Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.08.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. ágúst 1943, AL8>YÐUBLA«HÐ Af hverju stafar skalli? ASÍÐASTA ÁRI stráöu karlar og konur milljón- um króna í þeirri von að fá þéttan og mikinn hárlubba á gljáhvítan og vindstrokin skall- ann á sér. En peningum þess- um var öllum eytt fyrir gýg. Vísindin eru um þessar mund ir að rekja orsakir skalla. En engin læknisaðferð, sem enn hefir verið uppgötvuð, er til- raunarinnar verð. Er þá engin von til þes’s, að hinir sköllóttu fái bót meina sinna? Eða, sem er hagkvæm- ara, geturðu lesið auglýs. um lækningu á skalla á þann hátt, sem á að lesa þær — þér til hjartanlegs hláturs að fávizku mannanna og fjarstæðukennd- asta þvaðri þeirra. Læknisrannsóknir hafa leitt í Ijós fjölmargt í sambandi við skalla, og eigi síður þótt engum hafi dottið í hug að gefa þeim einn eyri af öllum þeim mill- jónum, sem eytt er fyrir með- ul við skalla. Hárið er myndað úr efni, sem heitir Keratin Það eru hársell- urnar, sem framleiða það með ýmisk. efnasamestningu úr blóð inu, en það fær aftur hráefnið í það úr matnum, sem við borð- um. Keratin birtist ekki aðeins sem silkimjúkir lokkar á barns- höfði, heldur einnig sem stinnar burstir á dýrum af kattarkyni og jafnvel sem nautshorn og fiður á fuglum. Ef til vill finnst stúlkunni, sem stjórnar hár- bylgjunarvélinni, þetta undar- legt, en lífefnafræðingum, sem hafa rannsakað þetta nákvæm- lega, kemur það ekki á óvart. Blóðið flytur keratinefnin til hárpokanna, en þeir eru grafnir <djúpt niður í hársvörðinn og þar er hárið framleitt. Hárkirtl. arnir sjúga hið nauðsynlega hrá efni úr blóðinu og úr því fram- leiða þeir keratin. Því næst er keratinið sent til hárrótárinnar, sem er efst í hárkyrtlinum, og úr rótinni sprettur svo hárið. segja mætti .að rótin breýti keratini í hár og ýtti svo hárnu hægt og hægt upp í loftið. Samt sem áður er hárið ekki einfaldur keratinþráður, heldur er samsetning þess fremur flók in. Þráður hársins er mjög mjór, aðeins tvær raðir af hár- sellum. Kringum þær liggja svo S T7S FTIRFARANDI. grein, J ^ . sem er eftir Dyso Cart- ^ ^ er, birtist upphaflega í The S S Magazine Digest, f jallar um ) hvers vegna menn fái ‘ S^það, , S ^ skalla og hvernig hægt sé að s S koma í veg fyrir hann. b í _____________________________S sellurnar, sem efnið er í, sem gefur hárinu litinn, en yzt, eins og börkur á tré, er gagnsæ húð úr hornkenndu efni. Svo sterk- ur er þessi börkur og endingar- góður, að í gröfinni geymist hann lengur en beinin. Fyrsta blekkingin, sem menn gera sig seka um í sambandi við hárið, er sú, að það sé „lifandi“. I því er dautt keratin. Og það er ekki hægt að hafa áhrif á hár- vöxtinn með því að svíða enda hársins. Og um bylgjað og hrokkið hár er það að segja, að þú verð- lir að gera þig ánægðan með það hár, sem guð hefir gefið þér. Það er tilgangslaust að reyna að breyta því. Það eru hárpok- amir, sem hárkirtlarnir liggja ,í sem stjórna lögun þess og legu. Úr beinum hárpoka kem- ur slétt hár, en liggi hárpokinn í fellingum, eins og á svertingj- um, verður hárið hrokkið. Milli þessara öfga eru svo bylgjurn- ar, sem framleiddar eru í hár- greiðslustofunum. Þegar hárið er fullvaxið er auðvitð hægt að slétta það eða bylgja upp að vissu marki. En nýja hárið, sem kemur, hefir auðvitað þá lögun, sem því var upphaflega sett í hárpokunum. Þú ert fæddur með þessa hár- poka. Vera má, að í framtíðinni