Alþýðublaðið - 03.09.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.09.1943, Blaðsíða 7
*&Þ6I JaqTOajdas ‘OC JnSepnjso^j Bœrinn í dag.\ Atvinnuhorfur- nar í vetur. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturlæknir er í Lyfjabúðinni Iðunni. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 íþróttaþáttur L S. í. 20.45 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í G-dúr eftir Moz- art. 21.00 „Úr handraðanum“ (Sigurð- ur Skúlason magister). 21.20 Symfóníutónleikaar (plöt- ur): a) Píanókonsert nr. 19, F-dúr, eftir Mozart. b) Sym fónía nr. 5 eftir Beethoven. 22.20 Fréttir. Samtíðin. 7. hefti þessa árgangs er nýkom- ið út. Efni: Blaðið „Akranes“. Árni Óla: Viðhorf dagsins frá sjónar- miði templara. Þóra Borg Einars- son: Þegar ég lék fyrsta hlutverkið mitt, Sýnum bókmenntum vorum meiri rækt, Guðbjörg Jónsdóttir: Molar úr djúpi mihninganna, Björn Sigfússon: Verndum örnefnin fornu, Fyrsta verðlaunasamkeppni Samtíðarinnar, þegar allt er komið í kring (saga), Bókafregn o. m. fl. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna- band af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Guðfinna Vilhjálmsdóttir og Arnór K. D. Hjálmarson, loft- skeytamaður. Heimili þeirra er Steinhólar við Kleppsveg. Enn fremur Aðalbjörg Ingólfsdóttir og Ragnar Björnsson verkamaður. Heimili þeirra er að Selvogsgötu 6 í Hafnarfirði. Skemmtun Hringsins, sem átti að verða í gærkveldi í Gamla Bíó fórst fyrir af óviðráð- anlegum orsökum. Hún verður í kvöld kl. 11.30. 82 ára er í dag Þórunn Ingimundar- dóttir, Elliheimilinu í Hafnarfirði. Börn úr sumardvölinni. í dag koma börn frá Löngumýri í Skagafirði. Upplýsingar um það hvenær þau koma er hægt að fá í síma 2344, en þó ekki fyr en eftir kl. 5 í dag. Eldsvoði á Miðnesi. Aðfaranótt miðviku- dags brann íbúðarhúsið fjós og hlaða að Ásgarði til kaldra kola. Fjórar kýr. brunnu inni og margir kjúklingar. Einnig brunnu öll hey og nær öll búslóð fólksins. Ekki er kunnugt um upptök eldsins, en talið er að hann hafi komið upp í fjósinu. Eldur kom nýlega upp í bifreið, sem var að' fara út úr bensínportinu við Lækjargötu. ■ Hafði maður nokkur brugðið upp eldspítu til að gá að hvort brúsi sem geymdur var aftan í bifreið- inni og bensín var á, læki, en við það gaus upp eldur. Varð hann mjög magnaður og gjörskemmdist bifreiðin. VERKFRÆÐINÁM HÉR VIÐURKENNT í U.S.A. Frh. af 2. síðu. amerískra verkfræðiháskóla á námi verkfræðideildar Háskóla íslands. Nýlega hefir utanríkisráðu- neytinu borizt símskeyti frá sendiráði íslands í Washington, þess efnis, að amerískir háskól- ar viðurkenni að fullu verk- fræðinám Háskóia íslands. í því sambandi nefnir sendiráðið m. a. einn kunnasta verkfræðihá- skóla Bandaríkjanna, Massa- chusetts Institute of Techno- logYi Cambridge, Massachus- etts. Áður hafa allir helztu há- skólar Bandaríkjanna viður- kennt stúdentspróf mennta- skólanna sem jafngilt hliðstæð- um prófum frá beztu mennta- skólum Evrópu. (Frá Upplýs- ingaskrifstofu stúdenta.) Frh. aí 2. síðu. m. a. orð falla á þá lund, sem að framan er greint. Kvaðst hann hafa orðið fyrir vonbrigð- um um það, hversu óskýr hefðu verið svör borgarstjóra í þess- um þýðingarmiklu ‘ málum. Ræðumaður hvaðst vera sam- mála fyrirspyrjanda um það, að hætta á atvinnuleysi væri ) yfirvofandi. Kvaðst hann álíta, að unnt væri að gera sér tals- , verða grein fyrir, hversu mikil í brögð yrðu að því á komandi vetri. Hægt myndi að fá tals- verðar upplýsingar um það, hvaða atvinna mundi stöðvast og hversu margir menn mundu missa atvinnu við það. Bæri bæjarstjórn að vinda bráðan bug að því að afla sér þessara upplýsinga og gera síðan ráð- stafanir til að auka atvinnuna í bænum, bæði