Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 11. ágúst 1943. 6 Reykjavikurmótið: Harður dómur um síð- asta leik K. R. ©jj T als. ANNAR LEIKUR Reykja- víkurmótsins fór fram í fyrrakvöld milli Vals og K. R. og sigraði Valur með 2:0. Eftir leikinn milli Fram og K. R., sem var fyrsti leikur mótsins, þar sem Fram sigraði auðveldlega, að manni sýndist, með 6:2, og K. R. liðið sýndi festulausan og fremur lélegan leik. Var búizt við að leik- ur þeirra við Val, margþjálfað- an og hertan undangengin ár af erlendum áhuga- ,og atvinnu- þjálfurum, myndi verða ójafn og árangurinn eftir því. Velunnarar K. R. og vinir voru því fyllilega við því bún- ir, að uppáhaldsfélagið þeirra fengi enn eina útreiðina og hana engu betri en hjá Fram. Það var heldur ekki ástæðu- laust að álíta, að Valur myndi hafa margfalda yfirburði, eftir leik K. R. við Fram að dæma og eftir frammistöðu Váls á íslandsmótinu, þar sem hann hafði greinilega yfirburði yfir hin félögin bæði í samleik og skipulagi leiks. En í þessum leik var fátt um fína drætti af Vals hálfu, og leikurnn á báða bóga vægast sagt lélegur og leiðinlegur. Brá tæpast fyrir knattspyrnulegum tilþrifum, svo nokkru næmi, allan leikinn út, og má það teljast út af fyrir sig, þrekvirki af meistaraflokksmönnum. Sóknir beggja voru drifnar á- fram mest með löngum spyrn- um og ónákvæmum. Hinum ör- ugga og stutta samleik, sem einkennt hefir sóknir Vals, sást naumast bregða fyrir í þessum leik. En það er hinn stutti og hnitmiðaði samleikur, sem hefir verið höfuðstyrkur Vals og oftast fært honum sig- urinn heim undanfarin ár. Sendingar voru og ónákvæmar og gagnslausar, vegna þess að sent var oftast fyrir aftan þann, sem knöttinn átti að fá, en ekki fyrir framan hann, sem þó er auðskilið að verður að gera, ef að gagni á að veíða. Mikið var og af spyrnum út í bláinn, og mjög var áberandi, hvað leik- menn léku knettinum beint í fætur mótherjanná, og á þetta við um bæði liðin. Vörn Vals var eins og fyrri daginn stöðug og sterk. Frí- mann lék nú aftur með Val sem bakvörður og var hinn örugg- asti eins og áður. Útverðirnir voru fremur lin- ir, einkum var þó Geir áberandi óviss, sem annars er sterkur og duglegur leikmaður. Það krefst mikils úthalds og dugnaðar að leika á þessum stöðum og kost- ar mikla þjálfun að standa þar vel í stöðu sinni. Þó að framherjar Vals séu svona hver í sínu lagi, beztu knattspyrnumenn, þá er þó fumíð og patið þeirra höfuð- einkenni, oft á tíðum, róleg yf- irvegun og ákveðni, einkum þegar komið er í færi við mark andstæðinganna, er ekki til. Bezti skotmðurinn er Albert, en honum væri óhætt að gera meira að því að skjóta á mark- ið, en hann'gerir. Markið, sem hann gerði hjá K. R. í fyrri hálfleik, var prýðilega skorað og svo snöggt, að það var ó- verjandi. Sveinn Hélgason lék v. innh. Hann pr óvanur á þeim srtað, en hann er efnilegur leik- maður. Hann skoraði seinna mark Vals, og skeði það í seinni hálfleik, og var það prýðilega skórað með föstu og öruggu skoti. Lið K. R. -var svipað og, á móti Fram. Þó lék Sigurjón ekki með að þessu sinni. Óli B. er heldur ekki leikfær enn, og sömuleiðis vantaði Harald Guð- mundsson. Um K. R. liðið er svipað að segja og á móti Fram, festu- og öryggisleysi bagaði það mjög Þrátt fyrir það tókst því að verjast Val á þá lund, að um ó- sigur var ekki að ræða að neinu