Alþýðublaðið - 03.09.1943, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐID
Föstudagur 39. septembec 1943.
fU|rijfttihlaðt5
Útgefanði: Alpýðnfiekkuriim.
Ritstjóii: Stefán Pétnrsson.
Hitstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f. •
Vestiir-tslendingnr nm
Sambúð okkar við setuliðið
i -
Hvað liður störf
um hennar?
ÞAÐ hefir oft verið um það
talað og ritað, hve stór-
vægileg verkefni bíða okkar á
sviði atvinnulífsins eftir stríð-
ið. Og vissulega verður það
seint of vel -hrýnt. fyrir mönn-
iim Því að þrátt fyrir allan
stríðgróða, hefir sökum marg-
háttaðra erfiðleika af völdum
ófriðarins, vaxandi dýrtíðar
siglingaörðugleika og þar af
leiðandi efnisskorts, tilfinnan-
legt hlé orðið á aðkallandi verk-
legum framkvæmdum, ef at-
vinna og afkoma þjóðarinnar
á að vera trygg að stríðinu
loknu, þegar stríðsgróðinn og
hin frámtíðarlausa setuliðs-
vinna er á enda. ,
❖
Með þetta fyrir augum ákvað
alþingi síðastliðinn vetur að
kjósa fimm manna milliþinga-
nefnd til að undirbúa verkleg-
ar framkvæmdir og endurskoð-
un á skipulagi stóratvinnu-
rekstrar í landinu eftir styrjöld
ina og var henni í þingsálykt-
un markað víðtækt starfssvið.
í þeirri þingsályktun segir:
„Alþingi ályktar, að kjósa
fimm manna milliþinganefnd
■til að gera áætlanir og tillögur
um framkvæmdir í landinu,
þegar stríðinu lýkur og herinn
hverfur á brott. I tillögunum
verði að því stefnt, að þær
framkvæmdir, sem veita skulu
atvinnu fyrst í stað, verði jafn-
framt undirstaða að aukningu
atvinnurekstrar og framleiðslu
í landinu.
Nefndin skal ennfremur gera
tillögur um fyrirkomulag á
stóratvinnurekstri í landinu og
afskjjfti ríkisvajldsins af þeim
málum. Lögð verði áherzla á,
að skipulag atvinnurekstrarins
tryggi sem bezt, að stórfyrir-
tækin séu rekin með almenn-
ingshag fyrir augum, og að
þeir, sem að honum vinna, beri
úr býtum endurgjald fyrir
störf sín í samræmi við afkomu
atvinnureksrarins. Nefndin
skal starfa í samráði við aðrar
nefndir eða stofnanir, sem fal-
in kann að verða athugun á at-
vinnuvegum landsins eða ein-
stökum starfsgreinum. og fylgj-
ast sem bezt með starfsemi
hliðstæðra nefnda, sem skipað-
ar hafa verið erlendis.“
Svo mörg eru þau orð þings-
ályktunarinnar, sem samþykkt
var 9. febrúar síðastliðinn Vet-
ur, um þessa þýðingarmiklu
nefndarskipun.
*
Nefndin hefir nú haft nokkra
mánuði til starfs, og er það að
vísu ekki langur tími til að gera
skil svo miklu hlutverki, sem
henni var ætlað. Sjálfsagt hefir
heldur ekki verið við því búizt
að hún skilaði neinu áliti á því
þingi, sem nú er aftur nýbyrjað.
Hins vegar er því ekki að neita,
að brýna nauðsyn ber til að
hraða störfum hennar; að það
er ýmislegt, sem bendir til þess
að styrjöldin geti verið lokið
fyrr en varir, að minnsta kosti
feér á vesturhelmingi jarðar; og
FORTÍÐIN er með oss. Það
er að vísu rétt, að vér lít-
um fram í tímann frá þeirri
sjónarhæð, sem vér stöndum á;
vér sjáum sýnir, og þær heyra
til framtíðinni. En hitt er engu
síður satt, að samtímis því sem
vér horfum á þessar sýnir, og
sérstaklega eftir því sem þær
verða oss gleggri, þá finnum
vér til þess að jafnvel inn í þær
sjálfar vefjast lifandi myndir
frá liðnum árum. Vér getum
ekki hugsað oss jarðríki eins og
það muni verða án þess að hið
umliðna sé í því falið; þannig
er lögmál lífsins, þrátt fyrir
það, að oss finnst sem gömlu
myndirnar hverfi, þegar bylt-
ingar og breytingar fara fram
í huga vorúm.
