Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐI© 3 Landbúnaðarmynd. Þessi vel gerða lágmynd, þar sem motivið er tekið úr landbúnaðinum, er sýnd á mikilli landbúnaðarsýningu, sem nýlega var haldin í Moskva. ínn út úr bjarginu, og hafði Guð- mundur ekki ráðrúm til að marka hionum svið, eins og þurfti, því að dvergurinn hafði orðið seigari fyrir en hann hafði búizt við. Það er haft eftir mönnum þeim, sem báru Guðmund til og frá, að öll föt hans hafi verið eins og héluð af svita, þegar þeir komu aftur. Hann sagði, að sér hefði mistekizt mjög, þar sem hann hefði kvatt þá til sín of snemma, því að enginn kostur væri á að •eiga við dverginn svo, að þeir væru við. Að svo mæltu lét Gruðmundur mennina bera sig heim aftur. Þeir búðu honum að bera hann upp að fellinu í annað skipti, en hann vildi ekki þiggja það, því að þetta tiltæki sitt hefði verið á móti guðs vilja, og kvaðst hann aldrei skyldu freista slíks framar. Sagt er, að Guð- mundur iðraðist mjög eftir þetta og að hann yrkti þá kvæðið fiugarhægð, sem enn er til. Einhverju sinni hafði Guð- mundur látið bera sig út fyrir grindagarð á Stapa eíns og oftar, þegar gott var veður, sat undir honum og var að skrifa. Þá bar svo tíl, að maður reið í hlaðið, -ofláti mikill, og fældist hestur hans, þegar hann kom auga á GuðmUnd- Maðurinn varð reiður >Ðg spurði, hvaða bölvað skrímsli þarna væri; bað hann það að klragnast á burt, því að annars lemdi hann það til bana. Guð- mundur svaraði þessu engu orði, •en lét bera síg inn aftur. Þegar maður þessi ætlaði að ríða burt aftur, varð hestur hans staður, þar sem hann hafði séð Guð- mund, og gat hann ekki komið honum úr sporunum, hvemig sem hann barðist um. Guðmundi var sagt til, og lét hann þá bera sig út aftur, veitti hann mannin- um þungar átölur og réði honum tíl þess að hæða ekki né sví- virða aumingja eða guðs vesa- linga, þótt hann væri heill og hraustur sjálfur. Eftir þetta gat maðurinn riðið leiðar sinnar, og trúöu menn, að Guðmundur hefði heft för mannsins í bráðina. Árið 1701 reið Jón Biskup iVídalín yfir Vesturland. Þegar hann kom undir Jökul, kvaðst hann vilja sjá Stapakrypplinginn og reið heim að Arnarstapa, því að þar átti Guðmundur þá heima. Biskup kom þar öndverðan dag Dg menn hans, og var veður hið blíðasta. Þennan morgun hafði Guðmundur látíð bera sig út í hlaðbrekku í kerru s'inni; hafði hann sér það oft til gamans að vagga sjálfur undir sér kerrunni á ýmsar hliðar, og gerði fiann svo enn. Þegar biskup reið í hlaðið og sveinar hans, gat sá, sem fyrstur reið, að líta, hvar eitthvað veltist til og frá í hlað- varpanum. Hann vissi ekki, hverju þetta sætti, og kallaði upp; „Hvaða ókind er þarna? Skyldi það vera reisa meri?