Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ HITT OG ÞETTA * Myndin sýnir fakírinn af Ipi, sem stjórnar hinum nýju upp- reisnum í Norðvestur-Indlandi. Fakírinn, sem heitir réttu nafni Ali Naggar, hefir oft áður æst hinar hálfviltu fjalla- þjóðir til uppreisnar gegn Englendingum, til þess að gera landamæraríkið Waziristan að sjálfstæðu ríki. Um fátt eru nú meiri getg'átur en það, hvert sé næsta markmíð Hitlers og hva'ða ríki hann ætli næst að leggja undir yfirráð Þýzkalands. í þessu sambandi rifjar enska blaðið News Chronicle það ný- lega upp, að þegar tékkneska lögreglan framkvæmdi húsrann- sókn á bækistöðvum Henleins- flokksins í Prag s. 1. vor, fann hún meðal annars lista yfir fyrir- hUgaða landvinninga Þjóðverja. Hann hljóðaði á þessa leið: Vorið 1938: Austurríki. Haustið 1938: Tékkóslóvakía. Vorið 1939: Ungverjaland, Haustið 1939: Pólland. Vorið 1940: Júgóslavía. Haustið 1940: Rúmenía, Búl- garía. k Vorið 1941: Frakkland, Sviss, Luxemburg, Holland, Belgia, Danmörk. Haustið 1941: Ukraina. Þannig átti að halda áfram, og viorið 1948 var gert ráð fyrir því, að öll Evrópa og Litla-Asía lyti yfirráðum Þjóðverja. * 1 litlu þakherbergi í NewYork fannst lík af öldungi einum, er dáið hafði úr hungri, eftir því sem læknirinn sagði, er skoðaði líkið. Þetta gamalmenni hafði legið veikt í langan tíma, en átti ekki einn einasta eyri til áð kaupa sér mat fyrir. Enginn skipti sér af sjúklingnum og svo dó hann úr sulti. Það einkennilega við þetta er það, að þessi maður — hann hét Alexander Mailschew — var lyfirmatsveinn Rússakeisara. — Furstar, konungar og keisarar, (Efr sátu í hirðveizlum Rússakeis- ara, dáðust að matartilbúningi þessa manns, og ef til vill hefir eniginn maður átt völ á meiri né betri mat en hann. í bylting- lunni flýði hann, gat unnið fyrir þér í Ameríku meðan hann var heill heilsu, en nú er hann dá- inn úr hungri. Einkennileg ör- lög. * Kanadiski iðjuhöldurinn Sir. ■Riohert Hom þjáðist af svefn- leysi og þótt hann færi eftir ráð- leggingum óteljandi lækna og notaðí öll þau svefnmeðui, sem fáanleg voru í lyfjabúðum, var allt árangurslaust. Hann fékk sér meira að segja dáleiðslu- mann, en það dugði ekki heldur. En einu sinni var hann á ferð í járnbraut og sofnaði þá óvenju vært. Þetta varð til þess, að hann tók upp á því, að ferðast með járnbrautum allar nætur og svaf alltaf prýðilega. Þetta hafði að vísu ekki aðeins mikinn kostnað í för með sér, heldtir einnig mikil óþægindi, því að annan hvern dag vár hann alltaf staddur mörg hundruö mílur frá skrifstofum sínum. Nú hefir hann látið búa sér ti! sérstakt rúm heima hjá sér, sem skröltir og hossast, og síðan sefur hann eins og steinn. * Eskimóarnir á Lawrence-eyj- unni (ca. 150 km. frá Alaska- ströndum) hafa öðlast nýja hjónabandslöggjöf, sem gerir hjónaböndin mun auðveldari en áður var. Áður þurftu menn- irnir, sem kvæntust, að vinna í fjögur ár hjá væntanlegum tengdaföður sínum, áður en hann fékk að gifta sig. Nú hefir þetta yerið fært niður í eitt ár. Ennfremur hefir hjónabands- löggjöfin verið endurbætt að því leyti, að nú má fólk giftast, ef það sjálft langar