Alþýðublaðið - 20.04.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 20.04.1943, Síða 5
Þriðjudagur 2i. april 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ s ~1 Saga brezka flughersins. Eftirfakandi grein sem er eftir Sir Archi- baJd Sinclair flugmálaráS- herra Breta, fjallar um brezka flugflotann, stofnun hans og þróun til þessa dags. ÞAÐ var fyrsta dag apríl- mánaSar 1918, í ógnum styrjaldarinnar, sem flugsveit brezika flotans og hinum brezka flugher var steypt saman í Konunglega brezka flugflotann. Um þessar mundir eiga því þessi hjú silfurbrúð- kaup. Við flest slík tækifæri er oftast mikið um dýrðir og veizlugestir glaðir og reifir. En hinuxn dimmu dögunx heimstyrjaldarinnar eru slik hátíðaliöld skiljanlega útilok- uð. Við skulum því minnast þess viðburðar á hljóðlátan hátt ,en ei að siður með gleði og þakklæti til hinna hraustu og liugbrúðu manna, sem eru í brezka flugflotanum. Ef til vill er mönnum ekki ljóst, hvernig ástatt var fyrir 1. apríl 1918. Fyrri heimsstyrj- öldin hafði þá staðið í þrjú og hálft ár og á þeim árum hafði flughernaðartækni mjög fleygt fram. Þá var farið að smíða sprengjuflugvélar, • orrustu- flugvétipr, könnunarflugvélar o .s. frv. Brezka flotaflugþjón- ustan hafði verið stofnuð i því skyixi að láta flugvélar fylgja flotanum eftir, og Konunglega flugsveitin til þess að fylgja hernum eftir. Þetta var ekki slæmt fyrirkomulag á Jxeim árum, þegar flugvélar voru ein ungis notaðar til stuðnings landher og flota i orrustu, en voru ekki nógu öflug tæki til beinna áhrifa á orrustuna. Með öðrum orðum: fyrirkomulagið var ágætt, meðan raunveruleg- ur flughernaður var ekki til. En árið 1918, þegar flugtæknin var það langt á veg komin, að loftárásir voru gerðar á lönd og borgir og loftvarnir höfðu verið fundnar upp gegn slík- um árásum, var ekki heppi- legt lengur að hafa flugflotann i tveim deildum. Hvor deildin xmx sig var ekki viss um tak- möi’k starfssviðs síns, því að fyrir ofajn skýin (sjást engin skil láðs og lagar. Auk þess var, þegar flughernaðurinn komst á hærra stig hverjum landflugmanni um sig' skipað að lita á sjálfan sig sem her- mann fremur en flugmann, og liverjmn sjóflugmanni að lita á sig sem sjóliða fremur en flugmann. Með öðrum orðum, samvinna og samæfing var mjög af skornum skammti milli hiima tveggja deilda brezka flughersins. Þáverandi stjórn steig því hið djarfa spor að stofna konunglega Iirezka flugflotann til herþjónustu með sams konar sniði og landher- inn og flotinn. Brezki flugherinn var stofn,- aður um það leyti er Þjóðverj- ar voru i mestimi uppgangi, þegar herir Breta og Frakka voru á undanhaldi undan síð- ustu vorsókn Þjóðverja. Og heiður sé frumkvöðlum flug- hernaðarins, þeim Henderson, Longcroft og Brancker, Seuter, Samson og Lamb og snillingn- Trenchard lávarði, sem af skarpskyggni si.nni, fyrir hyggju, stjórnsemi og íram- kvæmdaþreki steypti landflug- sveitinni og sæflugsveitinni saman i einn voldugan flugher, Konunglega brezka flugflot- ann. Heiður sé einníig þremur öðrum