Alþýðublaðið - 03.09.1943, Side 3

Alþýðublaðið - 03.09.1943, Side 3
. uSltUta^Ul I/Ot ðCptCÍUwví ^í.rx .ÁLÞYDöSLAöiÐ jafnaðarmanna látlnn laos. Verkalýðssamtökin á ítaiiu að risa úr rústum. ENSKA BLAÐJQE) „Observer“ skýrii; frá því að stjórn Badoglios hafi látið lausan ítalska jafnaðarmannaforingjann Pietro !Nenni. Nenni er einn kunnasti, foringi jafnaö|armanna á Ítalíuy Hann var ritstjóri málgagns þeirra, „Avanti“ áður en Mussolini hannaði það. Frá 1926 lifði hann landflótta í Frakklandi. En Vichystjórnin framseldi hann Mussolini fyrir nokkrum mánuð- um síðan og var honum þá varpað í fangelsi á eynni Ponza. Augljóst er að Badoglio liefir látið hann og aðra verka- lýðsforingja lausa eingöngu fyr ir hinar háværu kröfur alþýð- unnar á Ítalíu um frelsi fyrir pólitíska fanga. Tveir aðrir þekktir verka- lýðsforingjar hafa verið látnir lausir. Þeir Bruno Buozzi og Achilli Grandi. Buozzi er þekkt ur, sem helzti leiðtogi járniðn- aðarverkamanna á ítalíu frá gömlum tímum og einn svarn- asti fjandmaður Mussolinis. Grandi er fyrverandi kaþólskur þingmaður. Hafa báðir nú þegar Ibyrjað að skipuleggja samtök verkalýðsins á Ítalíu á ný, Buozzi iðnaðarverkamenn í bæjunum, en Grandi landbún- aðarverkamenn. Þjóðverjarþola sjálfir illa loft* árásir. Sænshir verkaæanul leiðtogar fara í hetm sóhn til Englaids. STOKKHÓLMUR. GUNNAB ANDEKSON vara forseti sænska verka- mannasambandsins, Valter Án- nan ritari sambandsins og Thorsten Nilsson ritari sænska Alþýðuflokksins, munu bráð- lega fara til Englands til að ræða við meðlimi úr brezka Alþýðuflokknum og verkalýðs- félögunum um ýmis vanda- mál, er fram kunna að koma eftir stríðið. Stórhostlegnr fjár- dráttnr fasista á Italin afhjðpaðnr. Þar á meðal Ciano greifa. LONDON í gærkvöldi. BANDAMENN héldu áfram loftárásum sínum á ftalíu í gær. Þeir urðu varla varir við möndulveldaflugvélar. í frétt- um er frá því sagt að hinú frægi skakki turn í Pisa hafi ekkert laskast í loftárásinni, seþi Búhidaþienn gerðu á þá borg fyrir nokkru síðan. Nefnd sú, sem Badoglio stjórn in skipaði fyrir nokkru til þess að rannsaka fjárreiður fasista- stjórnarinnar á ítalíu hefir nú þegar komizt að þeirri niður- stöðu að ýmsir fasistaleiðtog- anna hafi notað aðstöðu sína til þess að auðga sig persónu- lega. Meðal þeirra er Ciano LONDON. JOSEPH W. GRIGG, enskur blaðamaður, sem áður dvaldist í Berlín, gerði nýlega að umtalsefni, hvernig Þjóð- verjar tækju loftárásum Banda manna á þýzkar borgir. Honum farast þannig orð: „Álit Þjóð- verja á loftárásum er breytilegt eftir því hverjir það eru, sem verða fyrir árásunum. 8. september 1940 kallaði á- róðursráðuneytið í Berlín er- lenda fréttaritara á fund sinn og tilkynnti þeim að nú myndu loftárásir á London hefjast. Þann dag og næstu daga voru hermannalög leikin í þýzka út- varpinu frá morgni til kvölds, en við og við var gripið fram í með fregnum af nýjum eyði- leggingum í London. í öllum dagblöðum Þýzka- lands voru birtar fréttir undir yfirskriftum eins og þessum: „Eldi og eyðileggingu rignir yf- ir London” og „Dómur London uppkveðinn." Þýzka útvarpið sagði, að London væri orðin víti á jörðu samanborið við eyðingu Sodoma og Gomorrah. Þýzka fréttastofan sagði, þegar árásirnar stóðu sem hæst, að áhafnir árásaflugvélanna væru stóránægðar, því allar lentu þær í æsandi ævintýrum. 20. september var útvarpað frá Berlín frásögn þýzks flug- manns. Honum fórust orð á þessa leið: „Yfir London er núna einkennilega hryllileg fegurð. Svo hryllilega er borgin útleikin, að við lofuðum okkar sæla að vera í flugvél heldur en þarna niðri.“ En svo kveður við annan tón 1. ágúst 1943. „Þýzka þjóðin liggur núna undir þunga loftá- rása, sem gerðar eru á borgir vorar. Þetta eru árásir gerðar af þjóð, sem hefir enga sóma- tilfinningu, á þjóð, sem er varn- arlaus.