Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞYBUBLAftlft . Miðvikudagur 8. sept. 1943.. Ameríkskur sjónleikur Ida Lupiuo Jokn Garifield Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. ÓTRÚLEGT EN SATT! Neró lék ekki á fiðlu, meðan Róm var að brenna, eins og flestir hafa haft fyrir satt allt til þessa. í fyrsta lagi var fiðla ekki þekkt á þeim tíma. Og í öðru lagi var Neró ekki við- staddur brunann, heldur dvald- ist hann í höll sinni í Autium í fimmtíu mílna fjarlægð frá Róm, og kom ekki til borgarinn- ar fyrr en bruninn var afstað- inn. — Söguritarinn Taeitus á sök á þessu ranghermi. * * * Allir elska eitthvað. fsl. málsháttur. * * * EKKI FAGNAÐAREFNI Presturinn er að þjónusta deyjandi sóknarbarn sitt og reynir að hughreysta það eftir megni. „Þér má vera það til hugarléttis, Hans minn,“ segir hann, „að hinum megin hittir þú áður burtkvadda vini þína, þar á meðal konuna þína sálugu.“ „Jæja, jæja,“ svaraði Hans gamli, “á ég nú að fara að stríða við hana öðru sinni.“ * * * FLESTAR konur álíta sig þess umkomnar að standa and- spænis hættu. En nálega æfin- lega reynist það að vera ímynd- un. Camoamor. * * * MAÐUR nokkur var sakaður um að hafa stolið trjávið af reka, en ekki varð það sannað. — Að yfirheyrslunni lokinni lét sýslumaður þá ósk í Ijós við hann, að famvegis gætti hann þess vendilega að spíla ein- göngu upp á sínar eigin spýtur. örlaganna um pestnæmu frjálslyndu, sem Nonni stjúpsonur minn kallar svo í einni af hinum innblásnu ræðum sínum. Vesalingurinn ég. Vesalings litla krílið ég, sem þeyttist fram og aftur fyrir hverjum vind- blæ, hverjum straumi í stefnum eða tízku ... Ef ég og nokkrar milljónir kvenna, sem voru telpur árið 1906, hefðu ekki gert uppreisn gegn fjölskyldu- lífinu og hjónabandinu, ef við hefðum ekki heimtað sjálfstæði. heldur gerzt auðsveipar eigin- konur, alið mörg börn og gert syni okkar að góðum hermönn- um, myndum við ekki vera í miðri hringiðu uþplausnarinnar um þessar mundir. En til hvers er að vera með heimspekilegar bollaleggingar nú orðið. Við vorum eins og við vorum og urðum að keppa að því, sem við þráðum. Anton , opnaði aðra hurð sem einnig var tvöföld, móðir mín ýtti mér inn, og við geng- um inn í hið allrahelgasta. Þar voru frændurnir allir fimm, en það táknaði, að þetta yrði hin alvarlegasta ráðstefna. Fram að þeim degi hafði ég aðeins séð þá við einstöku tækifæri, t. d. við jararför afa míns, í brúðkaupi Karólínu frænku, og þegar ég færði þeim blóm á fimmtugsafmæli Fyrir- tækisins. — Góðan dag, frændi, sagði móðir mín við sérhvern þeirra og rétti þeim hanzkaklædda- höndina, eins og hún væri sjálf lítil stúlka. — Góðan dag, frændi, skrækti ég mjóróma og beygði mig ofur lítið í hnjáliðunum. — Góðan dag, góðan dag, Betty. Halló, Marion litla. Það er sjaldgæf ánægja að sjá ykkur hér, hefðarkonurnar, sagði Leopold frændi, sem var elztur bræðardnna. Þeir voru töfrandi heims- menn, og þeir klöppuðu mér á víxl og 'klipu í kinnarnar á mér og furðuðu sig á því, hversu ég væri orðin stór stúlka og spurðu, hvernig mér geðjaðist að vera í skólanum. Þeir höfðu líka sælgætisöskju