geti vísindin fundið aðferð til þess að breyta sléttum hárpoka í hárpoka með bylgjum, en enn sem komið er, verður þeim ekki breytt. Nú hefirðu dregið þá ályktun af hinum gömlu, vísindalegu staðreyndum, að úr sérhverjum hárpoka komi hár, eða að svo hafi að minnsta kosti verið þeg ar þú varst ungur. Hárið vex út úr hárpokunum um að minnsta kosti hálfan þumlung á mánuði. Eftir vissan tíma mun heilbrigður hárpoki fella hár Di Maggio og frú. V S ] Þessi maður er einn þekktasti íþrótamaður Bandaríkjanna. Hann 'heitir Di Maggio og leikur baseball betur en fólk flest. Baseballhetjur eru lengur í heiðri hafðar í Vestur- sitt. Ef hárlos er á þér, skaltu vera harla glaður við. Af heil- brigðu hári falla tuttugu og fimm til hundrað hár á dag. Kemmdu þér og athugaðu þetta atriði. En nú komum við að því fyr- irbrigði, sem nefnt er skalli. Hann á ekkert skylt.við fyrir- brigðið að ganga úr .hárum Maðurinn þinn varð sköllóttur vegna þess að hárkirtlar hans og hárpokar hættu að láta hár spretta í stað þeirra hára, sem þú sást á treyjukraganum hans, eftir að hann hafði greitt sér á morgnana. ' Getum við fundið aðferð til þess að láta hákirtlana halda afram að framleiða keratin- þræði? Eða öfugt: Getum við •fundið aðferð til þess að láta þá hætta að framleiða keratin? Þessum spurningum gætu vís- indin vafalaust svarað og leyst þannig vandræðamál sköllótta mannsins, ef svona mliklu fé væri ekki eytt árlega í skottu- ) lækningar. En hér eru nýjustu ) kenmngar um skalla. Að skalli sé arfgengur og þar af leiðandi ólæknandi, er þvað- ur út í bláinn, sem enginn ætti að ljá eyru. Við fáum að erfðum ymsa galia, sem hægt er að lækna, og hvers vegna ætti þá ekki að vera hægt að lækna arfgengan skalla. Innisetur og höfuðföt geta orsakað skalla. Veikindi og taugaáföll geta líka orsakað .skalla, en þetta eru ekki hinar venjulegu orsakir skalla. Sumir halda því fram, að menn fái skalla af því, að þeir klippi hár sitt of snöggt og trufli þannig starfsemi hárpokanna. Hagskýrslur styðja þessa kenn- ingu, því að vissulega eru fleiri karlar sköllóttir en konur. Margar hinna nýju kenninga gefa góðar vonir um að sköllótt ir menn fái bót meina sinna. En allra síðasta kenningin gefur vissulega mjög litlar vonir. Hún er kennd við Dr. Fredrick Hölzel. Doktor Hölzel er lífeðlisfræð ingur og hóf rannsóknir sínar á innanverðum höfuðkúpunum. Hann rannsakaði höfuðbeinin, samskeyti þeirra og göngin, sem blóðæðarnar liggja eftir út að höfuðleðrinu. Eitt einkenni var öllum sköll- óttum mönnum sameiginlegt. Höfuðbein þeirra voru mjög kölkuð og kölkunin hafði stífl- að ýmsar smáæðar, sem lágu að hárpokunum, og truflað þannig blóðrásina að hársverð- inum. Ályktun hans er á þessa leið: Það er ekki einungis, að þetta fyrirbrigði skýri orsök skallans, heldur einnig það, hvers vegna karlmönnum hættir fremur til þess en konum að fá skalla, það að beinum karlmannanna er hættara við kölkun en beinum kvenna. Þó er ekki eins vonlaust og ‘viírðist vera um lauSn þessa vandamáls. Kenning Dr. Hölzelz er aðeins kenning. Ekki er úti lokað, að á grundvelli þessarar kenningar sé hægt að finna lækningu við skalla, eða að minnsta kosti aðferð til þess að koma í veg fyrir skalla. Það er undir því komið hvort við finn- um aðferð til þess að koma í veg fyrir kölkun eða ekki. Til eru mörg læknisfræðileg vandamál, sem krefjast skjót- ari úrlausnar en vandamálið um skallann. Ættum við ekki að bíða rólegir eftir þeirri lausn