Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 5
5 Stofnanir pessar hafa margvís- legt gildi fyrir hin ýmsu ríki. Þau eru hentug athvarf fyrir þegna sjálfra peirra, er ferðast um þessi lönd. Auk þess getur naumast betri leið til að vekja athygli á viÖkomandi framleiðslu vöru'm. Það er einmitt á þennan hátt, sem menn hafa komizt í kynni við margar tegundir matar, ávexti, osta, vín t. d., er skara fram úr að gæðum og síðar öðlast almenna hylli og seljast öðrurn fremur. Það virðist ef til vill ekki væn- legt fyrir okkur Islendina að ráð- ast í þess konar framkvæmdir. Ég tel þóástæöutilaðathugaþað mál rækilega frá öllum hliðum. Ég hefi trú á því, að matstofa í. d. í einhverri stórborganna, þar sem við hefðum úrval fiskjar eða síldar í hundruðum rétta, gætu komið okkur að liði. Auk þess sem slíkt opnaði augu manna fyrir þessum afurðum okKar og yki eftirspurn þeirra, stuðlaði starfsemi þessi að almennum kynnum landsins og yrði oss nýt- ari fyrir þær sakir en margt ann- að, Það yrði jafnvel einkar heppi- legt, að við hefðum slíka stofnun í París. Sú borg er engu siður miðstöð Evrópu á sviði verzlunar og viðskipta en menningannála. Við getum naumast vænst þess að hafa staðföst viðskipti við einræðisríkin á ókomnum árum. Það er markmið þeirra að vera sjálfum sér nög, og að því stefna þau fullum fetum. Auk þess staf- ar okkur nokkur hætta af því fyrir sjálfstæði okkar að komast undir áhrifavald þeirra þjóða, er iiuist merkis* daga I iíli flai m&ð pví að láta taka af yður nýfa iiésmpd á Ijósmyndastofu SiprSar OuðmnndssoiiaF Lækjargðtu 2. Sími iBBQ Heimasími 4980. ALÞÝBUBLAÐI0 Verkföll í Ameríku. Myndin er frá síðustu verkföl lum í Cleveland í Ohio, þar sem 3000 verkfallsmenn börðust við 500 lögreglumenn fyrir utan eina af bílaverksmiðjum borgarinnar. reka svo hlífðarlausa landvinn- ingapólitík. Framtíðarverzlun okk- ar verður við lýðræðisríkin og Vesturálfuna, er enn hafa í héiðri • heilbrigð millilandaviðskipti- Það er jafnvel ekki Tráleitt að mark- aðir opnist okkur hjá Frökkum sjálfum. Otvegur þeirra hefir minnkað upp á síðkastið, og bú- ist er við, að íslandsveiðarnar hætti senn með öllu? Þær þykja ekki borga sig lengur, einkum sakir breytinga, er orðið hafa á kjörum sjómanna. Árið 1884 áttu Frakkar yfir 300 fiskiskip við strendur landsins. I byrjun stríðs- ins 1914 var tala þeirra 72 og 1934 aðeins 12. Nú í apríl var séldur seinasti báturinn, er stund- að hefír handfæraveiðar við fs- land. En þar með er liðinn und- ir lok sá forni og sögulegi at- vinnuvegur Frakkanna, er varað hefir hálfa þriðju öld, og fylgt hafa bæði stórir sigrar og áföll þung. IV. Ég gat þess að framan, að jafnframt því sem við réðumst til nýrra átaka á sviði atvinnu- málanna bæri nauðsyn til að hyggja nokkuð að vörum lands- ins- fslendingar eru friðsöm þjóð, sem temur sér eigi að brjóta heilann um hernáðarmái. Þó mun visast nú að horfast í augu við sannleikann og taka því, sem að höndum fer, með fullri einurð. Ég hefi reynt að benda á, hvernig straumar tímans gætu leikið land vort, og aldrei verður brýnt um of fyrir þjóðinni að fylgjast vel með ferli þeirra dimmu skýja, er nú grúfa yfir Evrópu allri. Ég hygg raunar, að það sé ekki fyr- ir kjarkleysi vort eða siðferðis- skort, að við búumst svo lítt gegn aðsteðjandi hættum, heldur miklu frekar sakir þess, að við teldum slíka viðleitni með öllu einskisnýta