Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. sept. 1943.. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Innrásin á Ítalíu hefur tekizt. Bandamenn hafa 80 hm. strandlengjo ð sínu valdi. Sækja í tveimur fylkjum til austur- strandarioDar. Mondulhersveitir á miiii peirra eru i mikilli hættu. H ERSVEITIR banda- manna á ítalska skag- anum hafa nú náð á sitt vald 80 km. lángri strandlengju «g sækja allhratt meðfram ströndinni norður á hóginn Jafnfrarnt sækja hersveitir frá meginhernum inn í land- ið, yfir fjöllin í áttina til austur strandarinnar. Sækja þær fram yfir fjöllin í tveim- ru fylkingum og sögðu frétt- ir síðast í gærkvöldi, að milli þeirra væru þýzkar og ítalsk ar hersveitir, sem væru komnar í mikla hættu. Her- sveitir bandamanna eru að umkringja þær. Þessar hersveitir hafa náð á sitt vald mjög þýðingar- miklum vegi, sem þær sækja hú fram eftir norður á bóg- inn. Allar fregnir herma, að að- staða bandamannahersveitanna sé. ákaflega erfið. Landið er mjög gott til varnar, og þó að fjandmennirnir hafi ekki lagt enn til neinnar verulegrar orr- ustu við innrá^arliðið, geri þeir allt, sem í þeirra valdi stendur, til að tefja framsókn þess. „Aðalóvinur okkar nú er ekki hin nþýzki eða ítalski hermað- ur, heldur jarðsprengjurnar og sprengifnið yfirleitt," símaði einn fréttaritarinn í gær til London. Möndulhersvetirnar eyðileggja allar brýr, sem þær mögulega geta, sundra vegum og sprengja kletta. Kapphlaup er milli herjanna um samgöng- urnar og óneitanlega hafa möndulhersveitirnar betri að- stöðu í því kapphlaupi. Bandamenn eru þó mjög ánægðir með það, hvernig inn- rásin gengur. Þeir hafa nú þeg- ar tekið 37 þorp og borgir. Þeir hafa tryggt sér örugga fótfestu á ströndinni og nota hana til hins ítrasta. Viðstöðulausir flutningar fara fram yfir Mesinasund og yfir Miðjarðar- haf frá bækistöðvum í Afríku. Hersveitir og hergögn streyma inn á Ítalíu. Orrustuflugvélar vernda landgönguhersveitirnar og hern aðaraðgerðir þeirra hersveita, sem nú brjótast inn í landið frá ströndinni. Hins vegar fara sprengiflugvélar í hundraða- tali lengri leiðir norður á bóg- inn á undan hersveitunum og strá eldi og eyðileggingu yfir landið. í gær var gerð geysi- hörð loftárás með fjölda sprengiflugvéla á héraðið um- hverfis Neapel, borgina sjálfa og hafnarhverfi hennar. Eru þarna þýðingarmiklar sam- Sóknin gegn Japönum. SÖLOMÖN ISLANDS Bandamenn berjast á tveimur vígstöðvum gegn Þjóðverjum og' ítoíum í Evrópu og gegn Japönum í Kyrrahafi. Sókn sína gegn þeim síðasttöldu stefna þeir meðal annars frá Salo- monseyjum og Nýju Guineu —en þeirri eyju eru þeir nú að;ná á sitt vald. Boosevelt ChBrshill og Stalía hittast bráðlega ? ROOSEVELT forseti skýrði frá því í gær- kvöldi, samkvæmt fréttum í brezka útvarpinu að líkur fyrir því að þeir Churchill, Stalin og hann sjálf- ur gætu hitzt innan skamms, hefðu aukist mjög mikið síðustu dagana. Kvaðst hann búast við að þessu máli yrði ráðið til lykta næstu daga, en frekari upþlýsingar gat hann ekki gefið að svo stöddu. Eins og kunnugt er hafa fulltrúar þessara þjóða í utanríkismálum. ræðst við undanfarið í London og má gera ráð fyiri að fundur þeirra hafi einmitt rætt þenn an fyrirhugaða fund Churc- hills. Roosevelts og Stalin. En hvar ætla þeir að hitt- ast? Geysihðrð loft- árásáMúnchen SiAnsti hersveitir Japana á Njji fininen nmkringdar. Mc-Arthur fylgdi fallhlífarhersveitum sínum á ákvörðunarstaðinn. Innrásin á Italín hef ir mikla tálnrœaa hýðingn. N Fæðingarbæ Nazismans. Geysilega hörð loftárás var greð í fyrrinótt á fæðingarbæ þýzka nazismans, Múnchen. Bretar misstu 16 sprengjuflug- vélar í þessari árás. Það var bent á það í brezka útyarpinu í gær, að loftárásum bandamanna væri nú sem stend- ur fyrst og fremst beint gegn samgöngumiðstöðvum Þjóð- verja frá Þýzkalandi til Norður- Frh. á 6. síðu. Ítalíu. ÝLEGA fórust vel kunn- um hernaðarsérfræðingi þannig orð í grein, sem hann ritaði í Washington