Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.10.1934, Síða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 28.10.1934, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ W \ Síðasti Islendingurinn á GrænlandL KASAPI fæddist á iítilii eyju við suðurströnd Grænlands. Faðir hans var mikill höfðing’i og Ka-api varð cinrig höfðingi og mikill veiðimaður. Þegar á æskuárum Kasapis fóm að berast sögur af afli hans og hujgrekki. Og par sem hann hafði erft mikið af eignum föður síns, báta og veiðiáhöld, og var auk pess mikill vitringur rog „galdrap maður“, óttaðist fólk hann mjög og hataði hann. I mörg ár bjó Kasapi hamingju- samur á eyjunni sinri. Hann festi sér konu og þau eignuðust baiin- Hann var vinur margra og meðal þeirra var íslenzkur höfðingi, sem kallaður var Unqatoq, og bjó hann með fólki sílnu í fögrum dal í fjarðarbotni nokkmm, nokkrar dagleiðir frá eyjunni. Mörgum sinnum fór Kasapi um lönd íslendingsins. Og þegar Ka- sapi sat í öndveigi í stofu hans, fanst honum heimurinn fagur og lífið bjart og hann hrósaði Ungar toq fyrir hugrekki og snilli. Ungatoq launaði Kasapi loíið með hrósyrðum og stundum tók hann sér ferð á hendur til eyj- ar hans. En einu sinni kom mjög siæmþ ur oig harður vetur, og ísinn náði langt t;J hafs. Fólk Kasapis gat gengið þurrum fótum til strandar. Dag nokkurn sagði einn af liðs- mönnum Kasapis: „í fyrramálið fer ég á nefaveiðar." Þegar Kasapi spurði: „Hvext ætlar þú?“ þá var honum svarað: „Ég ætla þangað, sem Ungatoq býr.“ „Berðu kveðju mína til hans,“ sagði Kasapi, „því að hann er vinur minn.“ Næsta morgun tók maðurinn vopn sín og fór leiðar sinnar. Daginn eftir hitti hann einin af mönnum Ungatoq uppi í fjölk unum og drap hann. Síðan fór ihann ofan í dalinin. Var þar tekið vel á móti honum, gefinn matur og hægt hvílurúm. En næsta dag fanst hinin myrti maður. Hinn ókunni maður var kallað- ur fyrir íslenzka höfðingjann, sem spurði: „Hvers vegna myrtir þú vitn okkar?" Hinn ókunni svaraði: „Haun vildi deyja, þess vegna drap ég han,n.“ Ungatoq hugleiddi þetta svar um stund, en sagði síðan:,„Þú ert liðsmaður Kasapi. Kasapi er vin- ur minn. Við munum ekkert ilt gera þér.“ Síðla næsta sumars drap ann-ar maður Kasapis einn af vinum ís- léndingsins. Kasapi vissi það ekki. Grænlenzk pjóðsaga. Margar sagnir ganga um pað, hver œfilok íslendinganna, sem fóru til Grœnlands með Eiríki rauða, og siðar, hafi orðið. Her fer á eftir grœnlenzk pjóðsaga, eins og hún ersögð af Grœn- lendingum, en pannig hefir hún gengíð í gegnum aldirnar mann fram af manni Eins og sagan birtist hér, er hún sögð af afkom- anda banamanns síðasta íslendingsins, en söguna hefir skráð danski rithöfundurinn Thomas Olufson. Og þegar Ungatoq heyrði það, sagði hann: „Meun Kasapis dnepa mína menn: nú drepum við hans men;n.“ Tíminn ieiö og neiði' Ungatoqs varð að hatri. Dag nokkurn kallaði hann samt- an menn sína og sagði: „Við höf- um beðið nógu lengi. Vopn okkar þyrstir í blóð og aíl okkar er mikið. Nú róum við til eyjar Kasapis. Þegar Ungatoq kom til eyjar- ininar, var Kasaoi farinn á veiðí- ar ásamt mönnum sinum, ien konur og börn voru ein heima. Dvöl fsLendinganna á eyjunni varð ekki löng. Engu lífi var þyrmt. Um kvöldið kom Kasapi beim. Hann og menn hans komu með mikia veiði, en enginn kom til strandar til að fagna þeim eins og vant var. Þá hrópaði Kasapi: „Kona mín!