Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. ágúst 1943. Ótgefandi: Alþýðufiokkurian. Bitstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórii og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Simar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Barnaspítali i Reykjavík. UNDANFARNA DAGA hef- ir verið mjög mannmargt í 'H1 j ómskálagarðinum, en þar hafa verið haldnar ýmsar skemmtisamkomur. Allur þorri unga fólksins hefir sennilega komið þangað eingöngu til þess að skemmta sér, sýna sig og sjá aðra .En vafalaust hafa þó fjölmargir komið þarna til þess að styrkja með inngangs- eyri sínum það göfuga mál- efni, sem verið er að vinna að með þessum samkomum í Hljómskálagarðinum. Barna- spijtali í Reykjavák; er engin tízkubóla. ÍÞað er þarfari stofn- un en margar þær risábygg- ingar, sem menn eru nú að rembast við að reisa hér í Reykjavík. Framfarirnar hafa verið ör- ar á íslandi síðari áratugin. Þær hafa komið svo ört, að þær hafa vaxið sumum í augum, svo að þeir halda, að við fáum varla lengra komizt í bráð. En sé betur skyggnzt um, verður það fljótt ljóst, að víða er opið og ófullt skarð, víða þörf skjótra og gagngerðra umbóta. Fjöldamargar stofnanir, sem til eru í öllum menningarlöndum, vantar okkur íslendinga með öllu. Þessa daga er flestum það ríkast í huga að hér er enginn barnaspítali til, fávita- mæli og heimili fyrir vand- ræðabörn vantar og það var fyrst fyrir nokkrum mánuðum, að drykk j umannahæli komst upp hér á landi, að vísu lítið, en þó betra en ekkert, eins og áður var. Þessi fáu dæmi af fjölda — fjölda mörgum ættu að sýna okkur nauðsyn þess að láta al- drei staðar numið í hollum og nauðsynlegum umbótum. Þörfin fyrir barnaspítala í Reykjavík er mjög brýn. Sjúkra húsin eru of fá, og þótt litlar deildir í þeim hafi óhjákvæmi- lega verið ætlaðar sjúkum börnum, getur slíkt ekki orðið nema svipur hjá sjón hjá sjúkra húsum, sem eingöngu eru snið- in eftir þörfum þessara ungu sjúklinga. Sjúkrahús, sem eingöngu er ætlað börnum, er þeim mun nauðsynlegra nú en áður, að í Reykjavík er nú samankomið meira fjölmenni en nokkru sinni fyrr. Af því leiðir að gíf- urleg húsnæðisekla ríkir í borginni .Víða kúldast fimm — sex manns í húsakynnum, sem í rauninni eru aðeins ætluð tveimur persónum. Af þessum þrengslum stafar auðvitað mikil óhollusta, og það því fremur sem margt af þessum íbúðum er með öllu óviðunandi manna- bústaðir. Við getum getið okk- um nærri hvílíkt ástand er á slíkum heimilum, þegar börnin veikjast. Hin fáu sjúkrahús eru jafnan full og ef til vill ekki hægt að flytja hin sjúku börn þaagað fyrr ea í brýnustu nauð Gyifi Þ. Gíslason: Framfarirnar — og mennirnir UM ÞSSAR MUNDIR gerast stórtíðindi í stríðinu. Bandamenn gera ægilegar loft- árásir á iðnaðarhéruð Þýzka- lands, Þjóðverjar hefja þriðju sumarsókn sína gegn Rússum og Bandamenn gera innrás á Sikiley. Hörmungar þær, sem styrjöldin leiðir yfir mannkyn- ið, hafa ef til vill ekki náð há- marki sínu. Það 'hljómar ótrúlega nú, að þeirri skoðun skuli hfa verið haldið fram, að styrjaldir væru nauðsynlegar, þær hefðu vissu hlutverki að gegna, en það er satt, að þessi skoðun átti meira að segja lengi miklu fylgi að fagna. Árið 1798 kom út í Englandi bók eftir prest nokkurn, Robert Malthus. Fjallaði hún um mann fjölgunina og næringarforða jarðarinnar. Bókin vakti geysi- lega athygli, en niðurstöður hennar voru mjög dapurlegar. í stuttu máli voru þær þessar: Næringarforði jarðarinnar er takmarkaður og reisir ramm ar skortur við mannfjölguninni Mannkynið hefir tilhneigingu til þess að