Alþýðublaðið - 03.11.1943, Side 2

Alþýðublaðið - 03.11.1943, Side 2
AUÞYIHJ>3LAÐIB Miðvikudagur 3. nóv. 1943» Hillipinganefnd til að ákveða stjðrn HjóðleikMssins. . ■ ■. +-- Flutt áf mönnum úr öllum flokkum ÞINGMENN úr öllum flokkum, þeir BarSi Guðmundsson, Kristinn E. Andrésson, Gunnar Thoroddsen og Bjarni Ásgeirsson, flytja í sameinuðu þingi tillögu til þings- ályktunar um stjórnarfyriirkomulag og rekstur þjóðleik- hússins. Tillagan er svohljóðandi: „Sameinað alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nú þegar sjö manna milliþinganefnd, er leggi fyrir næsfa alþingi tillögur um stjórnarfyrirkomulag og rekstur þjóðleikhússins. Nefndin verði skipuð þannig: fjórir menn eftir tilnefningu þingflokkanna, einn tilnefndur af Leikfé- lagi Reykjavíkur, einn af Bandglagi íslenzkra listamanna og einn tilnefndur af Félagi íslenzkra leikara, og sé hann for- maður nefndgrinnar.“ í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn: „Ríkisstjórnin hefir tikynnt, að setuliðið muni rýma þjóðleikhúsiðfggrfnæstunni. Mun þá þegar hafizt handa að fullgera bygginguna, svo að gera má ráð fyrir, að leikstarf- semi. geti hafizttþar, áður en langur tími líður. Er því nauð- synlegt, að Mþi'ngi hugsi þegar fyrir því, hvernig rekstri og stjórnarfýrirkomulagi þjóðleikhússins skuli hagað. Hefir Félag íslenskra leikara einnig heint þeirri áskorun til al- þingis, að skipuð verði nú þegar milliþinganefnd, er leggi fyrir næsta alþingi ákveðnar tillögur um þetta mál. Er þingsályktunartillagan hér flutt í samræmi við þessar óskir leikara og Vegna þeirrar nauðsynjar, sem á því er, að hraðað sé sem mest undirhúningi þess, að þjóðleikhúsið geti tekið til starfa.“ ;f % f * * Rétílátari skipting bjðrg- nnarlanna ea verið hefnr. Fmmvarp um breytiugar á sigiiugaiög unuDi, sem Sigurjón Á. Óiafsson flytur. SIGURJÓN Á. ÓLAFSSON hefir lagt fram á alþingi nýtt frumvarp um breyt. á sigl- ingalögum, sem miðar að því, að björgunarlaunum sé skipt á jafnari hátt milli allra skips- manna, er vinna að hjörgun úr sjávarháska. en tíðkast hefir samkvæmt núgildandi lögum. Hefir misskipting hjörgunar- launa oft valdið óánægju og undirmenn talið sig afskipta í þessu efni. Breytingin er við 233. grein siglingarlaganna og leggur Sig- urjón til að hún verði orðuð á eftirfarandi hátt: „Ef björgunarmenn greinir á sín á milli um skipti björgunar- launa, þá skal skipt með dómi og gætt þeirra atvika, sem 230. gr. greinir. Nú hefir skip bjargað ein- hverju á ferð og hlotið fyrir það björgunarlaun með dómi eða samningi, og skal þá fyrst af björgunarlaununum bæta það tjón, sem við björgunina varð á skipi því eða farmi, svo og bein útgjöld við björgunina önnur en venjulegur rekstrarkostnað- ur skipsins. Næst eftir fá út- gerðarmenn tvo þriðjunga björg unarlauna, en einn þriðji björgunarlaunanna rennur til skipshafnarinnar, og skal þeim skipt milli allha skipsverja í réttu hlutfalli við mánaðartekj- ur hvers þeirra. Við útreikning björgunarlauna skulu skiptin miðast við meðaltekjur á hverri starfsgrein um borð í skipinu síðustu 12 mánuði eða þann tíma, sem skipið hefir verið í gangi á árinu, ef skemur er. Eft- ir að skipti hafa farið fram á milli skipverja samkvæmt of- anskráðu, skal útgerðarmaður greiða skipstjóra af sínum hluta björgunarlaunanna þá upphæð, er á vantar til þess að hann fái samtals Vs hluta þeirra upphæð ar, er kom til skipta meðal skipshafnarinnar. Ákvæði þess- arar greinar gílda ekki um Skip- verja, sem lög nr. 32 íþ jan. 1935 taka til svo, svo og skips hafnir á björgunarskipum, sem ráðnar eru með sérsamningum til björgunarstarfa.