Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. ágúst 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ $ í \ •s 4 s s ís s Á \ ■\ f ) ) s s s s s s s s s s s s s s s s I s I r - 1 Ný ráðstefna með Roosevelt. r -------—<•---------- LONDON ígærkvöldi. AÐ VAR tilkynnt hér opinberlega í kvöld að Churchill, forsætisráðherra Bretlands væri kominn til Kanada til þess að seta þar ráðstefnu með Roosevelt forseta. í för með Churchill var MacKensie King forsætisráð- herra Kanada, sem að undanförnu hefir dvalið í Englandi, ýmsir herráðunautar stjórnarinnar, persónulegir ráðunaut- ar ChUrchills auk þess kona hans og dóttir. Churchill mun fyrst ræða við MacKensie King forsætis- ráðherra Kanada og síðan mun ráðstefna með Roosevelt og æðstu herforingjum Bandamanna hefjast. Roosevelt skýrði blaðamönnum frá því í kvöld að Mac- Kensie King hefði skýrt sér símleiðis frá komu Churchills til Kanda en ekki hafi enn verið ákveðið hvaða dag þeir munu hittast. Roosevelt var spurður af því hvort Rússar mundu eiga fulltrúa á þessari ráðstefnu. Roosevelt svaraði því til að það væri sér mikið ánægjuefni ef Rússar mundu senda fulltrúa á þessa ráðstefnu. Frétt þessi vekur mikla athygli, því eins og kunnugt er hafa ávalt stór tíðindi fylgt í kjölfar ráðstefna þeirra Churchills og Roosevelts. Roosevelt er nú staddur í Washington eftir að hafa ver- ið á ferðalagi í Kanada. Hann kvaddi á sinn fund í dag ýmsa helztu herforingja sína. Síðan Roosevelt og Chúrchill hittust síðast hafa gerst ýmsir stór atburðir bæði á sviði stjórnmálanna og hernaðar- ins. Fall Mussolinis, innrásin á Sikiley og nú síðast sókn Rússa við Orel og Kharkov og þykir því ekki ósennilegt að Bandamenn kunni með tilliti til þessa að breyta að einhverju leyti hernaðaráætlunum sínum. Rússar 10 km. frá Kharkov Leiðin hálfnuð til Bryansk Rússneski flugherinn hefir alger yfir ráð í lofti á Kharkov-vígstöðvunum. LONDON í gærkvöldi. O ÓKNUM RÚSSA til Khorkov og Bryansk miðar vel á- ^ fram. Á Kharkovvígstöðvunum hafa þeir sótt fram 8—12 km. s. 1. sólarhring og tekið 70 byggða staði, þar á meðal járnbrautastöðina Litsinsk, sem er 10 km. norðaust. af Kharkov. Þarna munu Rússar vera komnir næst borginni. Eins og skýrt var frá í gær sækir einn her Rússa fram langt fyrir norðvestan borgina. Hann er nú sagður kominn 60 km. norðvestur fyrir borgina. Rússar sækja einnig fram með járnbrautinni til Sumy og eru nú 16 km frá þeirri borg. í sókn sinni til Bryansk hafa Rússar tekið járnbraut- arbæinn Kontinet, sem er miðja vegu á milli Byransk og Orél, um 50 km. fyrir vestan Orel. Stjórn Jugosiava í Loiidon segir af sér Ný stjóru' mynúuð. LONDON í gærkveldi. Jugoslavneska stjórnin í London hefir sagt af sér. Ný stjórn hefir verið mynduð, og er Dr. Purich-, sem áður var sendiherra Jugoslava í Frakk- landi og fyrsti fulltrúi þeirra í Þjóðabandalaginu, forsætisráð- herra hennar. Ástæðan fyrir stjórnarskipt- unum er sögð vera ágreiningur jum eftirstríðsmálefni Jugo- slava. Bandameön 12 km. frá laidazzo. irðsir é laraiieii og Lndtvigshðven. B LONDON í gærkveldi. REZKAR sprengjuflugvél- ar gerðu s. I. nótt miklar árásir á iðnaðarborgirnar Mann- heim og Ludvigshaven. Þetta eru mestu loftárásirnar, sem bandamenn hafa gert á Þýzka- land, síðan stórárásunum á Hamborg slotaði. Flugmenn, sem tóku þátt í á- rásum þessum, segja, að mikill árangur hafi orðið af þeim. Bretar misstu 9 flugvélar. en skutu niður tvær orrustuflug- vélar fyrir Þjóðverjum. Mannheim og Ludwigshaven eru miklar iðnaðarborgir, sem hafa vaxið saman, og er íbúa- tala þeirra um 450 000. Mann- heim er önnur mesta hafnarborg í Evrópu, sem stendur inni í landi. Þar eru framleiddar m. a. dieselvélar og ýmsar aðrar þýð- ingarmiklar hernaðarvélar. í Ludwigshaven er mikil efna- íramleiðsla. " Framvarðasveitir