“ í þessu bar biskup og hina heim í hlaðið; gekk þá sá, sem riðið hafði á undan, þar að sem Guð- mUndur lá, og kastaði á hann hæðniskveðju. Guðmundur leit við manninum og mælti: Ljóð af móði læt ég hér upp bera. Maður, hvar sem meri sér, maki hennar veríð þér. Við þetta brá manninum svo, að hann hljóp út í haga, þar sem hross voru mörg, og vildi láta vel að þeim. Biskup varð þess brátt vísari, hvað um var að vera, og bað hann Guðmund með inörgum fögrum orðum að taka aftur kviðling sinn. Hann var tregur til í fyrstu, en lét þó til leiðast fyrir umtölur bisltups. Gísli Konráðsson getur ekki um sögu þessa og segir, að biskup hafi gengið inn til Guð- mundar, jafnskjótt og hann kom að Stapa. Þeir tóku þegar tal saman, og leið ekki á löngu, áður en sló í kappræðu mikla með þeim. Guðmundúr varði mál sitt af kappi, og lauk svo, að biskup hljóp út bálreiður, því að hann var bráður mjög og kunni lítt að stilla skap sitt. Þegar honum var runriin reiðin, gekk hann aftur inn til Guðmundar, og hófu þeir aftur viðræður. í þetta skipti samdi þeim betur, og gaf biskup Guðmundi talsverða peninga að skilnaði. Um leið og biskup gekk út frá Guðmundi, sagði hann, að það vissi guð, að hann væri ekki greindari að eðlisfari en Guð- mundur, og hefði hann ekkert annað fram yfir hann, að {?ví er vit snerti, en fræðslu þá, er hann hefði fengið af mannavöldum. Jafnframt kastaði biskup fram stöku þessari: Heiðarlegur hjörvagrer, hlaðinn mennt og sóma; yfir hann ég ekkert ber utan hempu tóma. Sumir segja, að Jón biskup hafi vakið máls á því við Friðrik konung fjórða, að hann tæki Guðmund tíl sín, eins og áður er drepið á, en þetta mun vera mjög svo óvíst. Einn þeirra, er kváðu á móti Skautaljóðum* *) Guðmundar, hét Þórður og bjó að Haugabrekku í Neshreppi innan Ennis. Ekki ber mönnum saman um, hvort hann hafi verið Jónsson eða Halldórs- son. Guðmundur svaraði honum, en Þórður kvað aftur á mótí Guðmundi og var mjög meinyrt- ur. Guðmundi féll það illa og endaði hann annað svar sitt til Þórðar með eríndi, sem byrjar *) Skautaljóð eru prentuð í fróðlegu ljóðasafni, Akureyri 1857, en útgáfa þessi er mjög illa úr garöi gerð, því að bæði vantar í hana heil kvæði, og svo eru þau, sem eru prentuð þar mjög svo afbökuð. svo: Þrútnaðu nú o. s. frv. Þórð- ur ætlaði að svara í þriðja skipti, en þá fékk hann kverka- bólgu mikla og dó úr henni. Aðr- ir segja, að Þórður hafi orðið líkþrár.*) Séra Jón Grímsson að Hjalta- bakka (f 1724) ortí líka á móti Skautaljóðum og brigzlaði Guð- mundi þar um, að hann bæri húsgangsvöl. Guðmundur svaraði ihonum í ljöðum og sýndi fram á, að prestur gæti ekki haft rétt að mæla, þar sem hann væri kar- armaður. Hann gat þess og, að vera mætti að prestur bæri sjálf- ur húsgangsvöl, áður en lyki, og sæti því ekki á honum að láta mikið. Eftir þetta fékk prestur hnémein svo mikið, að hann gat aðeins dregizt áfram við staf með mestu harmkvælum, og beið hann þess meins aldrei bætur.*) Frh. á 8. síðu. *) Bólu-Hjálmar og ýmsir aðrir rugla Þórði þessum saman við Þórð Magnússon á Strjúgi í Langadal, en það nær engri átt, því að sá Þórður var uppi um miðja 16. öld og eftir það. *) Eftir þætti Bólu-Hjálmars. Hann bendlar séra Jón Þorgeirs- son á Hjaltabakka við söguna, en það getur ekki verið, því að séra Jón dó 1674, áður en Skaulaljóð voru ort. ÞaÖ hefir líkiega villt Hjálmar, að séra Steinn, seinna biskup, sonur séra Jóns Þpr- geirssonar, var einn þeirra, sem kváðu á mótí Skautaljóðum-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.