handa mér, og Júlíus frændi, lítill, kubbs- legur náungi með jarpgrátt skegg bað mig að gera sér þann heigur að bragða á góðgætinu. Öll framkoma þeirra var vin- gjarnleg, en mér fannst þeir gera sér of dælt við mig, því að ég var ekkert barn lengur, og við vissum vel, hvað við vildum, ég og móðir mín, og það var alls ekki sælgæti. Ég festi aug- un á stóru málverki, þar sem frændurnir voru allir málaðir, sitjandi umhverfis sama borðið og þeir sátu við núna, dálítið drembilegir á svipinn með heið ursmerki í hneppslunni. Afi minn var með þeim á myndinni og það veitti mér ofurlítið ör- yggi- — Jæja, og hvert er erindi ykkar, hefðarkonur? spurði Hinrik frændi og horfði á úrið sitt, eins og hann væri að gefa í skyn, að þeir væru menn önn- um kafnir og hefðu engan tíma til þess að sinna einskis verð- um hégóma. Móðir mín laut fram á stólnum. Hún var svo lítil, að fætur hennar náðu ekki niður á gófið, nema hún sæti á stólbrúninni. — Það er viðvíkj- andi Marion, frændi, sagði hún, — Mér hefir skilizt, að þið séuð því mótfallnir að hún leggi stund á tónlist. — Það er misskilningur, barn ið mitt, sagði Leopold frændi góðlátlega. — Látið hana fyrir alla muni leika á fiðlu. Hvers vegna eiga allar litlar stúlkur að leika á slaghörpu? Látið hana leika á fiðlu til tilbreyting ar. Hún hættir að leika á hljóð- færi um leið og hún giftist og eignast börn, alveg eins og þú, ertu ekki sammála? — Því er þannig farið, frændi, sagði móðir mín — að barnið hefir meiri löngun og hæfileika en svo, að hún eigi aðeins að daðra við listina. Ungfrú Gans, sem hefir kennt henni fram að þessu, getur verið ágætur byrj- endakennari, en nú er kominn tími til þess, að Marion fari að taka námið alvarlegum tök- um og fái fullkominn kennara. — Fjarri er það okkur að sletta okkur fram í það mál, sagi Leopold frændi. — Ef Marion litla hefir elju til þess að æfa sig allan daginn, þá látið það eftir henni fyrir alla muni. Mér virðist, að ungfrú Gans sé ágætur kennari í fiðluleik. Hún kennir sumum ungu stúlk unurn í klaustri Frelsis-systr- annna, og allir hrósa henni. En ef þún villt fá dóttir þinni ann- an kennara, mun engum detta í hug að hindra það. Móðir mín kingdi munnvatni sínu. — Ég myndi ekki ónáða ykkur, ef málið væri svona ein- falt, sagði hún og lokaði aug- unum, eins og hún væri að vaða bál. — En ef Marisn á að læra, þörfnumst við peninga. Okkur nægja ekki laun mannsins míns. Ég ráðfærði mig við Szimanszki prófessor — hann er mesti snill ingur í Vínarborg, ef til vill í öllum heiminum. Hann álítur, að hann geti fullnumað hana á fjórum árum, en kennsla hans er mjög dýr. Og auk þess þarf hún að fá góða fiðlu, annars vill Szimanszki ekki - kenna henni. Það var ofurlítil þögn. Leo- pold frændi tottaði vindilinn sinn. Jóhann frændi páraði hrafnaspark á pappír. Hinrik MÝJA BfÓ SP Æska og ástir (Her First Beau) Jane Withers Jackie Cooper Sýnd Id. 5, 7 eg 9. frændi skoðaði neglur sinar. Júlíus frændi ýtti. sælgætisöskj unni til mín. — Fáðu þér sæt- indi Bettjj, fáðu þér sætindi Marion. Robert frændi, sem hafði fram að þessu ekki haft sig í frammi, gerði lítilsháttar