Alþýðublaðið - 04.11.1943, Síða 5
Fimmtudagur 4. nóv. 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ÉG hef lifað fátt, sem er
mér jafn framandi og á-
hrifamikið, og að vera í Len-
ingrad í dag. Síðast þegar ég
kom hingað, var ég skóladreng
ur, og borgin hét þá ennþá
Petrograd. Þegar ég gekk með
bökkum Nevufljóts í morgun,
sem er fegursta og tignarleg-
asta vatnasvæði í heimi, fannst
mér allt svipað og þá, þótt tím
arnir séu ólíkir Þetta var kald-
ur morgunn, enda þótt sólar
nyti, og hvass vindur blési utan
af Finnlandsflóa og litlar,
hvítar öldur dönsuðu á dimm-
bláu vatni hins mikilfenglega
vatnsfalls. Á bakkanum and-
spænis var kastalinn, sem Pétur
mikli lét byggja, og turnspírur
hans gnæfðu við himin. Hérna
megin er St. ísaksdómkirkjan,
sem gnæfir yfir Leningrad eins
og St. Pálskirkjan yfir London,
og hérna er, vetrarhöll Ras-
trellis, sem með hinum mikla
turni sínum yfirgnæfði hinar
dásamlegu, guiu byggingar flot-
ans. Og hinum megin við Vetr-
arhöllina, þar sem ég gekk yfir
hinar einkennilegu granítbrýr,
fór ég yfir hina ævintýralegu
skipaskurði, sem minna á Fen-
eyjar: Vetrarskurðinn og Svana
skurðinn. Áður en ég kom að
hinum fræga Sumargarði, sem
nú var í haustskrúði, gekk ég
fram hjá Marmarahöllinni, sem
var í eigu einhvers stórhertoga,
og enn fremur fór ég fram hjá
byggingu, sem brezka sendi-
sveitin hafði einu sinni haldið
til í. Á torginu milli þess húss
og Nevu, stóð líkneski af Su-
vorov, sem samkvæmt tízku
í höggmyndalist síns tíma var
klæddur í rómversk herklæði.
Ég spurði einhvern, hvers
vegna ekki hefði verið hlaðið
sandpokum umhverfis stytt-
una eins og hina frægu riddara-
styttu af Pétri mikla og flestar
aðrar verðmætar myndastytt-
ur borgarinnar. Mér var sagt,
að hermönnunum á Leningrad-
vígstöðvunum þætti svo mikið
til þess koma að fara til borg-
arinnar og virða fyrir sér stytt-
una af þjóðhetju sinni. Sumar-
garðurinn var nær óþeklcjan-
legur. Sprengjur hvinu yfir
honum og öðru hvoru t'éll ein-
hver þeirra niður í hann. Lítill
drengur á götunni sagði við
mig: „Ef það hvín í þeirn, þá er
allt í lagi. Þá eru þær hátt uppi.
En þegar byrjar að snarka í
þeim, þá er betra að gæta að
sér.“
Dag nokkurn ekki alls fyrir
löngu skutu Þjóðverjar fimmt-
án hundruð fallbyssukúium á
leikar okkar, og hvað eru þeir
í samanburði við allt það, sem
við höfum þolað hingað til.
Þeir mega skjóta eins mikið og
þá langar til. Þeir komast ekki
lengra fyrir það.“ Já, fólk er
drepið. og sært í Leningrad á
hverjum degi, en ekki eins
mikið og við mætti búast, Það
hefir lært að víkja sér undan
kúlunum, svo undarlegt sem
það virðist vera. Fyrstu íall-
byssukúlurnar, sem koma með-
an fólk er óviðbúið, eru hæt.tu-
legastar. Stundum næfir ein-
hver þeirra strætisvagn fullan
af fólki, og það er hryllilegt.
En venjulega hafa rnenn ein-
hverja óljósa hugmynd um,
hvert kúlurnar stefna, eftir að
tvær eða þrjár þær fyrstu eru
komnar. En þrátt fyrir það er
þessi skothríð óskapleg eldraun,
að minnsta kosti fyrir marga.