fjölga meir en nær- ingarforðinn getur vaxið. Mann kyninu fjölgar í geometriskri röð, sem kallað er, eða í hlut- föllunum 2—4—8—16—32 o. s. frv., en næringarforðinn getur aðeins vaxið í arithmetiskri röð eða í hlutföllunum 2—4—6—10 o. s. frv. Þ'egar mannfjöldinn er að verða meiri en svo, að nær- ingarforðinn dugi handa hon- um, verða metin að jafnast, og það verður ýmist á þann hátt, að komið verði í veg fyrir frek- ari fjölgun, t.d. þannig að hjóna böndum fækkar, eða þá þannig, að hungur og nejyð, sjúkd. og styrjaldir beinlínis fækka mann kyninu, í lífsbaráttunni, bar- áttu allra gegn öllum velji nátt úran þá úr, sem hæfastir séu og sterkastir, hinir veiku og ónýtu falli og verði að falla fyrir skorti og sjúkdómum og styrj- öldum. Hungur, drepsóttir og styrjaldir geri þrátt fyrir allt það gagn að koma í veg fyrir offjölgun mannkynsins og velja þá úr, sem hæfastir séu. Vissulega var þetta dapurleg kenning og ekki að undra, þótt óhug slægi á marga, og menn fylltust svartsýni um framtíð og hamingju mannkynsins. En kenningar þessar hafa sem bet- ur fer reynzt rangar, þótt mikil áhrif hafi þær haft á sínum tíma. Sannleikurinn er sá, að framleiðsla lífígæða hefir getað aukizt miklu meir en fólksfjölg uninni nemur, svo að það er sem betur fer engin þörf á styrj öldum til þess að koma í veg fyrir of öra fjölgun mannkyns- ins. Fólksfjölgunin hefir ekki haft í för með sér, að hver ein- staklingur yrði fátækari, heldur þvert á móti auðugri. Lífskjör manna hafa stöðugt getað farið batnandi, og er það fyrst og fremst að þakka afrekum vís- inda og tækni í þágu framleiðsl unnar. Nú myndi tæplega nokk ur maður með meðaltekjur láta .sér lynda að búa í híbýlum, sem konungar og keisarar gerðu sér oft að góðu jafnvel í byrjun 19. aldrinnar. Nú þykir baðher- bergi sjálfsagt í sérhverri ný- tízku íbúð, en það eru ekki nema sjö áratugir síðan, að þegar Vilhjálmur I. Þýzkalands keisari vildi baða sig, var hann vanur að fá lánað baðker í gisti húsi í grendini. Það, sem fyrir örfáum árum var argasta óhóf, er nú hvers manns eign. Nú á næstum hvert mannsbarn fjöl margt, sem auðkýfingar fyrri alda hefðu öfundað það af. Það er eins og mennirnir hafi smám saman og þó einkum á síðustu öldnni verið að læra þá list Midasar að gera gull úr öllu, sem á er snert. Hvað vissu menn t. d. í fornöld um verð- mæti kolanna? Mennirnir hafa auðvitað þekkt kol í grárri forn- eskju. Það er þó ekki fyrr en 1195, að þess er fyrst getið, að kynt hafi verið með kolum. Og enn í margar aldir voru þau nær ekkert notuð. Árið 1306 bannaði Játvarður I. Englands- konungur meira að segja að kynda með kolum í London, enda hafði honum borizt sér- stök bænaskrá þess efnis frá þinginu. En nú er brennt um 1200 milljónum tonna af kolum í heiminum á ári hverju. Allir vita, að mannkynið hef- ir í þúsundir ára notað járn til ýmissa hluta. Á riddaratímun- um brynjuðu menn sig járni, og þó voru þá ekki framleidd nema 50 þúsund tonn í heimin- um á ári. En nú eru framleidd um 100 milljón tonn á ári og járn notað í allt mögulegt, litlar saumnálar og risavaxna skrið- dreka, úrfjarðir o geimreiðir. Og það er ótrúlegt, en satt, að það er ekki nema öld síðlan olía var einna helzt notuð til lækninga og bensín sem fægi- lögur. Bómullina hafa menn þekkt öldum og árþúsundum saman. I Indusdalnum hafa fundizt vönduð bómullarefni í silfur- vösum frá því um 3000 f. Kr. Um 1000 f. Kr. keypti drotning in í Asíu sér forkunnarfagran bómullarkjól og greiddi hann með 2—3 mánaða skatttekjum ríkis síns. En aldir liðu þangað til bómullin varð almennings- vara. Fyrr rúmum 200 árum voru sett lög í Englandi, þar sem það var talinn glæpur að klæðast bómullarfatnaði og refsi vert að vinná úr bómull og verzla með hana. En nú klæðist meira en 1 milljarð manna í bómull. Árið 1832 var fyrsta gúmmí- verksmiðjan bygð í Skotlandi. 