Alþýðublaðið - 11.09.1943, Side 8

Alþýðublaðið - 11.09.1943, Side 8
ALÞYÐUBLAÐEÐ Laugardagur 11. sept. 194S BTJARNARBfða Flngkappar (Captains of the Clouds) Amerískur sjónleikur eðlilegum litum tileinkaðui kanadiska flugliðinu. James Cagney Dennis Morgan Brenda Marshall Sýnd kl. 3, 5, 7 «g 9. ASg.miðasala hefst kl. 11 f.h „ÞEGI ÞÚ, MUNNUR!“ Einu sinni var lcarl og kerling í koti. Hét karlinn Bláfeðill, en kerling Leppataska. Sonur þeirra hét Bokki, en dóttir Hallfleða. — Einu sinni fór fjöl- skyldan öll til kirkju. En af því að þeirn þótti hálgerð minnkun að því, hvað nöfn þeirra voru Ijót, þá komu þáu sér saman um, að ekkert þeirra skyldi nefna annað með nafni, svo að aðrir heyrðu. — Þegar til kirkj- unnar kom, var þar margt fólk fyrir. Sér Bokki þá, að faldur hallast á systur sinni og segir: „Hallast lín á höfði þínu, Hall- fleða systir mín.“ — Þá segir Hallfleða: „Vel sé þér, Bokki hróðir rninn,, að þú sagðir mér til lýta minna.“ — Kerling heyr- ir til þeirra og segir: „Bláfleðill minn, heyrirðu hvað börnin segja?“ —Segir þá karl, og er hinn byrztasti: „Leppataska, láttu þau þegja!“ ❖ H* =1' EFTIRMAÐUR NAPOLEONS Napoleon Bonaparte er ekki eini þjóðhöfðinginn, sem hefur verið fluttur til St. Helenu-eyj- ar, eftir að liafa verið sviptur tign og völdum. Á níunda ára- tug síðustu aldar fluttu Bretar þangað einn af smákonungum Afríku, Ja-ja, eftir að hafa svipt hann ríki sínu. ❖ ❖ ❖ Hún: „Ætlarðu ekki að fara að gifta þig?“ Hann: „Nei, sú kona, sem vildi giftast mér, hlyti að vera mjög heimsk — en heimska konu vil ég ekki eiga!“ * * * Þangað leitar ástin, sem auð- urinn er fyrir. ísl. málsháttur. I siraumi ðrlaganna um“, og á eftir las ég Maríu- bæn, því að það fór um mig notaleg tilfinning, þegar ég ræddi við guðsmóður, en mynd hennar hékk yfir rúminu mínu, og hún var í blárri treyju og hafði vakað yfir mér frá því ég mundi fyrst. Svo bar það við á frostkyrru, stjörnubjörtu kvöldi, þegar fönn lá á öllum gluggum að Kar ólína frænka sagði mér að eng- inn guð væri til á himnum, og engin guðsmóðir og engin meyjarfæðing hefði nokkru sinni átt sér stað. Hún gerði gys að bænum mínum og hló að mér, og þegar ég skreið fram úr rúminu til þess að vita, hvort hún væri með óráði, uppgötvaði ég, að hún var að gráta og lá í kuðung á legubekknum sínum. — Ég er ekki að gráta, sagði hún kjökrandi. — Ég er að hlæja. Ég hefi hlegið árum sam an. Þetta er allt svo skemmti- legt,öll þessi blekking. Ég' fór að hlæja, þegar ég heyrði þig biðja eins og lítið barn. Hlust- aðu á mig, Marion. Það er til- gagnlaust að biðja. Það er ekki til neinnar blessunar. Það hlust ar enginnn á þig. Það er heimskulegt að trúa öllu, sem fólk segir. Það segir aldrei sann leikann. Það er tilgangslaust að vera góður. Það veldur manni aðeins óþægindum. Guð veit, að þú hefir ekki hugmynd um, því líkum vandræðum lítil stúlka eins og þú getur lent í. Trúðu ekki einu orði af því, sem for- eldrar þínir segja þér. Allt sem þeir segja þér eru heimskuleg ósannindi. Þegar ég heyrði þessi furðu lq(gu og ótrúlegu orð, fannst mér jörðin hrapa undir fótum mér. Og þó virtust mér þau vera eins og bergmál einhvers, sem lengi hafði ómað