“ En enginn svaraði. Hann hrópaði aftur: „Kona mín! Þú verður að sækja nostungana miína; ég er mieð tvo rostunga!" En dauðaþögn ríkti á litlu eyj- unini. ' Þá hlupu menn Kasapis og hanin sjáifur sem fætur toguð'u til kofanna. Kasapi var fyrstur og hrópaði í sífellu: „Kona min! Kona mín!“ Við kofadyrnar fann Kasapi kiqinu sína og barn, bæði háis- höggvin. Og frá öilum kofum var hrópað í angist: „Kona mín! Börn mí!n,!“ So,rg Kasapis og manna hans var mikil. Dag nokliu nn sagði Ka- sapi við menn sína: „íslendingar hafa drepið konur okkar og börin. Nú dnepum við þá.“ Næstu daga bjuggu menn Ka- sapis til mörg vopn, en bráðum, var komið vor og mikil sól, ísinn bráðnaði og fslíendingar voru mannmargir og héldu vörð- dag og nótt. Kasapi myndi reynast erfitt að ná til dalsins svo áð ekki sæist til ferða hans.. Fyrsta sinni tekur Kasapi sér ferð á hendur til galdramanns í annari bygð' og sækir til hans heilræðT Þeir sitja saman á náð- stefnu í marga daga, o;g þegar Kasapi kemur heim, segir hann við menn sína: „Við byggjum stóra báta, þeir verða að Jfkjást ís, og við verðum allir að geta komist fyrir í þieún. Við munum taka með okkur þurran rnosa, tré og eld.“ Enn Liðu margir dagar, en loks voru bátamir fullgerðir. Nú var komið vor og mikið sólskin. Ka- sapi sagði að eins: „Við bíðum eftir viestanvindi og þoku!“ Svo kom þokan -og vestanvind- urinn. Stóru bátunum var ýtt úr vör og Kasapi og rnenn hans S'ettust í þá. Ungatioq hefir liengi búist við Kasapi. Dag hvern befir hann gengið til strandar og horft út á fjörðiMi, og þegar þokan kom og vestanvindurinn, sá hann hina hvítu báta koma skríðandi. „Nú kemur Kasapi!“ hrópaði hann til manna sinna. En Ísliendingarnir hiistu höf- uðin. „Við förum beim í hús mitt,“ segir ha-nn svo, og þeir fylgjá horium. En undir kvöld verður hann aftur órólegur -og gengur út. Og nú segir hann: „Þetta er Kasapi. ViÖ skulum brýna vopn okkar.“ En menn hans hrista enin höf- 'uðin og segja: „Nei, þetta er ekki Kasapi; þetta eru að eins ísjakar á hreyfingu." Þá efast Ungatoq einnig og gengur inn, og glaumur og gleði hefst að nýju. Þ,egai‘ myrkt er orðið hlaupa Kasapi og menn hans á land. Þeir skráða hægt og hljóðlega upp í hlíðamar og safna hrísi og rnosa í stóiia stafla. En Ka- sapi læðist sjálfur beim að húst Ungatoqs og skriður að einum glugganum til að forvitnast um hvað fslendingurinn haíi fyrir stafni. Hann beyrir hlátur og sköll. Hann sér að menninnir hafa hengt kúlu í langa bjarnargörin, sem hangir í loftinu, og þessaii kúlu er þeytt aftur og friam til að hitta leirkriukku, sem stendur á gólfinu. Ungatoq skemtir sér auðsjáanlega mjög vel. . , Kasapi stendur um stund og horfir á Leikinn. Hann gieymir næstum erindi sínu. Alt er svo iíkt því sem var, er hann sjálfur var í heimsókn hjá vini sínum. En skyndilega skilur hann að kúlain er höfuð konu hans. .Unga- toq hrópar: „Sláið, sláið; ég á höfuðið!“ Kasapi hleypur til manna sinna og segir að eins: „Bnennið fynst vopnahúsið," og menn hans hlýða skipun hans tafarlaust. íslendingarnir skemta sér og verða einskis varir. Fyrst þegar logarnir brjótast inn á þá, verða þeir hættunnar varir og hlaupa út. En menn Kasapis biðu hirjna vopnlausu. Aðfarinnar stóðíu skamma stund og hin freðna grund varð löguð í blóði. „Hvar er Ungatoq?" hrópaði Kasapi. Mikið af nýjum gerðum viðtækja er nýkomið. Verðið er lægra en nokk- ru 4inni áður. — Afnota- gjald til nýjárs fellur nið- ur hjá nýjum útvarpsnot- enduni. Leitið upplýsínga um verð, gæði og útlit viðtækjanna hjá útsölu- mönnum vorum. rikisins.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.