Alþýðublaðið - 25.06.1943, Qupperneq 2
ALÞÝÐUBLAÐIP
Föstudagur 25. júní 1943>
Myndin sýnir bátaþilfarið allt sundurskotið og brunnið eftir eldinn, sem upp kom, en að
endingu tókst að slökkva.
iii. .... ........... ... ■
Samtoandsmálift: ■
Danir óska viðræðna og sam
komulags að norrænum sið.
Súðin eftir árásina.
Bréf, sem Ludvig Bubl fyrrverandi forsætisráð-
berra Dana skrilaðl fslenzku rfkisstjórnlnul um
málið f iyrrahaust, nú birt í dðnskum blððum.
FREGNIR hafa nýlega borizt hingað frá Danmörku um
það að 'sambandsmálið hafi upp á síðkastið vakið all-
miklar blaðaipnræður þar og raunar víðar á Norðurlöndum.
Meðal annars, sem fram hefir komið í dönskum blöðum
um þetta mál, er greinargerð eða tilkynning frá dönsku
stjórninni 29. apríl síðastliðinn. Er þar upplýst, að 30. sept-
ember í fyrrahaust hafi Ludvig Buhl, þáverandi forsætis-
ráðherra Danmerkur ,skrifað íslenzku stjórninni bréf um
afstöðu dönsku stjórnarinnar til sambandsmálsins og er bréf
þetta í fyrsta sinn birt opinberlega í greinargerðinni.
Skorað á Sigurð skóla-
meistara áð starfa
áfram við Akureyrar-
skólann.
Fundur menntaskóla
KENNARA, sem nú situr
á Akureyri, hefir eindregið
skorað á Sigurð Guðmundsson
skólameistara að starfa áfram,
Jiótt hann nái brátt 65 ára aldri.
Pálmi Hannesson rektor las
einnig upp sams konar áskorun
frá þingmönnum.
Meðal annarra mála, sem
fundurinn fjallaði um, voru
launakjör stéttarinnar og kröf-
ur til stúdentsprófs. Ályktaði
fundurinn, að ekki mætti á
neinn hátt draga úr kröfum til
stúdentprófs frá því, sem nú er.
Stjórn félags Menntaskóla-
kennara er annað árið á Akur-
eyri og hitt í fteykjavík. Hin
fráfarandi stjórn var nylíra og
var því nú kosin stjórn úr flokki
sunnanmanna. Formaður var
.kosinn Kristinn Ármannsson,
yfirkennari, ritari Ingvar Brynj
ólfsson og gjaldkeri Sigurkarl
Stefánsson.
Dansleik
heldur U.M.F.R. í Listamanna-
skálanum í kvöld kl. 10. Aðgm. á
staðnum eftir kl. 6.
75 ára
er Gísli Kristjánsson, Vesturg.
57, í dag. Fluttist í bæinn 1907.
Trésmiður að iðn. Vökumaður í
Geysi síðustu árin.‘
Hér á landi hefir ekkert
heyrzt opinberlega um þetta
bréf fyrr en síðastliðið laugar-
dagskvöld, að það var lesið
upp í ríkisútvarpinu hér í frétt-
um frá Danmörku. Hafa Al-
þýðublaðinu síðan borizt marg-
ar áskoranir um að fá þetta
bréf til birtingar, ef unnt væri,
og hefir fréttastofa ríkisútvarps
ins nú góðfúslega gefið blað-
inu kost á því. Fer fréttin, sem
lesin var upp í ríkisútvarpinu
á laugardagskvöldið, ásamt
bréfi Buhls, hér á eftir:
,,Hinn 29. apríl fluttu dönsk
blöð eftirfarandi tilkynningu
frá danska forsætisráðuneyt-
inu:
Forsætisráðuneytið birti á
sínum tíma samþykktirnar, sem
alþingi íslands gerði 17. maí
1941 um þær fyrirætlanir ís-
lendinga, að slíta sambandinu
milli Danmerkur og íslands,
svo og þau bréíaviðskipti orð-
rétt, sem fram fóru milli for-
sætisráðherrans og hins íslenzka
sendifulltrúa hér í tilefni af
þeim samþykktum. Þær fregn-
ir, sem nú hafa birzt í blöðun-
um um þróunina 1. afstöðu ís-
lands til sambandslaganna, gefa
forsætisráðuneytinu tilefni til
j að upplýsa, að danska stjórnin
og íslenzka stjórnin skiptust á
skoðunum um þett mál haustið
1942 og að Buhl forsætisráð-
herra afhenti íslenzka sendifull-
trúanum þá, 30. september
1942, eftirfarandi orðsendingu
sem svar við tilkynningu sendi-
fulltrúans um það, að alþingi
hefði kosið fimm mann nefnd
til þess að gera tillögur um
breytingu á stjórnarskrá ís-
lands:
Bréf Lndvigs Buhl.
