Alþýðublaðið - 25.06.1943, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.06.1943, Síða 7
FÖstudagur 25. júní 1943. ALP>Y ÐUBLAÐIÐ -^w ■ws' *^r- -*^ --«r- -w ■ iBærinn í dag.j Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs-- apóteki, sími 1618. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög 20,00 Fréttir. 20,30 íþróttaþáttur Í.S.Í. 20,45 Píanókvartett útvarpsins: I Píanókvartett í Es-dúr eft- ir Mozart. 21,00 ,,Úr handraðanum“ (Ölaf- ur Lárusson prófessor). 21,20 Symfóníutónleikar (plötur): a) Conserto grosso, g-moll, eftir Vivaldi. b) Konsert fyrir þrjú píanó eftir Bach. c) Symfónía í B-dúr eftir Haydn. 22.25 Fréttir. Dagskrárlok. Hjónabandl í dag kl. 5 verða þau Guðrún Aradóttir og Ólafur Björnsson dósent gefin saman í kapellu Há- skólans. Síra Þorsteinn Jónsson frá Vatnsfirði gefur saman. Aðalfundur Byggingarfélags alþýðu, Hafnar- firði, verður haldinn laugardaginn 26. þ. m. og hefst kl. 4 síðdegis í Góðtemplarahúsinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Laga- breytingar. 3. Önnur mál. KOSNINGAR í ÁSTRALÍU Frh. af 3. sí&u. velli með stuðningi eins utan- flokka þingmanns lýsti hann því yfir að hann myndi fara fram á þingrof. Þetta kom mjög flatt upp á stjórnarandstæðinga. Talið er víst að kosningar fari fram í Ástralíu í ágúst. Heitar umræður urðu í ást- ralska þinginu út af ásökunum Wards verkamálaráðherra í garð fyrrverandi stjórnar um að hún hafi látið fjarlægja úr vörzlum landvarnarráðsins áætl un, sem hún.hafði samið um vörn Ástralíu. Þingið féllst á tillögu Curtis um að skipuð yrði konungleg néfnd til þess að rannsaka þetta mál. Ward verkamálaráðherra víkur úr stjórninni þar til þetta mál er fullrannsakað. — Félagslíf — * * * BETANÍA. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. — Steingrímur Benediktsson, kennari, talar. — Allir velkomnir. Ármenningar! Handknatt leiksflokkar karla. Munið æf- inguna í kvöld kl. 7,30, 3. og 4. flokkur, og kl. 8,30, 1. og 2. flokkur. Flokksstjórarnir. Falleg baunabloma- kint, láflí verl. GARÐASTR.2 SÍMI 1899 M i aaj« I sa g ímp a» r d s María Ingibjörg Einarsdóttir. » IDAG verður borin til moldar frk. María Ingibjörg Einarsdóttir, er lézt hinn 15. þessa mánaðar. Hún var fædd 17. ágúst 1896, dóttir hjón- anna er bjuggu í Ráðagerði hér í bæ, Einars Björns- sónar og Guðrúnar Steindórs- dóttur frá Landakoti. Faðir hennar, Einar, var sonur Björns Oddssonar, Björnssonar frá Þúfu í Ölvusi, er átti Jórunni Magnúsdóttur, nafnfræga yfir- setukonu, Beinteinssonar ríka í Þorlákshöfn, Ingimundarsonar, Bergssonar í Brattsholti. Var María því af góðum ættum kom- in, enda leyndist það ekki þeim, ar af henni höfðu náin kynni. María stundaði verzlunarstörf hér í bænum alla tíð. Fyrst í bókaverzlun Isafoldar, en réð- ist síðan til bróður síns, Stgin- dórs, og vann í skrifstofu hans þar til hún lagðist banaleguna. Lék það ekki á tveim tungum, að þar voru störfin unnin af skyldurækni og trúmennsku, og er það undantekningarlaust allra mál, er til þekktu, að sæti það, er hún skipaði í hinum- umfangsmikla rekstri bróður síns, hefði vart getað orðið bet- ur setið af öðrum. Þeir munu nú vera orðnir margir, bifreiða- stjórarnir, sem atvinnu sinnar vegna höfðu viðskipti og sam- starf við Maríu, og allir munu þeir ljúka upp einum munni um hennar ljúfmannlega viðmót og ástúðlegu framkomu. Hún til- einkaði sér hina gullvægu reglu 'hins sanna verzlunarmanns: að þola ókurteisi, en sýna ávallt kurteisi. Hún styggði því aldrei neinn, en lét þó eigi á sig ganga, heldur hélt á sínum málstað, þar sem þess þurfti, af sinni meðfæddu réttsýni og prúð- mennsku. Hún var í fáum orð- um sagt gædd þeim hæfileikum, sem