Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 7
.Miðvikudagur 8. sept. 1943.. ALÞ¥ÐUBLAÐ1Ð 7 \Bœrinn í dag.\ Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Liljur vall- arins“. Saga frá Tahiti, IX Karl Isfeld blaðamaður). 21.00 Hljómplötur: Lög leikin á saxófón. 21.10 Takið undir! (Þjóðkórinn. — Páll ísólfsson stjórnar). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Nýlega var veitingasalan í Akogehúsinu, Vestmannaeyjum, dæmd fyrir brot á verðlagsákvæðum. Hlaut hún 200 króna sekt og varð að greiða kr. 15 í málskostnað. Ólöglegur hagnaður, kr. 85,00, var gerður upptækur. Reykjavík, 7. sept. 1943. Skrifstofa verðlagsstjóra. Áheit á Strandarkirkju: Frá S. J. kr. 5.00. Frá Þ. gömul og ný áheit, kr. 160.00. Áheit á Hallgrímskirkju: Kr. 2.00. Happdrættið. Dregið verður í 7. flokki á föstu- dag, og er því næstsíðasti söludag- ur í dag. Athygli skal vakin á því, að engir miðar verða afgreiddir á föstudagsmorgun, og eru því allra síðustu forvöð á morgun að endur- nýja og kaupa miða. Prentvilla varð í viðtalinu um blaða- mennskunám í blaðinu á sunnu- daginn. Stóð, að stúdentar í sum- um skólum vestra væru snoð- klipptir, en átti að vera snögg- klipptir, sem betur fer fyrir stúdentana. fslenzk Iðg saoginíame- ríska ðtvarpift i kvöld. Tveir Vestor - íslendingar og iroi frá Múla. TTHYGLISVERÐUM tón- listarviðburði verður út- varpað í ameríkska útvarpinu hér kl. 22.00 í kvöld (miðviku- dag). Tveir menn af íslenzku bergi brotnir, sem báðir eru í einkennisbúningum ameríkska hersins, munu annast dagskrár- lið þennan. Annar er Ragnar Stefánsson höfuðsmaður, sem söng einsöng í útvarpið í maí s. 1., en hinn er Ragnar H. Ragnar, sem nýlega kom hing- að til landsins, en hann er píanóleikari og stjórnandi karla- kóra í Norður-Dakota. Ragnar Stefánsson mun ekki aðeins syngja tvö einsöngslög, heldur mun frændi hans, Árni Jónsson frá Múla syngja með honum tvísöng, en það gera þeir eftir uppástungu íslenzks tónlistargagnrýnanda. Ragnar H. Ragnar mun ann- ast undirleik og enn fremur leika eitt lag á milli söngvanna. Meðal þeirra laga, sem Ragn- ar mun syngja, er „Lofið þreytt- um að sofa“ eftir Kaldalóns, ljóð eftir Davíð Stefánsson, og hið vinsæla lag „Home on the Range“. í tvísöngnum mun Ragnar syngja barytonröddina og frændi hans bassaröddina og verða sungnir tveir af hinum sænsku stúdentasöngvum: Glúntarnir. ........- ........ " -*í—• MINNISMERKI UM JÓN ARASON Frh af 2. síöu. inu í gær eftirfarandi ávarp frá fjársöfnunarnefndinni: „Vér undirritaðir komum saman á Hólum í Hjaltadal 15. ágúst seinast liðinn til þess að ræða um fjársöfnur til minn- ismerkis um Jón biskup Ara- son. Heitum vér á alla góða ís- lendinga að styðja þessa fjár- söfnun, svo að hægt verði að reisa minnismerkið á Hólum 7. nóvember 1950. Skólastjórinn á Hólum Krist- ján Karlsson veitir gjöfum mót- töku. Þess er og vænzt að marg- ur sjáliboðaliði, sem ann minn- ingu Jóns Arasonar biskups veiti málinu lið, taka gjöfum og efli til fjársöfnunar á sínum stað. Hólum í Hjaltadal 15. ág. 1943. Guðbrandur Björnsson, Sig- urgeir Sigurðsson, Hermann Jónsson, Friðrik J. Rafnar, Sig- urður Norland, Halldór Kol- beins, Björn Björnsson, Ingólf- ur Þorvaldsson, Pétur Þ. Ing- gjaldsson, Árni Sveinsson, Helgi Konráðsson, Guðm. Bene diktsson, Gunnar Árnason, Sig urður Þórðarson, Jón Sigurðs- son, Sigurður Sigurðsson, Lár- us Arnórsson, Gunnar Gíslason, Friðrik A. Friðriksson, Þor- grímur Sigurðsson, Kristján ' Karlsson, Gunnlaugur Björns- J son, Jíhann (Sigurðjsson, Jón Konráðsson.