Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1943, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ .Miðvikudagur 8. sept. 1943.» Hneyhsianleqt skipaetíirlit: Skip, nýkomið ir Slipp, verður að leita hafnar vegna leka. Gat datt á eina plötuna í byrðing þess, án þess að það yrði fyrir nokkru hnjaski eða höggi. ----:---4--------- UM LANGAN ALDUR hefir íslenzka skipaskoðunin legið undir harðri og strangri gagnrýni. Hafa í þeirri gagn- rýni komið fram mörg ljót dæmi um ástand íslenzkra skipa, jafnvel í sama mund og þau voru að koma úr viðgerð, sem , skipaeftirlitið á að hafa umsjón með. Hér skal nú skýrt frá einu dæmi: Botnvörpungurinn „Rán“ kom hingað til hafnar í gær kl. 2 vegna leka. Fyrir nokkrum dögum fór togarinn héðan á veiðar, en þá var hann búinn að vera 2 daga í Slipp til at- hugunar og viðgerðar. Þegar skipið var komið út á sjó, datt gat á plötu milli banda, án þess að skipið yrði fyrir nokkru hnjaski eða höggi, enda var ekki farið að kasta trollum. Skipverjar tóku það til bragðs í þeirri von að bjarga skipinu til hafnar, að setja trétappa í gatið, en ekki var hægt að stöðva lekann, því að platan þoldi ekki trétappahn og gatið stækkaði undan honum. Skipinu tókst þó að kom- ast til hafnar og var kafari fenginn til að athuga það. Taldi hann að rannsókn sinni lokinni skipið alls ekki haffært, nema að það færi aftur í Slipp til athugunar og viðgerðar. Það er furðulegt að slíkt og þetta skuli geta komið fyrir — og virðist eitthvað vera bogið við viðgerðirnar — og meira en lítið athugavert við skipaeftirlitið. Eru kröfur um verðeppbæt- ur á hrossakjöt á leiðinni? ♦ Þrir Sjálfsíæðisþingmemi flytja þings- ályktunartiiiögu um afsláttarhross, ÞRÍR ÞINGMENN flytja þingsályktunartillögu um afsláttarhross og segja þeir í greinargerðinni að síð- ast liðið haust hafi verið boð ið fram meira af hr®ssakjöti en markaðurinn hafði getað tekið við. Mörgum finnst sem í þessum upplýsingum felist tilgangurinn með . þingsályktunartillögunni og lað það sé feetlun þessara þriggja þingmanna að krefjast uppbótar einnig fyrir hrossa- kjöt og jafn vel að skapa hrossakjötinu einhverja for- gangsaðstöðu á markaðinum í þeim tilgangi að neyða það upp á neytendurna. Þessir þrír flutningsmenn til- lögunnar eru Sjálfstæðisflokks- mennirnir Jón Pálmason, Jón Sigurðsson og Ingólfur Jónsson. Er tillagan svohljóðandi: „Sameinað alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar safna skýrslum í hrossa-' héruðum landins um það, hve mörgum hrossum bændur vilja farga til slátrunar í haust. Einnig sé Búnaðarfélagi íslands falið að gera tillögur um það fyrir 15. september 1943, á hvern hátt hrossunum verði komið í verð.“ í geinargerð sinni segja flutn- ingsmenn: Á undanförnum árum hefir hrossum fjölgað mjög í land- inu, einkum í þeim héruðum, sem mæðiveikin í fénu hefir leikið verst. Koma þar einkum til greina Skagafjarðarsýsla, Húnavatnssýslur, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. í Ráú’gár- vallasýslu hefir hrossum einnig fjölgað mjög, enda þótt hún hafi eigi orðið fyrir verulegu tjóni af völdum mæðiveiknnar. Eitt- hva-ð hefir hrossum fjölgað í sumum öðrum héruðum, en eigi í stórum stíl. — Yfirleitt eru hrossin sú tegund búfénaðar, sem minnst fóður er ætlað. Af þeim stafar líka mest hætta, ef út af ber. Sú þáltill., sem hér er flutt, er því fyst og fremst tryggingarviðleitni gegn fóður- skorti. Telja flutningsmenn á- ríðandi að vita fljótt, hve mörg- um hrossum bændur vilja farga. Viðist sjálfsagt að fela sýslur- mönnum og hreppsnefndum að gera þá athugun í skyndi. Það kom í