1840 voru ekki notuð nema 400 tonn af gúmmíi í öllum heim- inum, og það kom allt frá Suð- ur-Ameríku, sem hafði einokun á gúmmí-framleiðslunni. Fyrir tæpum 70 árum eða 1876 tókst Englendingi einum að smygla nokkrum gúmmí-fræjum frá Brazilíu til Bretlands. Þeim var sáð í trjágarðinn í Kew fyrir ut an London, og brátt stóðu þar 1100 gúmmíplöntur í snotrum röðum. Ensk skip fluttu þær svo til Malakka og Indlands. Nú er gúmmiframleiðslan um 9 milljónir tonna, og 3/4 hlutar þessarar framleiðslu eiga rót sína að rekja til þessara 1100 plantna, sem spruttu upp af fræjunum, sem Sir Henry Wick ham smyglaði út úr Brazilíu. Það eru um 175 ár síðan gufu vélin var fundin upp. Fram til syn. Úr slíkum vandræðum þarf að bæta með barnasjúkra- húsum. , * Börnin eru dýrmætasti sjóð- ur þjóðarinnar. Þau eru fram- tíðin og því ber okkur að láta ekkert ósparað til að sá gróður megi verða sem heilbrigðastur og þróttmestur. Reykjavíkur- bær á því að sýna barnaspítala máliriu allan þann sóma sem unnt er og styðja það með orðum. og f járframlögum. Þetta nýmæli er tilvalið tækifæri til að reka af Reykjavíkurbæ það rökstudda slyðruorð, að hann búi illa og ómaklega að yngstu borgurum sínum. þess tíma hafði maðurinn ekki aðra orku í þjónustu sinni en sína og dýranna. Efnaðir höfð- ingjar í Róm áttu yfirleitt um 5 þræla. Nú á tímum véla, og raf- magns, hefir verið talið, að í Ameríku hafi sérhver maður orku í þjónustu sinni, sem svar- ar til þess að hann hefði 200 þræla. Það var á tímum Napoleons, að Ameríkumanninum Robert Fulton hugkvæmdist að smíða gufuskip, og uppfyndingamaður inn reyndi að vekja athygli hins volduga sigurvegara á þýðingu slíkra skipa og mun jafnvel hafa bent honum á, að á slíkum skip- um gæti innrás á Bretland heppnast. En Napoleon hristi höfuðið og vísaði þessum fáráð- lingi á bug. En nú þjóta geysi stór gufuskip um öll heimsins höf. Árið 1830 áttu sér stað kynd- ugar veðreiðar í Bandaríkjun- um. Maður, sem ók' lítilli kerru og beitti einum hesti fyrir, keppti við eimreið, fyrstu eim- reiðina, sem byggð var í Banda ríkjunum. Og hvor haldið þið að hafi borið sigur úr býtum? Maðurinn og hesturinn, og það var glaðzt yfir sigri hins lifanda yfir hinum dauða. En sá sigur varð ekki langær. Nú þeysist eimreiðin lengri leið á einum klukkutíma en kerruhesturinn hefði komizt á heilum degi. I ár eru 104 ár síðan þýzki efnafræðingurinn Justus von Liebig gaf út bók þá, sem lagði grundvöllinn að nútíma ræktun araðferðum í landbúnaði. Áður hafði bóndinn borið á jörðina án þess að vita hvers hún þarfn- aðist hverju sinni. En nú lærði hann notkUn tilbúins áburðar. Og nýtt land var tekið til rækt- unar. Á þessum hundrað árum hefir uppskeran í Evrópu fer- faldazt. Og bændurnir rækta nú ekki einungis miklu meira en áður, heldur ennig nýjar og betri tegundir. Það er erfða- fræðin, sem hefir kennt þeim þetta, en það eru ekki nema 59 ár síðan höfundur hennar, aust- urríski munkurinn Gregor Men- del var borinn til grafar. Þannig mætti halda áfram að lýsa því, hversu mjög heimur- inn hefir auðgazt á síðustu ára- tugum. Hvað vissu menn fyrir 50 árum um gildi vatnsaflsins í fossum og fljótum, sem nú láta okkur í té rafmagn, orku, ljós og hita? Hvern grunaði það þá, að hægt væri að vinna á- burð úr loftinu? Þá datt heldur engum