Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.03.1939, Qupperneq 1
’YBUBIiAðifi
SUNNUDAGINN 5. MARZ 1939
VI. ÁRGANGUR 10. TÖLUBLAÐ
LAÐIÐ
Reimleikarnir í Þistilfirði.
Þegar skyrsáirnir dönsuðu og
bollapörin flugu um loftið.
REIMLEIKAR, draugagang-
ur og dularfullir fyrir-
burðir, hafa þekst hér á landi
allt frá landsnámstíð. Mestu
kynstur af þessum sögnum hef-
ir verið skrásett á öllum tímum,
einkum í annálum vorum, er
skráðir voru í gamla daga. •—
'Draugasögur hafa löngum ver-
ið lesnar og sagðar um land
allt — á hinum löngu kvöld-
vökum — og jafnan þótt hið
mesta hnossgæti. Draugarnir
virðast hafa „lifað“ með þjóð-
inni á öllum tímum og verið
furðu lífseigir, og það allt fram
á vora daga. Gömlu húsakynn-
in hafa líka stutt að því, að við-
halda draugatrúnni, því þar
skorti jafnan ljós og birtu. En
draugarnir fylgdu myrkrinu og
myrkrið draugunum. í hverjum
kofa var jafnan hálfdimmt, —
ekki einungis í skammdeginu,
heldur og allan tíma ársins. —
Jafnvel baðstofan, aðal-íbúð
fólksins var oftast gluggalítil
og dimm, Gömlu bæirnir voru
líka byggðir þannig, að um þá
þvert og endilangt lágu langir
og dimmir gangar, er tengdu
saman hin einstöku bæjarhús.
í þessum göngum og afkymum
virðast draugarnir hafa kunnað
vel við sig, enda fer drauga-
gangur yfirleitt að minka hér
á landi, þegar húsaskipunin fór
, að breytast til batnaðar, og
menn hættu að útiloka birtuna
úr híbýlum sínum, og það fær
engum dulist, hvaða áhrif hin
dimmu húsakynni hafi haft á
þjóðina, og sambandið á milli
: myrkursins og draugatrúarinn-
ar er auðskilið.
Það er því næsta eðlilegt, að
;sú skoðun só nokkuð almenn,
.að reimleikar og dtaugagangur
hafi svo að segja alveg horfið
hér úr sögunni á síðari hluta
19. aldar, eftir að öldur menn-
ingarinnar fóru að berast hing-
að, og þjóðin kastaði frá sér,
að meira eða minna leyti, 1000
ára gömlum venjum og háttum,
og komst í nábýli við hinn svo
kallaða „mentaða heim.“ En
ýmsir atburðir á seinni árum
sanna, að þjóðsögurnar eru
ekki skáldsltapur einn, heldur
helkaldur raunveruleiki, sem
á djúpar rætur í meðvitund
þjóðarinnar. Og það gagntekur
mann hrolli og skelfingu, að
standa frammi fyrir hinum ó-
sýnilegu og óútreiknanlegu öfl-
um, sem enginn skilur. En slík
öfl voru áður nefnd reimleikar
eða draugagangur.
Þrátt fyrir bjartari og betri
húsakynni, aukna mentun og
breytta hætti og venjur, sem
losuðu þjóðina úr tengslum við
„gamla tímann“ og fluttu hana
á fáum árum aftan úr forn-
eskju og inn í töfraheim nýj-
ustu tækni, vísinda, lista og
nýrrar menningar, þá hafa samt
sem áður gerst dularfullir at-
burðir hér á landi fyrir fáum
árum, atburðir, sem enginn
maður getur skilið og eiga ákaf-
lega skylt við hina fornu reim-
leika — eða draugagang, sem
sumir nefna. Auðvitað getur
hver maður haft sína skoðun á
þessum málum, en því verður
ekki neitað, að þessir atburðir
hafa gerst, og eiga vafalaust
eftir að gerast.
legt að skrásetja slíkar frásagn-
ir, áður en þær eru fallnar í
gleymsku. Ein slík frásaga
verður hér skrásett. Hún gerð-
ist að Hvammi í Þistilfirði fyrir
26 árum, og er enn á lífi
fjöldi fólks, sem sá atburðinn
með sínum eigin augum, svo
enginn vafi leikur á um sann-
leiksgildi hennar. Og ef menn
greinir á um eitthvað, þá stafar
það af því, að einn hefir séð
þetta en annar hitt, því þetta
skeði ekki á einum degi, held-
ur á fleiri mánuðum.
Þar sem hér er um að ræða
einhverja þá stórkostlegustu
reimleika, sem sögur fara af
hér á landi, þá hefi ég lagt
kapp á að vanda til heimild-
anna, og eru þær því margar.
En aðalheimildirnar þær, sem
nú skal greina:
1. Frásögn Hjartar hrepp-
stjóra Þorkelssonar á Ytra-
Álandi í Þistilfirði. Birtist í
Lögréttu 14. maí 1913.
2. Þættir úr dagbók minni,
sem eru skráðir því nær jafn-
óðum og atburðirnir gerðust, í
febr. og marzmán. 1913.
3. Munnleg frásögn Kjartans
Þorgrímssonar, verkamanns á
Bergstaðastræti 38 hér í bæn-
um, en hann var heimilismaður
í Hvammi, er reimleikarnir áttu
sér stað.
II.
Bærinn Hvammur í Þistil-
firði er austasti bærinn í Sval-
barðshreppi, og stendur við
verið stórbýli, og hafa stundum
búið þar 4 eða 5 bændur, og nú
mun þetta vera eitt fjárflesta
heimilið á öllu landinu.
Árið 1913 bjuggu 3 bændur
í Hvammi og einn húsmensku-
maður, og mun hafa verið þá,
eins og nú, eitt af mannflestu
heimilum í sýslunni. Bæirnir
voru tveir, kallaðir efri og neðri
bær. í efri bænum bjó Arn-
grímur Jónsson, greindur mað-
ur og smiður með afbrigðum,
en hann kemur lítið við þessa
sögu. Þar var og í húsmensku
aðalheimildarmaður minn,
Kjartan Þorgrímsson. í neðri
bænum bjó Jóhann bróðir Arn-
gríms, þá ungur maður, og Að-
alsteinn Jónasson, er þá var
miðaldra maður, stiltur, gætinn
og ábyggilegur. Þess má geta,
að allir þessir bændur búa enn
í Hvammi.
Það var í neðri bænum, sem
reimleikarnir gerðust. Þar á
heimilinu var unglingsstúlka
(líkl. 18 ára), sem Ragnheiður
hét, og var uppeldisdóttir Að-
alsteins. Hún var stilt og hæg-
lát og prúð í framkomu, fríð
sýnum, gáfuð og glæsileg.
Fleira fólk verður ekki nafn-
greint, fyr en jafnóðum og það
kemur við söguna.
Það fyrsta, sem í frásögur er
færandi um atburði þessa, er
það, að um haustið og framan
af vetri 1912 tók að bera á því,
að Ragnheiður gengi í svefni,
en svefngöngur eru ekki óal-
gengar, svo þetta þótti ekkert
í frásögur færandi. En er leið
á veturinn, kom það fyrir hvað
eftir annað, að ýmsir hlutir
Þar sem margan fýsir að
heyra sagt satt og rétt frá ,slík-
um atburðum, þá er nauðsyn-
Hafralónsá, sem aðskilur sveit-
irnar Þistilfjörð og Langanes.
Á Hvammi hefir löngum
vorU færðir úr stað á nætumar
og þótti undarlegt. Sumir hlut-
irnir týiidust alveg í bili og
Skráð af Benjamin Sigvaldasyni