í undirvitund minni. Ég var dauðskelfd. Af veikum mætti reyndi ég að hreyfa mótmælum. — Þetta máttu ekki segja, Karólína frænka, hvíslaði ég. — Það er glæpsamlegt. — Vissulega er það glæpsam legt! Þú veizt ekki, hversu fólk ið er breyzkt, en ég veit það. Það er enginn guð til og ekkert himnaríki. Það er enginn, sem hlustar á bænir okkar, enginn, serri lítur eftir þér og enginn, sem hjálpar þér. Allt er þetta stórfengleg, hlægileg blekking, og engir trúa því nema heimsk- ingjar. Þetta var hlægilegt. Ég skalf í hrijáliðunum og átti á hverri stundu von á að vígahnöttur lysti niður eða jörðin opnaðist við fætur mér og gleypti okkur og litla herbergið mitt. En ekk- ert bar til tíöinida. Það var mjög hljótt inni. Ég gat heyrt Karólínu frænku kjökra. Ég heyrði tifið í vekjaraklukkunni minni og minn eigin hjartslátt. — Ef nokkur guð væri til, hefði hann áreiðanlega skapað betri heim en þennan. Trúðu ekki ósannindunumj, sem þér eru sögð, Marion, það er allt saman blekking, sagði Karólína frænka. — Storkurinn kemur ekki með ungbörnin, og það eru ekki til neinir varðenglar. sem fylgja þér hvert fótmál, og hinir látnu fara ekki til himins, og það situr enginn síðhærður öldungur á hástóli himnanna og refsar þér, ef þú gerir rangt, en launar þér, ef þú aðeins lest ofurlitla bæn á hverju kvöldi. En svona einfalt er það nú ekki. Fjarri fer því. Líttu á mig! Líttu bara á mig! Ég hefi líka beðið. Ég hefi ekki gert neitt rangt og allt um það hefir mér verið refsað. Guð minn góður! Hversu hefir mér ekki verið refsað! Já, það var víst þetta kvöld, sem mig langaði í fyrsta skipti til þess að verða vond stúlka. Að ytri sýn varð engin breyting á, en á fáeinum mánuðum breyttist gersamlega framkoma mín gagnVart fólki og viðhorf mín breyttust. í fyrstu þótti mér ægilegt og fífldjarft að hætta®að trúa á guð, og ég fór til Putzi mér til hugstyrkingar og hjartafróunar. Þetta skeði dag nokkurn í febrúarmánuði, og hann var lagztur í hitaveiki með bakstra á brjósti og gat litlu miðlað af slíku tagi. — Putzi, sagði ég, þegar ég hafði hjalað við hann stundar- korn um einskisvert málefni. — Putzi, veiztu að til eru menn, sem segja, að enginn guð sé til á himnurn? Putzi horfði á mig rannsókn- araugum stundarkorn. — Jæja? sagði hann svo. — Er guð til, eða er hann ekki til? spurði ég áfjáð. — Reyndu ekki að blekkja mig. Ég er ekkert barn lengur og veit að engir jólasveinar eru til. Ég vil fá að vita. hvort allt þetta tal um guð er blekking eða ekki. — Það er kominn tími til að gefa mér meðalið mitt, sagði Putzi í stað þess að svara mér. Ég'taldi tuttugu dropa af kín- íni í skeið og gaf honum inn. Það fór ónotalegur hrollur um hann, því að meðalið var beizkt. Svo hallaði hann sér á svæflana og lokaði augunum stundarkorn. — Hlustaðu nú á mig, Mutzi, sagði hann, þegar hann hafði hugsað sig um stundarkorn. — Ég skal svara þér svo vel sem ég hefi vit til. Eg skal segja þér sannleikann, einjs og ég veát hann réttastan. En mundu það, NÝJA Blð GAMLA Bfð Frá liðnnm árnm. Astin sigrar (Bahama Passage) (Remember The Day) Paramoúntmynd í eðlilegum litum. CLAUDETTE COLBERT MADALEINE CARROL STVILING HAYDEN JOHN PAYNÉ • Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Framhaldssýning 3Vz—6Vz: Daudadalurinn Wallace Beery, Sala aðgm. hefst kl. 11 f. h. Leo Carrillo. Síðasta sinn. að allt, sem ég segi þér, er að- eins minn eigin sannleikur. Hinn raunverulegi sannleikur er allt of stórfenglegur eða of dýrmætur eða of háleitur til þess að við getum skilið hann. Ef til vill hefir Jesus Kristur þekktt sanneikann., Ef til vil keimur einhve^r maður á ný, sem þekkir sannleikann. Allt og sumt, sem ég veit um guð er þetta: Vel getur hvarfiað að okk ur, að hann sé ekki til, þegar allt gengur á tréfótum í heim- inum. En þegar við erum ham- ingjusöm, finnum við nálægð hans, og við segjum: „Guði sé lof og_dýrð.“ Og þegar við er- um mjög óhamingjusöm segj- um við: ,,'Góði guð hjálpaðu mér!“ Manstu úr biblíunni, hvað Jesús sagði, þegar jafnvel honum fannst lífið óbærileg kvöl. „Eli, Eli, lamma, sabacht- ani?“ Jæja, Mutzi litla, það er nú svona, og svona er nú það. Ég var óánægð með þeitta svar, því að ég hafði búizt við ákveðnu svari, já eða nei. Og ég byrjaði að verða vond stúlka, þegar ég missti traust mitt á Putzi. Um tíma fannst mér ég vera dálítið einmana og hroll- kennd sótti að mér, þar sem ég átti ekkert himnaríki lengur og engan guð og engan afa þar uppi, sem gætti mín. En hins vegar fékk ég sjálfstraust hins VlKINGURINN. Hann kom beint niður á félagana þrjá eins og sprengja, sem varpað er úr háa löfti. Einn ræninginn féll hálfrotaður niður í botn bátsins. Öðrum þeirra, sem þá stóð uppi, rétti Vofuræninginn vel útilátið högg og var hann ekki til frek- ari frásagnar um þessa viðureign. í sama bili heyrði Ned öskur fyrir aftan sig. Hann sneri sér við nógu snemma til að sjá yfirskyttu Svarta Ikes ráð- ast á sig. Áður en Vofuræninginn gat nokkuð gert, hafði árásarmaðurinn sveiflað sterkum handleggjum sínum utan um hann, og þeir flugust á í örvæntingaræði. Svarti Ike varð óður af reiði, þegar hann sá, að hin. sviksamlega undirferli hans var uppvís orðin. En nú sá hann leið til þess að tak aVofuræningjann höndum. — Róið strax aftur til skipsins, heimskingjar! öskraði hann til yfirskyttu sinnar og mannanna, sem hann hafði sent með honum. Skollin sjálfur! Þið hafið náð á vald ykkar Vofuræningjanum, hættulegasta fjandmanni mínum!* Ég heiti ykkur helmningum af mínum hlut af ránsfengnum,. ef þið komið með hann dauðan eða lifandi! En tveir þeirra, sem sendir höfðu verið til þess að eyði- leggja skipið, lágu hálfrotaðir. Satt var það að vísu, að yfir- skyttan var miklu sterkari maður en Ned skipstjóri. Samt sem áður fann hann að hann myndi ekki hrökkva við hin- um þaulæfða Vofuræningja. Af mikilli grimmd flugust þeir á í bátnum, sem valt mjög. Skyndilega náði yfirskyttan þrælslegu taki á hægri handlegg Neds skipstjóra. Svo baði hann stígvélahælnum sínum af öllum kröftum í fótlegg hans og reyndi of öllum MYNDA- SAGA. ACROSS THE FIELP, TA<£ OPP/ TACKLB THE SUSSÁN ARTILLERV I j^POSITlONS FlRST/ Bardögum um flugvöllinn heldur áfram. Fjórum þýzkum flugvélum tekst að hefja sig til flugs. Todt gefur þeim skipun u mað skjóta á stöðvar rúss- neska stórskotaliðsins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.