ráði, en mest vegna þess, að Valur lét leiðast út í að leika á svipaðan hátt og K. R., óná- kvæmt og óyfirvegað, í stað þess að nota stuttan samleik og yfirleitt þá þekkingu og kunn- áttu, sem margra ára góð þjálf- un átti að hafa kennt þeim. Vörn K. R. var nú öruggari en á móti Fram, einkum mark- maðurinn. Hann varði yfirleitt allt, sem möguleikar voru -á að verja. Utframverðirnir voru samt fremur reikulir í ráði og gættu ekki staða sinna sem bezt, en þeir eru áríðandi liður í liði, bæði í sókn og vörn. Miðfram- vörðurinn, sem lék þriðja bakv. lék vel og gætti skyldu sinnar með mikilli árvekni. I framherjasveitinni var, eins og áður, Jón Jónasson snjallasti og skynugasti maðurinn. Hann er og prýðilegur skotmaður, þó að ekki yrði að meini fyrir Val í þetta sinn. Birgir er að vísu þróttmikill og duglegur, en hann á ekki heima í 'sveit fram- herjanna. Hans staða er meðal varnarleikmanna. Þar gerir hann fé'lagi sínu mest gagn. Dómari var Þráinn Sigurðs- sno. Gegndi hann störfum sín- um með prýði. • Næsti leikur verður á fimmtudag, úrslitaleikur milli Fram og Vals, og ætti það að geta orðið góður leikur. En vel mætti það verða, að íslands- meistararnir frá því í sumar yrðu að 'leggja sig betur fram þá, en í þessum leik, ef þeir þá hafa áhuga á að halda Reykja- víkurmeistaratitlinum líka. Fram er ekkert lamb að leika sér við, og lið þess er ákveðið í að gera það sem hægt er til þess, að sigurinn verði þess. En við sjáum nú hvað setur. Ebé. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu um stað. — Símaskráin er hætt að nefna Lögberg í Seltjarnarness- .hreppi, og svo ættu allir að gera. „X 12“ — GAMALL SAM- STARFSMAÐUR MINN, sem að- allega er á næturvakt, skrifar mér alllangt bréf. Skýrsla hans er of nákvæm — allt of nákvæm. Ef ég birti bréfið, myndi fólk að vísu gleypa það í sig — en fussa og sveia því á eftir. Ég birti aðeins nokkrar setningar úr því. Við ,,X 12“ vil ég segja: Bréfin þín eru góð, en notaðu heflaðri orð, er þú lýsir því, sem fyrir augun ber á næturvaktinni. Hér eru kaflar úr bréfinu: „ÞAÐ MÁ SEGJA, að kyrrð og friður hafi ríkt í borginni í nótt sem leið. Dálítil ös af liðsforingj- um og ,,Kanínum“ fyrir utan Borg- ina eftir klukkan hálf tólf. Nokkr- ir íslenzkir strákar að glápa á þau og tveir lögregluþjónar, tilbúnir að tak* hvern þann úr umferð, sem hefði fengið sér of mikið neðan í því. Ég stanzaði fyrir aftan tvo myndarlega íslenzka' pilta, sem stóðu sitt hvoru megin við ljósa- staurinn, sem er andspænis Borg- inni. Út úr anddyri Borgarinnar kemur ameríkskur liðsforingi og leiðir snotra stúlku. Þau ganga að klunnalegum, felumáluðum herbíl, og liðsforinginn hjálpar stúlkunni upp í bílinn.“ (Ummæli íslenzku piltanna strika ég út.) Litli og stóri ' : ‘ ■') ■ ■ :■ ; ; Þeir eru kallaðir Litli og Stóri, þessir soldátar, enda eru þeir hinn minnsti og hinn stærsti meðal hermannanna á Ran- dolph flugvellinum í Alabama U. S. A. „ÉG GENG SUÐUR í bæinn. Það er farið að dimma dálítið, vindurirín stendur af Tjörninni, og það er rétt svo, að mér slær ekki fyrir brjóst af ólyktinni, sem legg- ur upp úr henni. Ég sit góða stund í Hljómskálagarðinum, en held síð- an upp í bæ. Á einum stað kemur Ameríkani út úr húsi, stúlkan, sem fylgir honum til dyra, er klædd í skósíðan greiðsluslopp. Hann býð- ur henni „Good bye“ á tröppun- um — og