ljós s. 1. haust, að markað- urinn fyrir hrossakjöt fullnægir eigi nálægt því þörfinni, og mun það enn frekar koma í ljós á þessu hausti. Því er áríðandi að hagnýta hinn takmarkaða markað svo vel sem unnt er og gera að öðru leyti þær ráðstaf- anir, sem hugsanlegar eru, til að koma þessari vöru í veð og fá því til vegar komið, að sem flestir landsmenn noti hana. Virðist einsætt að fela Búnað- arfélagi íslands að rannsaka það mál og leggja tillögur sínar fyrir. Má gera ráð fyrír, að þing og stjórn þurfi síðar í haust að Frh. á 7. síöu. ÁfengisverzlBnin lokar vegna mikillar aösóknar Reynt að birgja sig upp áður en verðhækkanirnar ganga i gildi. Nýja verðið á tébaksvöruni er nú koiaið til frsmkvæmda. ♦ TÓBAKSVERZLUNIN hefir nú opnað aftur eftir lok- unina í fyrradag og fyrri hluta dagsins í gær — og er hið nýja verð á tóbaksvörum gengið í gildi. Áfengisverzl- un rílsisins varð að loka í gær vegna taumlausrar aðsókn- ar, svo að annað eins hefir ekki þekkzt fyrr og hún mun hafa lokað í dag, vegna þess að hún er enn ekki búin að fá til- kynningar frá ríkisstjórninni um verðhækkanirnar á áfeng- inu, en hún mun fá þær í dag. Snemma á mánudagsmorgun ♦ fóru að berast fregnir um það, að stórkostleg hækkun væri í þann veginn að verða á tóbaki og áfengi, og upp úr hádeginu fengu menn vissu sína í þessu efni. Ríkisstjórnin fékk með af- brigðum á alþingi samþykkta heimild um stórkostlega hækk- un á tóbaksvörum, — en áður hafði hún heimild til hækkun- ar á álagningu áfengra drykkja. Tóbaksverzluninni var lokað á mánudaginn og fyrri hluta dagsins í gær. Mun þeta hafa verið gert til þess að koma í veg fyrir hamstur á tóbaksvörum, áður en þær hækkuðu. Hins vegar reyndu menn eins og þeir gátu að birgja sig upp af tóbaks vörum í einstökum verzlunum. Nú hefir Tóbaksverzlunin opn- að aftur — og með nýja verð- inu. Strax óg fregnirnar af verð- hækkuninni bárust út, urðu skrifstofur Áfengisverzlunar ríkisins varar við það. Varð svo mikil aðsókn til þeirra, að for- stöðumenn þeirra sáu sér ekki annað fært en að loka. Alþýðublaðið sneri sér í gær til fjármálaráðuneytisins og spurðist fyrir um það, hvenær verðhækkanirnar hjá Áfengis- verzluninni kæmu til fram- kvæmda. Fékk blaðið þau svör, að þær myndu koma til fram- kvæmda á miðvikudag eða fimmtudag. Skjölin um þetta lágu tilbú- in í stjórnarráðinu í gær, en ekki var gert ráð fyrir að þau yrðu send til Áfengisverzlunar- innar fyrr en í dag. Mega menn því gera ráð fyr- ir, að úthlutunarskrifstofa Á- fengisverzlunarinnar vérði ekki opnuð fyrr en seint í þessari viku, því að það mun taka nokkurn tíma að ganga frá verði vínsins. Sagt er, að ríkisstjórnin ætli sér að ná í um 9 milljónir króna með verðhækkunum á þessum munaðarvörum báðum. Minnismerki nm Jón irasoB. Avarp til þjóðarinnar frá fjársofnnnarnefndinni. Umferðamálin: Gngar nndantekning- ar frá sérleyfis- lðgnnnm. Einnig sérleyfisferðir til Ding valla á sannnúognm. RÍKISSTJÓRNIN hefir lagt fyrir alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum. Er frumvarpið á þá leið, að síðasta málsgrein fyrstu grein- ar laganna falli burtu, en hún er á þá leið að eftirtaldar leið- ir séu teknar undan sérleyfis- löggj öf inni: Reyk j avík—Gull- foss, Reykjavík—Geysir, Rvík —Reykjanesviti og- á sunnu- dögum Reykjavík—Þingvellir. I greinargerðinni fyrir frum- varpinu segir: „Það hefir komið í ljós, að óheppilegt er, að ekki megi veita sérleyfi á einstökum leið- um eða leiðahlutum, og hefir því póst- og símamálastjórnin talið rétt, að umrætt ákvæði laganna verði numið burtu.