Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐ¥BLAÐIÐ Einhverj'u sinni orti Björg þessa vísu: Látra aldrei brenni bær, blessun guðs því veldur, allt þangað til Kristur kær kemur og dóminn heldur. Siðan er trú manna, að Látra- bær muni aldrei brenna. Einu sinni kom Björg í kaup- stað á Akureyri. Þar var þá kaup maður, sem hét Lynge. Hann hafði heyrt getið um Björgu og langaði hann til þess að sjá hana. Björgu var sagt þetta, en hún fór til kaupmanns og mælti: Sælir verið þér,**) signor Friðrik sómadjarfi. Hér er ég komin úr Höfðahverfi, horfið þér nú á þetta gervi. Fleiri vísur kvað Björg um kaupmann og Iofaði hann mjög, en honum þótti gott lofið og gaf henni gjafir. Einhverju sinni kom Látra- Björg að Möðruvöllum í Hförgár- dal, og var Stefán Thorarensen þar þá amtmaður. Honum var mjög illa við alla umferð snauðra manna. Þegar hannfrétti að Björg var komin, hljóp hann út og vildi hafa tal af henni, en hún heilsaði honum eins og hverj um óbrotnum alþýðumanni og ságði: „Sæll vertu, Stefán minn“. Amtmaður reiddist og tók að á- víta Björgu bæði fyrir ókurteisi hennar og flakk og hótaði henni hörðu, ef hún héldi slíku fram. Þá kvað Björg vísu þessa: Þó að gæfan mér sé mót, og mig í saurinn þrykki, get óg ekki heiðrað hót • hofmóðuga gikki. Að svo mæltu hélt Björg leiðar sinnar, en amtmaður kallaði til hennar, þegar hún var komin nokkuð út á túnið. Björg gegndi því engu. Amtmaður hljóp þá á eftir henni og skipaði henni að bíða; nam hún þá staðar, og seítust þau amtmaður niður. Þau ræddu saman um hríð, og vissu menn ekki, hvað fór á milli þeirra. Loksins hljóp amtmaður heim aftur og lét gefa Björgu ull og smjör allríflega. GBðtanodur s&áld Berg- Bðrsson. GUÐMUNDUR skáld Berg- þórsson (t 1705) var talinn þjóðskáld á meðan hann lifði og Jöngu þar á eftir, en nú er kveð- skapur hans farinn mjög að fyrn- ast. Hann hefir ort að minnsta kosti 14 rímnaflokka meðal ann- **) A Aðrir: Sitjið þér heMir. ars, og hefir hann víða lýst æfi sinni í mansöngum fyrir þeim, en hvergi eins greinilega og í Ðertramsrímum. Sagt er, að Guðmundur væri sonur séra Hallgríms Péturssonar, og getur það vel átt sér stað tímans vegna, því að séra Hallgrímur dó 1674, en Guðmundur er fæddur 1657. Munnmæli þessi munu þó vera á litlum rökum byggð og eiga rót sína að rekja til þess, að báðir þóttu afbragðs skáld. Guðmundur var aumingi til heilsu mestan hluta æfi sinnar og máttlaus með öllu í fótunum. Þó gat hann skriðið nokkuð, en oftast lét hann bera , sig, þegar hann þurfti að hreyfa sig eitt- hvað. Aftur var vinstri hönd hans heil upp að olnboga, og skrifaði hann með henni. Sagt er, að Friðrik konungur fjórði hafi heyrt sagt frá Guðmundi, vaxtar- lagi hans og gáfum, og hafi hon- um þótt hann vera konungsger- semi, eftir því sem sögur fóru af. Aðrir segja, að konungur hafi ætlað að ala önn fyrir Guðmundi á sæmilegan hátt. Guðmurtdi var þvernauðugt að fara af landi burt, þótt ekki væri til kotungs að venda, þar sem konungurinn var sjálfur, enda fannst hann andaður í rúmi sínu einn morg- un, meðan mál þessi stóðu yfir, og hugðu menn, að hann hefði kveðið sjálfan sig í hel. ' Guðmundur tók sjúkleika sinn,. er hann var fjögra ára gamall. Réði þá amma hans til þess að flytja hann til þriggja lauga og lauga hann þrisvar sinnum upp úr hverri laug. Þetta var gert, og versnaði Guðmundi ekki eftir það, en heilsulaus var hann eftir