Ég hefi nú vertð hér í nokkra
daga, og ég gæti talað við ykkur
í marga klukkutíma um það,
hvað íbúar Leningrad hafa orð-
ið að þola síðan i ágústlok 1941,
þegar hinir sigursælu herskarsr
Hitlers ruddust eins og flóðalda
áleiðis til hinnar gömlu höfuð-
borgar Rússlands. Þegar Zhda-
nov, sem stjórnaði vörninni
við Leningrad, Pokov, sem er
borgarstjóri borgarinnar og Vo-
roshilov hershöfðingi gáfu út
hina alvarlegu tilkynningu sína
til íbúa Leningrad um það, að
borgin væri í hættu, vfirgáfu
þúsundir og aftur þúsundir
verkamanna verksmiðjurnar og
sameinuðust í það, sem kalla
Sjálfboðaliðar við uppskerustörf.
Á mynd þessari sjást amerískir fkngmenn hjálpa til við uppskerustörf á búgarði einhvers-
staðar í Bretlendi. Líklegt má telja, að ýmsir hinna amerísku flugmanna hafi vanizt land
búnaðarstörfum í heimalandi sínu og hafi því átt spor úti á ökrum fyrri og unnið að því
hörðum höndum að koma uppskeru undir þak.
Umsátrið
Leningrad.
A LEXANDER WERTH,
hinn rússneski fréttarit
ari Lundúnablaðsins „Sunday
Times“, lýsir í eftirfarandi
grein hinni ógurlegu eldraun,
sem Leningrad hefir gengið
í gegnum síðan umsátur Þjóð
verja um borgina hófst,
haustið 1941. Hringurinn um
hana hefir nú að vísu verið
rofinn, en enn eru vígstöðv-
arnar á næstu grösum og
Þjóðverjar skjóta öðru hvoru
af fallbyssum á borgina.
Greinin er þýdd upp úr
„The Listener.“
mætti heimavarnarsveitir. Vik-
um saman börðust þessar sveitir
einhverri mikilfenglegustu bar-
áttu, sem sagan getur um. Á
síðasta hundrað mílna svæðinu
áttu sveitir þessar í höggi við
gífurlegt ofurefli liðs. Þær
höfðu fáar flugvélar og skrið-
dreka. En þessir menn börðust
og börðust, létu ekki undan siga
nema hægt og hægt, og urðu
fyrir gífurlegu tjóni, en þeir
gáfust samt ekki upp, ,en að
baki þeirn unnu fjögur hundruð
þúsundir manna, kvenna og
barna Leningradborgar að því,
að grafa mörg hundruð mílna
langar skotgrafir, skriðdreka-
gryfjur og að reisa endalausar
víggirðingar. Vikum saman hélt
þetta starf áfrarn og þegar o-
vinirnir komu að hliðum Lenin-
gradborgar voru þeir uppgefnir,
og svo mikið hafði verið gert
af öllum þessum þúsundum
manna, sem sumir hverjir höfðu
aldrei fyrr snert á haka eða
skóflu, að þegar Húnarnir gerðu
úrslitaáhlaup sitt, þá mistókst
það. Með ofurmannlegum átök-
um var Leningrad bjargað á
síðustu stundu.
Síðan kom hinn erfiði þáttur,
þegar Hitler tilkynnti, að borg-
in yrði svelt, þar til hún gæfist
upp. í f jóra mánuði gekk Lenin-
grad í gegnum þá eldraun, sem
engin borg á stærð við hana
hefir lifað af fyrr. Mest allar
matvælabirgðir borgarinnar
höfðu verið eyðilagðar með
sprengjuvarpi. Það var ekkert
eldsneyti, engar vatnsbirgðir,
engin ljós. Fæðan var takmörk-
uð við hálft pund af brauði á
dag handa þeim, sem unnu erf-
iðisvinnu en einn fjórði úr
pundi handa öðrum. Og þetta
var ekki venjulegt brauð. Meira
en þriðjungur þess voru ýmis
efni, sem höfðu lítið eða ekkert
næringargildi. Daglega dó fólk.
