Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 5
. Miðvikudagur 8. sept. 1943.. ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Hér sjáið þið þrjá fræga stríðsmenn, sem nú koma mjög við sögu. Þeir eru: Dwight D. Eis- enhower yfirhershöfðingi, Harold Alexander yfirhershöfðingi og Omar S. Bradley hershöfð- ingi. Þeir eru foringjar hins sigursæla hers Bandamanna, sem tók Sikiley og nú hefir brot- izt inn á meginland Evrópu og unnið sér örugga fótfestu — fáum dögum eftir að fyrstu her- sveitir þeirra stigu land. Pritlja dn siðasta ggreÍBB: Heimsstyrjöld i fjögur ár. A.. . HVEHJU byggjast vonir Þjóðverja anruars? Þeir trúa á eitthvert kraftaverk tækn innar, nýtt leynivopn, sem færi þeim sigur. Hitler hefir hvað eftir annað ógnað andstæðing- um sínum með hræðilegum leynivopnum. Eina leynivopnið, sem Þjóðverjar hafa tekið í notkun, eru segulmögnuðu tund urduflin. Leyndardómur þeirra var þó fljótlega afhjúpaður, og þau gerð óskaðleg. Annars hafa báðir stríðsaðil- ar gert margar tæknilegar upp- götvanir í þessari styrjöld. Mörg hernaðartæki hafa verið end- urbætt, en algerlega nýjar víg- vélar hafa ekki verið fundnar upp. Vafalaust er unnið af miklu kappi í tilraunastöðvum þýzka hersins. En vísindamenn Breta, Bandaríkjanna og Rússa standa hinum þýzku fyllilega jafnfætis að menntun og hugviti, og virð- ast vera komnir fram úr þeim á sviði flugtækninnar. Sögurnar um leyndardómsfulla rafmagns eða segulgeisla, sem geti eyði- lagt flugvélar óvinanna, eru á- líka fjarstæð og ævintýrið um sóttkveikjuhernaðinn, sem er ekki annað en endurtekning á trú miðaldanna á brunna- eitranir. Sama er að segja um ' sögurnar um nýjar hræðilegar tegundir af eiturgasi. Þess hefir áður verið getið rækilega hér í blaðinu hversvegna eiturgas hefir ekki verið notað í þessari styrjöld; þarf því ekki að end- urtaka það hér. Notkun eitur- gass í stríðinu væri ekki annað en tilgangslaust örþrifaráð. Hvað er það þá, sem stappar stálinu í Þjóðverja á heimavíg- stöðvunum? Að miklu leyti ótt- inn við, að þeir yrðu að ganga að enn harðari friðarkostum en í Versölum, ef þeir töpuðu stríð- inu. Nazistaforingjarnir berjast auðvitað fyrif sínu eigin lífi. En fjöldi manns trúir enn í dag al- gerlega á foringjann, sem þeir telja, að forsjónin hafi sent Þýzkalandi. Líklega trúir Hitler sjálfur ennþá því, sem hann sagði einu sinni. „Með sama öryggi og maður, sem gengur í svefni, fer ég eftir þeirri braut, sem örlögin hafa ákveðið mér.“ * AÐ hlýtur brátt að koma í ljós, hvort hann trúir þessu enn, og hvort hann hefir ennþá hina raunverulegu for- ystu í stríðinu. Eftir hér um bil tvo mánuði byrjar vetur í Rússlandi, þriðji stríðsveturinn þar. Það er Þjóðverjum hern- aðarnauðsyn að stytta víglín- una verul,ega og verjast á rammgerðri víglínu miklu vest- ar en þar, sem nú er barizt í Rússlandi. Þeim er nauðsynlegt að hverfa brott úr Kákasus, af Krímskaga, úr miklum hluta Úkraínu og úr ýmsum héruðum norðar á víglínunni. Við þetta myndu þeir spara herlið, og samgöngur þeirra yrðu miklu greiðari, en nú er samgöngu- kerfi þeirra ofhlaðið. En þessi stefna myndi varpa rýrð á ,,orðstír“ Hitlers, sem einu sinni komst svo að orði: „Þýzku hermennirnir hörfa al- drei þaðan, sem þeir einu sinni eru komnir.