“ í greinargerð sinni fyrir frumvarpinu segir Sigurjón Á. Ólafsson: „Það hefir komið í ljós á síð ari tímum, að ákvæðið um skipting björgunarlauna sam- kvæmt 233. gr. siglingarlag- ann hefir valdið verulegri ó- ánægju meðal sjómanna. Þetta ákvæði laganna mun ævagam- alt í erlendri siglingalöggjöf, þótt það væri ekki lögtekið hér á landi fyrr en 1914. Breyttir tímar, fullkomnari skip, ýmsar reglur og lag^ákvæði ásamt meiri mannúðarhugsjón um að bjarga þeim, sem í háska eru staddir, gerir þáð að verkum, að jafnt æðri sem lægri leggja sig fram í þessum efnum meira en almennt tíðkaðist fyrr á tímum. Björgunarlaun hafa á- vallt verið talin sjálfsögð Framh. á 7. síðu. Ætlar Fnmsókn að ganga með fbaldinn i bíómálini ? Fulltrúl flokksins tekur afstöðu með Garðari og Gunnari gegn sasnpykkt kœ|arst|ðrnar. Leggja til að Reykjavíkurbær fái ekki heitnild til eignarnáms á bíóunum, FRUMVARPIÐ, sem fól í sér heimild handa Reykja- urbæ til að taka kvikmyndahúsin hér í Reykjavík — Gamla Bíó og Nýja Bíó — eignarnámi og flutt var af Stefáni Jóh. Stefánssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni, hefir legið lengi hjá allherjaijnefnd neðri deildar, enda mun mjög hafa verið deilt um það í nefndinni eins og deilt var um það, er það var til umræðu. Loksins 1 gær afgreiddi nefndin málið frá sér með tveimur nefndarálitum, þ. e. hún klofnaði um það. Þau furðulegu tíðindi gerðust að fulltrúi Framsóknarflokks- ins í nefndinni, Jörundur Brynjólfsson gekk með fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Garðari Þorsteinssyni og Gunnari Thor- oddsen í því að eyðileggja aðaltilgang frumvarpsins, sem fól í sér eignarnámsheimildina handa Reykjavíkurbæ á kvikmynda- húsunum. - Þessir þrír menn skipa meiri ♦ hluta nefndarinnar — og verður að líta svo á, að ef Framsóknar- þingmennirnir fylgja við at- kvæðagreiðslu á þinginu þeirri stefnu, sem fulltrúi flokks þeirra hefir tekið í nefndinni, þá séu þar hrein og bein svik við málið, því að Framsóknar- flokkurinn hefir hvað eftir ann- að lýst yfir því, að hann væri því fylgjandi, að bæirnir rækju kvikmyndahúsin, en eini mögu- leikinn til þess að Reykjavík geti náð rekstri kvikmyndanús- anna í sínar hendur gegn sann- gjörnu gjaldi til núverandi eig- enda fýrir eignirnar er, að; bær- inn ^hafi í höndum eignarnáms- heimild frá alþingi. Hvort Framsóknarflokkurinn ætlar hér að ganga á móti hags- munum Reykvíkinga, mun hins vegar' koma í ljós innan tíðar. Minni hluti allsherjarnefnd- ar, þeir Sigurjón Á. Ólafsson og Þóroddur Guðmundsson, hafa einnig skilað nefndaráliti. Leggja þeir til að frumvarpið verði samþykkt, og gera á eftir- farandi hátt grein fyrir stefnu sinni: „Nefndin klofnaði um af- greiðslu þessa máls. Minni hlut- inn getur ekki sætt sig við þá lausn, sem meiri hlutinn telur viðeigandi að viðhafa á af- greiðslu frumvarpsins. Er þar um að ræða nýtt frumvarp, sem lagt var fram í nefndinni og á engan hátt getur samrýmzt aðalmarkmiði frv., sem er sá, að heimila bæjarstjórnum og hreppsnefndum að taka eign- arnámi kvikmyndahús og sýn- ingartæki, ef samningar um kaup hafa ekki tekizt. Tilefni þessarar lagasetningar er í fyrsta lagi samþykkt bæjar- stjórnar Reykjavíkur 4. febr. 1943 um að taka rekstur kvik- myndahúsanna Gamla og Nýja Bíós í sínar hendur. Samningar við eigendur þeirra hafa ekki tekizt. í öðru lagi er stefna frv. sú, að rekstur kvikmyndahúsa sér í höndum bæjarfélaganna sem einni liður í tekjum þeirra og að þau hafi að öðru leyti full yfirráð þeirra, svo að myndaval sé á þá lund, að sýningar þeirra verði til aukinnar menningar. Með einkarekstri kvikmynda- húsanna er þeirrar hliðar ekki eins vel gætt og æskilegt væri. Þessari stefnu frv. er minni hlut inn fyllilega samþykkur og leggur til, að frv. verði sam- þykkt.“ Álþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar hefur velrarsfarfið. Alþýðuflokksfélag HAFNARFJARÐAR held ur fyrsta fund vetrarins í Góð- templarahúsinu í kvöld (mið- vikudagskvöld) kl. 8%. Félagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fundinn og mæta stundvíslega. Norræna félagið: Skemmíifyndur að fféíeí Borg á fösfudagskvöld. fWT ORRÆNA FÉLAGIÐ heldur skemmtifund að Hótel Borg nk. föstudagskvöld klukkan 8.30. Dagskrá fundarins er á þessa leið: Félagsmál: Guðlaugur Rós- enkrans. Erindi: Pálmi Hann- esson rektor. Söngur: Dóm- kirkjukórinn syngur dönsk lög undir stjórn Páls ísólfssonar. Að lokum verður dansað. faflfélag Reykjavíkur hefur sfarfsemi aS nyju. Byrjar með keppni milli Vesfur- og Ausfurbæjar á sunnudaginn. Taflfélag reykjavík- UR hefir nú hafið starf- semi sína og regluhundna fundi á nýjan leik, eftir tveggja ára óskipulagða starfsemi, sem or- sakaðist af mjög tilfinnan leg- um húsnæðisvandræðum annars vegar, en sumpart af frámuna lega óhentugum húsnæðisaf- notum. Að vísu hefir félagið alltáf verið illa statt hvað húsrúm snertir síðan það varð að hverfa úr KR-húsinu eftir koriiu setu- liðsins forðum, en nú virðist svo, sem bætt sé úr brýnustu þörfurn í bili, þar sem bæjarráð Reykjavíkur hefir nú nýlega heimilað félaginu afnot af sal í fyrverandi „Hótel Hekla,“ að vísu fremur litlum, en að ýmsu leyti mjög hentugum. Verð- skuldar bæjarráð tvímælalaust þakkir fyrir sína skjótu ákvörð un og velviljuðu afstöðu í fé- lagsiriis garð. Félagið hefur nú starfsemi semi sína með fceppni milli Austur- og Vesturbæjar, sem verður háð næsta sunnudag (7. nóvember) en í kjölfar þeirrar keppni siglir önnur meiri, sem sé „Innanfélagsmót Taflfélags Reykjavíkur,“ sem féll niður í ifyrrahaust og verður án efa þar afleiðandi mjög fjölmennt í þetta sinn. Stjórn félagsins skipa nú þess ir félagar: Aðalsteinn Halldórs- son formaður, Guðmundur S. Guðmundsson féhirðir, Baldur Möller ritari, Óli Valdimars- son skákrit., Róbert Sigmunds- son áhaldavörðuir og Hafsteinn. Gíslason meðstjómandi. Tryggvi Mignisson verzhinardjéri látinn. Tryggvi MAGNÚSSON, verzlunarstjóri Edin- borgarverzlunar, lézt í fyrra- kvöld í sjúkrahúsi eftir upp- skurð. Með honum er horfinn einn vinsælasti og þekktasti borgari Reykjavíkur — og munu þeir fjölda margir, sem harma hann. Tryggvi Magnússon var mikiil íþrótta- og ferðamaður. Hann hefir og skemmt Reyk- víkingum með leik sínum í mörgum gleðileikum. og í starfi sínu í Edinborg var hann annálað lipurmenni. Glímufclag'ið Ármann heldur skemmtifund í kvöld kl. 9. Skorað er á félaga aðmæta. irezMr kmm látnir skipa út íslenzknm vðram vlð hðfnina. ; ■ }'■ j ~ .....O-------- Dagsbrðn kærir yfir bessn tll £lD$ðttsambanðs- ins og pað snýr sér fl! litanrikisráðaaeytisins. FYRIR nokkrum dögum bar það við hér við Reykja- víkurhöfn að erlend skip tóku 1000 tunnur af gotu, sem flutt hafði verið að skipshlið á ís- lenzkum hifreiðium frá Sand- gerði og Keflavík. Venja hefir verið að íslenzkir verkamenn önnuðust alla út- skipun á íslenskum vörum hér við höfnina, en að þessu sinni var brugðið út af venjunni og brezkum hermönnum skipáð að annast útskipunina, sem þeir og- gerðu. Verkamenn vilja ekki þola að þannig sé brugðið út af þeirri venju, sem hér hefur gilt og sneri Dagsbrún því sér til Al- þýðusambandsins, en það sneri sér síðan til utanríkisráðu- neytisins. V I bréfi Dagsbrúnar er þetta mál, nokkuð rakið og segir svo í því: „Þann 25. og 26. október s. 1. Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.