En það andaðist rólega og án
þess að kvarta. Brauðið var
flutt á sleðum, sem dregnir voru
með handafli, til þess borgar-
hluta, sem það átti að fara. En
það kom aldrei fyrir, að hið
hungraða fólk réðist á brauðsleð
ana, svo góður var aginn. For-
stjóri fyrir verksmiðju einni
sagði mér frá atburði, sem. vel
einkennir þetta tímabil. Gamall
verkamaður staulaðist inn í her-
bergi hans einn morgunn og
sagði „Ég er ekki sérlega sterk-
byggður. Ég veit, að ég dey á
morgun. Konan mín er orðin
máttfarin og ég veit, að hún
mun ekki hafa afl til þess að
sjá um útför mína. Þér hafið
verið vinur okkar í mörg ár, —
vilduð þér ekki senda henni lík-
kistu, til þess að spara henni
þá íyrirhöfn?“ Jafnvel þegar
svona var komið, trúði þetta
fólk því ekki, að Leningrad
mundi falla. Eitthvað hlaut að
ske. Útreið Þjóðverja við
Moskva sannfærði íbúa Lenin-
grad um það, að lausn mundi
finnast á þessu vandamáli, svo
erfitt sem það virtist vera. Og
fólk hélt áfram að deyja með
þetta í huga.
Ég kom í skóla einn í því
hverfi borgarinnar, sem orðið
hafði verst úti í sprengjuvarp-
inu. Fjórar sprengjur höfðu
hæft beint í þennan skóla, en
samt hafði hann aldrei hætt
starfsemi sinni. Fyrir stuttu
síðan fórst ein kennslukonan í
skólagarðinum, er sprengja féll.
Börnin eru nú vel útlítandi,
glöð og ötulleg. Ég spurði nokkr
um sinnum „Hvar er faðir
þinn?“ og fékk oft svarið:
„Hann dó í hungursneyðinni.“
Þá hætti ég alveg að spyrja
þessarar spurningar. En það
geta liðið mörg ár, þar til sagan
um allt það, sem íbúar Lenin-
grad hafa orðið að þola, verður
að fúllu sögð. Þegar ég spurði
borgarstjórann, hvort kvik-
myndir yruð ekki aðalheimild-
irnar um þetta tímabil, svaraði
hann: „Jú, ég geri ráð fyrir því.
En kvikmyndararnir okkar
hófu ekki starf sitt reglulega
fyrr en eftir að það versta var
liðið hjá.“
Það er enginn vafi á því. að
margir létu bugast siðferðilega,
meðan hungursneyðin stóð yfir,
en yfirvöldin gerðu allt, sem í
þeirra valdi stóð, til þess að
auka viðnámsþrótt fólksins.
Óperetta, sem sungin var af
hungruðum söngvurum fyrir á-
heyrendur, missti aldrei marks.
Rithöfundum og málurum, sem
fóru að örvænta, var fengið
verk í hönd og skipað að raka
sig. „Ykkur líður þá betur,“
sagði Popkov. Og borgin lifði
þetta af. Og hermenn og sjálf-
boðaliðar héldu áfram að
byggja hring af víggirðingum
um Leningrad, betri og sterkari
víggirðingar með hverjum degi,
sem leið. Hermennirnir fengu
ekki mikinn mat heldur. Þeir
fengu minna en pund af brauði
á dag, en margir þeirra reyndu
að miðla almenningi af því. Ég
hefi séð hundruð rammbyggðra
varnarvirkja umhverfis Lenin-
grad og neðsta hæðin í hverju
húsi, næstum því inn í miðja
borgina hafði verið gerð að vígi.
Það er rétt, sem einhver sagði:
„Hitler kemst fyrr í Paradís en
til Leningrad.“
Samt sem áður eru þjóðverj-
ar aðeins þrjár mílur frá borg-
inni á ýmsum stöðum. Frá höfn
inni í Leningrad gat ég greini-
lega séð stöðvar þjóðverja, án
þess að hafa sjónauka. Frá at-
hugunarstöðvum gat ég séð þá
hylja skotvirki sín með reyk,
áður en þeir hófu skothríð.
