Alþýðublaðið - 03.09.1943, Qupperneq 5
Föstudagur 39. september 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
«
Norska verkalýðshreyfingin
Þegar stríðið kom til Noregs
NÝLEGA er út kominn á norsku í Ameríku bæklingur,
sem nefnist „Nazi i Norge“, skrifaður af Hákon Lie, en
gefinn út af norska Alþýðusambandinu og norska sjómanna-
sambandinu. Barst Alþýðublaðinu þessi bæklingur með
Konrad Nordahl, forseta norska Alþýðusambandsins, sem
nýlega kom hingað. Lýsir hann hinum mikla þætti verka-
lýðshreyfingarinnar í baráttu norsku þjóðarinnar við naz-
ismann síðan innrásin var gerð.
Hér birtist mjög athyglisverður kafli úr þessum bækl-
ingi um innrásina sjálfa og fyrsta sumarið í Noregi undir
oki nazismans.
EKKI er unnt að lýsa til-
finningum norsku þjóðar-
innar morguninn, sem sú fregn
kom í útvarpinu, að þýzkar
hersveitir hefðu gengið á land
í Kristjánssandi, Stafangri,
Bergen, Þrándheimi og Narvik,
og að þær væru á leið til Osló.
Þar sem orustur voru háðar,
eða loftárásir voru gerðar, var
almenningur hugrakkur og ró-
legur. Næstu klukkutímarnir á
eftir, þegar menn höfðu það á
vitundinni, að ekkert væri hægt
að gera, voru eins og djöfulleg
mara. Það, sem við Norðmenn
getum ásakað okkur fyrir; er,
að okkur vantaði þrek til þess
að hafast að fyrstu klukkutím-
ana, þegar mest reið á því að
eitthváið væri gert. Það sem
síðan hefir gerzt í Hollandi,
Belgíu, Frakklandi og Júgó-
slavíu — og ef til vill fyrst og
fremst í Bandaríkjunum mildar
þó ásakanirnar fyrir það, þegar
heil þjóð varð sem þrumu lostin
Aðra rþjóðir höfðu dögum og
jafnvel vikum saman mátt bú-
ast við innrás. En yfir okkur
kom innrásin, eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Engar stjórn-
málalegar samkomulagsumleit-
anir höfðu farið fram, áður en
til innrásarinnar kom. Sambúð
Norðmanna og Þjóðyerja var
vingjarnleg — stjórnmálalega
séð. Stefna okkar í utanríkis-
málum hafði að öllu leyti verið
hlutlaus. Hins vegar höfðu bæði
Þjóðverjar og bandamenn borið
okkur á brýn altof strangt hlut-
leysi.
Þegar þýzka innrásin kom
okkur að óvörum, hafði Noreg-
ur, fengið að búa við frið í 125
ár. Enginn gat áttað sig á því
strax, að við værum í styrjöld.
Friðurinn var orðinn okkur
sjálfsagður og eðlilegur. Við
áttum ekkert sökótt við aðrar
þjóðir og áttum aðeins eina ósk:
að fá að lifa í frið áfram, eins og
að undanförnu. Samt sem áður
var eins og við værum leystir úr
viðjum, þegar við gátum átt-
að okkur svo að við gátum bar-
izt. Fyrstu klukkutímana hafa
norsku hermennirnir ef til vill
ekki verið sérlega fram úr skar-
andi, en fljótlega áttuðu þeir
sig og hinar grimmustu orust-
ur voru háðar í norskum fjörð-
um og dölum. Styrjödin stóð í
níu vikur. Fyrst börðumst við
einir. Seinna komu Bretar,
Frakkar og Pólverjar. Fjórði
hluti þýzka flotans fórst, og
67,000 Þjóðverjar létu lífið.
Hitler, sem hafði búizt við að
leggja undir sig landið án or-
ustu, varð að kannast við það
seinna, að þetta hefði verið
hörð hnot að brjóta.