Vér Kanadamenn, sem af ís-
lenzku bergi erum brotriir, finn-
um til þess, hve bræðraböndin
eru sterk, sem tengja oss við ey-
landið, sem vér komum frá; vér
finnum til þess jafnvel samtím-
is því sem vér tökum fullan
þátt í þjóðlífi Kanada og í hin-
um yfirgripsmeiri heimsmálum,
sem kanadiskar borgaraskyldur
leggja oss á herðar. Og vér öl-
um þessa tilfinningu af ásettu
ráði og fúsum vilja. Jafnframt
þessari tilfinning vonum vér að
fólkið á eynni, sem vér komura
frá, eigi hlýjan blett og við-
kvæman í hjarta sínu gagnvart
afkomendum þeirra, sem þaðan
fluttu; með því móti styrkjast
vina- og skylduböndin. Hvernig
þessi bönd birtast á yfirborðinu
skiptír minnstu, e£ vér einung-
is vitum það með vissu, að þau
eiga sér stað. Þessi bönd verða
að vera þannig í eðli sínu, að
þau á engan hátt veiki, heldur
miklu fremur styrki eðlilegan
vöxt og þroska bæði vor á með-
al hér vestra og þeirra á meðal
þar eystra.
Þótt þessi tengibönd séu ein-
ungis sálræn, þurfa þau alls
ekki að vera veik né hverful.
Einmitt það, að þau eru sálræn,
gerir þau styrkjandi og varan-
leg á báðar hliðar.
Þessi bönd, eins og öll önnur
bönd, sem einungis eru andleg,
endast aðeins með því móti, að
enginn misskilningur eigi sér
stað. Vér verðum að skilja fólk-
ið á íslandi, og það verður einn-
ig að skilja oss. Vér verðum að
skilja íslendinga, eins oq þeir
eru i dag, án tillits til þess,
hvort þeir eru eins og þeir voru
fyrir tveimur eða þremur
mannsöldrum, þegar feður vorir
og mæður komu hingað til lands
og lýstu fyrir oss ættþjóð vorri
í litla eyiandinu í norðri, eða
þeir hafa breytzt — og til þess
eru einmitt talsverðar líkur, að
þeir hafi allmikið breytzt.
Eins og það, sem hér hefir
verið sagt, er sannleikur frá
voru sjónarmiði, hannig er það
einnig víst, að fólkið á íslandi
verður að gera sitt bezta til
þess að skilja oss — ekki að-
eins örfáir einstaklingar, sem
dvelja með oss um stund líkam-
lega, en eiga heima í anda og
sannleika á íslandi miklu frem-
ur en hér.
Eðlilega hafa íslendingar
eystra breytzt, en vér höfum
einnig breytzt. Þeir verða að
reyna að skilja oss sem Kanada-
menn með kanadisku viðhorfi,
— menn, sem byggjum og bú-
um í Kanada og berjumst fyrir
Kanada — um málefni, sem
bæði áhrærir Kanada og jafn-
framt allt jarðríki. Það varðar
minnstu hvernig breytingarnar
eru mældar að því er manngildi
ÞAD hefir margt verið skrafað og skrifað um sambúð
okkar við setuliðið og við heyrum, að þvi sé haldið
fram af ýmsum, að við sýnum því ótilhlýðilegan kulda.
Okkur finnst þetta ekki réttlátt og bera vott um mikinn
misskilning á aðstöðu okkar. Því mun margur gleðjast yfir
hinni sanngjörnu grein um samhúðina við setuliðið, sem
hér birtist, eftir einn af hinum mörgu ágætu löndum okkar
vestan hafs, W. J. Lindal dómara, sem er kanadiskur horgari.
Greinin birtist nýlega í Löghergi og er hér ofurlítið
stytt.
snertir; vér verðum að gera oss
gott hvorir af öðrum eins og vér
erum.
