Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 1
UÞYiÐBLAÐIÐ SUNNUDAGS VI. ÁRGANGUR 35. TÖLUBLAÐ SUNNUDAGINN 27. ÁGÚST 1939 Galfenr- og gerningakveðskapur JÖRG EINARSDÓTTIR, sem oftast var kölluð Látrabjörg, var kona stSrvaxin og ekki fríð sýnum. Hún var skapstygg og •einræn, en prýðilega vel hag- mælt,. eins og vísur hennar bera með sér, munu margir kannast við eitthvað af peim, og eru sumar peirra húsgangar um allt Norðuriand. Björg var talin kraftaskáld, og stóð því mörg- um stuggur af henni. Hún flakk- aði oft sveit úr sveit* *) og bað sér stundum beininga, því að hún var bláfátæk, en ekki viidi hiún ganga í vist eða vera öðrum háð. Um þær mundir, sem Björg var luppi, var Jón Benediktsson í RauðUskriðu sýsiumaður í Þing- eyjarsýslu (1734—76). Honuin var illa við flakkið í Björgu og ætl- •aði hann einu sinni að hefta för hennar. Björg frétti þetta og ■kvað: Tálí pretta örgu ann, aldrei dóma grundar, máli réttu hallar hann, hveigi sóma stundar. Vísa pessi barst til sýslumanns. Hann varð bálreiður og stefndi Björgu um kveðlinginn, en þeg- ar málið kom fyrir, bar hún af sér ámælið og sagði, að að.rir hlytu að hafa afbakað vísiuna af illvilja til sín, því að hún hefði -einmitt ort hana öfugt við það, sein hún væri höfð eftir sér, og *) Sagt er, að Björg haö ort sveitavísur um flestar sveitir á Niorðurlandi, en ég heö aðeins heyrt vísur um nokkrar sveitir 'i Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar- sýslu. Vísur þessar eru flestar meinyrtar, og finnur Björg víðast æitthvað að. kvaðst ekki geta gert að því, þótt vísan væri höfð aftur á bak. Björg sagðist hafa ætlast til að vísan væri kveðin svona: Stundar sóma, hvergi hann hallar réttu máli, grundar dóma, aldrei ann örgu pretta táli,*) — og varð sýslumaður að láta svo búið standa. "Einu sinni ætlaði sýsiumaður að láta Látra-Björgu vinna eið, en henni var það óljúft, og kvað hún þá vísu þessa: Beiði ég þann, sem drýgir dáð og deyð á hörðum krossi leið, að sneiða þann frá nægð og náð, sem neyðir mig um sjöttareið. Sýslumaður hætti við að. láta Björgu vinna eiðinn, þegar hann heyrði visuna, því að honum stóð stuggur af ákvæðisorðum hennar og þótti hann þó fylgja sér fast að málum. Einu sinni hafði sýslumaður dæmt einhvern vesaling hart fyr- ir litlar sakir, og er þá sagt, að hann hafi kveðið vísu þessa: Dómarinn Jón, þú dæmdir mig, dómurinn sá er skæður. Dómarinn sá mun dæma þig, sem dómunum öllurn ræður. Sumir segja, að vísan sé eftir Látra-Björgu, en svo brá við hana, að sýslumaðúr tók langa sótt og stranga, sem leiddi hann *) Sumir segja, að Björg haö ort vísu þessa til Þórarins Jóns- sonar, sýslumanns á Grund í Eyjafiröi, en að réttu lagi mun hún vera eftir sérá Jón Þorgeirs- son & Hjaltabakka (dv 1074), sbr. Huld I, bls. 70. til bana. Hann gaf fátækum mönnurn í Reykjadal jörðina Kotamýrar áður en hann dó. Einu sinni var mjög hart vor, og var komið að mannfelli á Látraströnd. Sveitarmenn tóku það því til bragðs, að róa til fiskjar, þótt ekki hefði orðið lífs vart í langan tíma, og var Björg í förinni. Um leið og þeir lögðu frá landi, kvað Björg: Sendi drottinn mildur mér rninn á öngul valinn flyðru þá, sem falleg er, fyrir sporðinn alin. Þetta varð að áhrínsorðum, því að um daginn dró Björg flyðru, sem var liðúg alin fyrir sporðinn, en þess eru fá dærni. Á næsta bæ við Látur voru Eernar s-vo óspakar eitt surnar að ]>ær urðu ekki hamdar í heima- högum. Húsfreyja bað Björgu að reyna til þess að spekja þær. Hún fcom á sitöðul og kvað nokkr ar vísur yfir ánum. Þessi er ein: Krefst ég allra krafta lið, kvæðið sé eflandi, að aldrei fjallafálur þið, farið úr heimalandi. Þetta var litlu eftir fráfærur, én svo brá við vísuna, að ærnar komu heim sjálfar á hverju máli fram á hausit. Eitt haust reri Látra-Björg sem oftar, og gerði sunnan storm og nepju mikla, er þau voru í sátri. Félagar Bjargar báðu hana að taka nú tH listar sinnar og kveða iníður nepju þessa, en hún yppti öxlui?i og sagði, að sér mundi Iítið verða ágengt, þótt hún freist aði. Samt kvað Björg: Bið ég höddur blóðugar, þótt bíegði Upp faldi sínúm, ránar dætur reisugar rassi að vægja mínum. Þegar leið á dáginn, lygndi, því að fjallakast hafði verið um morguninn, en skipverjar þökk- uðu það vísu Bjargar. Eitt sinn kom Björg kerling að Skinnastöðum til Vigfúsar prests Björnssonar (d'. 1808), og vítti hann hana harðlega umverð gang hennar. Eigi er þess getið, að Björg kvæði nokkuð í þetta sítiptí, en htin vavs i þMngu skapí er hún gekk burt. Prestur átti ungbarn í fóstri; tók það sótt þunga eftir þetta og lá lengi, við dauðann; kenndu menn þetta Látra-Björgu. Eina nótt dreymdi fóstru barnsins, að Björg kæmi til hennar og segðist skyldi vaka yfir barninu þessa nótt, en það andaðist um nóttina.*) Suriúr eigna og Látra-Björgu vísuna: Sunnan og vestan sendi vind o. s. frv., sem prentuð er í Þjóðs. og munnm. I, bls. 413 og er eignuð þar Þorvaldi Rögn- valdssyni á Sauðanesi. Þeir, sem eigna Björgu vísuna, segja, að ræningjaskipið hafi verið enskt. Einu sinni varð til rætt um kraftaskáld, þar sem Látra-Björg var við. Sagði þá einhver við hana, að hún geti kveðið Gríms- ey til lands, og skoraði á hana ao gera það. Þá kvað Bjöig: Þótt fjöllin geti ég fært úr stað fyrir vísu og kvæði, ég girnist ekki að gera það, nema guð um leyfi bæði.*) *) Tvær seinustu sögurnar eftir Gráskinnu Gísla Konráðssonar. *) Sbr. Þjóðs. Jóns Þorkelsson- sonar-1899 bls. 395. Þar er visan eignuð Þorvaldi Rögnvaldssyni á Sauðanesi.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.