Alþýðublaðið - 16.06.1943, Page 5

Alþýðublaðið - 16.06.1943, Page 5
JHiðvikudagur 16. júní 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5uíar em ósmeykir. GEEININ, sem hér fer á eftir, og er eftir Albin Johnson, fjallar um Svía og afstöðu þeirra til styrjaldar- innar. SVÍÞJÓÐ er orðin að lítilli eyju, sem er umkringd „vingj amlegum óvinum“, sem henni geðjast ekki að. Enda þótt styrjöldin sé ekki alveg á næstu grösum, verður þess vart. Hern- aðarflugvélar sveima yfir Stokk hólmi, loftárásarskýíi óprýða hina fögru garða. Rúðurnar í borgunum á suðurströnd lands- ins nötra af árásunum yfir Dan- mörku, og fallbyssudrunur frá Noregi bergmála í landamæra- dölum Mið-Svíþjóðar. Opinberlega lætur stjórnin í veðri vaka, að hún geri ráð fyr- ir að hægt verði að komast hjá styrjöld, en allur viðbúnaður hefur verið hafður, ef til kæmi. iÞjóðin ann mjög ættjörð sinni. Sérhver Svíi lítur svo á, að ættjörð hans sé þess verð, að hann verji hana og fórni sér fyrir hana. Þetta er persónulegt heimkynni hans. Landamærin hafa staðið óhreyfð um margar aldir, og fyrir 2000 árum hafa forfeður hans 'ef til vill búið þar sem hann býr nú. Hlutleysisstefna Svíþjóðar í styrjöld er ekki ný. í meira en 125 ár hefir þjóðin haldið vin- áttu við öll önnur lönd, stór og smá. Um þessar mundir er hún -viðbúin að verja þetta hlutleysi með öllu vopnavaldi sínu. Leið- togar hennar hafa margoft lýst þyí yfir, að þjóðin muni grípa til vopna gegn hverjum þeim, sem ræðst á sjálfstæði hennar og lýðræðislega lifnaðarháttu. Og Svíar geta barizt. Aðvitað er ekki hægt að ljóstra upp hernaðarleyndarmálum, en fá- einna vikna kynni hafa sann- fært mig um, að Svíar geta tek- ið hraustlega á móti hvaða á- rásarþjóð sem er. Sérhver heilbrigður maður milli 20 og 47 ára er viðbúinn virkri herþjónustu. Skýrslur sýna, að 95 af hundraði þeirra manna, sem koma til herskrán- ingar, eru fílhraustir menn. Þessi furðulega tala sýnir heil- brigða og starfsama lifnaðar- háttu mann fram af manni. Frá harnæsku iðka hérumbil allir Svíar skíðaíþrótt, sund, þol- hlaup og aðrar greinar úti- íþrótta. Um hreysti Svía vitnar „vetrarher“ þeirra, sem var að æfingum mánuðum saman í skógum Norður-Svíþjóðar í miklu frosti, en engan einasta j mann kól. Hersveitirnar hafa verið æfð- ar nákvæmlega í því að berjast á sænskri grund. Þær færa sér í nyt fenin, vötnin, hæðirnar og skógana. Svíarnir hafa æft að- ferðir og herbrögð, sem auka styrk þeirVa um helming gegn óvini, sem ekki er kunnugur landi þeirra. , Herinn er vel vopnum búinn. Svíar framleiða nú nægileg hrá efni í hergögn allra tegunda handa sjálfum sér. Þeir fram- leiða flugvélar, skriðdreka, fall- byssur, kafbáta og önnur her- skip. Kostnaðurinn við undir- búning varnanna mun á þessu ári nema 16 sinnum meira en hann nam 1939. Bak við herinn stendur heima varnarliðið, vel vopnað og vel æft. Skotfélögin, sem ríkið styrkir, telja meira en 300,000 meðlimi, og æfing þeirra er ekki aðeins bundin við riffla. Sænskar borgir eru eins vel búnar undir leifturárás og borg- ir Bretlands. Um 100,000 menn hafa verið æfðir loftárásarverð- ir, og um 800,000 konur hafa lært hjúkrun. Loftvarnaskytt- urnar hafa skotið niður meira en 100 hernaðarflugvélar, sem flugu þar yfir og skertu hlut- leysi þjóðarinnar. Þjóðin er fastákveðin í því að gefast aldrei upp. Forsætis- ráðherrann, Per Albin Hansson, gerði allan heiminn undrandi, þegar hann skýrði þinginu frá hinum óafturkallanlegu skipun- um til hersins um að gefast al- drei upp. Foringjum og óbreytt- um hermönnum hefir verið skipað, ef innrás verður