Alþýðublaðið - 04.11.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 04.11.1943, Side 4
ALB>¥ÐUBLAB»Ð Fimmtudagur 4. nóv. 1943. Hallgrimur Helgason: Skólasðngnr og aigýðntónlist. (Uþíjfttibla&tó títgefaadi: AlþýSuflokkuriEn. Bitstjéri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiSsla í Al- þýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Sfmar afgreiðslu: 4900 og. 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Herverndarsamning> nrinn og nmmæii Senator lassels. FRÁ því var skýrt í frétt- um frá útlöndum í vikunni sem leið, að einn af áhrifamönn um Bandaríkjaþingsins, Sena- tor Russel, sem í sumar kom austur um haf til að heim- sækja herstöðvar Bandaríkja- manna, meðal annarra her- stöðvar þeirra hér á landi, hefði látið svo ummælt í ræðu, „að Bandaríkjamenn þyrftu á réttindum á íslandi &ð halda eftir styrjöldina af öryggisástæðum". í sumum frétííim af þessari ræðu var jafnvel ságt, að senatorinn hefði talað um nauðsyn þess, „að Bandríkjamenn öfluðu sér ævarandi réttinda til að 'nota flugstöðvar, sem þeir hefðu byggt út um heim“, sérstak- lega á Islandi, í Dakar á vestur strönd Afríku og á Nýju Kale- doníu austur í Kyrrahafi. * Þessi ummæli hins ame- ríkska senators hafa að vonum vakið töluverða eftirtekt hér á landi, en enga gleði. Við vilj- um vera fullvalda og sjálfstæð þjóð, óháð öllum öðrum, og okk- ur var lofað því, þegar við gerðum hervemdarsamninginn við Bandaríkin, að sá vilji okk- ar skyldi verða virtur, enda skyldi setulið þeirra hverfa alveg á brott héðan undir eins að stríðinu loknu. Og í sam- bandi við þennan samning lof- uðu Bandríkin og Bretland ekki aðeins, að viðurkenna sjálf fullveldi okkar og sjálfstæði, heldur og að beita sér fyrir því við friðarsamningaborðið, að aðrar þjóðir gerðu það sama. Við ■ höfum hingað til enga ástæðu haft til að efast um, að þessi loforð yrðu haldin, og treystum því að sjálfsögðu eftir sem áður, að það verði gert. En við kunnum því illa, að á- hrifamenn á þingi Bandaríkj- anna, sem hlýtur að vera vel kunnugt um ákvæði og loforð hervemdarsamningsins, séu að tala um það sem einhvern sjálf- sagðan hlut, að hann sé brot- inn og Bandaríkjunum að stríð- inu loknu tryggð hér „rétt- indi“, jafnvel „ævarandj rétt- indi“ á kostnað fullveldis okk- ar og sjálfstæðis. * Þess var getið í einni frétt- inni af ræðu Senator Russeís, að hún hefði verið tekin óstinnt upp í London, þar sem opin- berir embættismenn hefðu bent á, að íslandi hefði verið lofuð óbreytt sú aðstaða, sem það áð- ur hafði, eftir stríð, en auk þess brytu boilaleggingar senatorsins algerlega í bága við Atlantshafs sáttmálann, sem þeir Churchill og Roosevelt gerðu með sér ör- stuttu eftir að amerískar her- sveitir stigu hér á land, þar sem öllum smáþjóðum var heitið fullu frelsi og sjálfsá- kvörðunarrétti að stríðinu loknu. Hér á landi munu menn taka TIL er gamalt íslenzkt orðtak er segir: Seint fyllir söngvís kona snældu. Þessi málsháttur gefur okkur merkilegar upplýs- ingar um afstöðu forfeðra okk- ar til söngsins og mat þeirra á gildi hans, en að þeirrra dómi hefir söngur sízt verið heppi- legur til iað auka afköst við vinnu, ef sami maður gerði hvorttveggja í senn að vinna og syngja. Söngurinn hefir heimtað bróðurpart þeirrar at- hygli, sem vinnan krafðist ó- skertrar, og fyrir bragðið sótt- ist verkið seint. Af þessu sjáum við, að for- feður okkar hafa þekkt afl, sem keppti við vinnugleðina, en það var sönggleðin. Söngur- inn sjálfur var fullkomin at- höfn og lét sér aðeins nægja manninn heilan og óskiptan, ekkert annað fékk þá rúm í vit und hans. Og enda þótt gera megi ráð fyrir því, að fyrstu lög mannsins hafi verið vinnu- söngvar, sem hann raulaði