“ I. flokks mótið: Hafnfirðingar inæta ekki til leiks. Val ðæmdur slgur. ÍGÆRKVÖLDI átti lands- mót 1. flokks í knatt- spyrnu að halda áfram, er þar standa leikar þannig, eins og kunnugt er, að þrjú félög eru jöfn, Fram, K. H. og Valur. Skyldi leikur fara fram milli K. H. og Vals. Valsliðið mætti til leiks á tilskyldum tíma, eða kl. 7. Þegar dómarinn gaf merki um að leikurinn skyldi hefjast hlupu Valsmenn út á völlinn, en lið Hafnfirðinganna sást hvergi, mætti það ekki til leiks. Val var dæmdur sigur- inn, lögum samkvæmt, og Hafnfirðingum leijliurinn tap- aður. Hafrifirðingar hafa með þessu slegið sjálfa sig út úr mótinu. Þar sem þeir áður voru búnir að tapa leik við Fram. Ástæðan fyrir því að Hafnfirð- ingar mættu ekki til leiks mun hafa verið sú, að þeir litu svo á að varpa bæri hlutkesti um hvert þeirra þriggja félaga, sem iöfn urðu í mótinu skyldu hefja leik. Hinsvegar mun K. R. R. hafa litið svo á, að þar sem ekki er um nýtt mót að ræða, skyldi það félagið sem tapað hafði síðasta leik, en það var K. H., keppa við það fé- lagið sem sigrað hafði í næsta leik á undan, en það var Valur. Ebé. Norðlendingar, Austfirðingar, Sunnlendingar, Vestfirðingar. Innilegt þakklæti fyrir vin- semd og heiður mér veittan á ferð minni um íslands- byggðir. Jóhannes Kr. Jóhannesson. Útbreiðið AlþýðublaSið. Walterskeppnin: H. R. sigraði Viking með 3 gegn 0. Vikingur sleginn út úr mótinú SÍÐASTA knattspyrnumót ársins í meistaraflokki — Walterskeppnin — hófst á sunnudaginn með leik milli K.R. og Víkings. Hefir nú Vík- ingur verið leystur úr banni því, er K.R.R. dæmdi hann í í vor í Tuliniusarmótinu, sællar minningar. Margt áhorfenda safnaðist saman til að horfa á leik þenna, því óneitanlega hafa leikir Víkings og K.R. oft ver- ið mjög spennandi. Þá mátti ekki hvað sízt búast við fjörug- um og röskum leik nú, að minnsta kosti af hálfu Víkings, þar' sem svo langt var um liðið síðan hann hafði haft tækifæri til að fylkja liði til kappleiks á knattspyrnuvellinum. Það var og vitað, að Víkingar svöruðu útilokun K.R.R. frá þátttöku í mótum í. sumar á þann eina hátt, sem samboðinn var sönn- um íþróttamönnum, með því að halda hópinn enn betur en áð- ur, auka félagslyndið og æfa af kappi. Hins vegar leikur það ekki á tveim tungum, að það er mikið áfall fyrir knatt- spyrnuflokk að vera dæmdur frá þátttöku í helztu mótum ársins. Slíkt hlýtur annaðhvort að leiða til meiri eða minni upplausnar, eða, ef um mann- skapsmenn er að ræða, til auk- ins samstarfs og samheldni. Þá var það og ljóst, að þó K.R.