sannan verzlunarmann prýða mest: lipur og aðlaðandi við viðskiptamennina, húsbónda sínum trú og samstarfsfólki sínu hjálpsöm og samvinnuþýð. Hennar er því sárt saknað og hlýtt til hennar hugsað á þess- um kveðjudegi, við hina óvæntu burtför. ■ Móður sína missti María fyrir fáum árum. Mun þess lengi minnzt, hve hún var móður sinni góð og eftirlát, enda var mikill kærleikur með þeim mæðgum. Og þegar litið er yfir hina stuttu æfi Maríu, verður ekki sagt, að hún hafi lifað líf- inu fyrir sjálfa sig. Vinum sín- um og fólki sínu var hún allt. Tvennt. er það, sem að mírium dómi auðkenndi líf Maríu, auk hinnar miklu vinnu, sem hún afkastaði: trúmennskan yfir öllu því, er hún hafði með hönd- um, og góðviljinn til allra þeirra er hún náði til. Hún vildi eng- um illt gera, en öllum gott. Minningin um hennar líf og starf muni því lengi lifa, þótt hún sjálf sé horfin. Jón Brynjólfsson. Bréf Lodvip Buhl. Frh. af 2. síðu. viðbót við 75. greinina í stjórn- arskrá Islands, sem alþingi sam- þykkti 8. þ. m. í tilefni af því vil ég leyfa mér að gera eftir- farandi athugasemdir, sem ég bið yður að senda Thors, for- sætis- og utanríkismálaráð- herra: Danska stjórnin gerði á sínum tíma, í bréfi Staunings, þáverandi forsætisráðherra, 31. maí 1941 grein fyrir afstöðu sinni um leið og hún kvittaði fyrir þá tilkynningu, sem þá hafði borizt, sem boðskap um að stjórn íslands ætlaði sér að hefja viðræður í stríðslok, og hún lýsti sig reiðubúna til þess að taka upp slíkar viðræður á grundvelli þeirra ákvæða, sem sambandslögin hafa inni að halda og með fullu tilliti til óska íslenzku þjóðarinnar und- ir eins og ástæður leyfðu. I samningunum 1918 var gengið út frá því, að síðar kynnu að koma fram óskir um það hjá annarri hvorri þjóðinni, að fá sambandslagasamningnum breytt, eða jafnvel sambandinu slitið. I fullri einingu var með samningum opnuð leið til þess, og aðferðirnar, sem viðhafa skyldi, ef til þess kæmi, voru einnig ákveðnar í fullri ein- ingu. Þeir viðburðir, sem gerzt hafa á síðustu árum og óhjá- kvæmilega hafa haft áhrif á framkvæmd vissra ákvæða sambandslagasáttmálans, hafa ekki getað breytt þeirri skoðun dönsku stjórnarinnar, að það sé í öllu tilliti æskilegast og bezt sæmandi, að þessar tvær bræðraþjóðir, sem gátu 1918 koipið sér saman um þá skipun, sem verið hefir hingað til, taki upp viðræður samkvæmt góð- um norrænum siðvenjum með það fyrir augum að ná einnig fullkomnu, gagnkvæmu sam- komulagi um skipun þessara mála í framtíðinni. Danska stjórnin, sem gengið hefir út frá því síðan báðar stjórnirnar skiptust á orðsendingum 1941, að engar einhliða ráðstafanir myndu verða gerðar af íslands hálfu, sem breyttu gildandi grundvelli fyrir viðræðum um framtíðarskipun þessara mála, tekur tilkynningu þá, sem henni hefir nú borizt um stjórn- lagabreytingarfrumvarpið frá 8. september 1942 sem staðfest- ingu þess, að vonir hennar um að með' góðum skilningi verði tekið á þessum málum,. muni ekki bregðast. Ég get ekki nóg- samlega undirstrikað óskir Dana um það, að framtíðarsam- búð þessara tveggja þjóða verði ákveðin í fullri einingu og sam- komulagi. Og aðeins á þann hátt er hægt að uppfylla þá ósk, sem forsætisráðherra Islands lætur í ljós, að skapa sem bezta mögu- leika fyrir náinni og góðri sam- vinnu í framtíðinni. Verið viss- ir, herra sendifulltrúi, um fyllstu virðingu mína.“ Hér er bréf Buhls á énda. En í hinni dönsku frétt, sem ríkisútvarpið hér birti, fylgdu því eftirfarandi ummæli: „Við þetta bréf hafa ekki verið gerðar neinar athuga- semdir í dönskum blöðum, en af fyrirsögnum þeirra skulu eftirfarandi teknar fram: „BER- LINGSKE TIDENDE“: „Orð- sendingar milli dönsku og ís- lenzku stjórnarinnar um breyt- ingar á sambandslögunum. — I öllu tilliti æskilegt og bezt sæmandi, að hinar tvær bræðra- þjóðir taki upp viðræður sam- kvæmt góðum norrænum sið- venjum. Ósk Dana: að framtíð- arsambúð beggja þjóðanna verði ákveðin í einingu og sam- komulagi.