fyrir, að þingið beri ekki gæfu til að koma sér niður á slíka lausn dýrtiðarmálsins á hálfum mán- uði næsta haust, er til framhúð- ar geti orðið. En ef höfð eru í liuga hin inörgu skrif í blöðum allra fiokka um bölvun tlýrtíð- ar og verðhólgu um langa hríð og sá áhugi, sem lýsti sér þar á að .,Ieysa stóru málin“, dýr- tíðarmálin á viðunandi hátt, á- hugi, sem greip um sig meðal almennings og lifir enn, hvað sem blöðin segjá nú, þá fer ekki lijá því, að niðurstaðan af 5 mánaða starfi síðasta þings í þessu máli fremur veiki inenn en styrki í trúnni á skjóta lausn þess næsta haust. Það er sannfæring mín, að algert öryggisleysi sé framund- an, þar sem dýrtíðarmálin eru með öllu óleyst og lausnin jafn fjærri og nokkru sinni áður. Ég gat þvi ekki annað gert en fylgjja þeirri sannfæringu minni, og þess vegna tók ég þá ákvörðun að biðjast lausnar.“ Þetta sagði Jóhann Sæ- mundsson. Lausnarheiðni hans vakti að vönum mikið umtal hér í höf- uðstaðhum strax i gær, og mun álit sljórnarinnar áreiðanlega ekki vaxa við fráför hans. Happdrætti „Jaffars". Enn hefir ekki verið vitjað eftir farandi vinninga: Nr. 961, 2819, 5065, 5826, 6639, 2687, 3055 Og 701. Vinninga séWitjað nú þegar á skrifstofu Hjartar Hanssonar, Bánkastræti 11. Harðar deilnr um elgna- aukashattinn. Frh. af 2. síðu. ings, en til að fyrirbyggja það, að fasteignir og framleiðslutæki þjóðarinnar dragist í hendur færri og færri manna og gróð- inn verði til þess að auka enn verðbólguna og dýrtíðina öllum til tjóns. í Frsm. benti á, að í frv. væri gert ráð fyrir þörf fyrirtækja til að mæta ýmsum örðugleik- um og verulegum sveiflum í rekstrinum, t. d. skyldu ný- byggingarsjóðir undanþegnir skattinum. Bjarni Benediktsson tók til máls næst á eftir Haraldi og deildi fast á frv. Sagði hann, að þetta væri alger nýjung í ís- lenzkri skattalöggjöf að minnsta kosti, en ekki gæti hann um það sagt, hvort slík skattataka tíðkaðist í öðrum lýðræðis- löndum. Bjarni tók svo djúpt í árinni, að hann vildi draga í efa, að ákvæði sem þessi gætu samrýmzt stjórnarskránni. — Lagði hann samt að svo stöddu engan dóm á, hvort svo væri eða ekki, en kvað nauðsyn á því að gengið væri úr skugga um það. Hann sagði að eignaaukning- skattsákvæðin í frv. stjórnar- innar væru á engan hátt sam- bærileg við þetta. Þau hefðu náð miklu skemmra, og þar hefði skipt mestu máli að þau voru í dýrtíðarlagabálki og í sambandi við dýrtíðarráðstaf- anir og sett í því skyni að tryggja verðgildi íslenzkra pen- inga, og með það fyrir augum, að sá hluti eignanna, sem eftir verður yrði verðmeira en áður. Aftur á móti væru ákvæði þessa frv. laus við öll önnur mál og væri hreint skattatöku- mál. Þá sagði Bjarni að hjá rnönn- um þeim, sem að þessu frv. stæðu, og þeim, sem væru því andstæðir, mundi ríkja gerólík- ur skilningur á eignaréttinum. Þegar Bjarni hafði lokið máli sínu spratt upp Bíldudals-Gísli og hélt fram ýmsum fáránleg- um firrum og varð ræða hans til lítils framdráttar málstað þeirra Bjarna. Sumar af vit- leysum hans hrakti Haraldur Guðmundsson með örfáum orð- um, en flestar þeirra voru þess eðlis að ekki var orðum eyðandi að þeim. T. d. um frammistöðu Gísla skal sagt frá því, að hann þóttist hafa það úr landsreikn- ingunum síðustu, að Lands- smiðjan hefði aðeins haft 17 þúsund kr. í hreinar tekjur. Væri þetta ríkisfyrirtæki og sýndi það að tekjur einstaklinga væru engin ósköp! Haraldur benti Gísla á, að hann læsi skakkt. I reikningun- um stóð að hreinar tekjur Landssmiðjunnar hefðu verið kr. 