sem áður. Guðmundur var almennt talinn hið mesta kraftaskáld, og eru ýmsar sögur til um það. Hann þótti og forspár og framsýnn,. og til eru jafnvel sögur um, að hann hafi farið með kukl. Annars var Guðmundur almennt talinn hinn vandaðasti maður og mjög; guðrækinn. Einhverju sinni veðjuðu tveir kaupmenn, íslenzkur kaupmað- ur og danskur kaupmaður, um það 100 dölum, hvor komið gæti með betra skáld; hélt danski kaupma’ðurinn með dönskum skáldum, en íslendingurinn með þeim rsienzku. Guðmundur var þa hjá íslenzka kaupmanninum,. o.g ætlaði hann að bera hann fyrir sig. Guðmundur bað kauf)- mann að láta sig vita, þegar sæ- ist til skipsins, sem von var á danska skáldinu með, og hét hann því. Jafnskjótt og sást ti) skipsins, var Guðmundur færður til sjávar og vel um búið. Áður en skipsmenn vörpuðu akkerum,. nrælti Guömundur fram vísu, eina eða fleiri, og munu þær nú vera týndar. Óðar en skipið var lagzt, kom bátur frá því til lands,. og kvað Guðmundur tvær víisur,. meðan hann var á leiðinni. Þær munu og vera úr minni liðnar. Svo brá við vísur þessar, að danska skáldið hné niður í bátn- um og var þegar örent, en bátur- iinn hvarf aftur til skipsins við svo búið. Seinna fundust kaup- mennirnir, og spurði sá íslenzki danska kaupmanninn, hvort ekki hefði farið svo, að hann hefði unnið mál sitt, eins og .hann hefði sagt. Danski kaupmaðurinn játaði því og sagði, að sig hefði aldrei grunað, að svona mundi fara. Því næst greiddi hann ís- lenzka kaupmanninum veðféð, og er þess ekki getið, að meira yrði úr þessu. Það er haft eftir Guðmundi,. að þá væru ekki eftir nema þrír dvergar hér á landi. Einn byggi í Stafafelli, annar í kletti þar nið- ur við sjóinn, en sá þriðji fyrir austan. Guðmund fýsti mjög að> særa út dverginn í Stafafelli, því áð hann þóttist þess fullviss, að hann gætí læknað mein sín. Einn góðan veðurdag bað Guðmundur menn að bera sig upp undir fell- ið og vitja sín aftur í 'sama mund næsta dag. Þetta var gerl, en þegar komið var til hans aft- ur, var dvergurinn að eins k©m~ Ef, (Eftir Rudyard Kipling). Ef ráð þú kannt er útsjón aðra þrýtur. Og öll sín slys þeir vilja kenna þér. Ef sjálfstraust átt, og boðorð hinna brýtur, í bróðurhug þá gegn um efann sér. Ef biðlund hefir, þolinmæði ei þrjóti. Ef þú ert rægður, trútt við sannleik hald. Ef hatri mætir, hata ekki á móti, En hafðu jafnt á orði og gjörðum vald. Ef þú átt draum — en draum ei lætur blekkja. Ef dýrmæt rök — en breytir ei um hug. Ef Sigurgleði og Sorg þér vilja hnekkja, Á sama hátt skalt vísa þeim á bug. Ef heyrt þú getur sannleik er þú sagðir í sölum þræla gildru fyrir þý. Ef rifinn sér þann lífsgrunn er þú lagðir Með lúnum kröftum reist hann við á ný. Ef eins þú getur aleigunni þinni í einu teningskasti fleygt á spil, Og byrjað svo að nýju á byrjuninni Með bros á vör, sem allt þér gangi í vil. Ef vaknar hjarta og vöðvar tauga kreptir •'/( Til verks með þrotið fjör og elli-halt Og starfs á ný, þótt ekkert sýnist eftir ' Utan sá vilji er býður: „Fram þú skalt!“ Ef mælt þú getur máli þess sem leiðir Og minst við kóng: haft traust á sjálfum þér. Ef hvorki vin né óvin átt sem meiðir Og alla metur rétt, sem vera ber. Ef vinnur meðan vísir tímans bærist Hver vinnustund þér mesta gleði ljær. Er jörðin þín, og allt sem er og hrærist. Þú ert þá líka maður, sonur kær. S. E. Björnsson.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.