vegna fámennis okk- ar. Við nánari athugun virðist samt sem þessi skoðun styðjist ekki við fullgild rök. Auk þess sem landið sjálft er þannig úr garði gert af náttúrunnar hendi, að það verður ætíð tortekið, er véggur úthafsins, er lýkur um okkur frá öllum hliðum, voldugri víggarður en nokkur þjóð fengi reist á landamærum sínum. Og jafnvel þött við hyggðumst al- drei að verja hendur okkar fyrir árás erlends ríkis, aftrar ekkert oss frá því, að gera ráðstafanir til þess að vernda líf þegnanna og forða frá stóru tjóni, ef til átaka kæmi um landið milli stór- veldanna. Við vitum vel, að slíkt getur átt sér stað, og það er of barnalegt að byggja vonir sínar á mannúð og mannkærleik i heims- styrjöld, þegar barist er með eldl og blóði. Mér veitist erfitt að skilja t- d. hvernig Reykvíkingar fá sofið rólega á þess konar tímurn, þegar svo er í pottinn búið, sakir tankanna alræmdu o. fl., að breyta má borg þeirra með tvéim sprengjum í brennandi rúst ir. Þó þykir auðsætt, að við gæt- Um skotið okkur undan afleið- ingum loftárása með fáum að- gerðum og litlum kostnaði. Án mikíls undirbúnings mætti sjá fyr ir, að borgir og bæjir gætu verið tæmdir á skammri stund, flug- vellir eyðilagðir, ljós slökkt ef nótt er, o. s. frv. Ekkert mælir heldur móti því, að komið væri upp varnarskýlum, sem flýja mætti til, ef í nauðir rekur. Það væri hollari starfi fyrir hina at- vinnulausu nú en láta þá krafsa með skóflu sinni að gagnlausu, svo sem tíðkast héfir, í holtum og rauðamýrum. Allt virðist benda til, að Island verði aðeins tekir frá sjó. Nú er afar ólíklegt, að nokkurt störveldanna sjái sér fært að gera úr garði flota til landsins í heimsstyrjöld. Á hinn bóginn væri hikað minna við það að senda okkur einn eða tvo báta með eitt til tvö hundruð manna áhöfn, ef væri, að með slíkum liðsafla mætti setja okkur hvaða kosti sem er. Við sjáum þannig, að okkur her fyrst og fremst að beina hujganum að sjávarsíð- unm og höfnum landsins. Það má færa rök að því, að stand- andi her komi okkur að litlu haldi, auk þess sem slíkt gæti orðið tvíeggjað vopn í svo fá- mennu ríki. Hinu fær enginn neit- áo að það er lífsnauðsyn vor, að strandvamir séu traustar og tryggðar. Við gerum okkur von- ir um, að geta lifað af eigin afurðum á ófriðartímum. Hvað verður um slíka drauma, ef fiski- flotinn væri tekinn af okkur eða séttur undir erlenda forustu? Það má vera, að þau örlög bíði okkar ekki. En hver getur gefið okkur vissu fyrir því, að við verðum Jausir í þetta sinn við strandhögg ræningja eða ágang flóttamanna. Okkur er kunnugt um, að slíkir hlutir voru ekki óalgengnir í síð- ustu heimsstyrjöld, einkum við strendur Miðjarðarhafsins. En það má draga í efa, hvort við séum miklu betur búnir nú en forðum da.ga gegn Tyrkjaráni. Ég er þeirrar skoðunar, að landi voru beri að gera úr garði hið bráðasta að minnsta kosti 4—6 vélbúna varðbáta. Er ekki ólíklegt, að við getum í því efni haft samstarf við frændþjóðir okkar á Norðurlöndum; þau sjá einnig hag sinn i því, að veiðar vlð íslandsstrendur geti haldið áfram og þróast í friði, enda þótt borist sé á banaspjótum öðrum megin hafs. Le Puy, 24. júlí 1939. i Magni Guðmundsson. — Er það satt, að þú getir unn- ið fyrir þér með því að syngja í görðum? — Nei, ekki beinlínis með því að syngja, heldur með því að flytja mig yfir í næsta garð.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.