Alþýðublaðið - 05.11.1943, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 05.11.1943, Qupperneq 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ Skýrsla Samlrandsiis nm kjðtið. Föstudagur 5. nóvember 1943. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki ÚTVAEPIÐ: 20.30 Útvarpssagan (Ragnar Jó- hannesson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kaflar úr kvartett op. 74 nr. 2 eftir Haydn. 2,1.15 Útvarpsþáttur. 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon magister). 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníu,tónleikar (plöt- ur): a) Goldberg-tilbrigðin eftir Bach. b) ítalski kons- ertinn eftir sama. 23.00 Dagskrárlok. Happdrætti Menntaskólans. í happdrætti Menntaskólans í Reykjavík, sem dregið var í 17. júní s. 1., komu þessi númer upp: 49fil, 3819, 5373, 5323, 4940, 1455, 636^983, 2284, 5679. Þeir, sem enn hafa ekki vitjað vinninga sinna, vitji þeirra í Menntaskólann sem allra fyrst, og í síðasta lagi fyrir áramót. Fljól lerS: Fóru frá íslandi í fyrradag um hádegi. Komu vesfur fil Banda- ríkjanna í fyrrinóff. Ó AÐ fjarlægðirnar séu miklar — eru ferðirnar farnar að taka stuttan tíma. Magnús Sigurðsson banka- stjóri og Sveinbjörn Finnsson hagfræðingur lögðu af stað héðan í fyrradag um hádegi í hernaðarfíugvél, en í gærmorg- un kom skeyti um að þeir væru komnir til Bandaríkjanna. Magnús Sigurðsson á, eins og kunnugt er að undirrita í Wash ington 9. þ. m. fyrir .íslands hönd samninginn um stofnun hjálparstarfsins eftir stríð. Skemmtifundur Norræna félagsins i krðld. SKEMMTIFUNDUR Norræna félagsins að Hótel Borg hefst í kvöld kl. 8,30. Skemmtifundir félagsins eru allt af mjög góðir. í kvöld flytur Pálmi Hannesson rektor erindi og dómkirkjukórinn syngur, en síðan verður dansað og munu þekktir harmoniku- snillingar sjá um músikina. Menn eru beðnir að taka að- göngumiða sína símanl. í dag, því að engir miðar verða seld- ir við innganginn. Hitaveitan Frh. af 2. síðu. enginn veit hvaða gjald borgar arnir eiga að greiða og enginn veit eftir hvaða reglum verður farið við innheimtuna. Það er skeggrætt fram og aftur um smámál, en lítið eða ekkert um þetta tugmilljónafyrirtæki. Það er ekki einu sinni farið að semja reglugerð fyrir fyrirtækið! Kanpnm tnsknr { hæsta verði. i flúsgagnavinnDstofaiiJ Baldorsgðtu 30.5 Frh. af 2. síðu. hingað í júní, en hitt dagana 14. og 29. ágúst. Áður en kjötið var sent hingað, var það vandlega yfirfarið og umsaltað undir eftirliti matsmanna og það tekið frá, sem gallað reyndist og var það sem hingað kom 946 tunnur. Það dróst nokkuð fyrir kaupanda að flytja kjötið út, en nálægt miðjum september stóð til að taka fáeinar tunnur í skip, sem lá hér á höfninni. Létum vér þá opna allmargar tunnur og kom í ljós, að kjötið í sumum þeirra var farið að skemmast. Hafði það þó verið pæklað stöðugt alla tíð, bæði heima hjá kaupfélögunum og eftir að það kom hingað. Gerði kaupandi nú kröfu til, að allt kjötið yrði yfirfarið af mats- manni að nýju og var það gert næstu daga á eftir og stjórn- aði því verki Jón Þorsteinsson k j ötmatsmaður. Síðan stríðið hófst, hefir ekki tekist að fá góðar tunnur undir saltkjöt. Hefir orðið að notast við síldartunnur. Er erfitt að geyma saltkjöt mjög lengi í slíkum umbúðum, án þess að það skemmist, vegna þess hve tunnurnar halda illa pækli, einkum eftir að þær hafa verið fluttar með skipum um langan veg. Niðurstaða matsins varð sú, að aðeins 345 tunnur voru dæmdar með öllu ógallaðar og voru