Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Eksemplar
Hovedpublikation:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Side 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 26.06.1938, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Vinkona keisarans Ungfrú Schratt varð sem ringluð og orðlaus. Hverju gat- hún svarað? Að utan heyrðist marr í hjól- um, er vagni var ekið upp að höllinni. Og áður en varði stóð Franz Jósef undrandi frammi fyrir konunum tveimur. „Ég bauð ungfrú Schratt að koma hingað“, sagði Elízabet brosandi. „Og samræða okkar hefir verið einkar ánægjuleg.“ Keisarinn brosti líka. Og frá þessari stundu varð ungfrú Schratt tíður gestur við hirðina. Og þegar keisarinn flutti íil Ischl, eins og hann ávalt gerði að sumrinu til, þá dvaldi ung- frú Schratt líka í Ischl. Keisar- inn var daglegur gestur í litla húsinu hennar í skóginum. Hann drakk þar kaffi og át Ku-i gelhupf, sem ungfrú Schratt hafði sjálf bakað. Með ánægju og eftirtekt hlustaði hann á sög- ur þær, er hún sagði honum. Kátína hennar og ungdómsfjörí flutti sannari glaðværð inn í líf* hans en hann hafði áður notið. Og á þessum stundum var hann kátur og ánægður með lífið. Þrá keisarans eftir samneyti við ó- brotinn miðstéttalýð fékk fram- rás hér í Villa Felecitas. En mitt í þesari ánægjutíð hans kom hið sviplega áfall er Rudolf sonur hans framdi sjálfs morð. Og það var til vinkon- unnar, ungfrú Schratt, er keis- arahjónin leituðu sér hugg-. unar í sorg sinni. Eftir dauða Rudolfs leitaði keisarinn sér hugsvölunar við ýms störf, sem forstjóri lítil- sigldra skrifstofuþjóna ríkis- ins. En snemma að morgni — hina einu stund er hann lét hugann hvarfla frá hinni daufu tilveru skrifstofunnar — hvarf Franz Josef, eins og áður fyr í Ischl, yfir trjálundinn, inn um smáhliðið á garðinum og inn í húsið nr. 9, er stóð við Gloriet- tegasse, því að þar bjó þá Kat- (Frh. af 3. síðu.) rín Schratt. Nú var hún gift ungversk- um lávarði, en hvorki hjóna- bandið né fæðing sonar þeirra breytti vináttu hennar við hinn aldna keisara. Þarna hjá Katrínu neytti keisarinn morgunverðar. Og á þessum morgunstundum sagði hún honum hreinskilnislega hvað um hann væri talað í Vín, og hvernig þegnar hans hugs- uðu um hann. Og hann hafði mjög gaman af að hlusta á sög- ur um sjálfan sig. Katrín Schratt kunni mæta- vel að gleðja keisarann. Þegar hér var komið sögu var hún orðin sem miðdepill stórs um- hverfis í borgaralífinu, og í húsi hennar voru tíðir gestir margir stjórnmálamenn, fjármálaleið- togar og blaðamenn, sem allir sóttu mjög eftir því að mega teljast meðal vina hennar. Vin- át^, hennar við keisarann hafði myndað eins konar geislabaug tiiÝi1 hana. Kynni við hana þóttu mjög eftirsóknarverð, svo hæ- verskulæti og smjaðuryrði voru henni óspart í té látin. Það var Katrín Schratt, sem fyrst varð til að opinbera keis- aranum hina róttæku óánægju fólksins í Austurríki, og að uppreisn væri í undirbúningi um allt keisaradæmið. Og á þeim örlagaþrungnu dögum kom frétt um, að keis- arafrúin hefði verið myrt í Ge- neva. Aðstoðarforingi í varð- liði keisarans kom nú til frú Schratt og bað hana mjög inni- lega að koma til hallarinnar til huggunar keisaranum í þessu hans mikla mótlæti. Franz Jos- ef var nú algerlega einmana, átti engan eftir af sínum nán- ustu skyldmennum og vinum nema frú Schratt. Hún var hin eina manneskja, er hinn aldni þjóðhöfðingi — sem nú var 73 ára — gat ráðfært sig við um raunir sínar. Og hans allra síð- ustu vandræði stöfuðu frá Franz Ferdinand. Ríkiserfing- ihn vildi fá að giftast Sophie Chotek greifafrú, sem þá var yfirkenslukona á heimili Fred- ricks erkihertoga. Keisarinn var ákaflega óá- nægður með þenna ráðahag. Sem