312 þús. og fyrning að auk! Flestar röksemdir Gísla munu hafa verið reistar á svipuðum grundvelli!! Haraldur Guðmundsson taldi Bjarna gera of mikið úr því, að ákvæði frv. brytu í bága við stjórnarskrána, enda hefði hann verið varfærinn í fullyrðingum um það. Hins vegar hefði Gísli verið viss í þeirri sök, og hefði hann eflaust sínar ástæður til þess! — En H. G. kvaðst gera ráð fyrir því að ríkisstjórnin, sem einn hæstaréttardómari ætti sæti í, hefði athugað það, þegar hún setti eignaaukningar- ákvæðin í frumvarp sitt, hvort þau brytu í bága við stjórnar- skrána. Þá minnti H. G. á það, að í Morgunblaðinu 8. des. s.l. hefði verið skýrt frá að fulltrúar Sjálfstæðisflókksins í átta manna nefndinni hefðu Iagt til áð innheimtur ýrði eignaaukn- ingarskattur. Sennilega hefði miðstjórn Sjálfstæðisflókksins athugað þá, hvort slíkt bryti í 'bágá við: stjórnarskrána. Loks Jarðarför föður okkar og tengdaföður, JÓNS SÍMONARSONAR, fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn ,21. apríl og hefst með húskveðju að heimili hins látna, Giettisgötu 28 B, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Börn og tengdabörn. Sonur okkar, VILHJÁLMUR B. ÓLAFSSON, andaðist 19. þ. m. Oddgerður Oddgeirsdóttir. Ólafur Vilhjálmsson. ■———m—uiiniMia— Öruggara ©r að kaapa Páskaeggin timanlega. væri eðlismunur þessa frv. og eignaskattsákvæða stjórnarfrv. sáralítill. Haraldur sagði að lokum, að hvergi myndi löggjafinn leyfa svo gífurlega auðsöfnun ein- staklinga og þá, sem hér hefði átt sér stað og það á slíkum tímum. En með vaxandi mis- skiptingu auðsins vex misskipt- ing teknanna og kjör þegnanna verða ójafnári. Umræðunni var frestað eftir þessa svarræðu Haralds. Lik Olafs Magnfis- sonar fir Vestm.- eyjom fiost í Reykja viknrhefn. > --------- Hvarf bér 10. janúar Q IÐASTLIÐIÐ laugar- dagskvöld fannst lík af karlmanni í Reykjavíkurhöfn skammt frá Ægisgarði. Við rannsókn kom í ljós að hér var um að ræða lík Ólafs Magnússonar, en hann var ætt- aður úr Vestmannaeyjum. Ólafur hvarf héðan úr bæn- um 10. janúar síðastliðinn. Iiann var á einhverjum hrakn- ingi hér — og hafði um skeið fengið að sofa í „Sæfaranum“, sem lá við Ægisgarð, utan á fleiri skipum. Sel skelja- og| púsningarsand J — Sími 2395. s Lækknn aðflntnings- gjaids ð ávöxtnm og skrifstofnvélnm. Veona viðskiftasamninoa við Bandarikin. FRUMVARP til laga um heimild til lækkunar á að- flutningsg-jaldi á nokkrum vörutegundum fór í gegnum allar umræður í efri deild í gær. Hér er um ávexti og skrif- stofuvélar að ræða. Þessar vörutegundir eru upp taldar í frv.: Ný epli, nýjar perur. rúsinur, sveskjur, mais, ris og aðrar korntegundir og ,rótarávextir steikt, gufusoðið eða tilreitt á annan svipaðan hátí, pulp og safi úr ávöxtiun. ósykraður, saft úr óvöxtum og jurtahlut- uni, reiknivélar, ritvélar, taln- ingávélar (fétalar), fjölritarar (duplikaíor), aðrar skrifstofu- vélar og hlutar til þeirra. í athugasemdum við laga- frumvarpið segir: í væntanlegum verzlunar- samhihgi milli íslands og Bandaríkja Norður-Amerxku eru ákvæði um gagnkvæmar: tollaívilnanir. Til þess að fram- fylgja ókvæðum samningsins af hálfu íslands að því er tolla- ívilnanir varðar, þarf rikis- stjórnin að fá lagaheimild til þess að lækka aðflutningsgjöld in af vörutegunduin þeim, sein samniugurinn nær til. Er hér farið eins að og þegar lækkuð vpru aðflulningsgjöld af vörum samkvæml verzlunar- sammngi við Argentinu 1938, shr. Jög nr. 8111. júní 1938.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.