tilraun til þess að breiða yfir vandræðin. — Ég þekki Szimanszki, sagði hann góðlátlega. — Hann leikur aðra fiðlu í fílharmóníukvart- ettinum. — Uss, aðra fiðlu, sagði Leo- pold frændi með mikilli fyrir- litningu. Leopold frændi fleygði vindl- ingnum sínum í öskubikarinn. — Þú fyrirgefur, Betty, en Sgamu Bld as Á hálutn ís (Silver Skates). Amerísk söngva- og skauta- mynd. Skautadrottningin Belita Patricia Morison Kenny Baker Sýud kl. 7 og 9. Kl. 3.30—6.30: Dauðadalurinn Wallace Beery, Leo Carrillo. Börn fá ekki aðgang. mér finnst þetta vera eins og hreinn þvættingur, sagði hann óþolinmóður? Hvers vegna á að eyða peningum í annað eins og þetta — aðra eins dægrastytt- ingu og að leika á fiðlu. Hver verður útkoman, mætti ég spyrja? — Mig langar til að verða snillingur eins og Sarasate, ferðast um og græða of fjár, og seinna ætla ég að kaupa móður minni skrauthýsi í sveit, sagði ég og gleymdi því, að ég mátti ekki tala, nema ég væri spurð. Hinrik frændi hló og klappaði mér á kollinn, en Jóhann frændi ýtti frá sér blaðinu, sem hann hafði verið að pára á. VÍKIN6URINN. Þorpararnir á Blóðsugunni klifruðu upp í reiðann og æptu og hæst af öllum æpti Svarti Ike sjálfur. — Takið á, félagar! æpti Ned skipstjóri. — Takið fast á! Samtaka nú! — Takið á, hundar! æpti Ike til bófa sinna, en meðal þeirra voru tveir stórvaxnir blökkumenn. Hávær hróp heyrðust frá báðum skipunum. Úrvalslið Vofuræningjans tók á af öllum kröftum. Járnvöðvar þeirra strengdust nú meira en nokkru sinn áður. Þorparar Svarta Ike tóku líka á af öllum kröftum ög létu ekki sitt eftir liggja. Auk þess voru þeir fjölmennari. — Takið á, félagar! æptu skipverjarnir á Sæfákinum. — Takið á, svín! heyrðist æpt á þilfari Blóðsugunnar. Æsingin jókst. Stundum sveigðist báturinn í þessa átt, stundum í hina. Bob bátstjóri og félagar hans litu upp á skip sitt og svipur þeirra bar vott um kvíða. Samt hrópuðu þeir til félaga sinna að toga af öllum kröftum og spara nú ekki kraftana. Horney króknefur pskraði einnig til sinna félaga og kvatti þá eins og hann gat. — Takið á! hrópaði Ned, skipstjóri og hafði ekki augun af skipverjum sínum, þeim, sem voru við reipið. — Að vísu eruð þið ekki nema tíu gegn fjórtán, en þið dragið þá upp, þið takið á öllu, sem þið eigið til, og það verðið þið að gera, þið verðið að sigrazt á þeim. Samtaka nú. Takið á! Æsing áhorfendanna náði nú hámarki sínu. Eftir um fjögurra mínútna átök var auðséð, að bátur- inn var að færast í áttina til Sæfáksins. Að vísu voru skálk- arnir fleiri og þyngri, en auðséð var, að hinir vel æfðu menn Vofuræningjans myndu sigra þá. TWEV’Vfi STOPPSD FIRINS/<SET TWOSE PUANES OFF TWE GROUND; CAkPT, WOLF/OET THE STUtCAS ON TWIS SIDE INTO TWE AIR AT ONCE/HAVE TWEM LOCATE TWE RUS51AN POSITIONS/ A 0UT... ATTHE CSTHER ENP OFTHE FIELP...^ • m 1 in. Láttu flugmenn þeirra kom- Todt: Skothríðin er hætt. Komdu flugvélinni upp í loftið, Wolf kapteinn! Láttu steypiflug vélarnar fara upp héma meg- ast að því hvar Rússarnir halda sér. . — En hinu megin við flugvöll- inn gerðust aðrir atburðir. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.