Alþýðublaðið - 03.09.1943, Page 6

Alþýðublaðið - 03.09.1943, Page 6
ALÞYfrUaLAÆHfr 6 Ný bék um félagslegt ðryggi eftir striðið. Bókin er samin af Jóni Blöndal, en gefin út af félagsmálaráðuneytinu. ---------- Var útbýtt meðal þingmanna í fyrradag. S Á hinum fræga kvennaskóla Wellesley College í Bandaríkj- ’ ' unum hefir sú venja haldizt, að árlega keppa stúlkurnar S í að velta gjörðum vissa vegalengd, og er talið að sú, sem ^ fyrst verður að marki með gjörð sína, giftist fyrst af skóla- S stúlkunum Myndin er af Helen Stroud, sem var fyrst í ^ keppninni s. 1. ár. S HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. Hún söng og heimtaði að aðrir öllum ,,fýlutotunum“ í gott skap. syngju. Og það var skemmtilegt í bílnum á meðan hún var okkur samferða." „EN ÞEGAR „pörin“ voru farin, komst allt í sama horfið. Einhverj- ir höfðu orð á því, að slæmt hefði verið að missa hina lífsglöðu ung- mey. En enginn tók upp merki hennar. Fýlan lagðist aftur yfir farþegana og hvarf ekki allt til enda ferðarinnar. — Margir fara í bíl um landið og spyrja ekki um neina staði, fjöll, bæi eða annað. Þetta fólk er eins og skynlausar skepnur.“ „ÉG MAN EFTIR ÞVÍ, að ég var eitt sinn staddur fyrir utan „Edin- borgarkastala11. Þar var leiðsögu- maður, allur þakinn heiðursmerkj- um, að sýna stórum hópi manna kastalann. Hann gekk aftur á bak og flutti ræðu yfir þessu hrifna og fróðleiksþyrsta ferðafólki. En hér eir það talinn slettirekuskapur að vilja skemmta samferðafólki eða fræða það um eitthvað. Flestir kjósa þögnina, leiðindin og fáfræð- ina.“ ÉG ER HRÆDDUR UM, að þú hafir verið sérstaklega óheppinn með samferðafólk, vinur kær, — ekki er þetta mín reynsla. Hannes á horninu. Vantar duglega afgreiðslustúlku Riðtverzinn Hjalta LPssonar. Hofsvallagötu 16. .................. n.- — Höfum fyrirliggjandi: ÞAKPAPPA, 2 teg. FILTPAPPA, SISALKRAFTPAPPA J. Þorláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Sími 1280. ______________ HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. heildarleik, sem þá var ný afstað- inn, er sambandssamningurinn var gerður. Fyrir okkur er sambandslaga- samningurinn enn meira. Hann er grundvöllur fullveldis okkar og því ættum við ekki að flýta okkur neitt að því að kasta honum í körfuna. Hér bætist enn annað við. Leiðandi menn meðal stórþjóð- anna hafa undanfarið brotið heil- ann mjög mikið um það, hvernig ríkjum og ríkjasamböndum verði svo fyrir komið í framtíðinni að þessum ófriði loknum, að girt verði fyrir þær hörmungar, sem hann hefir leitt yfir þjóðirnar. Þetta er enn óleyst mál, en reynt verður að leysa það. — Þá er al- gerlega óvíst, hvaða form verða viðurkennd í ríkjum eða ríkja- samböndum. — Ég hefi þá trú, að við stöndum sterkari í náinhi vin- áttu og sambúð við frændþjóðir okkar, en án þeirra, og því sé betra að bíða.“ Þeirrar skoðunar eru fleiri! Þegar striðið kom til Noregs í lok maímánaðar var einnig haldin norræn verkalýðsráð- stefna í Stokkhólmi til þess að ræða ástandið á Norðurlöndum og einkum í Noregi. Á þessari ráðstefnu mættu fyrir hönd Noregs þeir Konrad Nordahl, Lars Evensen og Martin Tran- mæl. Á leiðinni norður yfir aft- ur — til Tromsö, fengu þeir tilkynninguna, að gefizt hefði vrið upp í hinum ójafna leik. Eftir 62 daga styrjöld með vopn í hendi átti nú að byrja ný og miklu erfiðari barátta. Næstu mánuðina var það hið vopn- lausa stríð, sem átti að heyja. Hversu sterkir myndum við verða í þeirri baráttu? Og hver verða úrslitin? (Önnur grein á morgun.) Úfbreiðið Alþýðublaðið. ÉLAGSMÁLARÁÐUNEYT ■*L IÐ hefir gefið út rit eftir Jón Blöndal hagfræðing, sem nefnist: „Félagslegt öryggi eft- ir stríðið." Var þessu riti út- býtt meðal þingmanna í fyrra- dag. , I formála fyrir ritmu segir félagsmálaráðuneytið, að all- margar nefndir og aðrir aðilar séu nú starfandi að þeim mál- um, sem megi nefna einu nafni félagsleg öryggismál og sé starfssvið ýmissa þessara nefnda allnáið. „Þótti félags- málaráðuneytinu rétt að þing- mönnum og öðrum yrði gefið yfirlit um þann viðbúnað, sem stofnað hefir verið til í þessum efnum af hálfu þings og stjórn- ar. — Hefir Jón Blöndal hag- fræðingur tekið saman yfirlit þetta, jafnframt því sem hann hefir samið stutta ritgerð um þau málefni, sem telja má að falli undir hugtakið „félagslegt öryggi.