“ ‘ greifi og Edda kona hans. Það er komið í ljós að hann á mik- inn fjölda fasteigna og annara verðmæta, sem hann hefir kom izt yfir á ólögmætan hátt. Einn ig hefir Farinacci, fyrverandi sendiherra ítala í Berlín verið fundinn sekur um samskonar fjárbrask. Berlín á friðartímum. I Mynd þessi var tekin af miðbiki Berlínar nokkru fyrir stríðið. Að undanförnu hafa flugvélar Bandamanna gert harða hríð að Berlín og hafa nokkrir hlutar borgarinnar lagst í rústir og mun þessi vera meðal þeirra. Russar taka járnbraitarbsélnn Snmy. Og tvær borgir í Donetz- héruðunum. Þeir eru nú aðeins 60 km. frá Smolensk. LONDON í gærkveldi. STALIN marskálkur birti dagskipan í kvöld í tilefni af því að Rússar hafa náð á' sitt vald járnbrautarbæn- um Sumy á miðvígstöðvunum. Sumy er þýðingarmikill járnbrautarbær 160 km norð- vestur af Kharkov. Rússar náðu þessum bæ í vetrarsókn sinni í fyrra en misstu hann aftur í gagnsókn Þjóðverja. Hini ketjalegn bár- ðtti Daia fagnað i CORDELL HULL, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna hélt ræðu í gær, þar sem hann bar mikið lofsorð á Dani fyrir frammistöðu þeirra gagnvart Þjóðverjum og sagði að Danir hefðu aldrei staðið nær Banda- ríkjamönnum en einmitt nú fyr ir hina hetjulegu baráttu sína. Tveir þingmenn á þingi Bandaríkjanna, þeir Benjp- mín Jensen, fulltrúi fyrir Iowa og Harold C. Hagen fulltrúi fyrir Minnesota, fluttu einnig ræðu og lofuðu hugrekki dönsku þjóðarinnar í baráttu hennar gegn • nazistum. Jensen benti á, að mótþrói Dana hafi aukið mjög álit Bandamanna á Dönum. Honum fórust þannig orð: „Við í Bandaríkjunum fylgjumst vel með ástandinu í Danmörku. Upplýsingar þær, sem gefnar eru um Danmörku með útvarpi og blöðum, gefa góðan vott um áhuga og hlut- tekningu þá, serrí Bandaríkja- menn, bera fyrir Dönum. Neit- un Dana við því að láta af hendi rétt sinn til að dæma Dani fyr- ir dönskum rétti hefir verið Þá segir í fréttum frá Moskva í kvöld að Rússar hafi tekið bæina Voroshi- lovsk og Budenovsk í Donetz héruðunum. Bendir þessi frétt til að Þjóðverjar sjái sig neidda til þess að hörfa' með heri sína úr Donetzhér- uðunum til þess að forðast innikróun. Rússum hefir einnig frek- ar orðið ágengt í sókn sinni til Smolensk og 'hafa þeir sótt nokkuð fram frá borg- inni Elnya og eru þeir á þeim slóðum 60 km frá Smolensk. Á Sevesk vígstöðvunum heldur sókn Rússa áfram og nálgast þeir járnbrautina á milli Kursk og Kiev, höfuð- borgar Ukrainu. Á Bryansk vígstöðvunum hafa Rússar tekið mörg þorp og bæi. mikils metin í Bandaríkjun- um.“ Hagen þingmaður lét svo um mælt: „Vináttutengsl þau, sem hafa verið milli Bandaríkjanna og Danmerkur, hafa orðið traust ari síðustu dagana. Útvarp og dagblöð í Bandaríkjunum hafa skýrt okkur frá því, að vinir okkar, Danir, eru staðráðnir í því að halda við skipulögðum mótþróa gegn tilraunum Þjóð- verja í þá átt áð taka dómsvald af dönsku þjóðinni.“ 130 pekbtir Danirj tebair fastir. s ----- s Þar á meðal mena úr sjálfri | konungsfjolskyldnnni. j ÞRÁTT FYRIR að Þjóð-J verjar hafi lýst því yfirS að allt sé með kyrrum kjör- ^ um í Danmörku, er ljóst af^ öðrum fréttum að enn erS mjög órólegt í landinu og ^ handtökum heldur áfram. ^ Hafa Þjóðverjar tekið s fasta 130 kunna Dani, og eruS á meðal þeirra nokkrir úr • sjálfri konungsfjölskyldunni. ^ Flugferðir eru nú aftur S byrjaðar á milli Svíþjóðar ^ og Danmörku. ^ T S Svíar opna sjúkra- hðs I ioregi. STOKHÓLMUR. BRÓÐIR Gústafs konungs, Karl prins, sem er forseti Rauða kross Svía, tilkynnti ný- lega, að hráðlega yrði opnað sjúkrahús fyrir borgara í Oslo, Noregi. Starfsmenn sjúkrahúss- ins verða eingöngu Norðmenn. Sjúkrahúsið mun geta tekið á móti 130 til 150 sjúklingum. Vegna vaxandi farsótta og veikinda í Norður-Noregi ætlar Rauði krossinn einnig að senda tvö tilbúin sjúkrahús og full- kominn sjúkraútbúnað til Nar- víkur og Tromsö. Dæmdur heildsali: Nýlega hefur Gísli Magnús Gíslason, heildsali, Vestmannaeyj- um verið dæmdur fyrir brot á verð lagsákvæðum. Hlaut hann 1000 kr. sekt og 50 daga vaðhald til vara. Ólöglegur hagnaður kr. 1971,58 gerður upptækur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.