,,Þér hafið í bréfi dags. 24. f.
m. samkvæmt fyrirmælum for-
sætis- og utanríkismálaráðherra
íslands, Ólafs Thors, skýrt mér
frá undirbúningi íslendinga að
breytingum á stjórnárskipun ís-
lands og því sambandi, sem
verið hefir við Danmörku. Þér
hafið því næst í bréfi dags. 9.
þ. m. skýrt mér frá símskeyti
íslenzku stjórnarinnar 5. þ. m.
til sendiráðs íslands í Stokk-
hólmi og enn fremur í bréfi
dags. 14. þ. m. látið mig vita
um frumvarp það til laga um
Frh. á 7. síðu.
Ferðafélaglð fer átta
sumarleyfisferðir fifár.
SUMARLEYFISFERÐIR Ferðafélags íslands hefjast n.ú
upp úr mánaðarmótunum. Fyrstu ferðinni er heitið til
Mývatns, Dettifoss og Ásbyrgis. Hefst hún 3. júlí.
Alls er fyrirhugað að fara 8
sumarleyfisferðir í sumar, og
eru þær þessar:
Átta daga ferð að Mývatni,
Dettifossi og Ásbyrgi. Verður
fargjaldið í þeirri ferð ekki
nema 20 krónum hærra en í
fyrra, þrátt fyrir verulega
hækkun á öllum fargjöldum
með bifreiðum. — Sjö daga
ferð til Breiðafjarðar. Lagt af
stað 10. júlí. Þá leið hefir
Ferðafélagið ekki valið fyrr.
Farið verður til Stykkishólms
um Borgarnes og þaðan sjó-
leiðina yfir þveran Breiðafjörð.
Síðan verður dvalið í tjöldum
í skóginum í Vatnsdal og farið
þaðan 1 gönguferðir, m. a. að
Dynjanda í Arnarfirði. Heim-
leiðis verður farin landleiðin
frá Kinnarstöðum. — Sjö daga
ferð upp á Kjöl og í Kerlingar-
fjðll. Lagt á stað 17. júlí. Þessi
íerð veröur farin á hestum. —■.
Átta til níu daga ferð á hestum
úr Þjórsárdal norður að Arnar-
felli mikla og þaðan um Kerl-
ingarfjoll til byggða. Ferðin
hefst 24. júlí. — Tíu daga ferð
í Öræfi. Lagt af stað 21. júlí.
— 3. júlí verður farið með
deild Ferðafélagsins á Akureyri
inn í Herðubreiðarlindir og
Öskju. — Fjögurra daga ferð
austur í Skaftafellssýslu. Hún
hefst 7. ágúst. — Um miðjan
ágúst hefst svo síðasta sumar-
leyfisferðin. Það er önnur
Breiðafjarðarför, sem stendur
yfir í 5—6 daga.
Ráðgerðar hafa verið 20 ferð-
ir um helgar á vegum Ferðafé-
lagsins. Er búið að fara sex
þeirra, en ein hefir fallið niður.
Miklir örðugleikar eru á því
að afla fararkosts til þessara
ferða. Hefir Ferðafélagið mik-
inn hug á að eignast sjálft lang-
ferðabifreiðar strax og tök eru
á. Mundi það greiða mjög fyr-
ir starfsemi félagsins.