-liðið hafi verið fremur laust í böndum í sumar, þá hefir það á að skipa röskum mönnum og harðfengum, og það hafði á þenna leik endur- heimt hinn ágæta framherja sinn Óla B. Jónsson, sem án efa er einn meðal snjöllustu knattspyrnumanna hérlendra, og þar sem þetta er „útsláttar- keppni“, þannig að það félag, sem tapar leik, er þar með úr mótinu, var víst að K.R. myndi ekki láta sitt eftir liggja að gera það sem hægt var til að halda velli. Að öllu þessu at- huguðu, útiloknu Víkings í marga mánuði eða bann frá mótum, mikla samheldni á þrengingartímum og æfingar, og svo loks eitt gullið tækifæri til að rétta hlut sinn nokkuð eða vera sleginn út að öðrum kosti, var þá ástæða til að ætla annað, en að flokkur undir slík- um kringumstæðum myndi ekki leggja sig allan fram og fylkja svo liði, að sem beztur árangur næðist. En svo fóru leikar, að K.R. sigraði með 3:0. Leikurinn hófst stundvíslega kl. 5 e. h. Þegar Víkingsliðið hljóp inn á völlinn og fylkti sér til leiks, veittu áhorfendur því athygli, að um allmikla breytingu var að ræða á liðinu frá því sem áð- ur var, t. d. var Ingólfur Ise- barn, hinn harðskeytti útfram- herji, ekki í hópnum, og Brand- ur Brynjólfsson, hinn frægi miðframvörður, lék nú mið- framherja. Leikurinn hófst með sókn Víkings, sem gaf miðfrh. þegar á fyrstu mínútunum tækifæri á mark K.R., en ekkert skeði. Yfirleitt var fyrri hálfleikur bæði daufur og festulaus á báða bóga. Lítið um samleik, stuttar og nákvæmar sendingar milli samherja sáust vart, knettinum þeytt fram og aftur með lang- spyrnum, ónákvæmum og lítt hugsuðum. Er 15 mín. voru af leik, skaut K.R.-ingur að marki Víkings, knötturinn lenti í öðr- um K.R.-ing, hrökk úr honum, en h. úth. K.R. — nýliði, sem Móðir okkar, ekkjan Jóhanna Bjarnadóttir, •: k andaðist 7. þ. m. að heimili dóttur sinnar, Holtsgötu 1. Helga Jónsdóttir. Anna Jónsdóttir. Ingólfur Jónsson. má vænta góðs af í framtíðinni — náði knettinum og skaut honum laglega í mark Víkings. Mátti nú búast við að leikurinn mundi fásrast í fastara form, en svo var ekki, og lauk honum með 1:0 K.R. í hag. Víkingsvinir, sem fjölmennt höfðu á völlinn, voru þess full- vissir, að Víkingur mundi „ná sér upp“ í seinni hálfleik. En þó seinni hálfleikurinn væri á báða bóga betur leikinn en sá fyrri, lauk honum samt svo, að K.R. bætti enn um markatölu sína, skoraði 2 mörk gegn engu. V. úth. skoraði ann- að úr aukaspyrnu, en Óli B. hitt eftir hornspyrnu og lauk leikn- um þannig að K.R. sigraði með 3:0. K.-R.-liðið sem heild lék af miklum dugnaði og var þegar auðséð að það var ákveðið í því að láta sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Vörn þess var mjög ákveðin, og markmaður- inn, Sig. Jónsson, lék af mikl- um vaskleik og barg þrívegis markinu af mikilli snilld. Birgir gætti Brandar svo að hann mátti sig lítt hreyfa og fékk aldrei tækifæri, sem neinu nam, utan í byrjun leiks. í framlínunni var Öli B. snjall- asti maður K.R., en sem heild lék framlína K.R. oft af mikl- um dugnaði. Staðsetning bak- varða Víkings var og mjög á- bótavant og vörnin þess vegna opin, sem gerði framherjum K.R. hægara fyrir. Útframv. og innframh. fylgdu hvergi nærri nægilega með í sókn eða vörn, og gáfu K.R. þannig miðbik vallarins „frítt“. Útherjarnir gættu heldur ekki sinna staða sem skyldi, og miðframherjinn Brandur naut sín hvergi, bæði vegna þess að hans var örugglega gætt, og svo hins, að hann er óvanur að leika á þessum stað. Hans stað- ur er í vörninni sem miðframv. — 3. bakvörður. Með þessum leik er þátttöku Víkings í mótinu lokið. Má segja að það hafi verið stutt gaman — en skemmtilegt? Þetta er í 5. sinn, sem Walt- erskeppnin fer