“ —- „BÖRSEN“: „Danskar óskir um viðræður við Island.“ Töluvert ýtarlegur útdráttur úr tilkynningu hins danska for- sætisráðuneytis hefir verig birt- ur í sænskum blöðum.“ Frú Paula Vassar Arling heitir hún og er að njóta sumarleyfis síns í Beverly Hills í Bandaríkjunum. Loðdýraræktin fer minnkandi. Aðalfundur L. R. t. mótmæiir frumvarpi Péturs Ottesen. LOÐDÝRARÆKTIN liefur dregizt saman hér á landi síðastliðin tvö ár. Kom þetta greinilega í ljós á skýrslum, sem fram komu á aðalfundi Loðdýraræktarfélags íslands, er haldinn var hér í bænum 19. og 20. þ. m. Stafar þessi rénun fyrst og fremst af stór- auknum kostnaði við loðdýra- rækt, svo og erfiðleikum á sölu skinna. Skýrslan um fjölda loðdýra í landinu síðasliðin þrjú ár er sem hér segir: Silfurrefir 1940 . • 6060 1941 7160 1942- 4200 Blá- og hvítrefir 1940 1650 1941 1918 1942 1030 Minkar V 1940 . 10000 1941 . 21224 1942 . 15700 Enn munu vera óseld blá- og hvítrefaskinn s. 1. tveggja ára, en hins vegar hafa öll minkaskinn sömu ára, alls um 12.000 verið seld. Þar af hafa um 11.000 verið seld út úr landinu, fyrir 606.000 krónur eða kr. 55 stk. Fundurinn tók til umræðu frumvarp Péturs Ottesens um bann gegn minkaeldi. Var sam- þykkt ályk1j,un, þar sem fundur- inn mælti eindregið gegn því, að frurnvarp þetta nái fram að ganga. Fundarmenn telja engar sannanir fyrir því, að minkur- inn valdi hér meira tjóni en í öðrum löndum, þar sem hann lifir villtur, en þar er það tal- ið hverfandi lítið. Telja fundar- menn ennfremur afar varhuga- vert að varpa á glæ svo mikl- um útflutningsverðmætum, sem hér um ræðir, að óathuguðu máli. En ennfremur lagði fund- urinn til, að eftirlit með minka- eldi verði aukið og umbúnaður þeirra allur bættur, svo að dýr- in geti ekki sloppið úr vörzlu. Úr stjórn L. R. gengu þeir H. J. Hólmjárn formaður og Tryggvi Guðmundsson, vara- formaður. Báðust þeir undan endurkosningu, en þeir hafa báðir átt sæti í stjórn félagsins frá stofnun þess. Var þeim vel þakkað starfið. Formaður var kosinn Björn Konráðsson, ráðs- maður á Vífilsstöðum og vara- formaður Guðmundur Jónsson frá Ljárskógum. Fundinn sóttu 14 fulltrúar fyrir 7 af 10 félög- um, en þeir fóru með samtals 344 atkv. 36 nýir gagnfræöiaoar lír Gagnfroeðaskóla Reyic vikinga. Gagnfræða skóla REYKVÍKINGA var slitið sl. föstudag. Skólann sóttu að þessu sinni 130 nem- endur. Tveim neðri bekkjun- um, 1. og 2. bekk var tvískipt, og sátu þá alls 95 nemendur. Auk þess voru starfræktir 3. og 4. bekkur með samtals 34 nemendum. 2 þeirra tóku þó þegar í október sæti í 4. bekk Menntaskólans, en einn nem- andi var sagður úr skóla rétt fyrir vorpróf. Við vorpróf í 1. bekk A og B hlaut Hildur Halldórsdóttir hæsta einkunn, 8.74, en næst hæsta Örn Clausen, 7.90, 43 stóðust prófið, en 8 féllu; tveir veiktust fyrir próf, en verða fluttir upp á árseinkunn. I 2. bekk A og B voru samtals 39 nemendur, 36 luku gagnfræða- prófi, einn féll, en tveir eiga ólokið prófi. Hæsta einkunn í gagnfræðaprófi hlaut Björn Bei-gþórsson, 8.54, en næst hæsta Inga Lára Ingadóttir, 7.75. I 3. bekk varð Magnús Fíiðriksson efstur með eink- uninni 7.35, en í 4. bekk Svan- ur Jónsson með einkunina 7.30. Verðlaun hlutu fyrir ágæta ástundun og framfarir þau Hulda Halldórsdóttir og Björn Bergþórsson, en fyrir ensku- kunnáttu Friðrik Miller í 1. bekk B frá félaginu Anglia.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.