Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 6
6 ALÞÝ©¥BL4|>«© HEIMILIÐ. KONURNAR OG BORNIN ; Ýms góð ráð fyrir \ i ’ húsfreyjuna. [ Látið aldrei grænmeti í súpur fyrr en þér hafið tekið alla froðu ofan af. Froðan festist í græn- metinu og næst ekki úr því aftur. Það er oft vont að ná flísum undan nöglum. Hreyfið ekki flís- ina, en fyllið fingurbjörg af Olíu og látið hana sitja á fingrin- Uim um stund. Þegar þér takið bana af, er auðvelt að ná flísinni burt. Léreft, sem orðið er gult, hvítn- ar aftur sé það lagt í bleyti í áfir og þvegið úr þeim og síðan þvegið á venjulegan hátt. Gamla ullarkjóla eða kápur má nota í púða. Klippið bakið úr og teiknið í það og saumið. Þegar þér saxið pétursselju, er gott að láta hana í þurrt lérefts- stykki og nudda hana í því, hún klessist þá ekki saman þegar á að strá henni yfir kartöflur eða ann- að, sem þér ætlið að nota hana til. Ef þér hafið ekki nógu mörg herðatré í klæðaskápnum undir buxur, er ágætt að festa slá inn í skápinn, vefja hana með lérefti eða einhverju efni og hengja síðan buxurnar á hana. Þegar skorinn er laukur er gott að hafa nokkrar eldspýtur milli tannanna og láta brennisteininn snúa út, þá svíður minna í augun. Til þess að hreistrið ekki fari út um allt þegar þér afhreistrið fisk, skuluð þér halda honum niðri í vatni á meðan. Saumur á skinni. Það er nauðsynlegt að kunna að sauma skinn, svo að þér standið ekki ráðalausar ef þér ætlið að láta nýjan skinnkraga á kápuna yðar í haust eða máske sauma úr gamalli skinnkápu af yður kápu á dóttur yðar. Skinn má aldrei klippa með skærum. Leggið skinnið þannig að hárið snúi niður, afmarkið síð- an nákvæmlega með krít hvernig þér ætlið að sníða, haldið í skinn- ið með vinstri hendi og skerið með hægri, hafið til þess hárbeittan hníf. ágætt er að nota rakvélar- blað, sem stungið er í korktappa. Litla skinnbúta má auka saman og nota, aðeins sé þess gætt að sami litur sé á þeim og að eins liggi í hárunum. Skinn er saumað saman á úthverfunni þannig, að aðeins er tekið í annað borðið í einu og varpað svoleiðis þétt með fínni saumnál eða sérstakri nál. sem notuð er eingöngu til að sauma skinn með. Berið vax á þráðinn. Meðan þér saumið skuluð þér gæta þess, að ýta hárunum niður með nálinni, svo þau komi ekki upp í gegnum sauminn á úthverfunni. Ef þér saumið skinnkraga, eiga hárin alltaf að liggja út til beggja hliða frá miðjunni að aftan. Alltaf á að vera saumur á skinnkrögum að aftan. Þegar þér hafið saumað saman alla búta og eruð búnar að sníða stykkið eins og þér ætlið yð- ur, þá sníðið arinað eins úr ein- hverju mjúku efni, t. d. flúneli eða vatti og fóðrið með því, þræðið það á úthverfuna með löngum sporum. Saumið síðan jaðarband með öllum jöðrum á skinninu, svo ekki komi flái í saumana. í jaðarbandið má svo sauma fóðrið eða sjálfan kápu- kragann. og prjónið prjónin til baka að hálsinum. Á næsta prjóni prjón- ið þér aðeins Vs af lykkjunum, snúið við, takið fyrstu lykkju ó- prjónaða og prjónið prjóninn út. Nú fellið þér allar lykkj- urnar af í einu og axlaaffelling- in verður jöfn og falleg. Blómkálsbúðingur. 75 gr. smjörl. 57 gr. hveiti. Vz 1. mjólk. 2 lítil eða eitt stórt blóm- kálshöfuð. 