“ Þessi hugmynd um „orðstír“ var nærri því búin að koma þýzka hernum á kaldan klaka fyrsta stríðsveturinn í Rússlandi. Veturinn eftir leiddi hún til ófarannna við Stalin- grad. Hvernig fer þriðji stríðs- veturinn þar eystra? Sigrar þá heilbrigð skynsemi í hermál- um eins og í Kharkov nú ný- lega, er Þjóðverjar björguðu her sínum þaðan á síðustu stundu með því að hörfa undan? Vegna hins mikla manntjóns, sem Þjóðverjar hafa orðið fyrir, er þeim nauðsynlegt að stytta víglínu sína víðar á útjöðrum „Evrópuvirkisins“. í Suður- Evrópu mun þetta ske af sjálfu sér, er ítalir gefast upp. En það mun þó ekki spara Þjóðverjum herlið, heldur þvert á móti. Þeir verða að koma sér upp nýjum suðurvígstöðvum við Alpafjöll eða sunnar. Auk þess mun vest- urströnd Balkanskaga þá liggja opin við árásum bandamanna, en fram ,til þessa hafa ítalir annazt þar landvarnir að nokkru leyti. 1 Vestur-Evrópu (Frakklandi) er ekki hægt að stytta víglín- una. Auðveldara er þar að verj- ast á ströndunum en á víglínu inni í landi. Hvað er þá um Noreg? Hann er Þjóðverjum ekki lengur jafn mikilvægur og áður. Ekki kem- ur framar til mála að gera inn- rás í England þaðan. Flotabæki- stöðvar á Noregsströndum eru heldur ekki eins mikilvægar og áður var talið. Tilraunin með „Bismarck“ endaði með skelf- ingu, og svipaðar tilraunir verða v tæplega endurteknar. Árásir á skipalestir á leið til Murmansk hafa ekki eins mikla þýðingu og fyrrum. Ef Þjóðverj ar hyrfu á brott úr Noregi myndu þeir geta losað þaðan 300,000 manna lið. Samgöngur þessa liðs við heimalandið eru nú orðnar miklum erfiðleikum bundnar, síðan Svíar sögðu upp samningum um flutning þýzkra hermanna um sænskt land. Ef Þjóðverjar hyrfu á brott úr Noregi myndu Finnar hætta styrjöldinni, en á landamærum Rússlands og Finnlands • hefir lengi nær ekkert verið barizt hvort sem er. Þjóðverjar handtóku nýlega alla fyrrverandi liðsforingja í norska hernum og fluttu þá á brott. Hugsanlegt er, að ástæð- an sé sú, að Þjóðverjar ætli að yfirgefa Noreg og vilji í lengstu lög tefja fyrir því, að hægt sé að þjálfa nýjan her þar í landi. Herflutningar Þjóðverja til Kaupmannahafnar benda í gagn stæða átt. Ef til vill ætla þeir að ógna Svíum með þeim, eða þeir óttast innrás bandamanna í Danmörku. * ISTUTTU MÁLI er þá aðstaðan þessi: Eftir fjögra ára styrjöld hafa bandamenn alls staðar frumkvæðið. Möndul veldin (um Japan verður síð- ar rætt) eru hvarvetna í varn- araðstöðu. Aðstaða ítalíu er vonlaus og Þýzkalands mjög hættuleg. Þrátt fyrir þetta er mjög ólíklegt, að styrjöldin verði leidd til lykta á þessu ári. Fullvíst má telja, að ekki verði hrun á þýzku heimavíg- stöðvunum á komandi vetri, jafnvel þótt loftárásir banda- manna færist enn í aukana. Þýzki herinn er enn mjög öfl- ugur. Baráttumáttur hans hefir að vísu