þær fluttar til útlanda í lok september. Hefir engin kvörtun birtst um það kjöt. Um 600 tunnur reyndust því meira og minna gallaðar. Skemmdirn- irnar voru í því fólgnar, að kjöt ið var orðið súrt, sumt þrátt og í nokkrum var ýlduvottur. I samráði við yfirdýralækni var úrgangskjöt þetta enn á ný vandlega yfirfarið og fyrirskip- aði hann að eyðileggja það sem mest væri skemmt, en taldi for- svaranlegt að notað yrði til manneldis það sem ekki væri úldið og ekki mjög áberandi skemmt að öðru leyti. Ara Eyjólfssyni verkstjóra var falið að sjá um afhendingu þess af kjötinu, sem nýtilegt reyndist. Var það gert að skilyrði, að þeir sem vildu kaupa það skársta af því, kæmu á staðinn og veldi hver sína tunnu. Það má fullyrða, að engri tunnu var hent, fyr en þrautreynt var að enginn mað- ur vildi líta við henni fyrir hvað lágt verð sem var. Það voru að lokum rétt 20 tonn af kjöti, sem að allra, dómi, er það sáu, var fullkomið óæti og var meiri hluti þess ærkjöt. Og þar sem hér er engin stofnun, er eyðileggur skemmdar vörur, er ekki um annað að ræða en grafa slíkt í jörðu, eða henda því í sjóinn. Þessi umræddu 20 tonn af óætu kjöti voru því vandlega urðuð suður í Krisu- víkurhrauni. Það er engum efa bundið, að allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, til að halda kjöti þessu óskemmdu, enda segir það sig sjálft, þar eð búið var að selja það úr landi, kom ei til mála að láta úti til manneldis það af kjötinu, sem var stór- skemmt orðið. Enda myndi yfirdýralæknir ekki hafa tekið slíkt í mál. Verður að telja alveg fráleitt og útilokað að sönn séu þau um- mæli dagblaðanna, að nokkur maður með viti leggi sér til munns nú á tímum stórskemmt hræ, sem grafið er úr jörð uppi í óbyggðum, eftir að hafa legið í skítugum strigapokum um langan tíma. Hafi hinsvegar fundist í ná- grenni Hafnarfjarðar eitthvað af kjöti, er talist geti manna- matur ,þá hlýtur það að vera tilkomið-með öðrum hætti, og vera frá öðrum aðilum, því Sambandið hefir engu kjöti fleygt öðru en því er hér var frá skýrt. Reykjavík, 4. nóv. 1943. Ofanrituð skýrsla er rétt að því er viðkemur afskiftum okkar af málinu. Reykjavík, 4. nóv. 1943. Sig. E. Hlíðar, yfirdýralæknir. Ari K. Eyjölfsson, verkstjóri. Það hefði vérið öllu skemmti legra 'fyrir alla aðila hefði Jón Árnason framkvæmdastjóri gef- ið skýringar sýnar strax og Al- þýðublaðið lagði málið fyrir hann í fyrradag, en þá neitaði hann, þó að hann vissi allt af létta um það. Alþýðublaðið vill vekja at- hygli á því í sambandi við skýrslurnar, að þar er aðeins talað um kjöt, sem hafi legið í óbyggðum í skítugum striga- pokum. En hver hefir þá urðað 15 kjöttunnur, sem fundust í gær? Nýp kjotfnndur. I gær fundu verkamenn og bifreiðastjórar við Krísuvíkur- veginn, alllangt frá aðalkjöt- námunni, 15 tunnur fullar af spaðsöltuðu kjöti, sem þeir telja að sé tryppakjöt, hafði mosi verið látinn ofan á tunn- urnar — og telja finnendur líklegt að þarna séu enn fleiri tunnur. Botninn hafði verið sleginn úr öllum tunnunum, svo að ekki var hægt að sjá merki á þeim, hinsvegar fanst. kassi þarna, merktur S. í. S. Þá fundu þessir sömu menn allmikið af íshússkjöti í striga- pokum og virtist það skemmt. Rannsókn í þessu máli hófst í Hafnarfirði í gær með fundi, sem heilbrigðisnefnd bæjarins hélt, en bæjarfógeti á sæti í nefndinni.. Er að sjálfsögðu nauðsynlegt að rannsaka þetta mál, því að ef skýrsla S. í. S. reynist rétt og að kjötið er skemmt, þá er hættulegt að neyta þess. Hins vegar