gerð, að berjast og halda áfram að berjast, hvað sem í skerist. Þeir eiga að óhlýðnast skipunum um að hætta að skjóta, hvaðan sem þær berast, svo lengi, sem nokk ur óvinur stendur á sænskri grund. iSérhver skipun um uppgjöf muni vera fölsuð. Þannig gerir Per Albin ráðstaf- anir gegn fimmtu herdeildar mönnum, sem gætu náð á sitt vald opinberum byggingum í innrásar styr j öld. Síðan alþjóðaviðskipti lögð- ust niður að mestu vegna styrj- aldarinnar, nema milli þeirra landa, sem möndulveldin ráða yfir, hefir þjóðin orðið að sjá mörgu á bak, einkum kolum og bensíni. Þá sneru Svíarnir sér til skóganna sinna. Viðurinn vermir íbúðirnar, og það er notaleg hlýja, vélknúin farar- tæki brenna viðarkolum og jafnvel viðarbútum. Það tekur ekki nema mínútu að hita vél- ina og vagninn getur farið með Konungshöllin í Stokkhólmi. .. 40 mílna hraða á klukkustund með þessu eldsneyti. Þjóðardrykkur Svía, ákavíti, er nú bruggaður úr cellulose- sykri í stað korns og kartaflna. Hömlur á . innflutningi hafa orsakað verðhækkun og launin hafa ekki verið í samræmi við verð á lífsnauðsynjum. Almenn- ingur gerir allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa stjórninni að firrast fjárhagslegu hruni. Hann hefir tekið háum skött- um með þögn og þolinmæði. Stjórnin hefir strangt eftirlit með vöruverðinu. Enda þótt 70 prósent af mat- vælum séu skömmtunarvörur, hefir fólk nóg að borða og hefir nægileg bætiefni. Höfuðréttur hverrar máltíðar eru kartöflur, og þær eru ekki flysjaðar, áður en þær eru soðnar. Tóbak er sjaldgæft í Svíþjóð nú á dögum. En Svía henti happ fyrir ekki alllöngu síðan, þegar þeir fengu allmiklar birgðir af* vindlingum frá Þýzkalandi. Þegar búið var um vindlingana, höfðu Þjóðverjar verið mjög bjartsýnir og prentað orðið „Cairo“ á hvern pakka. En Rommel hepnaðist ekki að leggja Egyptaland undir sig, svo að ' Svíar fengu birgðirnar. Það hefði nefnilega ekki verið heppilegt að selja vindlinga með nafninu „Cairo“ á pökkun- um í Berlínarborg. Svíar hafa .gert allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að hjálpa hinum ógæfusömu ná- grönnum sínum. Þeir hafa tek- ið um 30.000 veikra og soltinna finnskra barna og hjúkrað þeim og hjálpað þeim til heilsu. Sennilega eru norsku flótta- mennirnir, sem til Svíþjóðar hafa komizt, um 10,000. Rauði kross Svíþjóðar bauðst til að útvega ótakmörkuðum fjölda norskra barna heimili, en Quis- lingar vildu ekki leyfa það. Svíar eru hlutlausir í styrj- öldinni, en um 95 prósent þeirra, að minnsta kosti, óska bandamönnum sigurs. Þeir líta svo á, að frelsi, jafnvel frelsi annarra, sé þess virði, að fyrir það sé barizt. Höfuðverkefni stjórnarinnar um þessar mundir er að forða þjóðinni frá þýzkri innráíj. Allt um það er hún djörf gagnvart hinum stríðandi nábúaþjóðum, Þjóðverjum og Rússum. Svíar hafa mikla samúð með Finnum. og Norðmönnum, og þeir unna lýðræði og frelsi. Varla líður svo dagur, að sænska utanríkismálaráðuneyt- ið fái ekki kvörtun frá þýzka sendiherranum út af hinu eða öðru. En Svíar láta það sem vind um eyrun þjóta, og í Sví- þjóð er ekkert eftirlit haft með erlendum fréttamönnum. Jafnvel á hinum erfiðu tím- um, sem nú stánda yfir, virðast Svíar lifa samkvæmt setning- unni: „Gott er þar að lifa, sem leyft er að segja að, stjórnin sé vond“. Og þann rétt hafa Svíar enn í dag; en einnig réttinn til þess að segja, að nazismi, fasismi og kommúnismi séu ekki bein- línis í samræmi við hugmyndir þeirra um réttlæti og lýðræði; og þann rétt nota blaðamenn og stjórnmálamenn Svía sér af fullri djörfung. Hún var byggð á síðari hluta 18. aldar, á stjórnarárum Gustafs III. Sendifulltrúi Svía / O. Johanson og kona hans taka á móti gestum í dag milli kl. 5—7 e. h. vegna 85 ára afmæl- is Gustafs V. konungs. Alþýðubrauðgerðin í Reykjavík hefir sent stjórn Bálfarafélags- ins 1000 krónur að gjöf til bygg- ingar bálstofu í Reykjavík. 