Alþýðublaðið - 21.07.1943, Qupperneq 3
Bfíðvikudagur 21. júli 1943.
ALÞYÐUBLAÐIS
»
*
'S
s
s
s
*
I
s
$
I
(
HITLER OG MUSSOLINI HITT*
AST A NORÐUR-fTALÍU
LONDON í gærkvöldi.
ÞAÐ hefur verið opinherlega tilkynnt í Berlín, að þeir
Hitler og Mussolini hafi hitzt í borg einni á Norður-
Ítalíu. Tilkynningin var afar fáorð, aðeins, að þeir hefðu
rætt hernaðarleg mál.
Fundur þeirra einræðisherranna var á mánudag, svo að
Mussolini hefur verið hppinn að vera fundarins vegna ekki í
Róm, því að árásin mikla var gerð á borgina þann sama dag.
Hitler ferðaðist loftleiðis og hafði með sér nokkra af
herforingjum sínum. Viðræðumar stóðu nær allan daginn.
Þegar þeir félagar hittast venjulega, er mikið orðaskrúð
um innleik, samvinnu, vináttuhönd og áætlanir þeirra, en
að þessu sinni var öllu slíku sleppt. Ekki er ósennilegt, að
Hitler hafi þótt þörf á að stappa stálinu í Mussolini.
Loftárás á
Horeleyjar.
Fyrsta árásm á
Norður- Japanseyjar
NEW YORK í gær.
MERÍKSKAR flugvélar
hafa gert fyrstu árás sína
á herstöðvar Japana á Kurel
eyjunum, sem liggja norður af
sjálfum Japanseyjum, allt norð
ur undir Kamsjatlca skagann.
Það voru Liberator sprengju-
flugvélar, sem bækistöð hafa á
Attu í Aleuteyjum, sem árás
þessa gerðu.
Aðalárásin var gerð á Para-
inushir flotastöðina, sem er á
samnefndri eyju skammt sunn-
an við odda Kamsjatkaskagans.
Komu þar upp nokkrir eldar,
en enn fremur var sprengjum
varpað á japönsk skip, sem
voru á siglingu í sundunum við
eyna.
Flugleiðin frá Attu til Para-
mushir er um 1200 km., en frá
Paramushir suður til Tokio er
yfir 2000 km. eða álíka og frá
Reykjavík til Kaupmannahafn-
ar.
Bndaríkjamenn tóku Attu
fyrir nokrrum dögum síðan úr
höndum Japana og hafa því
ekki beðið boðanna með að
taka flugvelli eyjarinnar í
notkun.
ÆVINTÝRI NORÐMANNSINS
Charleston, South Carolina.
— Á meðal 70 manna, er björg-
uðust af skipi, sem varð fyrir
tundurskeyti frá þýzkum kaf-
báti á Atlantshafinu, var Al-
fred M. Evjenth, 58 ára gamall
Norðmaður. Lenti hann á ein-
kennilegan hátt á þilfari kaf-
bátsins, sem sökkti skipinu.
,,Við gátum ekki komið í veg
fyrir árekstur," segir hann.
.Kafbáturinn rak stefnið í bóg-
inn á björgunarbátnum. En ég
kastaðist yfir á framþilfarið á
kafbátnum. Það var vott af ol-
íu og vatni. Eg rann út af því
og slapp með naumindum við
að lenda í skrúfunni.“ — Fé-
lagar Evjenth náðu honum upp
í bátinn. Honum hafði lítið orð-
ið meint við þetta.
8. herinn býr sig undir að
gera lokaárás á Catania.
Kanada- og Bandaríkja~
menn nálgast Enna.
♦ ....
Hörð andstaða Þjóðverja á Mið-Sikiley
LONDON í gærkvöldi.
ÞAÐ ER HLÉ á stórorrustum við Catania. Þjóðverjar
vita af gamalli reynslu frá Afríku, hvað það þýðir.
Mongomery er að búa sig undir lokaáhlaupið á borgina,
áhlaup, sem Þjóðverjar sýnilega óttast. Sterkar könnunar-
sveitir úr brezka hernum eru á ferli við varnarlínu Hermann
Görings hersveitanna, sem reyna af kappi að hefja gagn-
áhlaup til þess að tefja eða koma í veg fyrir lokaáhlaup
Breta.
fiiraid koniinn til
Bretlands
LONDON í gærkveldi.
GIRAUD hinn franski kom
til Bretlands í dag. Margt
manna var við, er hann steig
út úr flugvél sinni, þar á meðal
fulltrúar Churchills og fleiri
háttsettra manna. Giraud mun
ræða við marga herleiðtoga
Breta.
Á morgun verður mikil her-
sýning fyrir Giraud, er hann
fer til aðalherstöðva Frakka í
London.
Ameríkskar og kanadiskar
hersveitir nálgast nú Enna á
miðri Sikiley, en það er ein
mikilvægasta samgöngumiðstöð
eyjarinnar. Fréttir, sem birtar
voru í gær um að borgin væri
þegar fallin, voru ekki réttar.
Þýzka 15. vélaherfylkið hef-
ur átt í hörðum bardögum við
kanadisku hersveitirnar á mið-
hluta eyjarinnar, en ekki tekist
að stöðva framsókn þeirra.
Þessi 15. hersveit er hálfgerð
draugasveit því að 15. véla-
hersveit þýzka hersins var ger-
eyðilögð í Túnis, en hefur nú í
skyndi verið endurreist.