Af þessum ástæðum ríður
meira á því en nokkru öðru, að
báðir partar staðnæmist öðru
hvoru til þess að virða fyrir sér
hvaða álit þeir hafi skapað
hvor í annars huga og hvernig
tilfinningar þeirra séu hvors
gagnvart öðrum. Hafi þess kon-
ar stefnu verið fylgt að hún hafi
valdið sársauka og andúð, þá
er það skylda beggja að leggja
allt út á bezta veg, sem mögu-
legt er. Eftir rólega og róttæka
umhugsun má oftast komast að
þeirri niðurstöðu, að um mis-
skilning hafi verið að ræðsþ
fremur en ásetning í því skyni
að spilla sátt og samlyndi. Þess
er alls ekki að vænta, áð önnur
hliðin fari lengra í því að slá
áf stefnu sinni en svo, að það
geti samþýðst borgaralegum
skyldum heima fyrir; en innan
þeirra takmarka er ekkert því
til fyrirstöðu að hvor hliðin
fyrir sig athugi grandgæfilega
áhrif þau, sem orð og athafnir
kunni að hafa á hina hliðina.
*
Á því leikur enginn efi, að
sumir vor á meðal, Kanada-
manna, koma stundum þannig
fram, að það skapar vonbrigði
hjá frændum vorum á Islandi,
svo að sem vægast sé komizt
að orði. Einkum hlýtur þetta
að eiga sér stað í sambandi við
áhuga vorn fyrir áliti lands
vors og þjóðar, og allra helzt
þegar átt er við ánægju vora
yfir hinni aðdáanlegu þátttöku
Kanadamanna í yfirstandandi
veraldarófriði. Tilfinníngar ís-
lendinga eru stundum í þessu
sambandi líkar tilfinningum
foreldra, sem finnst að ný-
kvæntur sonur sinn sjái ekk-
ert annað en sitt nýja heimili
og gleymi óþarflega fljótt þeim
heimkynnum, sem hann fór frá,
þrátt fyrir það, hversu mikið
hann eignaðist einmitt þar. Ef
þess konar sársauki á sér stað,
getum vér ekkert annað gert
en óska þess og biðja, að vinir
vorir á íslandi líti hluttekning-
araugum á aðstöðu vora og þær
skyldur, sem oss ber upp að
fylla.
Auk þess hlýtur það einnig
að eiga sér stað, að á íslandi
séu þeir vegir stundum valdir,
sem sumum hér vestra virðist
liggja í öfuga átt við þær, sem
þeim geðjast. Þetta hefir átt
sér stað síðan stríðið hófst, sér-
staklega .síðan her bandaþjóð-
anna settist þar að.
Mörgum kanadiskum Islend-
ingum veitiist erfitt að skilja
þann kulda, sem sýndur er
hernum á íslandi yfirleitt —
kulda, sem mönnum finnst
að nálgist félagslega útskúfun.
I sambandi við þennan kulda
benda menn á það, að augljós
sé skortur á þakklátssemi fyrir
það lífsnauðsynjastarf, sem her
bandamanna er að vinna í þarf-
ir alls mannkynsins, hvar sem
hann er staddur í þann og þann
svipinn. Háværar raddir, sem
lýsa skelfingu og ótta, berast
oss frá leiðandi mönnum á ís-
landi, þar sem þeim finnst að
þeir sjái í huga sér afleiðingar
hernámsins; sumir raunveru-
legar, aðrir líklegar eða mögu-
legar. Sumum hér vestra finnst
sem þessir menn séu óþarflega
hræddir, og að þeir ættu. að
gæta þess, að efnalegur hagn-
aður nú þegar og frelsi í fram-
tíðinni vegi að ninnsta kosti
eitthvað upp á móti því þjóðfé-
lagsböli og þeirri hættu fyrir
mál og menning, sem af her-
náminu kann að stafa.
Vér, Kanadamenn, megum
ekki gera oss seka um sleggju-
dóma. Ef vér hugsum oss að
skilja fyllilega hugarfar fólks-
ins á íslandi gagnvart setulið-
inu (þar sem einnig eru nokkr-
Aiglýsingar,
sem birtast eiga í
" Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnari
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá]
Hverfisgötu)
fjnrir kl. 7 að fevðldl.
Slml 4906.
jlaupom tnsknr
$ hæsta verði.
IfiúsgagnaviDnustofan
j Baldnrsgðtn 30.
ir Islendingar frá Vesturheimi),
þá verðum vér að setja oss
sjálfa í þeirra eigin spor og
spyrja sjálfa oss í hreinni ein-
lægni hvað vér mundum gera,
ef vér værum í þeirra sporum,
og vér yrðum samtímis þessari
spurningu að gæta sannreyndra
og sögulegra viðburða. Það er
mögulegt, að vér kæmumst flest
að þeirri niðurstöðu, að þeir
hefðu á réttu að standa. Um
eitt er ég viss og það er það, að
ef vér gerum þetta, þá tekst
oss að minnsta kosti að skilja
framkomu þeirra — meira að
segja þeir, sem vor á meðal eru
æstastir Kanadamenn. Vér
skulum stuttlega líta á málið
eins og það liggur fyrir.