í hug, að hægt væri að vinna dýrmætan málm eins og aluminium úr einskisverðum leir. I Dauðahafinu, sem til skamms tíma var talið óþarf- ast allra vatna á jarðríki, enda er þar engri bröndu vært sök- um seltu vatnsins, þar eru nú taldir fólgnir fjársjóðir málm- efna, sem séu billjóna króna virði. Og hvað verður langt þangað til að maðurinn lærir að vinna orku úr styrk stormsins, úr flóði og fjöru sjávarins, úr skini sólarinnar? Ótti sá, sem Robert Malthus lét í ljós fyrir hálfri annarri öld, rim það,. að mönnum myndi (Frh. á 6. síðu.) FORMADUR Framsóknar- flokksins, Jón&s Jónsson frá Hriflu, ritar nú að staðaldri greinar í ,,Dag“, blað Fram- sóknarmanna á Akureyri, eft- ir að hann hefir verið útilok- aður frá að skrifa í aðalblað flokksins, Tímann. Hefir hann í þessum skrifum sínum lengst dvalið við nauðsyn þess, að framleiðendur tækju upp miklu einbeittari hagsmuna- baráttu en þeir hafa rekið til þessa. í „Degi“ frá 29. júlí s. 1. ritar Jónas enn grein, sem hann nefnir „Samstarf fram- leiðenda“. En svo kynlega bregður við, að eiginlega fjall- ar greinin alls ekki um þetta, enda þótt svo sé látið líta út á yfirborðinu. Grein þessi er eingöngu rituð til að segja andstæðingum Jónasar innan Framsóknarflokksins til synd- anna .Formaðurinn ritar m. a. á þessa leið: I ,,Sá hluti bændastéttarinnar, sem ekki hefir viljað vinna með Framsóknarmönnum hefir borið því við, að á meðan Framsóknar- menn hefðu nána samvinnu við Alþýðuflokkinn, þá vildu þeir ekki róa á þeim útvegi. Framsóknar- menn gáfu góð svör og gild, að Jón Baldvinsson og aðrir forráða- menn flokksins væru hófsamir umbótamenn, en engir bolsévíkar, og að þetta samstarf tryggði mikl- ar og margháttaðar umbætur í landinu. Samkeppnisbændur sátu við sama keip. Þeir hefðu verið fúsir að vinna með bændum á bændagrundvelli. En þeim þótti of mikill þjóðnýtingarbragur að Al- þýðuflokknum. Jafnvel meðan Jón Baldvinsson mótaði stefnu hans.“ Og Jónas heldur áfram: „Einstaka áhugamenn í Fram- sókr.arf 1 okknum hafa reyndar gert nokkuð til að ná sambandi við leiðtoga bátaútvegsins. Þetta var rétt og eðlilegt spor. En það hefir borið lítinn árangur. ,Og ástæðan var hin sama og með samkeppnis- bændurna, útvegsmönnum þótti Framsókn í of nánum kynnum við þjóðnýtingarflokkana. Tveim sinn- um í vetur kom í ljós, að útvegs- menn vildu ekki tengja ný bönd við áhugamenn í Framsóknar- flokknum, sem voru um það leyti í umfangsmiklum samningum við kommúnista um samflot í nýrri ríkisstjórn.“ Hér sakar Jónas andstæð- inga sína innan Framsóknar- floksins um það, að þeir hafi komið í veg fyrir að flokkn- um tækist að safna um sig fylgi meðal smáútvegsmanna. Valdi því samningamakk þeirra við kommúnista. Og Jónas segir fyrir um það, hversu flokkn- um muni farnast, ef ekki verði aftur snúið: „Hér er meginkjarni málsins. Framsóknarmenn hafa verið at- hafnamiklir um framfaramál bæði land- og sjávarmanna. En samstarf Framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins hefir valdið því, að mjlög stór hluti landbænda og meiri hluti útvegsbænda hefir ekki talið sig geta, nema að litlu leyti, unn- ið með Framsóknarmönnum. Ef svo langt væri gengið, að Fram- sóknarmenn gerðu í viðbót flat- sæng með kommúnistum, þá myndi verða lítið eftir af tiltrú Fram- sóknarbændanna til leiðtoga, sem gert hefðu griðasáttmála við meg- inóvin og hatendur byggðanna og bændastéttarinnar.“ Svo brýnir Jónas þessa kommúnistavini innan flokks síns á stefnuyfirlýsingum flokksins frá fyrri tíð varðandi Frawitald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.