Rússar svöruðu þegar í sömu
mynt, og stefndu skeytum sin-
um yfir flóann í áttina til hinn-
ar hvítu bygigingar ritvéla-
v;erksm(iðju! De nijn griadborgtarþ
en það var ein af aðalstöðvum
þjóðverja. A friðartímum er
hægt að komast þangað með
’ jstræftisvagrHi iá fáeinum mín-;
útum. En þjóðverjum tókst
ekki að halda áfram harðri skot
hríð á Leningrad. Þeir reyndu
það fyrir nokkrum vikum, en
þá gerði rússneski flugherinn
feikna harðar loftárásir á stór-
skotaliðsstöðvar þjóðverja, og í
hálfan mánuð á eftir var naum-
ast skotið einu einasta fallbyssu
skoti. , ,
Hinar frægu Putilov verk-
smiðjur eru tvær til þrjár míl-
ur frá víglínu þjóðverja. Það
þarf sérstakt hugrekki til þess
að vinna í þessum verksmiðjum
dag eftir dag, rétt við nefið á
þjóðverjum, en þarna vinna
þúsundir kvenna, en tiltölulega
fáir karlmenn, því að þeir hafa
flestir Verið sendir á vígstöðv-
arnar. yélunum er þannig fyr
ir komið, að fólkio vinnur í
mjög smáum hópum, svo þótt
sprengja ^ hitti beint í mark,
mundi hún ekki verða mörgum
að bana. Konur og ungar stúlk-
ur vinna í járnsmiðjunum og
Frh. á 7 síðu.
Útbreiðsla sósíalismans. Ráðstefnur, stríð og sanwing-
ingar. Þegar stezt er að a heimili okkar. Þeir sem menn
hafa auga á og þeir, sem gleymast. Ef skrattinn færi
að messa.
Ij EGAR RÚSSAR réðust að
balti Pólverjum, er börðust
á hnjánum gegn ofurefli hins þýzka
innrásarhers, sagði maður við mig
eftir að ég hafði, lýst fyrirlitningu
minni á þeim aðförum: „Þú ert
altsvo á móti útbreiðslu sósíalism
ans!“ Mér varð orðfátt, eingöngu
vegna þess að mér fanst þessi setn-
ing lýsa svo miklu hyldýpi of-
stækis og blindni.
HANN HEFUR ENN þessa
fömu skoðun — ég talaði við hann
fyrir fáum dögum. Ef Rússar fá
að brjóta undir sig Eystrasaltsrík-
in, Finnland, yfirleitt hvaða, land
sem er — og ísland er að sjálf-
sögðu engin undantekning, þá er
það útbreiðsla sósíalismans!
MÉR DATT þetta í hug áðan,
þegar ég var að hugsa um það,
ef hólminn okkar yrði þrætuepli.
Hann liggur vel í hafinu. Hann
er tilvalin miðstöð og það hafa
styrj aldarþj óðirnar séð með þeim
afleiðingum, sem raun er á og við
höfum fengið að kynnast á und-
anförnum árum, Það er ekkert
undarlegt þó að voldugu her-
veldi þætti sig vanta eina grip-
töng, ef það hefði ekki einhver
ítök hér.
ÞAÐ VÆRI bjálfaskapur hinn
mesti, ef við íslendingar gerðum
okkur þetta ekki ljóst. Sumir
menn vilja hafa aðferð strutsins
og stinga höfðinu í sandinn. Það
er ill aðferð og hættuleg. Hins
vegar er engin ástæða til ótta;
við höfum samninga og yfirlýs-
ingar og ef nokkuð má trúa þeim
slagorðum, sem hæst eru hrópuð
nú, þá er þetta stríð háð til þess
að tryggja orðheldnina og sjálfs-
ákvörðunarrétt smájþóðanna.
EN HVERS VEGNA var ekkert
minnst á Pólland í yfirlýsingu ut-
anríkisráðherranna í sambandi
við ráðstefnuna í Moskva? Hvers
vegna var ekkert minnst á Eystra-
saltsríkin? Endalok síðustu heims-
styrjaldar og þeir samningar, sem
fram fóru, báru í sér fræ hins
nýja ófriðaír, sem nu geysar.
Hvernig tekst til með þá samn-
inga, sem eru gerðir nú og sem
gerðir verða í lok þessa stríðs?.
HVERNIG MYNDI þér líka það,
ef ég kæmi í kvöld á heimilá.
þitt og segði: „Hér ætla ég að
setjast að . Hér ætla ég að ráða.
Ég skal að vísu hlusta á þín ráð
og taka tillit til þeirra, eins og
mér er unnt og samrýmist hags-
munum mínum, en þú verður að
láta þér lynda setu mína á heim-
ili þínu. Við því er ekkert að
að gera?“
(Frk. á 6. sí#u.)