Niðurlag á mörgun.
þá þurfurn við að vera við því
búnir að mæta hinum nýju við
horfum á svið atvinnulífsins.
En það er þessari nefnd ætlað
að tryggja með athugunum sín-
um og tillögum. Margur mun
því spyrja hvað störfum hennar
líði.
BLAÐIÐ ÍSLAND birti í
fyrradag mjög athyglis-
verða grein um sambandsmál-
að, algerlega fræðilegs efnis,
eftir Jón Ólafsson lögfræðirig.
Kemst hann að þeirri niður-
stöðu, að það sé frá þjóðarrétt-
arlegu sjónarmiði fráleitt að
byggja nokkurn uppsagnarrétt
á sambandslagasáttmálanum
við Danmörku á vanefndum af
hálfu Dana, með því að þau séu
þeim óviðráðanleg og við ekki
heldur getað efnt hann. Hins-
vegar telur hann. að deila
megi um, hvaða rétt við höf-
um öðlast til uppsagnar á sam-
bandslagasáttmálanum við hið
breytta ástand, en þar sem á
breytta ástand, en þar sem á því
leiki svo mikill vafi, væri mjög
varhugavert, að byggja nokk-
urn uppsagnarrétt á því fyrr
en búið væri að staðfesta hann
fyrir gerðardómi, samkvæmt
sambandslögunum. En allt slíkt
telur Jón Ólafsson óþarft með
því, að sambandslagasáttmál-
inn heimili okkur einhliða upp-
sögn eftir vissum reglum, og sé
því langöruggast að halda sig
að honum. Jón Ólafsson segir
um þetta efri: ,
„Þegar samningar heimila ein-
hliða uppsögn eftir vissum reglum,
þá er ávallt öruggast að fara eftir
þeim, en ekki hinum, sem vafi
getur leikið á um.
Ef íslendtngar endilega vilja
losna við sambandslögin, þá eiga
þeir með ró og virðuleik að hegða
sér svo sem fyrir er mælt í 18.
gr. samb?mdaganna um ein-
h’jTa. v-ppn'gn þeirra. í því sam-
bandi er fráleitt að ala á óviðeig-
andi blaðaskrifum um sambands-
þjóð okkar.“
Að endingu segir í þessari
athyglisverðu grein Jóns Ólafs-
sonar:
\
„Forustumenn þingflokkanna,
að Alþýðuflokknum undanskild-
um, hafa hvatt mjög til sambands-
slita við Danmörku sem bráðast,
helst áður en ófriðnum lyki, og
eigi síðar en 17. júrií 1944.
Enga frambærilega ástæðu hafa
þessir menn fært máli sínu til
stuðnings. — Hvað höfum við að
óttast? Hverjir vilja níða af okk-
ur sjálfstæði og fullveldi? Hverja
óttast þessir menn sérstaklega þeg-
ar frjálsar samgöngur, frjáls hugs-
un og frjálsar skoðanir aftur geta
notið sín þjóða á milli? — Ég get'
ekki séð að okkur stafi hætta a£
frændþjóðum okkar á Norður-
löndum í þessu máli. Ástæðu-
laust virðist að óttast afstöðu
Breta og Bandaríkjamanna eftir
yfirlýsingum þeirra að dæma. —
Ég fæ ekki séð að við þurfum að
hraða sambandsslitum meðan eng- ‘
ar raunhæfar ástæður eru færðar
fyrir því, og svo lengi hygg ég að
rétt sé að bíða og halda því, sem
við höfum nú.
Sambandslagasamningurinn er
ákaflega merkilegur samningur.
Hann mun vart eiga sinn líka í
þjóðréttarsögunni — Hann er tákn
þess frjálslyndis, jafnréttis og
bræðralags, sem náð hafði sterkum
tökum á okkur óg frændþjóðum
okkar á Norðurlöndum og koma
glöggt í ljós eftir að þau höfðu
sloppið heil á húfi úr þeim ægilega
(Frh. á 7. síiaí)