til þess, en áður voru foreldrarnir einir, sem höfðu vald til að ákveða hjóna- böndin — og börnin urðu að hlýða. Gömul ráð. Nú tíðkast mjög að iðka morg- unleikfimi. í gamla daga var einnig til eitthvað í þá átt, ■—■ hlustið á hvað gamall kínverskúr vísindamaður sagði. Áður en þú ferð á fætur skaltu nudda iljar þínar svo fast að fæturnir verði heitir. Þar næst skaitu hreifa tær þínar, eina og eina í senn. Sama skaltu gera á kvöldin áður en þú gengur til hvílu. Aðra líkams- hluti nefnir hann ekki, en í stað- in gefur hann ýms góð ráð, sem alls ekki eru svo vitlaus enn í dag. Borðaðu snemma á moignanna. Farðu aldrei svangur heimari að. Borðaðu aldrei mat, sem aðeins er til að æsa matarlystina. Borðaðu þína aðalmáltíð um miðjan daginn, o:g borðaðu ein- faldan mat, hann er mest nær- andi . Borðaðu hægt og tyggðu vel, það gerir meltinguna léttari. Borðaðu aldrei svo mikið að þú' finnir til matar þíns. Borðaðu heldur lítið og oft en mikið og sjaldan. Borðaðu snemma á kvöldin. Þegar þú vaknar a morgnanna Þá nuddaðu brjóstið fast í feringr um hjartað, það örvarblóðrásina. Reyndu að komast hjá miklum ændaöu gegnum neríð, það er sérstaklega nauðsvniegt ef farsótt gengur eða þú vitjar sjúkra. Liggðu á annari hvorri hliðinni í rúmi þínu og sofna'ðu mpð kreppta fætur. Teyg'ðu þig alltaf vel þegar þú vaknar það léttir starf hjart- ans. Mundu að hjartað er það sama fyrir manninn og rótin er fyrir tréð. Ef þú tapar peningum, þá segðu við sjálfan þig að það sé nóg, sem þú átt eftir, láttu ekki peningana ræna ró hjarta þíns. GALDRAR OG GERNINGAR Frh. af 3. síðu. Margir ortu a'ðrir á móti Skauta- ljóðum, en ekki er þess getið, að Guðmundur hafi bekkzt nokkuð til við þá, enda munu þeir Þórð- ur og Jón prestur hafa verið einna tannhvassastir. Einu sinni kom unglingspiltur til Guðmundar, og var hann á leið til yfirheyrzlu hjá prestinum, því að það átti að ferma hann um vorið. Drengurinn var kom- inn af fátækum foreldrum, ef efeki á sveit, en samt hafði hann einhvernveginn getað nurl- að saman peningum fyrir tóbaks- puudi, og færði hann Guðmundi það, því að hann vissi, að hann var tóbaksmaður mikill. Piltur- inn gat þess um leið Ojg hann fékk Guðmundi tóbakið, að hann ynni pnestdótturinni hvgástum, og átti líka að ferma hana um vorið, bað hann Guðmund að liðsinna sér, svo að hann gæti féngið ðieyjarinnar, þegar að svo mætti vera fyrir aldurs sakir, en Guð- mundur tók því dauflega. Þó fékk Guðmundur piltinum seðil, þegar hann fór, og bað hann að koma honum undir höfðalag prestsdóttur, svo enginn vissi, og muna sjg um að sitja gagnvart henni, þegar þau væru spurð í næsta skipti. Pilturinn fór í öllu að ráðum Guðmundar. Þegar börnin voru spurð næst, hafði ‘stúlkan aldrei af honum augun, en áður hafði hún varla litið við honum. Nokkru seinna vakti hún máls á því við föður sinn, þve piltur þessi væri efnilegur og vel að sér, og varð þetta til þess, að prestur tók piitinn til sín og kom honum til mánris, ef ekki til prests; Tékk drengar- ur.ipn dpttur ha^ að lqkum:og var avalt hínn mesti gæfumaötu'-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.