afleiðing af slíkri giftingu sá hann fram undan alls konar stjórnarfarslegar hömlur — og endalok keisaradæmisins. En engar fortölur dugðu. Franz Ferdinand varð óbifan- legur frá áformi sínu. Keisar- inn varð að láta undan og veita leyfið, því hann gat ekki sporn- að við því, að greifainnan Cho- tek yrði kona Franz Ferdin- ands. Franz Josef fór nú til Ischl, og leitaði nséðis í Villa Felici- tas. Og á hverjum morgni, eins og ávalt áður, heimsótti hann frú Schratt: Og vináttuþel þess- arar göfugú konu, sem ávalt hafði verið laust við allar eigin- gjarnar hvatir, varð nú nánara en áður. ’ Árið 1912 vorú Balkan- þjóðirnar í' ófriðareldi. Hin smáu ríki þjEtjf voru að hrista af sér ánauðarok Tyrkjans. Aust- urríki skarst í léikinn. Franz Ferdinand og yngri kynslóðin vildi leggja út í stríð, en Franz Josef vildi heldur greiða úr þessari flækju á friðsamlegan hátt. Og hann hafði fram sitt mál, og kom þannig í veg fyrir styrjöld í það sinn. Þá komu fréttirnar um að Franz Ferdinand og kona hans hefðu orðið morðingjum að bráð í Sarajevo. — Sama dag — það var 28. júní 1914 — fór keisar- ins fyá Ischl, þar sem hann hafði dvalið til að hvíla sig und- ir handleiðslu frú Schratt. Þær ánægju- og friðarstundir hans hurfu nú sem Indíánasumar fyrir kuldagjósti. Evrópa var í báli; Franz Josef þóttist sjá að keisaradæmið myndi hrynja til rústa. í einu vetfangi var hann orðinn að örvasa gamalmenni. í nóvember 1916 varð hann hættulega veikur. Frú Schratt kom til að heimsækja hann; en hann bað hana að koma ekki inn í sjúkrastofuna. Hann vildi ' ekki að hún sæi sig eins og hann leit þá út. Hún settist svo við talsíma sinn og herbergis- þjónn keisarans skýrði henni frá líðan hans hverja mínútuna sem leið, meðan hinn aldnf og sárþjáði höfðingi var að heyja dauðastríð sitt. Og það leið næstum yfir hana, þegar hún heyrði orðin: „Keisarinn er dá- inn.“ Hún hraðaði sér til hallarinn- ar. Og skyldulið keisarans var þar saman komið við dánar- beðinn. Karl keisari, eftirmaður Franz Josefs, gekk til hennar og leiddi hann upp að hinni ein földu hermannshvílu, —- þar sem hinn látni keisari lá. Þar féll hún á kné með grátekka. Hioilst merkiS' daga i iífí fla? með pví að láta taká af yður nýji ijósmyad á Ijösmyndastofu SiQDrOar GuOmDRðssonar Lækjargöto 2. Sími 1980 Heimasími 4980. ÞÆTTIR UM EYFIRZK ALÞÝÐU SKÁLD. (Frh. af 2. síðu.) ekki vill ganga allt í haginn, á Nautabúi hérna um daginn römm urðu slys og raunalig, ráðvendnin datt og meiddi sig, og stolið talsverðu af vatni var, vurðu þá deildar meiningar um artir manna á ýmsum greinum, ekkert var talað þá í meinum, svo þar af leiðandi hríða hljóm heyra fékk páfinn suður í Róm, andvaka lá hann næstu nótt, nærri dauður af köldusótt. Ég byggi í lofti undur öll og á þar lönd og fríða höll, sit í hásæti og sveitum stýri sem Salomon á Hinriksmýri, eða nafni hans áður forðum í sinni dýrð hjá foldarskorðum, svo dett ég allt í einu ofan og er þá að moka hesthúskofann bakveikur, svangur, boginn, kaldur, búinn að fylla sextugsaldur. Mig langar oft í meyja hita, en meira þó í hákarlsbita, en fæ það ekki í heimi'hér, hörgullinn því á flestu er. Ég bið að heilsa Helgu þinni, hjónunum gömlu og eins Friðfinni, og hvíslaðu að Laugu kveðju eins kærri frá hjarta gamla Sveins. Svo er á enda seðillinn. Sveini forláttu Eggert minn. Þegar Sveinn var roskinn orðinn eign- aðist hann með ekkju nokkurri son þann, er Brynjólfur hét. Varð hann myndarmað- ur og hagyrðingur góður. Hann drukknaði í Eyjafjarðará sumárið 1916. Sveinn andaðist í Hólshúsum 16. maí 1899, 68 ára að aldri. Hafði hann komið þangað sem gestur, veiktist snögglega og dó eftir stutta legu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.