með því að hef j ast handa um nauðsynlegar og aðkallandi framkvæmdir á veg um bæjarins sjálfs og svo með því að leitast við að stuðla að auknum atvinnurekstri í bæn- um. Bar Haraldur því næst upp tillögu þá, sem hér fer á eftir: „Bæjarstjórnin samþykkir, að bæjarráð kjósi fjögurra manna nefnd til þess að rann saka atvinnUhorfur bæjar- manna á vetri komandi og gera tillögur um aðgerðir til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, ef rannsóknin benti til þess, að þörf sé slíkra að- gerða. — Nefndin skili áliti eigi síðar en í nóvembermáil- uði næstkomandi.“ i Eftir að umræðurnar höfðu haldið áfram enn um stund, var tillaga Haralds borin undir at- kvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Fréítir aí aokkr- m ísleidÍBpn i Dauiörku. ' UTANRÍKISRÁÐUNEYT- INU hafa borizt svohljóð- andi fregnir af íslendingum í Danmörku: Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur hefur vinnu hjá verk smiðju Atlas frá því í maí. Helgi Bergs, verkfræðingur vinnur á tilraunast'ofu Fjöllista- skólans. Gísli Kristjánsson, landbún- aðarkandidat hefur hlotið 2500 d. kr. styrk til lífeðlisfræðilegra rannsókna á nautpeningi. Jakob Benediktsson, * cand. mag. er orðinn bókavörður við Háskólabókasafnið. Axel Arnfjörð. Píanóleikari hélt hljómleika í maímánuði og hlaut einróma lof allra blaða. Er séra Friðrik átti 75 ára af- mæli í maímánuði, héldu íslend ingar honum kaffisamsæti í K. F. U. M. Var honum afhent á- varp frá íslendingum í Dan- mörku og peningagjöf, svo og Is lendingasögurnar á dönsku, nýja útgáfan. Þorbjörn Sigurgeirsson, mag- ister vinnur hjá prófessor Niels Bohr. Hefur prófessor Bohr lát- ið svo um mælt við senriráðið, að Þorbjörn sé mjög efnilegur maður. Friðrik Einarsson, læknir, hefur lokið dönsku prófi við‘há- skólann í Kaupmannahöfh og fengið fasta kandidaststöðu á bæj arspítalanum, skurðlæknis- deild. Jón Eiríksson er kandidat á Vejlefjord Sanatorinum í sum- ar. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 fata- frakka- og kjólaefnf. Verksmiðjuútsalan Oeflnn Iðnnn Aðalstræti Mig vantar Og 2 saumastúlkur, aðra til handavinnu hina vana kápusaum. Sigurður Guðmundsson. Kápubúðin Laugavegi 35. Sendisveinn éskast ná þegar eða 15. september, MýleradavorvxveraElan ' Jes Zimsen, Brafraarstræti 16. I s s $ S s s s s s s s s \ SmurstiSi} vor er opin daglega frá kl. 8 til kl. 6. LF. RÆSIR. Skúlatúni 50. Sími 1228. Mmniragarorð uras FYRIR RUMUM 54 árum síðan eða 8. júní 1889 fæddist austur á Eyrarbakka sveinn er hlaut nafnið Sigurjón. Foreldrar hans voru þau Jón Sigurðsson í Túni á Eyrarbakka og fyrri kona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Sölkutóft á Eyrarbakka. Jón var kunnur sjósóknari austan fjalls á sinni tíð, og mikill dugnaðar maður. Um mörg ár var hann formaður í Þorlákshöfn og hafnsögum. á Eyrarbakka um langt skeið. Jón dvelur nú í Reykjav. á veg- um barna sinna, orðinn háaldr- aður. Er Sigurjón var rúmlega 10 ára misti hann móður sína. Var honum þá komið í fóstur til ömmusystur sinnar, þá búsettri á Stokkseyri. Ólst hann upp hjá henni fram um tvítugs aldur. Ungur byrjaði hann að stunda sjóinn eins og títt var um unga sveina á þeim slóðum á þeim tímum. Fyrsti skólinn hófst á árabátum enn í veiðistöðvunum eystra og síðan á þilskipunUm við Faxaflóa. Þá þótti það-mest frama von fyrir unga menn er sjómennsku stunduðu að gerast stjórnendur á kútterunum er voru stór og mikil skip í augum ungu mannanna þá. Margir ung ir menn komu frá kauptúnun- um austan fjalls á þilskipaflot- ann og síðar á togaraflotann sem skipað hafa og skipa enn veglegan sess í skipstjórnarliði íslenzkra farmanna og fiski- manna. Sigurjón var einn þess- ara ungu manna, sem