við hljóðfallsbundið starf sitt, þá varð nú til annar talsháttur, sem í rauninni bendir til verlca skiptingar og fullkomnunar frá hinu ófullkomna spuna- ljóði: I tómstundum skal tón- um dillað. Hér var þá komin leiðbein- ing um rétta ástundun lags og ljóðs. í góðu tómi rólegra frí- stunda var bezt að helga söngn um krafta sína óskipta. Tóm- stundirnar urðu þá ekki tóm- legar heldur þrungnar sívax- andi athafnalöngun og innri þátttöku. Hin upprunalega vinnugleði breytti aðeins um mynd og kom hér fram sem starfshneigð í þjónustu and- legra eiginleika, sem annars fengu sjaldan að njóta sín. Al- þýðan skapaði sér þannig tón- list við sitt hæfi, sem allir áttu greiðan aðgang að, strax við fyrstu heyrn. Löngu síðar er fyrst farið að tala um æðri tón- list, sem hleypir skrekk í svo margan manninn nú á dögum. Sögulega .séð var alls ekkert djúp til milli alþýðutónlistar og æðri tónlistar allt fram á daga heiðlistarinnar eða klass- íska tímans. Öldum saman not- uðu gömlu meistararnir þjóð- lög og sálmalög alþýðunnar sem uppistöðu eða cantus fir- mus í kórlög sín og önnur söngverk. En jafnskjótt og á- stundun tónlistarinnar hrökk úr tengslum við hinar breiðu þjóðfélagsstéttir, myndaðist þegar í stað það djúp, sem enn er óbrúað. Á öllum sviðum tónlistar verður því fyrst og fremst að stefna að því, að bilið minnki milli alþýðutónlistar og hinnar svonefndu æðri tónlistar. Hin æðri tónlist getur ekki þrifizt, nema hún fái móttökufúsa hlustendur, en ef látið er undir höfuð leggjast að ala upp skiln ingsgóða áheyrendur, getur ekkert frjálst /hljómleikalíf dafnað vegna þess, að fólkið hefir þá engin uppeldisskilyrði til að fylgjast með þeirri hljóm- list, sem þar er boðin. Við þess- konar aðstæður er aðeins mögu legt að skipuleggja hljómleika- starfsemi sem tilbúinn vermi- reitagróður, svo lengi sem mennirnir ótilkvaddir finna sterklega undir þessar ábend- ingar og vænta þess, að allar bollaleggingar eins og ummæli hins ameríska senators, um að skerða fullveldi okkar og sjálf- stæði eftir stríðið á einn eða annan hátt, verði kveðnar af- dráttarlaust og tafarlaust niður. En sjálfir mættum við vel læra eitt af þeim: að það er f ekki sjálfir hvöt hjá sér til að I hlýða með vakandi eftirtekt og í óblandinni ánægju á sígilda tón 1 list. Ennþá er tónlistarmálum okkar svo háttað, að engin trygging er enn fengin fyrir sjálfíagðri þróun þeirra frá grunni, og alþýðusöngurinn er því ekki ræktaður frá rótum. Söngkennslan í barnaskólum okkar er enn með öllu réttlaus, og sama er að segja um aðra skóla. Börnin læra ekki að þekkja lykilinn að allsherjar- máli söngsins. Lögin og ljóðin eru því ekki eðlilegir förunaut- ar æskunnar. En æskan erfir landið. Því er óhætt að full- yrða, að framtíð íslenzkrar tón- listar sé falin í söng skólans. Það er vitanlegt, að skólarn ir hafa fyrr meir verið heim- kynni heilbrigðs og hvetjandi söngs, og margir af okkar beztu , tónlistarmönnum hafa á skóla- bekknum tínt saman fyrstu mola söngfræðiþekkingar sinn- ar og látið sér lengi endast sem giftudrjúgt veganesti. Og ef við lítum sérstaklega á Mennta- skólann í Reykjavík og undan- fara hans Bessastaðaskólann, svo að einn skóli sé nefndur, þá hefir hann fóstrað fjölmarga af okkar fremstu mönnum á sviði tónlistarinnar; má þar m. a. nefna Bjarna Þorsteinsson, | Árna Thorsteinson og Sigvalda Kaldalóns. í Bessastaðáskóla var mikið og gott sönglíf; en með nokkuð öðrum hætti en nú tíðkast. Skólapiltar lögðu mikla rækt við hinn ævaforna tví- söng, og tóku þeir gjarna brot úr hinu latneska lestrarefni sínu; svo sem carmina eftir Horatius, til að kveða við raust. Þannig kyrjuðu Bessastaða- nemendur Indteger vitae og Diffugere nives undir óþekkt- um lögum, þangað til þau voru búin að fá fasta og óhaggan- lega mynd í meðförunum, og bvi aðeins þekicjum við þessar lagperlur enn í dag sem hin fegurstu þjóðiög íslendinga. Eftir að skólinn var fluttiir til Reykjavíkur kemur fyrsti söngkennarinn að skólanum, en það var Pétur Guðjohnsen dómkirkjuorganisti. Og í skóla- húsinu, sem enn stendur við Lækjargötu, uppi á gamla bað- stofuloftinu, gerist merkasti viðburður allra tíma í hljóm- leikasögu Reykjavíkur 2. apríl 1854: Latínuskóln?'"'''