“ í formála sínum fyrir ritinu segir Jón Blöndal: „Síðan stríðið hófst hafa orðið miklar umræður víðs veg- ar um heiminn um skipulagn- ingu framleiðslunnar og ann- arra þjóðfélagshátta eftir stríð- ið. Ófriðurinn hefir víðast hvar haft í för með sér útrýming at- vinnuleysisins. Er ekki eðlilegt að sú spurning vakni með ó- mótstæðilegum krafti: Ef hægt er að útrýma atvinnuleysinu á stríðstímum, er það þá ekki einnig hægt á friðartímum? En auk þess hefir styrjöldin haft í för með sér ýmis ný viðhorf á mörgum sviðum. Tækninni hef- ir fleygt fram á ný, en ekki síð- ur má benda á mjög breytt- við- horf, bæði á meðal almennings og forystumanna í stjórnmál- um, til atvinnu- og félagsmála. Víða kveður við: Gamla skipu- lagið, gamli tíminn kemur aldrei aftur. í alþjóðamálum verður að finna nýtt skipulag, ef ekki á allt að sækja í sama horfið, það verður að afnema hinar óeðlilegu tálmanir á frjálsum viðskiptum þjóðanna, það þarf að gera þá breytingu á framleiðsluháttum, að at- vinnuleysi í þeirri mynd, sem var fyrir stríðið, þekkist ekki framar, það er hægt að tryggja hverjuih þjóðfélagsþegn ákveð- ið lágmark af lífsnauðsynjum. Félagslegt öryggi eftir stríð- ið, er orðið slagorð í mörgum löndum, ef það fæst ekki tryggt, þá er í rauninni til einskis barizt, þá mun hinn nýi friður bera í skauti sínu orsakir til nýs ófriðar, eins og Versala- friðurinn. í öllum helztu löndum banda manna situr nú á rökstólum fjöldi nefnda og annarra aðila, sem falið hefir verið það verk- efni að undirbúa tillögur um nýtt og betra skipulag í ýms- um málum eftir stríðið. í Bret- landi og Bandaríkjunum hafa þegar verið birtar margar skýrslur og áætlanir um þessi mál. Má sem dæmi nefna hinar umtöluðu brezku Beveridge- tillögur um almannatrygging- ar, en þær eru mjög veigamik- ill þáttur í þeim aðgerðum, sem miða að því að skapa félagslegt öryggi á sem flestum sviðum. Hér á landi hefir nú þegar verið hafinn nokkur undirbún- ingur um rannsóknir og löggjöf til þess að við íslendingar get- um verið viðbúnir að mæta þeim verkefnum og örðugleik- um, sem fyrirsjáanlega blasa við eftir stríðið. Að vísu hefir þessi undirbúningur verið nokkuð í molum og ekki sjáan- legt að fylgt hafi verið neinni fastri áætlun um hann, enda eru hinar ýmsu tillögur um þessi efni fram komnar frá mis- munandi aðilum og út frá margs konar sjónarmiðum. . . En hvað táknar hugtakið fé- lagslegt öryggi? Félagslegt ör- yggi í þrengri merkingu mætti kalla það, að sérhverjum þjóð- félagsborgara, sem vill vinna, séu tryggðar tekjur, sem nægi til uppfyllingar allra brýnustu lífsþarfa hans, þ. e. að honum sé tryggt visst lágmark af öll- um nauðsynlegustu lífsgæðum, fæði, klæðnaðið, húsnæði o. s. frv. Félagslegt öryggi þýðir því það, að skortinum á brýnustu lífsnauðsynjum sé útrýmt, það er öryggi gegn skorti. Að vísu er það umdeilanlegt hvað telja má brýnustu lífsnauðsynjar eða hvernig skilgreina eigi hugtak- ið skortur. En út í það skal ekki farið hér, heldur aðeins bent á að tala megi um félagslegt ör- yggi í misjafnlega víðtækri merkingu. Þær ráðstafanir, sem miða að því að skapa sem víðtækast félagslegt öryggi, geta verið mjög mismunandi. Til glöggv- unar fer hér á eftir yfirlit, sem gæti gefið nokkra hugmynd um, hversu margháttaðar ráð- stafanir hér getur verið um að ræða, þó það sé hins vegar eng- an veginn tæmandi. Það er gert með hliðsjón af þeim aðstæð- um, sem við íslendingár, eigum við að búa og þeim undirbún- ingi, sem telja má að hafinn sé einnig hér á landi til þess að stefna að félagslegu öryggi eft- ir stríðið, með setningu ýmissa nefnda og ráðningu starfs- manna.“ Þessa rits mun verða nánar getið hér í blaðinu síðar. / í¥il kaupa notaðl 1 Blý l \ Uppl. hjá af-S \ greiðslumanniS Alþýðublaðs- ins. Dömu og herra Rykfrakkar VERZL. Grettisgötu 57. Frh. af 5. síðu. x óstuilagur ou. - v.piemœr _1_ jTtU. Mnlin krft Molakrft Gfbs Marmara* cement Kieselguhr Dextrin Kimrok. Verzlim O. Ellingsen h.f. Saomnr dúkkaður og ódúkkaður, all- ar stærðir. Galv. saumur ýmsar stærðir Galv. Pappasaumur 1” Galv. Þaksaumur 2Vé” Mótasaumur 2Vz” og 3” Gaddavírslykkjur galv. fyr- irliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Sími 1280. Skolplelðslnr Asbest pípur og tengihlutir fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Sími 1280. Vírnet til múrsléttunar, möskva- stærð 1” fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Sími 1280. K&hK óleskjað í tunnum á 50 kg. fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann, Bankastræti 11. Sími 1280. Blitt og ferúot dragta og piisaefni er komið aftur. Verzlun H.TOFT Skölaviirðnstíg 9 Stmi 1035

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.