Alþýðublaðið - 03.09.1943, Page 2

Alþýðublaðið - 03.09.1943, Page 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 30. september 1943» Br Steindór neitar að taka npp Þingvaliateróir á sunnpdcpm. En býður að lána póst- @n sinta máfiastjórn bfifia tll peirra! Hefur sagt upp sérleyfi því, sem hann hefir haft á Þingvallaleiðinni. --------♦------- PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN hefir nýlega skrifað • Steindóri Einarssyni og farið fram á það, að hann tæki aftur upp áætlunarferðir á sunnudögum til Þingvalla. Steindór Einarsson svaraði strax að hann sæi sér ekki fært aðverða við þessum tilmælum Hins vegar gerði hann póst- og símamálastjórninni það bofT, að hann skildi lána henni 3 bifreiðar til þess að hafa á þessari leið á sunnu- dögum, gegn því skilyrði, að hún sæi um rekstur þessara áætlunarferða og bæri ábyrgð á þeim. Póst- og símamálastjóri sagði í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, að að vísu hefði borizt svar frá Steindóri, ef svar skyldi kalla — en það leysti ekki málið. Þess skal getið að Steindór Einarsson hefir sagt upp sérleyfi sínu á Þingvallaleiðinni með tveggja mánaða fyrir vara. En póst- og símamálastjórnin telur hann bundinn við sérleyfið til 1. marz 1944. Niðurniðsla Skálholtsstaðar: ef hún verður ekki rifin. Athyglisvérðar tillögur hiskups um framtíð þessa sögufræga staðar. B ISKUPINN herra Sigurgeir Sigurðsson hefir skrifað kirkjumálaráðuneytinu lýsingu á ásigkomulagi Skál- holtskirkju. Jafnframt ber biskupinn fram við ráðuneytið mjög athyglisverða tillögu um framkvæmdir á staðnum. Mörgum ferðamönnum, sem komið hafa heim að Skálholti, hefir blöskrað niðurníðsla stað- •arins. Hér er þó ekki á neinn hátt um að saka ábúanda Skál- holts, því að það er hið opin- bera, sem á að hafa umráð þessa fræga sögustaðar og sýna honum ræktarsemi. Það má fullyrða að menn hafi orðið fyrir miklum von- brigðum, er þeir hafa komið til Skálholts, fyrst og fremst fyrir niðurníðslu kirkjunnar, en einnig fyrir þá sök, að kirkju- garðinum hefir enginn sómi verið sýndur. Nýlega hafa einstaklingar tekið upp hjá sjálfum sér að éttÍBBia vlð atvinHuleysi Umræður i bæjarstjórn í gær um atvinnuhorfur í vetur. Jihaan 0. Ólafs- son hæjarfópti á ísafirði. RIKISRAÐSFUNDUR var haldinn í gærmorgun. Þar var samþykkt að veita bæjarfógetaembættið á ísafirði Jóhanni Gunnari Ólafssyni bæjarfógetafulltrúa í Hafnar- firði. Verkfræðinám við hðsðkiann hér við- nrkennt í l. S. A. FYRIR STRÍÐ hlutu ís- lenzkir verkfræðingar alla sérmenntun sína erlendis; flest- ir í Danmörku, Noregi eða Þýzkalandi. Eftir að sambandið við meg- inlandið rofnaði, ákvað Háskóli íslands að stofna kennsludeild fyrir verkfræði, þar sem stúd- entum gæfist kostur á tveggja ára námi í alm. verkfræði, er gæti orðið þeim undirbúningur að frekara sérnámi erlendis. Þessi deild háskólans tók til starfa haustið 1940 og hefir kennslan verið sniðin eftir kröfum verkfræðingaskólans í Kaupmannahöfn (Polyteknisk Læreanstalt). S.l. vor sendi Upplýsinga- skrifstofa stúdenta sendiráði Is- lands í Washington erindi urn mál þetta og greinargerð um tilhögun verkfræðinámsins hér, ásamt tilmælum um, að sendi- ráðið leitaði viðurkenningar (Frh. á 7. síðu.) Tillaga fa*á Mai'aMI ISabmuads- s ynfi um skipssiB nef radap sampykkf r IL ERU þeir menn, sem halda, að á yfirstandandi tím- um sé sízt af öllu ástæða til að ræða um atvinnuhorfur verkamanna í Reykjavík. — Á þessa leið fórust Haraldi Guðmundssyni orð á bæjarstjórnarfundi í gær, þar sem atvinnuhorfur í Reykjavík á komandi vetri voru mikið ræddar. Og Haraldur hélt áfram: „En þetta er ekki rétt. Ég er full- komlega sammála því, sem hér hefir verið haldið fram: að veru- I leg hætta sé á því, að atvinnuleysi geri vart við sig í Reykjavík þegar á komandi vetri.