rýrnað, en er fjarri því að vera á þrotum. Nýjar inn- rásir bandamanna í Vestur- Evrópu eða jafnvel Þýzkaland sjálft myndu verða erfiðar og kosta miklar fórnir. Þær myndu samt, fyrr eða síðar, leiða bandamenn til sigurs. Óhugsan- legt virðist, að hernaðaraðstað- an geti breytzt möndulveldun- um í vil á íimmta ári styrjaldar- innar. Hér er ekki um að ræða hina breytilegu stríðshamingju, heldur rökréttar afleiðingar þróunar stríðsins. fram til þessa. Framleiðslu og hernaðar- máttur bandamanna, einkum Bandaríkjamanna og Rússa, er enn að aukast, en möndulveldin hafa þegar náð hámarki. Ein- ræðisherrarnir hafa spent bog- ann of hátt og steypt með því þjóðum sínum í ógæfu. Hverj- ar ályktanir megi draga af þessu á stjórnmálasviðinu, verð- ur ekki rætt í þessu yfirliti, sem aðeins er ætlað að fjálla um hernaðarmálefni. * HÉR skal minnzt stuttlega á aðstöðu bandamanna möndulveldanna í Evrópu. Þátt- taka þeirra í styrjöldinni við Rússa hefir kostað þá miklar fórnir, einkum Rúmena, sem að vísu hafa hlotið mikla land- auka í Suður-Rússlandi. Rúm- enar geta þó tæplega gert sér miklar vonir um að halda þess- um löndum til langframa. Að- staða Búlgara er nokkuð sér- stæð. Búlgarar hafa aðeins tek- ið þátt í stríðinu gegn Júgóslöv- um og Grikkjum og hernumið allmikil héruð í þeim ríkjum. Hins vegar hafa Búlgarar allt- af færzt undan því að senda hersveitir til Rússlands. Loks má hér að endingu geta Vichy-Frakklands, sem er jafnháð Þjóðverjum og önn- ur bandaríki þeirra, síðan þeir hernámu allt Frakkland. Vichy stjórnin hefir misst yfirráðin yfir hinu mikla nýlenduveldi Frakka, sem nú má heita allt á valdi frjálsra Frakka. * AÐ LOKUM skal drepið á Japan, þriðja höfuðaðilann í bandalagi möndulveldanna. Allmörgum árum fyrir stríð var hafin samvinna milli Jap- AÐ ER GAMALL MAÐUR hér í bænum, sem allir hafa að háði og spotti. Ástæðan er ákaflega einföld. Það vantar alveg í hann lýgina! Hann trúir öllu, sem honum er sagt og hann lýgur aldrei vísvitandi. Ég hef oft og mörgum sinnum talað við þennan gamla mann og hlustað á sögur hans og frásagnir. Augun eru blá og sakleysisleg eins og í barni, ennið er hátt og gáfulegt og mað- urinn myndarlegur, andlitsdrætt- irnir eru hreinir og reglulegir. MENN VORU FLJÓTIR að taka eftir vöntun hans og þeir gripu sannarlega tækifærið. Nú hrinda lygararnir honum viðstöðulaust á milli sín, þeir leika sér að honum eins og fótknetti — og hann trúir öllu sem þeir segja honum og' síðan er lýginni hlaðið utan á hann við- stöðulaust og í æ ríkari mæli. Ég hitti hann núna einn daginn og hann talaði við mig um svolitla verzlun sem hann hefur núna með höndum. Hann var ákaflega alvar- legur og ég fann að engin vísvit- andi blekking var til í sól hans. ÞEGAR LYGARARNIR ræða við hann hreykja þeir sér og þenja út. Þeir eru ókaflega miklir menn og sniðugir! Mikið hafa þeir guði fyrir að þakka að vera ekki eins og þessi gamli maður! Það vantar ekkert í þá, þeir hafa lýg- ina í sér í ríkum mæli og þeir finna sannarlega til þess með ana