Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 27.08.1939, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Magni Guðmundsson: w Island í skuggsjá erlendra pjóða. NiÖurlag. Það er kunnugt mál, að um land vort eru einar stærstu fiski- göngur heims. Magn peirra og úrval er svo stórfellt, að stunda má útveginn sem höfuðatvinnu- veg því nær allan ársins hring. Samt fer því fjarri, að þessi auð- lind hafsins hafi nægt til að hatda fjárhag okkar í heilbrigðu horfi. Þvert á móti virðist svo, sem útgerð vor öll sé nú á helj- arþröm. Ástæður mætti telja fram, er gerðu þetta skiljanlegt. Þó mun óhætt að fullyrða, að hér sem fyrr gæti að nokkru svefn- höfga vors, framtaks- og úrræða- leysis. Stjórnmálamenn vorir láta sér tíórætt urn markaðshrun. Þ-essu hrikalega orði er stöðugt varpað fram fyrir þegna landsins sem lausn eða skýringu á versnandi afkomu ríkisins. Við höfum sijórra auga fyrir hinu, aö hér er hávær hvatning um það, að hefj- ast þurfi handa tii öflugra gagn- ráðstafana. Samtímis því, sem viö berjum oss á brjóst íyrir m'innkun saltfisksölunnar í Suð- urlöndum, er ínnanlandssalan sjálf í hinu hörmulegasta skipu- Iagsleysi. Við íslendingar gætum verið margfallt meiri neytendur fiskmetis en raun er á. Orsakir þess, að fæða þessi hefir hlut- fallslega lítið rúm á borðum okk- ar, eru einkum tvær: I fyrsta iagi skilningsskortur vor a nauðsyn þess, að hagnýta eigin auð og afurðir. í öðru lagi lengri eða skemmri vöntun þessa matar á stórum svæðum landsins. Ráða mætti bót á hinu fyrra með útbreiðslustarfsemi, svo og aukinni kennslu í matreiðslu fiskjar á námskeiðum og í skól- um landsins. Innflutningshöft gætu komið aö liði í þessum sökum. Það er óholl pólitík að banna kaup á fatnaði og öðrum vörum, er fá má fyrir handan sundið við þrefalt lægra verði en framleiðsla okkar getur selt, í sama mund og við birgjum okkur með erlenduik vistarforða, sem við höfum nógan og í ríkum mæli. Heppileg breyting á matar- æðl okkar gæti unnið stórvirki á sviði efnalegrar afkomu. Á hinn bóginn fer miður, hve dreifing fiskjarins er léleg og at’ö:avant á landinu. Það er full- víst, að við neyttum þess matar meira, ef við ættum jafnan kost hans- Fiskur er víða ófáanlegur um lengri tímia, þannig, að fólk neyðist til að neita sér um þessa fæðu eða kaupa í formi útflutn- ingsvöru, saltaða, þurkaða. Minnkun smábátaútgerðar, sem blómgaðist svo vel fyrir fáum ár- um, á nokkra sök á þessu. Ann- ars staðar, þar sem nægur fiskur er fyrir hendi, leggst oft á hann þungur og skaðlegur milliliða- kostnaður. Hér er verkefni fyrir ríki eða bæjarfélög- Með hagfelldu skipu- lagi mætti sjá fyrir, að allir Is- lendingar gætu daglega haft á borðum sínum nýjan og ódýran fisk. Batnandi samgöngur lands- ins greiða götu þessa umbóta- starfs til stórra muna. Þess má geta til hvatningar sjálfum oss, hð hér í frönsku sveitafylkjunum neyta menn fiskjar—að kaþólsk- um sið — á föstudögum, sem dreginn hefir verið úr djúpum hafsins sólarhring áður í 300— 600 km. fjarlægð. Að því er snertir utanlands- markaðínn, virðist raunar ekki á- stæða til að Ieggja árar í bát að heldur. Minnkun saltfisksölunnar til Spánar og ítalíu má að sjálf- sögðu bæta á tvo vegu, svo sem og hefir verið gert að nokkru. I fyrsta lagi með aukinni fjöi- breytni í verkun fiskjarins. I öðru lagi með kröftugri út- breiðsiu þessarar framleiðslu og ieitun nýrra markaða. Vaxandi áherzla hefir verið lögð — góðu heilli — á síld- vbiðarnar síðustu ár. Enn bíða okkar margar leiðir og ný verk- svið. Ekkert fær t. d. lengur hainlað því, að þegar verði hafin sela- og hvala-veiði. Rök hafa verið færð fyrir, að sú atvinna getur blómgast með ágætum á Islandi. Isfisksala hefir verið reynd nokkuð með bærilegum ár- angri. Niðursuðu fiskjar má enn auka og efla stórkostlega, bæði til eigin neyzlu og útflutnings. Loks ber að minnast þess, að dýr þau, er í sjónum lifa, hafa fleiri kosti en þann einn, að seðja hun:gur vort og matarþörf. Fisk- urinn er hráefni, sem nota má til margra þarfa. Ymsar tegundir geyma efni t. d., sem hagnýt eru við lyfjavinnslu. Aðrar koma að ffaldi við skógerð og jafnvel skartgripasmíðar. Væntanlega verður