Laidgnét U. N. F. í.
á Hvaflieyri.
117|[KIÐ ÍÞRÓTTAMÓT fer
■*- fram á Hvanneyri um
helgjina, og eir það landsmót
ungmennafélaganna. Um 125
íþróttamenn úr 12 ungmenna-
félögum og samböndum víðs
vegar um landið taka þátt í
mótinu og fara fram keppnir í
mörgum íþróttagreinum.
Auk einstaklingskeppna í
frjálsum íþróttum og sundi
verða leikfimissýningar ýmissa
flokka frá Stokkseyri, Skeið-
um og úr Borgarfirði. Þá verð
ur síðast en ekki sízt glíma.
Aðalverðlaun mótsins eru far-
andskjöldur, sem það héraðs-
samband, sem flest stig hlýtur,
fær. Þá eru fern önnur merk
verðlaun, en það eru silfurbik-
ar til handa þeim, sem flest fær
stigin, annar silfurbikar fyrir
bezt afrek í sundi, en silfurbik-
ar fyrir glímusigur og loks
skjöldur fyrir stig í frjálsum
íþróttum
Meðal ræðumanna á mótinu
er sér Eiríkur Eiríksson, Bjarni
Ásgeirsson, Þorsteinn Einars-
son íþróttafulltrúi. Guðmund-
ur Ingi skáld les upp o.fl.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Gyða Hansdóttir, Baldursgötu
27, og Ólafur Eyjóífsson, Veghúsa-
stíg 1 A.
Bærloo teknr lái
til Mitaveitonaar.
Húseigendor grelða bostnað-
inn á fimm úrum.
LANDSBANKINN hefur nú
fallizt á að lána Reykja-
víkurbæ 3.750.000 krónur til
fimm ára vegna innlagna hita-
veitunnar. Var frá þessu sagt
á síðasta fundi bæjarráðs.
Bærinn mun sem kunnugt
er annast innlagningu hitaveit-
unnar, sem hver húseigandi á
að greiða kostnaðinn við inn-
lagningu í sitt hús. Mun bærinn
taka fimm ára skuldabréfin af
húseigendum, ef þeir vilja, og
á Landsbankinn að fá skulda-
bréfin að handveði fyrir láninu.
Gefst húseigendum þannig
kostur á að greiða kostnaðinn
við innlagningu hitaveitunnar í
hús þeirra á fimm árum, ef þeir
ekki vilja greiða hann strax.
Framarar fara
til Akureyrar.
Knattspyrnufélagee>
FRAM fer til Akureyrar
í næsta mánuði. Hefur íþrótta-
ráð Akureyrar boðið félaginu
að senda meistaraflokk sinn
norður til þess að leika við
Akureyringa á heimavelli, en
reykvíkskir knattspyrnumenn
hafa löngum fundið, að þeir eru
harðir heirn að sækja.
Framarar fara sennilega 9.
júlí og verða 8—10 daga nyðra.
Er ekki ákveðið, hversu marga
leiki þeir keppa, eða við hverja,
en sennilegt er, að þeir leiki
tvisvar eða þrisvar við úrvals-
lið Akureyringa, eitthvað svip-
að því, sem hér er nú.
Ragnar Lárusson verður
fararstjóri, en alls fara 18 menn„
SUNDHÖLLINNI verður
lokað um hálfs mánaðar
tíma í sumar. Verður þá aðal-
salurinn málaður, enda mun
þess full þörf, þar eð hann
hefur ekki verið málaður síðan
höllin var opnuð.
Meðan á máluninni stendur
mun allt starfsfólk Sundhallar-
innar fá sumarleyfi í einu.
ðkflreyrjDgornir sigr
flðn K. B. með 4:1
8LEIKUR íslandsmótsins
• fór fram í gærkvöldi á
milli Akureyringa og K. R.
Sigruðu Akureyringar með 4
gegn 1. Þetta var síðasti leikur
þeirra á mó.tinu. og héldu þeir
heimleiðis kl. 7 í morgun.