Sannleikurinn er, að eina ráð- ið, sem hægt er að gefa í þessu efni, er það að forðast andlega og líkamlega ofreynslu og gæta fyllsta hreinlætis. Á þann hátt er hægt að vernda það keratin, senti eftir er í hárpoka þínum. Synir Roosevelts. Roosevelt forseti á fjóra syni, sem allir eru í þjónustu hers • eða flota, og birtist hér mynd af þeim. Efst til vinstri er S Elliot Roosevelt ofursti, sem er í Norður-Afríku og kom hing- ^ að 1941. T. h. er elzti sonurinn, James, sem er í landgöngu- S liði flotans. Neðri myndirnar eru af Franklin yngri (t. v.) jj og John, yngstu sonunum, sem báðir eru í flotanum. S Enn um tómatana. — Mótmæli kaupmanna. — Engin bruggun! — Um Lögberg og Lækjarbotna. — „X-12“ gefur skýrslu af næturvaktinni. Tómatapistillinn minn í gær virðist helður en ekki hafa vakið athygli — og reiði. Bréf „Vinkonu minnar“ sætir á- kaflega misjöfnum dómum. Allir kunningjar mínir í tómatsala- stétt — og meðal þeirra eru ekki ómerkari menn en Guðmundur, formaður matvörukaupmanna, Gústi í „Drífanda“ og Valdi í ,Silla og Valda“, fullvissa mig um, að hréf hennar sé á algerðum mis- skilningi byggt. Þeir kaupa alls ekki, og hafa aldrei keypt þriðja flokk, og upp á síðkastið forðast þeir að kaupa annan flokk. ÞEIR SEGJA: „Fólk vill ekki nema fyrsta flokks tómata, enda er mikill meirihluti framleiðslunn- ar fyrsta flokks. Það þýðir ekki að bjóða fólki þriðja flokks tómata og helzt ekki annars flokks tóm- ata. Blöndun á tómötunum kemur alls ekki til greina. Enginn tómata- sali fremur slíkt brugg. Framleið- endurnir selja þriðja flokks og annars flokks tómata til veitinga- húsa. Þau nota þriðja flokks tóm- atana í súpur og sósur, og þeir eru fullkomin vara til þeirra hluta. Við kaupum fyrsta flokks tómat- ana og seljum þá með álagningu, sem fullkomlega stenzt alla gagn- rýni.“ Tómatsalarnir bæta við: „Vin- kona þín hlýtur að vera töluvert græn. Þriðja flokks tómatarnir eru rusl, sem ekki þýðir að sýna fólki. Það neitar að kaupa þá, og við erum sannfærðir um, að ef þeir vseru seHdir heito töl þess, þá myndi það senda þá aftur. Hún hlýtur að vera svo skyni skropp- in, að hafa ekkert vit á því, sem hún kaupir. Ef einhverjir væru, sem vildu svíkja þessa vöru, þá væri víst auðvelt að svíkja vin- konu þína. — Þú getur sjálfur sannfærzt um það, hvort við höf- um ekki á réttu að standa með því að snúa þér til forstöðumanns þeirrar stofnunar, sem selur tóm- atana í heildsölu, og fá að sjá reikningana. Þar muntu sjá, hvernig þessi sala fér fram.“ „Það getur vel verið, að til séu einhverjir menn, sem vilja svíkja vörur inn á fólk, en það gera ekki kaupmenn, sem er annt um verzl- un sína. Öll svik eru áhættusöm. Aðalatriðið er, að verzlunin vinni traust almennings og þess vegna vanda kaupmenn vöru sína, leita eftir þvi, sem fólk óskar eftir, og reyna svo að uppfylla þær óskir. Þessi regla gildir um tómatasöl- una eins og allt annað.“ „ANNAJR HORNKARL“ skrifar: „í greinum þínum í dag er minnzt á „veginn frá Lögbergi í Mosfells- sveit“, en í Mosfellssveit er ekki Lögberg, og hvergi nema að Þing- velli við Öxará, eins og allir ís- lendingar ættu að vita. Að vísu hefir íbúðarhúsið á Lækjarbotnum í Seltjamarnesshreppi stundum í síðari tíð verið nefnt Lögberg, en það ætti enginn athugull maður að hafa eftir. Lögberg er fomhelg- asti sögustaður landsins, og ætti það nafn að vera friðhelgt á sin-> i. FSfli. á 9.. sifSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.