“ UnBPœðupnap. Umræður þessar um atvinnu- horfur í Reykjavík spunnust út af þrem fyrirspurnum, sem Sigfús Sigurhjartarson lagði fyrir borgarstjóra. í fyrsta lagi spurðist Sigfús fyrir um það, hvort borgarstjóri feldi líklegt, að atvinnuleysi yrði í borginni á komandi vetri. í öðru lagi hvort borgarstjóri teldi bæjar- félaginu ekki skylt að leitast við að koma í veg fyrir atvinnu leysi borgarbúa. Og í þriðlja lagi hvað liðí störfum þeirra þriggja nefnda, er á s. 1. vetri voru kosnar til að rannsaka og gera tillögur um aukningu at- vinnulífs í bænum (á sviði sjáv arútvegs, iðnaðar og ræktunar). Fyrirspyrjandi rökstuddi fyr irspurnir sínar einkum með því, að sér virtist allar líkur benda til þess, að atvínnuleysi yrði í bænum, þegar hitaveiitunni lyki. Hinsvegar yrði að telja, að með skipun nefndá þeirra, er að var vikið í fyrirspurn- unum, hefði bæjarstjórn látið í ljós þann vilja sinn, að reyna að koma í veg fyrir atvinnuleysi í bænum og stuðla að aukinni starfsemi meðal bæjarbúa. Hins vegar væri sér’ekki grunlaust um, að nefndir þessar hefðu verið harla athafnalitlar til þessa. Svör borgarstjóra við þessum fyrirspurnum voru harla loðin. Um fyrstu fyrirspurnina lét hann þess getið, að hann myndi hafa litlu meiri möguleika til að svara henni en fyrirspyrj- andi sjálfur.' í saqnbandi við aðra fyrirspurnina lét hann þess getið, að ekki bæri bæjarfélag- inu lein lagaskylda til að halda uppi atvinnulífi í bænum. Og það væri kannske miklu meira undir löggjafanum' komið en stjórnendum bæjarins, hversu til tækist í atvinnumálum borg- arinnar. Störf nefndanpa þriggja hvað borgarstjóri að ekki mundu vera langt á veg komin enn. Hann hefði hins vegar beðið dr. Björn Björns- son að fylgjast með því fyrir sig, hvað miðaði störfum þeirra og leitast við að hafa áhrif í þá átt, að þeim yrði hraðað. Tillaga Hapalds Eftir þetta kvaddi Haraldur Guðmundsson sér hljóðs og lét Frh. á 7. síðu. reisa minnisvarða yfir Brynjólf biskup, einhvern mesta kirkju- höfðingja, sem við höfum átt — og skyldulið hans. Tilgang- urinn mun hafa verið góður, en það virðist kóróna þá van- rækslu, sem Skálholtsstað hefir verið sýnd, að einstaklingi skuli hafa verið leyft að reisa slíkan minnisvarða., án nokk- urrar íhlutunar opinberra yfir- valda. í sumar hefir Sigurgeir Sig- urðsson biskup farið í vísitas- íuferð um Árnessprófastsdæmi. Heimsótti hann og að sjálf- sögðu Skálholtskirkju. Eftir heimkomuna ritaði hann kirkju málaráðuneytinu eins og að framan segir um Skálholtsstað og er lýsing biskupsins og til- lögur þær, sem hann kemur með um framkvæmdir á staðn- um, mjög athyglisverðar. í bréfi sínu, sem Alþýðu- blaðið hefir séð, skýrir biskup fyrst frá ásigkomulagi kirkj- unnar. Segir hann að kirkjan sé í svo hrörlegu ástandi, sem frekast geti orðið, og sé það þjóðinni til vansæmdar. Telur biskup að kirkjan sé svo illa komin, að ekki sé hægt að verja fé til þess að endurbæta hana. Segir hann að kalla megi að hún sé ómessufær að sumri til hvað þá á vetrum, og muni kirkjan þá og þegar falla sjálf- krafa, ef hún verður ekki rifin. Járnplötur eru þegar farnar að