-"'-''- ^nlda fyrstu opinbera hljómleika, sem sögur fara af hér á landi. Sungu þeir í 3- og 4-rödduðum karlakór undir handleiðslu Péturs Guðjohnsens, og þótti bæjarbúum, sem viðstaddir voru, þetta nýstárlegur og fagur söngur með hreinni á- ferð. Upp frá þessu hafði Latínu- skólinn lengi forystu í sönglífi Reykjvíkurbæjar. Steingrímur Johnsen tók við kennslunni af Pétri Guðjohnsen og hélt uppi söngfélagi innan skólans; hafði hann mjög holl áhrif á allt fé- lagslíf nemenda. Hér verður að eins stiklað á stóru. Næstur tekur við starfinu Brynjólfur Þorláksson, þótt ekki væri hann stúdent að menntun, en sem dómkirkjuorgelleikari var hann eiginlega sjálfkjörinn í ekki hættulaust fyrir sjálf- stæði okkar, að vera með alls- konar orðagjálfur um það i ís- lenzkum blöðum, eins og fyrir hefir komið, að við væram „á vesturleið“, þegar slíkar bolla- leggingar eru upp vestur f Ame- ríku, jafnvel inni í sölum Banda ríkjaþingsins. Þá er full- ástæða fyrir okkur að viðhafa alla gætni og vera vel á verði. stöðbna samkvæmt fyrirmæl- um yfirvaldanna í tíð Péturs Guðjohnsens. Hin meðfædda tónvísi Brynjólfs verkaði mjög smekkþroskandi á lærisveina hans. Eftir Brynjólf sezt Sig- fús Einarsson í sæti hans, og hefir hann mótað tónrænt upp- eldi fjölda árganga Mennta- skólans með ljúfmennsku sinni og góðfýsi. Af þessum stuttu upptalning um má glöggt sjá, að söngsaga hins almenna Menntaskóla er hreint ekki svo ómerkur þátt- ur í tónlistarþróun okkar síð- astliðin hundrað ár. Fortíðin grípur inn í nútíðina og er skuldbindandi fyrir framtíð- ina; og hlutverki skó^anna á þessu sviði er hvergi nærri lokið. Áður fyrr voru hljóðfæri að- allega keypt handa konungum og þeirra föruneyti, en nú er tónlistin ekki lengur skorðuð við höfðingjastéttina eina. Hver einasti maður á að eiga hlut- deild í tónlist við sitt hæfi, hvort sem það er söngur eða hljóðfæraleikur. En til þess eru hljóðfæri ávallt ómissandi. Um leið og tónlistariðkunin hætti að eiga ítök hjá allri alþýðu, hafnaði hún í ytra gerfi sínu hjá forréttindastétt hinna rík- mannlegu samkvæma. Ríkis- mennirnir felldu listina inn í umgerð veizlna sinna af við- hafnarbundinni skartgirni, án þess að gera sér grein fyrir ó- KIRKJUBLAÐIÐ birti síð- astliðinn mánudag grem eftir. Guðmund Finnbogason, fyrrverandi landsbókavörð, um ættjarðarást. Þar segir meðal annars: „Ef við lítum yfir manukynið í heild sinni, sjáum vér þar m'.kinn fjölda þjóða og þjóðflokka á mis- munandi raenningarstigi. Allar eru þær að reyna, hver á sinn hátt, að viðhalda þeim menningar arfi. sem þær hafa tekið við af forfeðrum sínum, og ávaxta hann eftir föng- um. Heilbrigð skynsemi segir þeim, sem á hana vilja hlusta, að allar þessar þjóðir hafi'rétt til að gera þetta, að svo miklu leyti sem þær viðurkenna í orði og verki rétt allra annarra þjóða til hins sama. Verkefnið veröur þá, að reyna að samrýma allar þessar þjóðir og menningu þeirra og fylgja þannig bendingu lífsins sjálfs, er stefnir að fjölbreytni. Með því móti yrði menning hverr- ar þjóðar áfram sérkennilegt kvæði í hinni miklu ljóðabók lífsins á þessari jörð, ópið til lestr- ar og lærdóms hverjum, sem af því vill læia og' auðga anda