hleypur svo af stað. Sá er ekki aldeilis kominn í herbúð- irnar fyrir klukkan tólf, eins og tilkynnt var að þeir ættu að vera! „Á ÓÐINSGÖTUNNI er maður að bisa við að losa hjól af bíl. Hann tekur til 'fótanna, þegar hann verður mín var, en gætir þess ekki að taka með sér töng, sem hann hafði lagt frá sér á götuna. Ég tek töngina og sting henni í vasa minn. Það er fyrsti hluturinn, sem ég hertek í eftirlitsferðum mínum. Töngina ætla ég að gefa Óskari Halldórssyni. Hann getur sett hana í safnið, sem hann ætlar að fara að sofna.“ „Á HORNINU á Hverfisgötu og Barónsstíg standa hermaður og stúlka. Þau virðast vera ósátt og taka ekki eftir mér, sem stend hinum megin götunnar. Þau þrátta um hríð, en hætta svo og fara inn í portið, sem rafveitan hefir þarna á horninu. Ég geng niður Hverfisgötu, en ekkert skeð- ur, annað en að köttur, sem kem- ur hlaupandi, er rétt dottinn niður í hitaveituskurð. Skyldi hann hafa bölvað hitaveitunni? Hver veit?“ „VIÐ PYLSUVAGNANA eru nokkrir drukknir unglingar að háma í sig rándýrar pylsur. Þeir tala nýmóðins íslenzk-ameríksku og bölva jafnt á báðum málum. Það smá bætist í hópinn við vagn- ihn, sjóliðar, bílstjórar og yfirleitt allra stétta kvikindi. Klukkan er tvö. Ámundi læsir búðinni í Kola- sundi og öll hersingin tvístrast. Klukkan er rúmlega þrjú, þegar ég skríð í rúmið, margs vísari eftir göngutúrinn." ÞAÐ ER GAMAN að fá bréf af næturvaktinni. En margt skeður á nóttunni, sem ekki má segja frá — og við skulum sleppa því. Hanues á horninu. Framfariroar «a mennirnir. Frh. af 4. siðu. brátt fjölga svo, að móðir jörð gæti ekki letigur fætt þá og klætt, hefir þannig sem betur fer reynzt algjörlegg ástæðu- laus. Sannleikurinn er nú meira að segja sá, að hálf heimsálfa, sem sé Suður-Ámeríka ein, gæti fætt og klætt alla þá menn, sem nú búa á jörðinni, ef náttúruauðæfi hennar væru notuð til fulls með þeim tækj- um, sem mannlegt hugvit ræð- ur yfir. Mannkynið mun nú tæp ar 2000 milljónir, en það hefir verið áættlað og þykir varleg á- ætlun, að jörðin geti veitt að minnsta kosti 8 milljörðum manna gott viðurværi eða 4 sinnum fleiri en nú byggja hana. Þeir bjartsýnustu Jiafa á- ætlað, að hún gæti alið 16 millj- arða manna. En nú kann ein- hver að spyrja: Kemur ekki einhvern tíma að því, að menn- irnir á jörðinni verði svo marg- ir? Á síðastliðinni ölid 'hetfir fyrir allar hungursneyðir, drep- sóttir og. styrjaldir. Á hverjum mannkynið tvöfaldazt, þrátt degi, sem líður, fjölgar því um 50 þúsund manns, á 20 dögum um 1 milljón og á ári hverju um 18 milljónir. Ef þessu héldi svona áfram, yrði mannkynið orðið 4 milljarðar árið 2060 og 2300 væri tala þess komin upp í 16 milljarða eða það, sem hin- ir bjartsýnustu hafa áætlað, að jörðin gæti fætt. Skyldi þá þrátt fyrir allt vera ástæða til nokk- urrar svartsýni? Spádómar Malthusar um væntanlega offjölgun vóru eng- anveginn óskynsamlegir á hans dögum, en tímarnir breyttust eða réttara sagt vísindin og tæknin breyttu tímunum og kollvörpuðu öllum útreikning- um. Sannleikurinn um allar slíkar bollaleggingar er sá, að í fyrsta lagi er ógjörningur að segja fyrir um sjálfa fólksfjölg unina, og í öðru lagi hljóta allir útreikningar um getu jarðarinn ar til þess að ala ákveðna tölu manna að vera miðuð við á- kveðið stig þekkingar og tækni en það er einmitt ný þekking og tækni, sem aukið