Post: „Með innrás sinni á meginland Italíu stigu bandamenn nýtt skref á hinni erfiðu leið sinni frá Norð- ur-Afríku inn á megiiílandið á leið sinni til Berlínar. Innrás bandamanna hefir mikla ,táknræna þýðingu. í fyrsta skipti síðan Frakkland gafst upp og horfið var frá Nar- vik eru hersveitir bandamanna aftur komnar á meginland Ev- rópu. Nazistar skilja það nú orðið, að styrkleiki bandamanna er nú miri en nokkru sinni fyrr. Þjóðverjar verða að halda liði í Ítalíu, í Jugoslavíu, Grikk- landi og Búlgaríu, án tillits til þess, hve hættulegt það getur orðið þeim annars staðar. Árásum bandamanna á þýzk- ar borgir mun ekki linna. Ár- angur þeirra er þegar orðinn töluverður, og hann mun vaxa eftir því, sem flugveldi banda- manna vex. í lok fjórða styrjaldarársins eru bandamenn alls staðar í ANDGANGA hersveita Mae-Arthurs við Lae á Nýju Guineu hefir gengið að óskum. Fallhlífahersveitum, skipuð- um að mestu áströlskum sjálf- boðaliðum, tókst að’ undirbúa og styðja landgöngu hersveit- anna — og fylgdi MacArthur sjálfur fallhlífahersveitunum á vettvang í sprengjuflugvél, þó áð hann svifi ekki sjálfur til járðar. í gær var tilkynnt, að þann ,dag hefði bandamönnum tekizt að umkringja allt lið Japana í Salamaua og Lae, en það er talið skipað um 20 þúsundum manna. Þegar þetta lið er unn- ið, hafa bandamenn Nýju Gui- neu, þessa stórkostlega þýðing- armiklu eyju við Salomonseyj- ar, á valdi sínu. — Og munu þeir hafa í hyggju að byggja þar, meðal annara staða, upp framtíðarsókn sína gegn Jap- önum. Þetta 20 þúsund manna lið Japana á ekki undankomu auð- ið eftir því, sem talið er — og er það talið mikið þrekvirki að vinna Japana á þessari ógreið- færu eyju, sem hermenn banda manna kalla stundum „Nýja víti.“ sókn. Enn eigum við erfiða bar- áttu fram undan, en um enda- lokin getur enginn vafi leikið/ Rússar brjðtast lnn í úthverfi Staiino, stærstu iðnaðarborgar Donetzbéraðanna. Þeir hafa nú 7s hlnta hess ara héraða aftur á valdi sfnn. RÚSSNESKAR hersveit- ir brutust í gær inn í Stalino, stærstu iðnaðarborg Donetzhéraðanna og hafa Rússar nú á valdi sínu tvo þriðju hluta þessara héraða, en þau eru kolaauðugri en nokkur öntiur hérúð Rúss- lands. Baráttan um þessa miklu iðnaðarborg hefir verið mjög hörð en virðist nú að vera að komast á síðasta stig. . Þegar Rússar brutust inn í úthverfi borgarinnar í gær grúfðu kolsvört reykský yfir borginni, því að lið Þjóðverja, sem hú á aðeins eina leið opna út úr henni, vinur að því, að eyðileggja allt nýtilegt í borg- inni. Hafa Þjóðverjar bersýni- lega sömu aðferð og Rússar höfðu á sínum tíma, þegar þeir viku fyrir Þjóðverjum úr hin- um auðugu héruðum sínum, að skilja allt eftir sviðið og rúið. Brezkur hernaðarsérfræðing- ur sagði í fyrirlestri í útvapinu í London í gærkveldi, að ástand- ið fyrir Þjóðverja í Rússlandi væri að verða mjög ískyggilegt. Þeir hafa orðið að víkja undan herjum Rússa miklu lengri leið en þeir gerðu nokkru sinni ráð fyrir, og nú væri svo komið, að ef undanhaldi hinna þýzku herja héldi áfram næstu daga eins og verið hefir undanfarna daga, þá myndi víglína þeirra verða lengri en hún var í vor, er Rússar hófu sókn sína. Hins vegar benti hann á, að nú mætti fara að gera ráð fyrir veður- breytingum í Rússlandi, og mætti þá jafnframt telja líklegt, að ekki yrðu jafnmiklar breyt- ingar á vígstöðunni og orðið hefir undanfarnar vikur. Innrás 7. ameríska herslns ð snðnr- strönd Frakklaids? Óstaðfest Madridfregn í gærkveldi. FREGNIR frá Madrid seint í gærkvöldi skýrðu frá því að 7. ameríski herinn, sem tók þátt í bardögunum í Norður- Afríku og á Sikiley, en ekkert hefir verið nefndur í sambandi við innrásina á Ítalíu, hefði nú látið úr höfn og væri nú ef til vill í þann veginn að ráðast á Miðjarðarhafsströnd Frakk- lands. Amerískar útvarpsstöðvar skýrðu frá þessari Madridfregn í gærkvöldi en tóku skýrt fram að hún væri algerlega óstaðfest.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.