fram. K.R. sigr- aði í fyrsta og annað sinn, en Valur í tvö síðustu skiptin —- og sigri hann nú, fær hann bik- arinn til eignar, því þau rök fylgja honum, að hann skal vinnast 3 sinnum í röð eða fimm sinnum alls. Ebé. Ólafur Jóhannsson: Matvælia og matvælaeftirlitið. FYRIR nokkrum tíma sendu allflestir kjötsalar hér í bæ kröfu til borgarstjóra um fullnægjandi eftirlit og skoðun á kjöti, er flutt er til bæjarins til neyzlu hér, þar sem þeir segja — sem löngu er kunnugt áður—-,' að mjög oft sé skemmt kjöt selt hér til manneldis. Það er þakkarvert að hreyfa þessu máli og hefði fyrr mátt vera. Að vísu hefir heyrzt, að hér sé eitthvert matvælaeftir- lit. Sé það til, fer lítið fyrir því, nema kannske á útgjaldalið bæjarsjóðs. Það er sannarlega full þörf, og ’ þótt fyrr hefði verið, að setja á stofn matvælaeftirlit hér, sem er meira en nafnið tómt, annars er það verra en ekki neitt. Við þann starfa þurfa að vera menn, sem hafa til að bera vilja til að vinna að verkinu og auk þess þekkingu, óhlutdrægni og djörfung. Alkunnugt er, að hér eru oft seld léleg og skemmd matvæli. Nautgripakjöt kemur hér oft mjög þvælt og óhreint, sömu- leiðis af rosknu fé, er kemur seint á haustin, svo sem af gömlum ám og sauðum, en jieir eru nú víst óvíða til, held- ur mun það vera af gömlum brundhrútum, sem ekki þykja lengur nothæfir til fjölgunar, — slíkt kjöt, þótt hreint sé, er léleg fæða. Þá er mjólkin hér í Reykjavík alþekkt neyðarbrauð. Kartöflur eru oft stórskemmd- ar og munu þá hafa lítið nær- ingargildi, og því síður nokkurt fjörefni. Egg hafa stundum verið þannig, að þau hafa sprungið með allmiklum hvelli er þau voru látin í sjóðandi vgtn. Þá er smjörið stundum ekki í sem beztu ásigkomulagi, ekki grunlaust um' að ofurlítið sé í því af annarri feiti, og nokkuð mikið saltað, sem ætti þó að vera eftirlit með. Þá eru pyls- urnar og farsið, sem þarf Ííka alvarlegrar rannsóknar með. Hins vegar er séð fyrir því að útlendir ávextir fáist ekki hér, og ef það kemur fyrir, eru þeir með ránverði. Stundum hafa sítrónur fengizt hér á vetr- um, en þær hverfa á sumrin, þegar þarf að fara að selja inn- lenda tómata, sem nóg er af, hér í búðargluggum, en með verði í samræmi við annað hér, sem einokun er á. Heilsufræðingar telja þá á- vexti mjög fjörefnasnauða, sem lítið eða ekkert njóta ylgeisla sólarinnar, og koma þá tæplega að tilætluðum notum, nema þeir séu framleiddir í sólríkum löndum. Læknar hér hafa oft vakið máls á nauðsyn á innfluttum á- vöxtum, og tel ég víst, að það sé af heilbrigðisástæðum hér. Talið er, að augnabólga sé mjög almennur sjúkdómur hér, sem heilsufræðingar telja stafa oftast af fjörefnaskorti, einkum A fjörefni, sem er augunum nauðsynlegt, og geta læknar bezt útskýrt það. En þingflokkarnir og aðrir, er völdum hafa náð hér, láta sig litlu skipta heilbrigðisá- stand kaupstaðabúa, einkum Reykvíkinga eða fátækari hluta þeirra og barna þeirra, einungis að seðlaflóðaldan skoli sem flestum atkvæðum á þeirra fjörur. 2—9—43. HROSSAKJÖTIÐ Frh. af 2. síðu. grípa til víðtækra ráðstafana á þessu sviði.“ Það væri svo sem ekki nema eftir öðru að nú yrði einnig haf- inn áróður fyrir stórkostlegum verðuppbótum á hrossakjÖt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.