hefir auð mannkynsins svo stórkostlega á síðustu áratugum, sem raun ber vitni um og ég nefndi dæmi um áður. Hugvit mannsins hefir aukið afkomumöguleika mann- kynsins miklu meira en svarar fjölgun þess, og það er engin á- stæða til þess að ætla, að svo verði ekki áfram. Beztu blómakaupin eóizoffl? GARÐASTR.2 SÍMI 1899 Veggfóður Tímlnn slettir úr klanfannn. r j1 ÍMINN er öðru hvoru að sletta úr klaufunum til Al- þýðuflokksins. Venjulega eru þau skrif smáskítleg og ill- kvittin, og einna helzt eru þau tileinkuð Þórarni ritstjóra. í síðasta tölublaði Tímans birtast ein slík smáskítlegheit. Er þar, eins og vænta mátti, dreginn taumur kommúnista, er þeir Kéldu niðri óskum Dags brúnarmanna um bætt kjör. Er Tíminn óvenjulega trúr stefnu sinni í kaupgjaldsmál- um. En þegar blaðið ræðir um kyndaraverkfallið á Siglufirði, þá hikar það ekki við að um- hverfa staðreyndum til þess að finna árásarefni á Álþýðu-' flokkinn. Það var einmitt Al- þýðublaðið er gagnrýndi með alvöru og festu sem skaðleg verkalýðshreyfingunni í land- inu, þau samningsrof og upp- þot, er kommúnúistar ginntu kyndarana á Siglufirði út í. Tíminn ætti sem minnst að tala um feigð og flan. Stjórn- endur þess blaðs réðu því óvit- urlegasta stjórnmálaflani sem farið hefir verið hin síðustu ár — gjörðardómsflaninu. Og ekki bendir það á flokkslega heil- brigði, að formaður Framsókn- ar og aðal-áróðursmaður, skuli nú, annaðhvort af eigin hvöt- um eða tilneyddur, vera útlæg- ur frá Tímanum, og rita greinar sínar í vikublað á Ak- ureyri. En þessum greinum er nú andmælt beint og óbeint í dálkum Tímans. Höfundur smáskítlegheitanna í Tíman- um ætti hvorki að tala um flan né feigð. Það á ekki að nefna snöru í hengds manns húsi. Laugavegi 4, sími 2131 HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. algera afrieitun á öllu makki við kommúnista: „Framsóknarflokkurinn hefir hér þýðingarmikið verk að vinna. Hann þarf að standa við heit sín frá fyrri floksþingum, um algera og skilyrðislausa andstöðu gegn rússneska áróðrinum. Og þessi af- neitun má ekki vera neitt munn- fleipur eða yfirborðhjal." Loks minnist svo Jónas eins flokksbróður síns með svolát- andi orðum: „Eg þekki einn fulltrúa sveit- anna á alþingi, sem stendur, rang- lega að vísu, í þeirri trú, að hann fái við hverja kosningu nokkur kommúnistaatkvæði. Vegna þess- ara fáu verklýðsatkvæða er hann sífellt á þönum til að fullnægja sönnum eða ímynduðum óskum kommúnista, og það engu síður þar sem fullnæging þessara óska er beinlínis í andstöðu við 95% af kjósendum hans, sem eru bænd- ur. En af því að bændur láta sjaldnar heyra óskir sínar heldur en aðrar stéttir, er hætta á, að sum ir málsvarar þeirra gleymi of oft áhugamálum umbjóðenda sinna: Slíkir trúnaðarmenn þurfa að fá sem oftast ákveðið aðhald frá kjósendum sínum.“ Formaður Framsóknarflokks ins hefur nú gerzt ærið ber- orður um ágreininginn innan flokksins. Gegnir mestu furðu, að svo ólík sjónarmið í stór- málum séu uppi innan flokks, sem ekki er hreinlega klofinn. Og væntanlega getur ekki hjá því farið, að til meiri tíðinda dragi milli þeirra Framsóknar- forkólfanaa, áður en langur tími líður fram. Tjamarbíó sýnir um þessar mundir ame- ríkska stórmynd, sem heitir Sæ- haukurinn. Aðalhlutverkin leika Errol Flynn og Brenda MarshaK.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.