miklum framkvæmda- mönnum, sem veittu forystu- mönnum flughernaðarins færi á því að koma flugliernaðinum í gott liorf. Einn þeirra var Lloyd George. Hann var for- sætisráðherra um þessar mund ir. Hann kvað niður allar mót- bárur, sem risu gegn þessari mikilvægu breytingu á alvar- legustu tímum stói'hernaðar. Lloyd George bar aðalábyrgð- ina á rekstri styrjaldarinnar og stjórn landsins. Hi’er rannsak- aði málið fyrir hann? Hver ruddi hindruniun úr vegi? Hver samdi áætlanirnar. Eng- inn annar en hinn mikli liéims- veldiss tj órn málamaður, Sm n ts marskálkur, sem þá átti sæti í striðsstjórninni. Enginn getur, á vorum dög- um lesið skýrslu iSmuits um þessi mál, án þess að veila at- hygli hinum spámannlegu at- liugasemdum hans um hættu þá, sem stafaði af því að eng- in sameiginleg stjórn skyldi vera yfir sveitum flugflotans og um þá yfirgnæfandi kosti, sem væru ■ samfara öflugum sameinuðum flugflota. Hér er útdráttur úr því sem Smuts marskálkur sagði í skýrslu sinni árið 1917, fyrir tuttugu og sex árum: „í framtíðinni getur svo farið, að öflugur fluglier verði ekki þýðingar- minni en öflugur floti við vernd heimsveldis. Flugfloti getur framkvæmt stórfenglegar að- gerðir viðsfjarri landlier og flota og án nokkurs sambands við þá aðila ,en það g'etur stór- skotalið ekki. Að því er nú virð- ist eru engin fakmörk fyrir mikilvægi sjálfstæðs flughern- aðar i framtíðarstyrjöldum. Og vera má, að sá dagur sé ekki langt undan að flughernaður verði aðalaðgerðirnar i styrj- öldum.“ Þannig hljóðaði spá- dómur Smuts marskálks árið | 1917. En einn maður var enn, sem studdi Lloyd George og Smuts hershöfðingi af eldleg- uni áhuga, ráðum og dáð. Þetta var miklu yngri maður en þeir og hafði sjálfur flogið og skipu- lagt sæflugflotann frá flota- málaráðuneytinu fyrir fyrri heimsstyr j öldina. Hann var eindreginn hvatamaður sam- einaðs, óháðs flugflota og kunnugt var .að þeim máluni, sem liann bar fyrir brjósti, var ekki illa komið. Þetta var nú- Nógar norðleazkur ostur! nú og framvegis höfum vér nægar birgðir af norðlenzkum ostum (45, og 30 %, mysuostur). ¥erzlanir panti í slma 1080. Samband ísl. Samviunufétaga. verandi forsætisráðherra Breta, Churchill. Þegar menn lita mn öxl til hinna örlagaþrungnu daga árs- ins 1940, Jiegar liinir ungu og liraustu flugmenn Sir Hugh Dowdings björguðu þjóðinni frá algerri uppgjöf, þótt þeir væru fjórum sinnum færri en óvinirnir, ættu menn um leið að minnast liinna framsýnu manna, sem lögðu grundvöll- inn að hrezka flugflotanum mörgum árum áður. Scrstak- lega skulum við minnast hiima hugdjörfu flugmanna frá 1918. Margir þeirra helga sig enn þá flughernum og gegna ábyrgð- armiklum stöðiun innan hans. Hugsið ykkur þá leggja til orrustu á Jieini árum. Þeir gátu aldrei treyst vélum sínmn full- komlega, og ef hún stanzaði eða kviknaði í flugvélinni, höfðu þeir engar falllilifar. Þeir flugu vélum sinum til sigurs. Þegar vopnahléð var undir- slcrifað 1918 áttu Bretar tutt- ugu og þrjár þúsundir flugyéla, og var það stærsti fjugfloti