Þegar Bandamenn hafa náð
Enna á sitt vald, hafa Möndul-
herirnir aðeins eina góða sam-
gönguleið við Vestur-Sikiley
en það er meðfram norður-
strönd eyjarinnar, norðan fjall-
garðsins, sem er eftir henni
endilangri. Síðast, þegar til
fréttist áttu framvarðsveitir 18
km. eftir ófarna til Enna.
Fangar eru stöðugt teknir
hundruðum saman og veita '
litla andstöðu, Sérstaklega ber
mikið á þessu á herstöðvum 7.
hersins, en þar er minnst um
Þjóðverja .Hefur borið mikið á
uppreisnum í ítölskum hersveit-
um, sem hafa þýzka herforingja
'Hafa Italarnir víða skotið þýzku
foringjana og gefizt upp. Banda
menn hafa enn tekið ítalskan
herforingja á Sikiley, og er
það hinn fjórði. sem gengur
þeim á hönd.
Brezkt beitiskip hefur skotið
af fallhyssum sínum á Catania
og var skothríðinni beint gegn
jámhrautastöð horgarinnar.
Hergögn og liðsauki streym-
ir yfir fjöllin milli Augusta og
Catania og ganga í lið 8. hersins
við Catania.
LOFTÁRÁS Á MALTA.
Þjóðverjar og ítalir hafa gert
harða árás á Malta. Er það harð-
asta árás, sem gerð hefur verið
á eyna síðan í fyrra.
TJÓN í RÓM.
Myndir, sem teknar hafa
verið af Róm úr lofti sýna,
að tjón hefur orðið gífurlegt,
er 500 flugvélar köstuðu um
1000 smálestum af sprengj-
um á hina sögulegu borg.
Myndirnar sanna, að ekkert
tjón varð á menningarverð-
mætum. Hinsvegar eru San
Lorenzo járnbrautastöðin í
Bardagar hefjast
Donetzhéruðunnni
Rússar taka Misensk, mikilvœga
virkisborg norðan við Orel.
LONDON í gærkvöldi.
D ÚSSAR TILKYNNTU í GÆR, að bardagar hefðu brot-
izt út í Donetzhéruðunum og búast hætti við stórorr-
ustum þar um slóðir. Rússneskar hersveitir hafa' brotist yfir
efri-Donetz á tveim stöðum, sunnan við Izyum og suðvestan
við Voroshilovgrad. Nánari fregnir hafa enn ekki borizt af
þessum vígstöðvum.
Við Orel hafa Rússar unnið mikinn sigur með því að
taka virkisborgina MTSENSK, sem er 45 km. norðaust-
an við Orel og liggur við járnbrautalínuna og þjóðveginn
milli Orel og Moskva.
Við Orel sjálfa er nú bersýnilegt, að ætlun Rússa er
að umkringja borgina, og miðar þeim hægt en örugglega
áfram. Þeir hafa sótt fram 5—7 km .allt í kringum
borgina.
Norðan við Orel hafa her-
sveitir Rússa tekið 30 byggða
staði til viðbótar og eru nú að-
eins 10 km. frá hinni mikil-
vægu járnbrautarlínu milli
Orel og Bryansk, en eftir þeirri
leið fara allar birgðir og liðs-
auki til setuliðsins í Orel. Væri
það Þjóðverjum hinn mesti
hnekkir ef Rússar ryfu þá leið.
Austan við Orel hafa Rússar
enn tekið 20 byggða staði og
þar á meðal nokkur allstór
þorp. Þýzkum gagnáhlaupum
hefur verið hrundið.
Sunnan borgarinnar sækja
hersveitir Timoshenkos að því
að draga saman háfinn um
Orel og munu nú aðeins 75 km.
milli hersveita Rússa norðan og
sunnan við fleyginn.
Það er nú talið víst, að
setulið Þjóðverja í Orel sé
um 250 000 manns og sést
bezt á því, a ðþýzka her-
stjórnin hefur í hyggju að
halda þessu mikla virki eins
lengi og hægt er. Þjóðverjar
rústum og stendur þar ekki
steinn yfir steini. Járnbrauta
lest hlaðin skotfærum var í
stöðinni og sprakk hún í loft
svo að tjónið- varð miklu
meira fyrir bragðið.
hafa viðurkennt, að þeir eigi
á þessum slóðum í hörðustu
varnarbardögum, sem þeir
hafa háð, síðan Rússlanðs-
styrjöldin hófst.
Fleiri og meiri
innrásir.
Ræða Ernst Bevins*
LONDON í gær.
ERKAMÁLARÁÐHERRA
Breta, Ernest Bevin,
hefir komizt svo að orði í ræðu,
að gerðar muni verða stærri og
meiri innrásir en Sikileyjarher-
förin. Hann var að ræða um
skort þann, sem er á námu-
mönnum í Bretlandi um þessar
mundir, sérstaklega í kolanám-
unum.
Bevin sagði, að nú væru um
690 000 manns í brezku nám-
unum, en þeir yrðu að verða
720—750 000, ef ekki ætti að
verða skortur á kolum. Hann
kvað kolaskort vera það eina,
sem gæti frestað algerum sigri
Bandamanna, en þörfin fyrir
kol mundi aukast gífurlega,
þegar hinar seinni og meiri inn-
rásir yrðu gerðar.