Meðan orusturnar geysuðu,
lá oft við borð, að við létum
hugfallast yfir okkar eigin ó-
sigrumt Við skildum ekki hern-
aðaraðferð Ruges hershöfðingja
þegar hann háði aðeins „tafar-
orustur“, til þess að fá frest
meðan honum bættist liðstyrk-
nr. Það var um þetta leyti, sem
þjóðsagan um ,,svikin“ mynd-
aðizt. Seinna hafa orsakir ósig-
ursins orðið okkur ljósari. Nú
vitum við, að reynslu margra
landa, hversu öflugt vopn það
er að koma á óvart. Við vorum
ekki undir árás búnir. Hernað-
arundirbúningur okkar var
ekki miðaður við leifturstyrj-
öld gegn Noregi. Litli flotinn
okkar og strandvarnirnar voru
að vísu viðbúnar, en annars
voru aðeins fáar herdeildir
vopnaðar. Ofan á þetta bættist
svo það, að strax fyrstu nóttina
gátu Þjóðverjar náð á vald sitt
öllum hernaðarlega mikilvæg-
um stöðum. Þjóðverjar höfðu
ekki aðeins yfirráðin í lofti, held
eur voru þir raunverulega ein-
ráðir þar. Þeir tóku alla flug-
velli okkar, nema Barduflug-
völlinn í • Tromsfylki, og eftir
það gátu þýzku sprengjuflug-
vélarnar eyðilagt strandvarn-
irnar. Ruge hershöfðingi varð
að skipuleggja vörn Norðmanna
alveg að nýju, og tala norskra
hermanna var aldrei meiri en
fimmti hluti þess liðs, sem Þjóð-
verjar gátu teflt fram. Ofan á
þetta bættist svo það, að við
áttum enga skriðdreka og átt-
um aðeins takmarkaða tölu
loftvarnabyssna og fallbyssna
gegn skriðdrekum.
En þetta kom bandamönnum
einnig á óvart. Þýzki herinn var
settur á land frá Kristjáns-
sandi syðra til Narvíkur nyðra,
án þess brezka flotanum tækist
að sundra skipalestunum. Og
ekki var nóg með það, að Þjóð-
verjum tækist að setja lið á
land. Þeir gátu haldið áfram
að senda liðsauka og birgðir.
Brezk árásá fyrstu klukkustund
unum eftir að Þjóðverjar settu
lið á land, hefði getað stöðvað
strauminn. En bandamenn voru
ekki undir slíka árás búnir, og
þar af leiðandi voru allar til-
raunir til þess að verja Noreg
tilgangslausar. Orsök þess, að
brezki flotinn gat ekki boðið
þýzka flotanum byrginn, va'r,
eins og okkur er kunnugt, sú
að hinn öflugi, þýzki flugfloti
neyddi hann til þess að halda
sér fjarri ströndum Noregs.
Brezku kafbátarnir gerðu að
vísu mikinn usla, en tugir
þýzkra hermanna sluppu ó-
skaddaðir fram hjá. Seinna
náðu svo þessir hermenn á vald
norsku flugvöllunum og þaðan
gátu þeir gert loftárásir á brezk
herskip, sem hættu á að sigla
inn í hina þröngu firði Noregs.
í Norður-Noregi, þar sem Þjóð-
verjar fundu enga nothæfa flug
velli ,gat brezki flotinn haft sig
í frammi án alltof mikillar
hættu, og því eins var hægt að
ná Narvík' aftur.
Eftir að Þjóðverjar höfðu tek
ið allar hafnarborgir okkar,
voru í raun og veru sáralitlar
líkur á því að Norðmenn og
bandamenn ynnu sigur í Noregi.
Því meiri ástæða er til þess að
kunna að meta þá ákvörðun,
sem Stórþingið og stjórnin tók,
þegar hún ákjvað að berjast.
Þegar við athugum þessa ákvörð
un í Ijósi þeirrar ringulreiðar,
sem var um allt landið eftir
hina skyndilegu og óvæntu inn
rás, þá krefst framkoma stjórn-
arinnar margfaldrar virðingar.