í heimi. Tuttugu árúm seinna, þegar núverandi styrjöld skall á, var brezki flugflotinn fjór- um sinnum minni eu Jiýzki flug flotinn. Slíkt má ekki koma fyrir aftur. , Versalasáttmálinn liafði Iagt Bretum aukna ábyrgð. Þeir fengu mnboð yfir íraq, Trans- jordan og Palestínu. Árið 1921 fól stjórnin samkvæmt uppá- stungu Cliurcliills, flughern- um hernaðarlegt eftiriit með þessum ríkjum. Við norðvest- urlandamæri Indlands, yfir Persaflóa og suður að Kharton leygði bi’ezki. örninn vængi sína. Hann var að taka á sig sinn hluta af þeirri byrði að vernda beimveldið. Menn úr brezka flughernum flugu brautryðjendaflug. Þeir flugu frá Englandr ’til Ástralíu og frá Englandi til Höfðaborgar. Fáeinum árum seinna var brezki flugflotinn farinn að halda uppi póstflugi milli Kairo og Bagdad. Fyrir þrjátíu og þrem árurn sagði mikill heimspekingur og stjórnmálamaður, Haldane lá- varður: — Þegar ný uppfinn- ing kemur fram, svo sem kaf- báturinn, eru Englendingar venjulega á eftir timanum. En eftir fáein ár eru þeir búnir að taka að sér forystuna á sviði uppfi.nningarinnar. Þannig býst ég við að verði um flugvélina. Tíminn liefir staðfest Jiennan spádóm. Brezkir flugmenn, með Iiinar ágætu flugvélar. Spitfire, Mosquito, Typhoon, Lancaster, Halifax og Sunder- land, sem brezkir verkamenn smíða í brezkum verksmiðjum, hafa sýnt yfirburði yfir flug- menn möndulveldanna. Nýlega varpaði brezk flugsveit helm- ingi meira sprengjumagni í einni ái'ás á Berlín, en þýzki flugflotiim varpaði alls á Lundúni. Ekki má heldur gleyma hinum hugprúðu flug- niönnum bandaþjóðanna, sein berjast nú djarflega við hlið Breta. Brezki flugflotinn hefir tengt saman menn frá mörgum þjóðum. Núverandi hlutverk hrezka flugflotans er hlutverk eyði- leggingarinnar. En þrátt fyrir það getur hann unnið sér frægð og lárviðarsveig fyrir viðreisn- arstarf i þjónustu mannkynsins Með tilliti til beirra afreka, sem unnin hafa verið á sriði flug- tækni síðustu tuttugu ár, get- um við horft fram í tímann með ró og öryggi. Við getum verið öryggir um það, að lær- dómi og reynslu þessara liðnu ára hefir ekki verið á glæ kasftað, heldur er vel geymt hjá hinum hugprúðn mönnum, I S S S N S s s s s s * s s s s s s s s Útsvðr 1943. - Dráttarvextir. í dag eru síðustu forvöð að greiða útsvarshluta 1943 (45 % af útsvar- ^ inu 1942) án dráttarvaxta, ef gjaldendur hafa ekki greitt á gjald- dögum 1. marz og 1. apríl. Skrifstofa borgarstjóra. Hjónaband Bertu Ley. sein mynda brezka flugflot- ann 1943: Flugmönnunum, flugvélaáhöfnunum, flugvalla- áhöfnunum, flugvallaliðinu, hinum duglegu konum i hjálp- arliði flughersins, bæði á Eng- landi, yfir Þýzkalandi, yfir löndum hinna óliamingjusömu, liernumdu þjóða, yfir hinum hlóðstorknu vigvöllum og við- feðmum höfum. Liðsmenn flug- hersins brezka berjast af öryggi og trjausti á vaxandi hernaðarmátt sinn og trú á rétt mæti málstaðarins. Það má óhætt segja um flugmann árs- ins 1943: „Hann virðist maður glaður í endurminningum sín- um og 'áhyggjulaus um fram- tíðina^1 Sjómaður skrifar