úr 7. og 8. hernum hafa náð þar saman , ..... «*v LONDON í gærkvöldi. U RAMSÓKN Bandamanna á Sikiley er nú nokkuð hæg- ari en áður en þó sækja þeir stöðugt og örugglega fram. Á miðvígstöðvunum, þar sem hörðustu bardagarnir eru nú háðir um bæinn Randazzo hafa Bandamenn tekið bæinn Bonti, sem er um 12 km. frá Randasso. ÞJÓÐVERJAR hafa krafist þess af Dönum, að skemmdarverkamenn í Dan- mörku yrðu dæmdir eftir þýzk um lögum og af þýzkum yfir- völdum. Danska stjórnin hefir haldiS fund og samþykkti einróma að neita að verða við þessari kröfu Þjóðverja. Framvarnasveitir úr 8. liernum og 7. her Banda- ríkjamanna, sem sækja að bænum hafa náð saman. — Sóknin til Randazzo er mjög torsótt, vegna þess, að Þjóð- verjar hafa lagt jarðsprengj ur í veginn, sem liggur frá Bronte til Randazzo, á stóru svæði, sprengt brýr í loft upp og jafnvel sprengt upp lieilar byggingar til þess að leggja hindranir í veg fyrir framsókn Bandamannaa. — Fréttaritarar segja, að aldrei fyrr hafi verkfræðingar bandamanna haft meira að gera en í bardögunum á þessum vígstöðvum. Það er nú komið í ljós, að landgöngulið Bandaríkja- manna á Orlandohöfðasvæð inu hefir alls tekið 1500 þýzkra fanga, en ekki 300, eins og fyrst var áætlað. Her- sveitir Þjóðverja, sem var verið að flytja til vígstöðv- anna á þessu svæði, hefir verið hrundið til foaka. Bandaríkjamenn hafa sótt þarna fram um rúma 10 km. 8. herinn mætir nú harðari mótspyrnu á austurströndinni. Hann sækir þó stöðugt fram. Brezk herskip hafa skotið á bæina Giarre og Taormina á austurströndinni. Flugvélar Bandamanna halda stöðugt áfram loftárásum sínum á herlið og stöðvar Þjóð verja á öllu svæði því, sem þeir hafa enn á valdi sínu á Sikiley. Loftárás hefir verið gerð á Messina og hernaðarstöðvar á Suður-Ítalíu. 6 smáskipum hef ir verið sökkt á Messinasundi. SÍBDSTB FRÉTTIR: Fréttir frá - Algier seint í kvöld herma að Bandamenn séu aðeins 3 km. frá Randazzo á Sikiley. Churchill er þegar foyrjaðnr viðræður stnar við MacKensie King. Per Albin segir: ðllnm hindrnDim rntt ðr vegi fyrir samvinnu Svia og liorðmanna. Stqkkhólmur. SÆNSKA útvarpið skýrir frá því, að Per Albin Hanson forsætisráðherra Svía, hafi sagt í ræðum, fluttum að Valo og Edsbro, að foannið við flutingi þýzkra hermanna - og herfanga yfir Svíþjóð, hafi fært þá nær öðrum þjóðum, þó sér í lagi Noregi. Per Albin Hansson sagði, „það getur aldrei leikið neinn vafi á þeim hug, sem við ber- um til frændþjóðar okkar Norðmanna. Og ef að mis- skilningur og tortryggni hefir verið á milli okkar og Norð- manna, þá er það nægilegt, að héðan í frá er leiðin til nánari samvinnu laus við allar^Kindr- anir. Fréttaritarar í Rússlandi segja, að Rússar hafi algerlega yfirráðin í lofti yfir Kharkov- vígstöðvunum, og minni hern- aðurinn þar talsvert á sókn Þjóðverja í Frakklandi í byrj- un stríðsins, en nú séu það Þjóð- verjar, sem flýi undan stöðug- um árásum flughers Rússa og skilji eftir ógrynnin öll af her- gögnum. Víðar á auturvígstöðvunum eiga sér talsverð átök stað, en komast ekki í hálfkvisti við á- tökin á Kharkov og Bryansk- vígstöðvunum. Rússar segjast hafa eyðilagt fyrir Þjóðverjum 35 skriðdreka og 84 flugvélar í gær. Rommel og Hitler. — Inanríkisráðherra Badog- lio’s hefir beðist lausnar. Þjóðverjar senda liðsauka tll Grikk lands. Eins og kunnugt er, hefir Hitler sent Rommel suður á Balkanskaga til 'þess að hafa þar herstjórn á hendi, af ótta við innrás Bandamanna þar. Þjóðverjar hafa nú tekið við öllum landvörnum í Grikklandi af ítölum, og í gær hermdu fréttir, að Þjóð- verjar hefðu sent þangað 4 bryndeildir af ótta við yfir- vofandi innrás bandamanna þar. ! I l ; Myndin þessi er tekin af Rommel í heimsókn hjá Hitler eftir heimkomuna frá Norður-Afríku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.