fjúka af kirkjunni, gler úr gluggum og gluggar jafnvel líka. Fer biskup fram á það við ríkisstjórnina, að hún hefji framkvæmdir um kirkjubygg- ingu eins fljótt og kostur er á. Þá getur biskup þess, að nauð- synlegt sé að girða kirkjugarð- inn, lagfæra þar leiði merkra manna og merkja þau svo að þau ekki glatist. Biskup minnist á það, að hér sé um einn helgasta og sögu- frægasta stað þjóðarinnar að ræða, og sé niðurlæging hans því hneisa. Vill hann að kirkja og staður sé endurreistur á myndarlegan hátt. Að lokum ber biskup fram þrjár tillögur við kirkjumála- ráðuneytið: 1. Að nú þegar verði hafnar framkvæmdir um að endur- reisai í Skálholti hina fornu dómkirkju í sama stíl og kirkjan var í á dögum Brynj- ólfs biskups. 2. Að biskupi og kirkjuráði verði fenginn í hendur um- ráðaréttur yfir Skálholti, svo að engar byggingar, sem kunni að óprýða staðinn, verði reistar þar, en þessir aðilar vinni að því að prýða staðinn og efla. 3. Að unnið verði að því að reist verði myndarleg prest-’ setur bæði í Skálholti og að Hólum, og að athugað sé hvort ekki sé rétt að vígslu- biskupar sitji á þessum frægu stöðurt. Tillögur biskups eru svo merkilegar, að sjálfsagt er fyr- ir þjóðina að veita þeim at- hygli- Valoeir bæjarverkfræðinO' nr var kjðrian hafn arstjóri í Reykjavfk AFUNDI bæjarstjórnar £ gær kom til atkvæða sú tillaga hafnarstjórnar, að Val- geir Björnsson bæjarverkfræð- ingur yrði valinn hafnarstjóri í Reykjavík. Var þessi tillaga hafnarstjórn ar samþykkt með 8 atkv. Sjálf- stæðismanna gegn 6 atkv. Al- þýðuflokksmanna og kommún- ista. Björn Bjarnason greiddi ekki atkvæði. í hafnarnefnd fór atkvæða- greiðsla hins vegar þannig, að Valgeir Björnsson fékk 3 atkv.,' Sigurður Þorsteinsson, settur hafnarstjóri, fékk 1 og Sigurður Thoroddsen 1 atkvæði. Tveír ísieotíiogsr fft ókeypis nám í KaBsas Citjf. Q AMKVÆMT BRÉFI, sem Upplýsingaskrifstofu stúd enta hefir nýlega horizt frá George T. Trial, höfuðsmanniK Kansas City, Missouri, Banda- ríkjunum, hefir University of Kansas City ákveðið að veita tveimur íslenzkum stúdentum ókeypis kennslu þar við háskól ann. >j Enn fremur býðst hr. Trial tiS að veita ísl. nemanda, er stund- ar háskólanám í Kansas City, ókeypis ársdvöl á heimili síntft að, ófriðnum loknum. G. T. Trial höfuðsmaður dyaldi alllengi við herþjónustu hér á landi, en fór vestur um haf í júlí s.l. Á meðan hann var hér lagði hann mikla stund á að kynna sér íslenzk skólamál og skipun þeirra. Vinnur hánn nú að samning rits um þessi efni og mun það koma út innan skamms. Áður en Trial fór vestur um haf hafði hann ákveðið að bjóða ísl. námsmanni til dvalar á heimili sínu. Lét hann þá svo um mælt við forstöðumann Upp lýsingaskrifstofunnar, að þessi gjöf sín væri vottur virðingar sinnar fyrir íslenzku þjóðinni og þakklæti sitt til íslenzkra skólamanna fyrir greiða og góða fyrirgreiðslu við áhugamál sitt. (Frá Upplýsingaskrifstofu stúdenta). Málverkasýning flBDBlaags Scbevini og borvaldar Slúla- sonar opbbó í dag. TyfÁLVERKASÝNING þeirra Gunnlaugs . Scheving. og Þorvaldar Skúlasonar var opn- uð í gær kl. 2, í Listamanna- skálanum. Á sýningunni verða um 70 myndir, þar af sýnir Gunnlaug- ur 27 málverk og Þorvaldur 2>2, en auk þess sýna báðir nokkr ár teikningar. Líklegt er að mikil aðsókn verði að sýningu þessari, því að mikill styr hefir staðið um báða þessa íistamenn. Sýningin verður opin til 15. bessa mánaðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.