um kartöfluvandræði, kökur og köku- gerðarhús. — Nordal og Laxdæla. — Úthlutun rithöf- undalaunanna. SJÓMAÐUR SKRIFAR mér og segist hafa verið að leita að kartöflum. Hann segist hafa farið búð úr búð, alls í 10 búðir, og síðast í græmnetisverzlunina og hvergi fengið kartöflur. Hann er undrandi yfir þessu. Hefirðu ekki iesið blöðin undanfarið, kæri vinur? Þau hafa birt fregnir um það, að engar kartöflur er að fá í bænum, eða sama og engar. Við nrðum að Ieita til hinna stríðandi Breta og fáum þaðan kartöflur. Útsæðiskartöflurnar koma fyrst, en hinar koma innan fárra daga. „EINN, SEM FYLGIST MEÐ,“ skrifar mér og kvartar mjög und- an því, að kökurnar í brauðgerðar húsunum og önnur framleiðsla þeirra sé slæm. Þetta getur meira en verið. Ég et sjaldan aðkeypt „bakkelsi,“ eins og gömlu kon- urnar sögðu. Bréfritarinn segist hafa loks fundið brauðgerðarhús, sem hægt sé að verzla við og vill að ég segi nafn bakaranna. Ef þeir sjá ástæðu til að auglýsa fram- leiðslu sína, þá þeir um það! A—A SKRIFAR og er undr- andi yfir því, að Sigurður Nor- dal prófessor skuli ekki hafa sagt álit sitt á Laxdæluútgáfu Lax- ness strax og hún kom út. Honum finnst það einkennilegt, að þing- kjörin nefnd skuli hafa þurft að kalla prófessorinn fyrir sig, til þess að fá umsögn hans mn útgáfuna. En hann lýsti yfir því, eins og kunnugt er, að Laxness hefði stór spillt sögunni með úgáfu sinni. HVERS VEGNA á að gera slík- ar kröfur til Nordals? Hann er sjálfur einráður um það, hvenær hann segir sitt álit. Hann var ekki spurðdr fyn* en alþingisnefndin spurði hann og þá svaraði hann skýrt og skilmerkilega, ósamt þeim Birni Guðfinnssyni og Árna Pálssyni. Annars lízt mér illa á þennan páfadóm, sem menn vilja hafa á ýmsum sviðum. Hvers vegna að vera að vitna í Nordal prófessor eða spyrja hann? Við getum alveg eins spurt Þórð Þórð- arson í kolaboxinu eða Jón Jóns- son við orfið. LISTAVINUR skrifar mér og hann gagnrýnir mjög úthlutun rithöfundalaunanna. Hann skamm ast út í það, að Kiljan skuli vera einn hæstur og eins út í það, að Halldór Stefánsson skuli ekki nefndur á nafn. Eins finnur hann að því, að Ól. Jóh. Sigurðsson skuli vera settur í svo háan flokk. „VEITINGIN“ TIL KILJANS var engin veiting! Úthlutun rit- höfundalaunanna byrjar raun- verulega með 3600 krónum! Mér skilst, að þessar 5000 krónur, sem Kiljan eru fengnar, séu bara verð laun úr hetjusjóði Jónasar Jóns- sonar! Halldór Stefánsson er áreið- anlega bezti smásagnahöfundur, sem við eigum nú. En mér er sagt, að hann vilji engin rithöfunda- laun. Hann er nefnilega skemmti- lega sérvitur, pilturinn! Ólafur Jóhann er alls góðs maklegur. — Hann hamast við að reyna — og það er virðingarvert. Stíll Þór- bergs er verðlaunaður, en ekki skáldskapur hans. ANNARS HEFIR nefnd rit- höfundafélagsins tekizt sæmilega og betur en ég bjóst við, því að hér er vandaverk á ferðinni. Eg bjóst við, að Jónas myndi vinna úrslitasigur við þessa úthlutun, en svo er ekki. Hannes á hornina.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.