Sama ringulreiðin gerði vart
við sig innan verkalýðssamtak-
anna fyrstu klukkutímana eftir
innrásina. En bráðlega varð
annað uppi á Teningnum. Strax
þann 11. apríl kom fyrsta skip-
unin til verkalýðsins um bar-
áttu gegn Þjóðverjunum. Ávarp
ið sem var undirritað af Kon-
rad Nordahl og Lars Evensen
fyrir hönd norska Alþýðusam-
bandsins, og Martin Tranmæl
og Magnus Nilssen fyrir hönd
norska Alþýðuflokksins, var
sent út frá útvarpi stjórnar-
innar á Hamri og varð þannig
einnig kunnugt í þeim hluta
landsins, sem Þjóðverjar höfðu
náð á vald sitt. Þann 13. apríl
áttu Nordahl, Evensen og Tran-
mæl langar viðræður við Ruge
hershöfðingja á stöðvum for-
ingjaráðsins. Þar var Alþýðu-
sambandinu norska falið á hend-
ur að skipuleggja vörn almenn-
ings. Fyrst og fremst var um
það að ræða að koma vegun-
um í lag. Þetta var um það
leyti, sem frost var að 'leysa úr
jörðu. Auk þess varð að út-
vega menn til þess að gera við
flugvellina. Loks var verka-
lýðsfélögunum falið það hlut-
verk að hefja áróður í öðrum
löndum og hernumdu héruðun-
um. Starfsemi þessi hófst í
Lillehammer og var síðan hald-
ið áfram í Molde. Þá dagana,
sem stjórn Alþýðusambands-
ins fékk að starfa þar óáreitt,
voru hundruð manna skráð til
slíkrar starfsemi.
Hætt var við að verja Suður-
Noreg. Þann 28. apríl tilkynntu
bandamenn, að þeir yrðu að
hætta styrjöldinni í suðurbyggð
um, n þeir myndu halda áfram
í norðurbyggðum. Stjórnin
settist að í Tromsö, og þar hélt
stjórn Alþýðusambandsins á-
fram starfsemi sinni. Enn þá
var aðalstarfið það að útvega
verkamenn til þess að gera við
vegi og flugvelli. Samanlagt
voru um 4,000 menn ráðnir til
þessara starfa. Jafnframt
störfuðu trúnaðarmenn verka-
lýðssamtakanna að hinum ólík-
ustu viðfangsefnum. Sumir
börðust í hermannabúningum,
aðrir ritstýrðu blöðum, sumir
sáu um útvarps og fréttastarf-
semi. Þann 20. maí vár haldin
ráðstefna með trúnaðarmönn-
um verkalýðssamtakanna á hin-
um óhernumdu svæðum. Frá
þessari ráðstefnu kom ávarpið
til verkalýðsins í Noregi, þar
sem lögð var mest áherzla á ein-
ingu og samheldni allra Norð-
manna og lauk með þessum
setningum: „Við sendum bróð-
urlegar og innilegar kveðjur til
félaganna í hernumdu héruðun-
um. Við skiljum þá erfiðleika,
sem þeir eiga við að stríða, en
við vitum, að þeir gera skyldu
sína eigi að síður. Það er vor
örugga trú, að sá dagur sé ekki
langt undan þegar við getum
aftur sameinazt um sameigin-
leg störf fyrir sameiginlegan
málstað og sameiginlegar hug-
sjónir. Við höfðum til verka-
fólksins í Noregi, bæði í her-
numdu og óhernumdu héruð-
unum, og biðjum það að leggja
j sig fram í baráttunni fyrir frelsi
landsins. Markvíst verður hver
maður og kona að gera skyldu
sína í frelsisbaráttunni. Hug-
rakkir og þrekmiklir, í einingu
og trú á sigurinn munum við
berjast unz yfir lýkur. Fyrir
frelsi lands og lýðs!“
Framhald á 6. aíða.
Bifreiðaeigendur telja sig illa svikna Einkennileg fram-
_ koma ríkisstjórnarinnar. Um ferðalög og óskemmtilegt
samferðafólk.
Páfi ávarpar verkamenn.
Píus páfi XH. hélt ræðu í gær (sbr. frétt í Alþýðubl. í gær),
þar sem hann hvatti menn til þess að vinna að friði. Mynd
þessi er tekin af páfa, þegar hann ávarpaði ítalska verka-
menn 15. júní s. 1.