“ Öllum mun vera ljóst hvaða ástæður liggja til þess að þetta frumvarp er fram komið. Á- stæðan er áreiðanlega það öng- þveiti, sem ríkt hefir á Þing- vallaleiðinni á sunnudögum í sumar. Allir höfðu jafnan rétt til að aka þessa leið á sunnu- dögum, en aðeins einn hafði tekið upp sérstakar áætlunar- ferðir. Þegar honum- þótti þær vera orðnar of erfiðar og taldi þær ekki svara kostnaði og fyrirhöfn, lagði hann þær nið- ur. Yfirstjórn þessara mála gat ekkert gert, samkvæmt lög- um, nema að taka sjálf upp á- ætlunarferðirnar — og það neyddist hún til að gera. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband hjá lögmanni ungfrú Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Kristinn Einarsson klæðskera- meistari. Heimili þeirra er á Hverf_ jC1 INS og kunnugt er, er nú hafin starfsemi með \ það fyrir aujgum að koma upp minnismerki um Jón biskup Arason og verði það afhiúpað að Hólum 7. nóv. 1950. Hílfir þessi starfsemi verið undirbúin og barst Alþýðublað- (Frh. á 7. síðu.) isgötu 59. \ Gróðurrannsóknir á Flóaáveitu- svæðinu, heitir nýútkomin bók eftir Steindór Steindórsson frá Hlöð- um. Fjallar hún um rannsóknir höfundarins á jurtaríki þessa svæðis undanfarin sumur. Bún- aðarfélag íslands hefir gefið bók- ina út, en hún er prentuð í Rík- isprentsmiðjunni Gutenberg. fitvarpsDBiræóar frð alþingi. C' YRSTA .umræða. um fjárlögin fyrir árið 1944 fer fram í sameinuðu þingi í dag og hefst með framsöguræðu fjármálaráð- herra kl. 1.30. Þingflokkarn- jr fá hálfrar klukkustundar ræðutíma hver. Umræð- únni verður útvarpað. Alpiagi: Frumvarpið did lifrenla- stjóraou á dagsKrá oeðrl deildar 1 gær. UNDIR voru í báðum deild um alþingis íi gær, en stóðu stutt yfir. Tvö mál vorut á dagskrá og var þeim vísað nálega umræðulaust til 2. um* ræðu og nefnda. Annað málið, sem var á dag- skrá neðri deildar, var frumvarp þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Gunnars Thoroddsens um beyt- ing á lögum um dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl í Reykjavík. — Breytingin á um ræddum lögum miðar að því að fella niður þá undanþágu varð- andi lögreglustjórann í Reykja- vík, að hann þurfi ekki að upp- fylla almenn dómaraskilyrði, þar á meðal að hafa lokið laga- prófi. Frumvarp þetta var borið fram á síðasta þingi og aftur á þessu þingi með þeirri breyt- ingu, að lögin skyldu „öðlast gildi, þegar núverandi lögreglu- stjóra hefir verið veittur kostur á öðru starfi samkvæmt 3. málsgr. 16. gr. stjórnarskrár- innar.“ Sigurður Bjarnason fylgdi frumvarpinu úr hlaði með nokkrum orðum. Að því búnu var því vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Breyting á bif- reiðastæðum í bænum. Borgarstjöri og bæjarverkfræð- ingur ræða við stöðvaeigendur C* INS og kunnugt er hef- ir bifreiðastjórafélagið „Hreyfill“ lagt til að komið verði upp einni allsherjar- stöð fyrir allar fólksbifreið- ar í bænum — og sent bæjar- stjórn erindi um þetta máL Málið var fyrir nokku rætt í bæjarráði, og fól það borgar- gera tillögur um lausn þess. stjóra og bæjarverkfræðingi að Borgarstjóri og bæjarverk- fræðingur boðuðu síðan fyrir nokkrum dögum eigendur bif- reiðastöðvanna á sinn fund og ræddu við þá. Talaðist svo til á fundi þess- um, að bifreiðastöðvaeigendur skyldu sjálfir gera tillögur í málinu og afhenda þær síðan borgarstjóra og bæjarverkfræð- ingi. Læknablaðið, 1. tölublað þes er ny- komið út. Efni: Digitalis. Meðferð við organiska hjartasjúkdóma, eft- ir Theódór Skúlason. — Ritdóm- ar um ,,Röntgendiagnostik“, Úr er- lendum læknaritum o. fl. Aðal- ritstjóri er Ólafur Geirsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.