85 ára í dag. Gustaf Svíakonungur. Annar bifreiðastjóri um veginn austur. — Það, sem stjórnin á að sjá um. — Ungar stúlkur skrifa um Safnahúsið. — Húnvetningur gerir fyrirspurn og sendir vísur. — Um lögin við „íslands hráfnistumenn“. A* NNAR BIFREÍÐARSTJÓRI“ skrifar :„Eg þakka þér fyrir pistilinn þinn á laugardaginn um veginn austur. Það var engin van þörf því að minnast á það mál. Ég vil Ieyfa mér að benda á eitt til viðbótar. Ríkisstjórnin hefir gefið út margar áskoranir til bif- reiðaeigenda um að spara hjólbarð ana og jafnvel gefið þeim leiðbein ingar um hvernig bezt sé að verja þá sliti. Um þetta er ekkert nema gott að segja. En leyfist mér að spyrja: Getur ríkisstjórnin ekki gert mestu sparnaðarráðstafanirn- ar sjálf?“. „VISSULEGA getur hún það með því að sjá svo um, að það verk, sem hún á að sjá um, sé af hendi leyst, og það er að gera allt, sem í hennar valdi stendur til þess að gera vegina færa. Þetta er látið undir höfuð leggjast. Vegurinn austur yfir fjall, fjölfarnasti veg- ur landsins, er þar gleggsta dæmið. Hvað hefði til dæmis verið hægt að spara mikið gúmmí og benzín að- eins yfir hvítasunnuna með því að vera búið að laga veginn?“ ÞRJÁR REYKJAVÍKURSTÚLK UR skrifa mér um Safnahúsið. Þær eru óánægðar með útlit þess. Þær, þakka það sem gert hefir verið til að prýða umhverfi þess, en segja að útlit húSsins sjálfs sé svo slæmt að engu tali táki. Oft hefir ver- ið talað um þetta, ég held á hverju vori og oft hefir húsið verið „hvítt að“. En það fýkur strax af, líkast til ekki gert á réttan hátt. GAMALL HÚNVETNINGUR sendir mér eftirfarandi: „Á fremstu síðu eins Reykjavíkurblaðsins stóð nýlega svofelld auglýsing: Málara- sveini vantar herbergi. ..“ o. s. frv. Ekki getur þú sagt mér, Hann es minn, hvort honum hefir fengið því“. — Nei því miður. Ég hefi ekki fylgst með því máli. SVO SENDIR HANN mér líka þessar vísur: „Þó að kaldir vorsins vindar veki hugarstríð, lítum hærra, ljósir tindar lofa betri tíð. Fullur vissu færðu í letur frjálsan vonarmátt. Eftir sérhvern voðavetur vermir sumar brátt.“ NORÐLENSKUR SJÓMAÐUR“ segir í bréfi: „í pistlum þínum hér í blaðinu á fimmtudag gerir þú sjómannasöngin að umtalsefni. —• Hvernig var þetta nú hérna um ár- ið? Komu ekki til álita ein 30 lög eða fleiri við „íslands Hrafnistu- menn“, verðlaunkvæði Arnar Arn arsonar? Eg man ekki betur en nokkur þeirra hafi komið út á prenti, og sum verið flutt opinber- lega. T. d. var í öðru sjómanna- blaðinu prentað lag Þórarins • Guðmundssonar. Lög Hallgríms Helgasonar, Árna Björnssonar, Sig valda Kaldalóns o. fl. hafa líka ver ið gefin út“. « „ER EKKI HÉR á ferðum verk- efni til athugunar? Kom ekki til álita dómnefndar annað en þetta eina? Ég hef engan af stéttarbræðr um mínum hitt, sem heldur, að lag Emils Thoroddsens, sem valið var, verði nokkurntíma sungið almennt af sjómönnum. Á hinn bóginn virð ast allir ánægðir með kvæði Arnar Arnarsonar“. Kaffistell ^ fyrir 6, hvít, á 60 kr. ^ fyrir 12, hvít, á 90 kr. ^ Matarstell, ^ hvít, fyrir 6 og 12. ^ Eirniig ódýr vatnsglös, S Glerskálar, Vasar, ^ Sykursett, Kökuföt o. fi. ^ Sférla* speglai* ; nýkomnlr. \k. Einærsson s s & BJHrasson |Kanpnm tuskur ^ hæsta verði. Búsoaonavinnustofan Baldursoötu 30. ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.