BIFÍtEIÐAEIGENDUR telga
sig vera grátt leikna af hinu
opinbera. í vor, þegar benzín-
skömmtunin fór fram, var til-
kynnt, að þeir, sem ekki eyddu
benzínskammti sínum, mættu
halda því, sem eftir yrði. Þegar
skömmtunartímabilið væri á enda.
Þetta var í fyrsta sinn, þegar ben-
zín var skammtað. Allir bjuggust
við því, að hin sama regla myndi
verða látin gilda, þegar þessu
skömmtimartímabili væri Iokið.
RÉTT FYRIR mánaðamótin var
tilkynnt ný benzínskömmtun og
það látið fylgja, að seðlarnir, sem
notaðir hefðu verið, væru ógildir
frá 1. september. Þetta kpm mönn-
um mjög á óvart, sem vonlegt var,
enda er þetta ákaflega óréttmætt.
Þeir, s|em hafa getað stajrfrækt
bifreiðar sínar viðstöðulaust að
kalla, síðan skömmtunartímabilið
hófst, voru annað hvort langt
komnir með benzínskammt sinn
eða alveg búnir með hann.
EN SVO ERU MARGIR aðrir
menn, sem ekki voru búnir með
skammtinn, og kom þar margt til
greina. Margir árekstrar hafa
orðið í sumar, eins og allir vitá,
og það hefir verið ákaflega erfitt
að fá gert við bifreiðar fljótlega.
Bifreiðar hafa því orðið að standa
vikum og jafnvel mánuðum sam-
an og bíða eftir afgreiðslu í verk-
stæðunum. Við þetta liðu bifreiða-
eigendurnir tilfinnanlegt atvinnu-
tjón.
AUK ÞESSA verða bifreiðaeig-
endur og bifreiðastjórar veikir,
eins og aðrir menn. Einn þeirra,
sem þainnig hefir verið ástatt um,
skrifar mér og segist hafa átt eftir
800 lítra af benzíni núna um mán-
aðamótin vegna þess, að hann
lagðist veikur og fór í sjúkrahú#.
Hann varð fyrir geysimiklu at-
vinnutjóni, og nú er honum bann-
að að bæta upp atvinnutjónið £
haust með því að hann er sviptur
því, sem hann á eftir af benzín-
inu.
ÞETTA ER ÁKAFLEGA órétt-
látt og skil ég ekki hvað veldur
þessari stefnu ríkisstj órnarinnar.
Hún hlýtur alltar að hafa reiknað
með því, að skammtinum yrði eytt.
Hvers vegna mega þá ekki menn,
sem ekki hafa getað stundað at-
vinnu sína eins og þeir gerðu ráð
fyrir, stunda hana af því meiri
krafti í vetur? Ef nokkur mögu-
leiki er á að breyta þessu, tel ég
að það sé nauðsynlegt. Annað er
að minsta kosti mikið óréttlæti.
ÞÁ KVARTA bifreiðastjórar
mjög undan því, að skömmtunar-
bækurnar séu ekki afhentar á öðr-
um tíma en þeim, þegar þeir eru
önnum kafnir við vinnu og geta
í raun og veru alls ekki farið úr
henni. Er ekki hægt að hafa af-
hendingarskrifstofuna opna til
dæmis klukkan 5—8 á kvöldin?
Og þarf afhendingin endilega að
fara fram í lögreglustöðinni? Það
er mjög óhentugt.
„VIKTOR“ SKRIFAR: „Það
þótti mér merkilegt, er ég var barn
og unglingur, hve margt gamalt
fólk var glaðlegt og kátt. Nú er
fólkið orðið alvarlegt hversdags-
lega. Stafar það mjög af einhverri
„mikilmennsku". Ég fór yfir þvert
landið í bíl nýlega. Fólkið var
þegjandalegt, líkt og það væri að
fara að jarðarför og væru allt nán-
ir ættingjar hins látna. Á einum
viðkomustaðnum komu 4 farþeg-
ar í bílinn og „voiru með“ stuttan
spiöl. En önnur stúlkan (það voru
tvö pör) var svo kát, að hún kowt
(Framh. á «. aáS».)