3 egg. Salt. Múskat. Blómkálið er hreinsað og lagt í kalt vatn með dálitlu ediki, svo að sniglar og ormar skríði út úr því. Skerið kross í stilkinn og lát- ið kálið í heilu lagi ofan í sjóð- andi saltvatn, látið sjóða þar til það er orðið meyrt. Tekið upp úr og vatnið látið renna vel af. síðan er kálinu skipt í smávendi. Smjörið er brætt, hveiti hrært út í, þynnt út með mjólkinni. Þetta er látið sjóða vel, tekið síðan af eldinum og látið kólna dálítið, þá er eggja- rauðunum hrært saman við einni og einni í senn, og að síðustu stíf- þeyttum hvítunum. Eldfast fat eða mót er smurt og dálítið af sósunni látið í, síðan blómkálið og síðast það, sem eftir er af sósunni. Mót- ið er svo látið í heitan ofn og þetta er bakað í V2—% klst. Hrært smjör er borið með. Þennan rétt á að borða strax og hann kemur út úr ofninum, annars verður hann vond- ur, því deigið lyftist af eggjahvít- unum, sem í því eru, og er því hætt við að það falli ef það bíður. -----------------------------♦ Sængurver og koddaver, sem hvorki á að valta eða strjúka. Sængurver og koddaver er gott að hafa úr efni, sem hvorki þarf að valta eða strjúka með heitu járni. T. d. er bómullar-,.erep“ fyr- irtaks efni. Þurrkið þvottinn úti ef þér getið komið því við, og ef þér látið hann svo á rúmin beint af snúrunum, angar af honum úti- lyktin, sem alveg hverfur ef hann er strokinn eða valtaður. Hann: Ó, ég er svo þyrstur. Hún: Þér getið fengið vatn. Hann: Þér misskiljið mig, ég er þyrstur, en ekki óhreinn. * Jón: Hvað gengur að þér Páll minn? Páll: Ég týndi hundinum mín- um. Jón: Því auglýsir þú ekki eftir honum? Páll: Hann kann ekki að lesa. * Tveir ungir flokksforingjar voru boðnir í veizlu, þar sem var dans á eftir, þar komu þeir auga á feita og gilda stúlku, sem þeir gerðu grín að sín á milli, og annar þeirra sagði hátt: — Uss, þetta er eins og skúta. Síðar tóku þeir eftir því, að stúlkan dansaði óvenju vel, annan þeirra langaði þá til að dansa við hana. Hann gekk því til hennar og bauð henni upp, en hann varð mjög skömmustulegur, þegar hún svar- aði með hæðnislegu brosi: — Nei, þakka yður fyrir, flokks- foringi. Það þarf skipstjóra til að stýra skútu. * Ef regnblettir koma á sokka, „filt“-hatta eða annað, má ná þeim úr með því að halda þeim yfir gufu. Sé vont að ná skrúfuðu loki af glösum eða öðru, er bezt að taka á því með sandpappír. 5 prjónareglur. 1. Vindið ullargarn ávalt mjög laust, annars teygist á því og þá hleypur flíkin í fyrsta þvotti. 2. Prjónið alltaf peysubakið fyrst. Verði það minna en fram- stykkið, gerir það ekkert til. Ef þér prjónið nýtt prjón er einn- ig bezt að byrja á bakinu, því að sjaldan prjónar maður eins jafnt, þegar maður byrjar og er því betra að það komi á bakið. 3. Takið alltaf fyrstu lykkjuna ó- prjónaða á hinn prjóninn, þá verður kanturinn jafn. 4. Þegar þér fellið af í háls og handvegi, þá prjónið ávalt 2 síðustu lykkjurnar saman í stað- inn fyrir 2 fyrstu, eins og stendur í flestum prjónafyrir- sögnum. 5. Þegar þér fellið af á öxlurium, þá prjónið fyrst % af lykkju- fjöldanum frá hálsinum að öxl- inni. Látið einn þriðja hlutann verða eftir á prjóninum, snúið við fyrstu lykkjuna óprjónaða Niðursoðinn rabarbari, sem er eins góður og niðursoðnir ávextir. 1 kg. af púðursykri á móti 1 1. af vatni. Rabarbarinn er skorinn í tveggja cm. langa bita, sem raðað er í niðursuðuglös þannig að þeir standi upp á endann. Vatnið soðið með sykrinum þar til hann er vel runnin, síðan er þessum legi hellt yfir bitana í glös- unum og þau látin standa opin til næsta dags. Þá eru glösin soðin þar til lokin eru föst eins og venju- legt er. Þetta er svo borðað eins og nið- ursoðnir ávextir, annaðhvort með þeyttum eða óþeyttum rjóma. — Hafið þér fengið nokkrar skipanir meðan ég var í burtu? — Já; það kom maður með byssu. sem skipaði mér að opna peningaskápinn. Það er staðreynd, að Skotarnir hafa fundið upp að hlægja ó ann- arra kostnað. Þægilegt málband. Ef þér hafið ekki málband við hendina, þegar þér t. d. þurfið að mæla handveginn á peysu, sem þér eruð að prjóna, er ágætt að nota bara eldspýtú. Hún er venju- lega 5 cm. löng.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.