og möndulveldanna í Evrópu. Japanir fóru ekki í styrjöldina gegn bandamönnum fyrr en fyrir 13A ári síöan, en þeir hafa háð stríð gegn Kín- verjum í nærri 7 ár. í rauninni er Japan ekki hreint einræðis- ríki, heldur er þar arfgeng keisarastjórn og þingræði. Hið raunverulega vald liggur þó í höndum fámennrar yfirstéttar, sem rekur harðsvíraða heims- veldisstefnu. Markmið hennar hefir lengi verið „Asía fyrir Asíumenn“ eða að minnsta kosti „Austur-Asía fyrir Japan“. Ut af þessu spratt styrjöldin við Kínverja, en Kína er svo þétt- býlt land, að óhugsandi er, að Japanir þeir, sem ofaukið er heima fyrir, geti numið þar land. Japanir ágiintust þó einnig auðlindir enn fjariægari landa. Þeir fengu augastað á Indlandi og hinni strjálbýlu Ástralíu. Menn héldu almennt, að Jap- anir neyttu allrar orku í styr- öldinni gegn Kínverjum, svo að þeir gætu ekki hafið ófrið á nýjum vígstöðvum. Þetta var reginvilla. Japanir biðu aðeins eftir hentugu tækifæri. Það virtist vera komið, þegar Bret- ar urðu að einbeita sér í styrj- öldinni gegn Þjóðverjum og I- tölum og Bandaríkjamenn höfðu enn ekki vígbúizt nægi- lega. Þá fóru Japanir á stúfana. Á meðan samningar fóru enn fram milli Bandaríkjamanna og Japana réðust flugmenn Japana án stríðsyfirlýsingar á Banda- ríkjaflotann við Hawai. Þetta var svipuð aðferð og Þjóðverj- ar höfðu notað í Evrópu í stríðs- byrjun, er flugmenn þeirra eyðilögðu pólska flugflotann að miklu leyti á flugvöllunum. Bandaríkjaflotinn varð fyrir miklu tjóni. 19 herskipum var sökkt eða þau löskuð (búið er að gera við 14 þessara skipa). Hernaðarlega séð var þetta stórsigur fyrir Japani, en stjórn Firh. á 6. síðu sakleysisins. stolti. Augun ljóma í þeim og brosin glampa á lygaravörunum, kersknin lýsir af svipnum — og þeim líður mjög vel! cvx'uk' ré."c zt7,-, ::<?s3r GAMLI MAÐURINN trúir því að hann hafi miklu hlutverki að gegna og hann heyrir sína baráttu í góðri trú. En ég hygg að hann sé sér ekki meðvitandi um stærsta hlutverk sitt: að vera lifandi vott- ur þess, hvernig maður er, sem vantar lýgina í sig, hvernig lýgin og sviksemin leikur sé að trú- girninni og bláeygðu sakleysinu. OG LYGARARNIR, sem leika sér að gamla manninum, vegna skorts .á siðgæði, manndómi og gáfum vita ekki að þeir eru líka að gegna sínu hlutverki, að sýna vegfayendunum og samferðafólk- inu hversu lýgin er voldug og sterk, hversu máttug hún* * er og afkastamikil, hversu gjörsamlega sannleikurinn og sakleysið verður að lúta í lægra haldi, þegar það mætir henni. ÞEIR VITA HELDUR EKKI að þeir sjálfir, sem leika sér dags daglega að lýginni, eru einnig fórn ardýr hennar. Ég þekki marga þá sem mest leika sér að gamla mann- inum, sem lýgina vantar í, ög ég veit að dagsdaglega er leikið sér að þeim. Því að það er til fleiri vöntun en að vanta lýgina í sig. Þá vantar dómgreindina og aðrir Framhald á 6. síðu. Gamli maðurinn, sem vantar lýgina í sig. — Leiksoppur lygaranna með lágu ennin. Máttur ósannindanna og veruleiki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.