var eins og hann væri skapaður til að vera á sjónum. Hann þótti strax efnilegur sjómaður, og sótti þar mjög 1 föðurkyn. Hann nam sjómannafræði við stýri- mannaskólann hér og lauk við hann hinu almenna fiskimanna- prófi 1911, þá 22 ára gamall. Upp frá því var hann stýrimað- ur og skipstjóri á ýmsum fiski- skipum. Um þriggja ára skeið, árin 1917—1919 var hann í förum til útlanda sem skipstjóri á kútter Haraldi frá Hafnar- firði. Um vorið 1921 lauk hann farmannaprófi við stýrimanna- skólann hér. Farmennskan var honum hug ljúfari en fiskiveiðar og mun það hafa ráðið mestu um er hann settist á skólabekkinn að nýju, þá 32 ára kvæntur barna- maður. En farskipakostur var þá ekki mikill á vegum íslend- inga fyrir unga framgjarna menn sem vildu gera formenn- sku að lífsstarfi sínu. Það varð því hlutskifti hans sem flestra ungra manna að sigla á fiski- skipunum hér heim. Síðustu ár- in var ha/m ýmist háseti eða stýrimaður á varðskipinu Ægir. Allir þeir, er sigldu með Sigur- jóni sem skipstjóra báru honum ágætis orð sem yfirmanni, sér- lega traustum og glöggum sjó- manni og ágætis stjórnanda Sigurður Samúelsson er kandidat á Centralsygehuset í Hiller, lyflæknisdeildinni í í sumar. þegar á reyndi. Enda mun al- drei hafa orðið slys á skipi und- ir hans stjórn. Hann var dag- farslega prúður og skapstiltur vel. Sjómennskan var honum í blóð borin og hefi ég það að kunnugra manna sögn að aldrei hafi hann verið jafn ánæðgur með lífið eins og þegar hann var kominn á flot, átti hann þó ágætis konu og heimili sem hann unni af alhug. í stéttarsamtökum sjómanna var Sigurj. ávalt heill og óskipt ur. Hann var einn af stofnend- um Sjóm.fél. Reykjavíkur þá 26 ára gamall og var hann hinn fjórði í röðinni. Árið 1940 var hann ásamt fleirum stofnend- um, sem stöðugt höfðu verið félagar þess, gerður að heiðurs- félaga. Sýndi það bezt félags- hyggju hans og tryggð við sitt gamla stéttarfélag, að þrátt fyrir yfirmanns stöðu um fjölda ára greiddi hann ávalt iðgjald sitt til félagsins og reyndist á- valt málsvari þessi í félagahópi. í landsmálum lét hann lítt uppi hvar hann stóð, enda hafa marg ir menn, er til skipstjórnar hugsa talið hollast að opinbera sem minst í þeim efnum, svo það yrði þeim ekki fjötur um fót til frama, enda þótt þeir stæðu með hug og hjarta al- þýðuhnar meginn í hagsmuna- baráttunni, undir merkjum hins lýðræðissinnaða hluta hennar. Sigurjón giftist 13. nóvember I 1913, Ingibjörgu Magnúsdóttur I frá Kolsholtshelli í Villinga- holtshreppi. Bjuggu þau 3 eða 4 fyrstu árin í Reykjavík. Síðan árið 1917 áttu þau stöðugt heim ili í Hafnarfirði. Þau eignuðust 6 börn. Eru þau öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Guð- jón barnakennari, Sigurður verzlunarmaður, Svanhildur húsfrú, Eiríkur, Haraldur og Ingimundur sem allir eru sjó- menn. Öll búa þau í Hafnar- firði. Fjögur þau elztu erú gift. Heimilislíf og hjúskaparlíf þeirra hjóna var í fremstu röð, enda var Sigurjón úmhyggju- samur og ágætis heimilisfaðir. Sigurjón var meðal maður á hæð, þéttvaxinn og þreklegur. Ágætis verkmaður var hann’ að hverju sem hann gekk og kunni sérstaklega vel til allra starfa er að sjómennsku laut, jafn á seglskipum sem vélskipum og 1 þeim efnum öllum ungum mönnum góður kennari og leið- beinandi, er með honum yoru. Fyrir mörgum árum síðan kendi hann þess sjúkdóms er dró hann til bana, sem mun hafa verið krabbamein í maga. Hann lézt í framandi landi þ. 13. júlí síðastliðinn og verða jarðneskar leifar hans fluttar til hinstu hvíldar í íslenzkri mold í dag frá heimili hans, Hverfisgötu 55 í Hafnarfirði. ,,Guð huggi þá, sem hiryggðin slær“. Siqurjón Á. Ólafsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.