hafizt handa áður kangt um líður og möguleikar rannsak- aðir á landi voru fyrir slíkri iðju. Sala afurðanna er, svo sem fyrr segir, að miklu komin undir almennum kynnum vorum meðal erlendra ríkja. Það er auðsætt, að rökkur misskilnings þess og vankunnáttu, er hylur oss fyrir öðrum þjóðum, stendur mjög í vegi fyrir þrifum viðskiptanna. Ég hefi reynt að benda á, hvernig bæta mætti að einhverju úr þessum örðugleikum okkar. Höf- ruðvandinn er sá, að við Islend- ingar erum litiir áróðursmenn. Slíkt kemur ekki að sök í þjóð- lífi sjálfra okkar, en ólíkt horfir við í utanríkismálum, þar sem við eigum í höggi við harðvítuga samkeppni. Flestum löndum Evrópu hefir tekizt að vekja á sér 1 athygli með sérstakri vörutegund á heimsmarkaðinum. Allir kjósa t. d. öðru fremur sænska pappírinn, svissnesku úrin, hollenzka ostinn, frönsku ilmvötnin o .s. frv. Ekki virðist ókleift með öllu fyrir okk- ur ísiendinga að ryðja oss braut með einhverja slíka framleiðslu- vöru. Áður var sýnt fram á, að við höfum betri aðstöðu en nokk- ur önnur þjóð við verkun fiskjar. Einnig er oss kunnugt, að ís- lenzkt kálmeti þykir skara fram úr að gæðum og ljúffengi. Hinn óspiilti járðvegur landsins og tempraða loftsiag gera okkur kleift að komast lengra í margs konar vöruvöndun en öðrum þjóÖ um er unnt. Pa er övíða svo góðir kostir sem a Islandi tii IoOdyraræktar. Líkur benda til, að sú atvinna geti átt mikla framtíð fyrir hönd- um hér. Frá hagfræðilegu sjónar- miði ber hinu afskekkta landi voru að leggja áherzlu á fram- leiðslu þeirrar útflutningsvöru, sem verðmikil er, en lítil um- fangs. Þannig er margt, sem mælir með því, að við séum samkeppn- isfærir við önnur lönd í ýmsum greinurri. Það, sem frekar aftrar oss frá slíku, eru örðugleikar okkar svo sem áður getur og að sumu leyti dugleysi í því að koma afurðum landsins á fram- færi. Við höfum tíðkað nokkuð að gem úr gaTÖi einskonar sendiboða, er fam víða um ver- öld í „markaðsleit“. Þessi iðja hefir stundum borið árangur, en að vpnum gefst misjafnlega þó. Ég er þeirrar skoðunnar, að hér sé þörf staðfastari og reglubundn ari vinnubragða. Líklegt er, að hægra verði um vik, er utanrík- ismálin og sendiherrastörfin kom- ast í hendur sjálfra okkar. Það er nauðsynlegt, að land okkar eigi fulltrúa hjá helztu við- skiptaþjóðum okkar, er stöðugt hafi vakandi auga á öliu því, er að verzlun okkar lýtur, sölu- horfum og nýjungum á sviði framleiðslunnar. Stundum virð- ist jafnvel ekki nægja að hafa. úti allar klser og neyta hvers færis að finna vöru sinni mark- að. Það getur verið heppilegt og oft óumflýjanlegt að hafameð höndum meira eða minna út- breiðslustarf. Ég hygg, að við’ íslendingar gætum þessa atriðis. ekki til fullnustu. Aðrar þjóðir kunna betur að koma ár sinni fyrir borð í þessum sökum. Or- sakir þess, að svo þröngt er oft. um markað hér, eru ekki einungis. af pólitískum rótum sprottnareða viðskiptalegum, heldur og fyrir þaö, að Suðurlandabúum hefir alls ekki lærst að matbúa þessa vöru á viðunandi hátt. Ferða- inenn veita því eftirtekt, að fisk- ur vekur að jafnaði kurr og aðfinnslur gesta á veitingastof- um. Við nánari athugun kemur í ljös, að slíkt er engan veginn furðulegt- Það er álit allra þeirra er til þekkja, að fæða þessi er framreidd hér með afbrigða klaufaskap, auk þess sem hún er tiðurn horuð og illa varin fyrir skemmdum. Þó þarf ekki að brýna fyrir okkur Islending- um, aö fiskur getur verið hið mesta lostæti. Reynslan hefir gef- ,ið oss yfirburði í meðferð hans„ en dómar fólks um þaÖ, hvað ljúffengt er og ekki ljúffengt, eru að jafnaði furðu líkir, enda þött sumir vilji halda fram, að smekk- ur manna sé misjafn. Ýms stærri ríki, og jafnvel einnig smærri, starfrækja fyrir- tæki hjá helztu viðskiptavinun- um með það eitt fyrir augum að kynna framleiðslu sína. I París má sjá m. a. veitingaskála, gríska, ungverska, rússneska t .d. þar sem vegfarendum gefst kost- ur á að neyta fæðu þess lands, er í hlut á, framreidda á þjóð- lega vísu og í þjóðlegu umhverfi- Starfsfólk klæðist þjóðbúningi. þjóðlegir söngvur eru sungnir, þjóðlegir dansar sýndir o. s. frv-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.