si.nn. En vér vitum öll, að þéssi hug- sjón virðist nú eiga langt í land. Um hana. eru háðar grimmileg- ustu orrustur, sem dæmi eru til. Vér vitum, að nú má vart á milli sjá, hvorir verða hiutskarparí, þeir, sein henni fyig.'a, eða hitiir, sem ofsækja hana með öllum þeim öflum, er mannleg't hugvit hefir tekið í þjónustu sína. Ég lærði í æsku þennan ræðu- stúf: „Ef allir menn yrðu að ein- um manni og öll fjöll að einu fjalli, allir steinar að einum steini og öll vötn að einu vatni og sá hinn stóri maður stæði á því hinu stóra fjalli og kastaði þeim hinum stóra steini ofan í það hið stóra vatn, þá myndi koma eitt óendanlegt rofasambandi hennar við al- menning og allan landslýð. Þeir alþýðumenn, sem innst innan úr hugarfylgsnum sínum höfðu knúið fram sameiginlega hugsun fyrir heilan þjóðbálk manna, höfðu auðvitað langbezt skilyrði til að takg aftur á móti þessari sömu hugsun, eftir að talsmaður þjóðarinnar allrar, mótandi listaverksins, hafði aukið tjáningargildi hennar og áhrifamagn. Á þessari þjóð- eðlislegu staðreynd strandaði góðverk listfrömuðanna og höfð ingjahópanna. í rauninni var listin alltaf höfðingborin — ekki þó þjóðfélagslega séð — því að alltaf hefir hún aðeins leitað til þeirra, sem tóku henni opnum örmum; að þessu leyti er hægt að segja, að listin sé ávallt arístókratísk. Móttöku- hæfni mannsins er skilyrði fyrir því, að þoðberi listarinnar berji á dyr hans. En þessi móttöku- hæfni er algerlega óháð and- legum, þjóðfélagslegum og fjár- hagslegum yfirburðum hins einstaka manns og býr jafnt í ríkum sem fátækum. í þessu höfuðatriði er fólgið eitt hið stærsta verkefni listarinnar al- mennt: að mynda eina hina stór fenglegustu brú, sem hægt er að reisa milli þjóða, milli þjóðfé- lagsstétta, milli trúarflokka og milli kynslóða. Af þessu mætti vera Ijóst, að skólasöngur, alþýðutónlist, tón- smíði og æðri tónlist er ein ó- rjúfanleg heild; og því getur það orkað tvímælis, hvort of- ræktun eins þáttar hennar komi verulega að gagni meðan undir- stöðuþættirnir eru vanhirtir og líftregir. Skortur á heildrænni yfirsýn veldur vanhugsuðum sýndarráðstöfunum og röngu Frh. á 6. síSu. bomsara boms, mínir elskanlegir. Eins mun verða, bræður mínir, þegar sálum yðar óguðlegra verð- ur kastað ofan í helvíti á efsta degi.“ Er þetta ekki spámannleg lýs- ing á því, sem ofbeldið nú miðar að: að gera alla menn að einum manni, öll tæki að einni vítisvél, sem hefir ekki annað hlutverk en að hverfa í hyldýpið og vekja „eitt óendanlegt bomsara taoms“ um leið og hún dregur með sér í glöt- unina hinar ógæfusömu sálir, er vinna að þessu hermdarverki? “ Og þó er einnig þetta gert í i^afni ættjarðarástannnar. Eða h,vað segir nazisminn? Árni frá Múla gerir í blaði sínu, íslandi, síðastliðinn mánu dag s j álfstæðismálið enn að umtalsefni' og þær hættur, sem óhugsaðri lausn þess geta verið samfara. Þar segir meðal ann- ars: „Það hefir komið í ljós, að ýms- ir menn hér á landi láta sér í léttu rúmi liggja þótt við verðum við- skila við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar að frændsemi og menningu, Norðurlandabúa, —- eltki aðeins pólitískt, heldur við- skiptalega og menningarlega. Það hefir ennfremur komið opinber- lega fram — einna skýrast í dag- blaðinu Vísi — að hér eru menn, sem telja eðlilegt, að við leitum nýrra vina vestan hafs, nýrrar menningar, nýrra viðskipta. Hraðskilnaðarmennirnir, er svo eru nefndir, hafa verið spurðir, hvað fyrir þeim vekti eftir að ge.ng ið hefir verið frá sambandsslitum við Dani. Þjóðin á heimtirtgu á að fá skýr svör stjórnmálaflokkanna við þeirri spurningu áður en sam bandsmálinu er ráðið til l.ykta. Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.