fullyrða margir, sem þegar hafa neytt kjötsins að það sé hinn prýðilegasti matur. Héraðslæknirinn í Hafnar- firði varaði fólk þar opinber- lega við því í útvarpinu í gær- kveldi, að neyta þess kjöts, sem fundizt hefði. önnar umræða fjárlaganna. Frh. af 2. síðu. Finnur Jónsson kvaðst ekki að öllu leyti. hafa átt samleið með meirihluta fjárveitinga- nefndar og að sumu leyti stað- ið mitt á milli meirihlutans og minnihlutans, en þó nær meiri- hlutanum og því undirritað nefndarálit hans. Hann kvaðst ekki geta fallizt á þá skoðun fjármálaráðherra, að óeðlileg bjartsýni hefði ríkt í afgreiðslu fjárveitinganefndar á fjárlaga- frumvarpinu. Þvert á móti teldi hann, að nefndin hefði sýnt fulla varfærni í starfi sínu. Finnur kvaðst telja, að fjár- lagafrumvarpið veitti svigrúm til að mæta nokkrum útgjöldum vegna væntanlegra launalaga og hækkaðs framlags til alþýðu trygginga. Finnur kvað og nauðsyn til bera, að lögð væri til hliðar veruleg fjárhæð, allt að 10 millj. kr. í því skyni að verja tiL end- urbyggingar fiskiflotans. Skipa stóll landsmanna væri nú mjög úr sér gemginn. Möguleikar til nýbygginga innan lands væru nú naumast lengur fyrir hendi, en unt myndi að fá byggð skip í Svíþjóð. Finnur Jónsson sagði, að fjár veiting^nenfd hefði að þejþsu sinni fylgt þæirri stefnu, er nefndin markaði í fyrra: að Ieit- t Þökkum sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Guúrúnar Ögmundsdóttur, Grund í Hveragerði. Börn hinnar látnu. ast við að halda uppi sem mest um verfclegum framkvæmdum á vegum ríkissjóðs. í þessu sambandi beindi Finnur þeirri fyrirspurn til fjármálaráðherra, hvort rík- isstjórnin mundi leggja til hliðar og geyma það fé, er ætlað hefði verið til verk- legra framkvæmda og ekki hefði verið unnið fyrir á ár- inu, svo sem síðasta alþingi hefði ætlast til. Kvað hann eklti litlu varða, hvað ríkis- stjórnin hyggðist fyrir í þessu. Fjármálaráðherra svaraði því til að vegamálastjóra hefði ver ið gefin fyrirmæli um að leggja til hliðar og geyma í sérstökum reikningi það fé, er ætlað hefði verið til vega- og brúargerða og ekki hefði verið unnið fyrir á árinu. Ef ríkissjóður getur stað ið straum af þeim útgjöldum, sem fyrirhuguð eru til verk- legra framkvæmda á næsta ári, sagði ráðherrann, þá verður féð geymt, ef eitthvað verður ó- notað. Alþýðufræðsla Hlífar í Hafnarfirði. ÁætSun um hana fram í aprílmánuð. VERKAMANNAFÉLAGIÐ „Hlíf“ í Hafnarfirði, held- uruppi fræðslustarfi þar í bæn- um fyrir meðlimi sína og aðra bæjarbúa. Er fræðslustarfsemi félagsins í því formi, sem algengast er nú orðið, en það er flutningur fræðandi fyrirlestra, sem flutt verða á vegum félagsins. Nú 'þegar hafa tveir slíkir fyrirlestrar verið fluttir á veg- um Hlífar annar af Jóni Rafns- syni erindreka Alþýðusam- bands íslands um verkalýðs- hreyfinguna en hinn af hr. biskupinum Sigurgeir Sigurðs- syni, sem flutningsmaður nefndi: ,,Á vegum Krists og kirkju.“ Verkamannafélagið ,Hlíf“ hef ir nú birt áætlun sína um fræðslustarfsemi sína, og er þar gert ráð fyrir, að fyrirlestrar verði fluttir annan hvern sunnu dag í vetur, í Góðtemplarahús- inu í Hafnarfirði kl. 4. s. d. Áætlun þessi fer hér á eftir: Október: Verkalýðshreyfing- in: Jón Rafnsson, erindreki Al- þýðusambands íslands. — Á vegum Krists og kirkju: Hr. biskup Sigurgeir Sigurðsson. Nóvember. Sjálfvalið efni: Sigurður NordaÍ prófessor. — Sjálfvalið efni: Jóhann Sæ- mundsson yfirlæknir. Desember. Fiskiveiðar íslend- inga: Árni Friðriksson magister. — Líkamsrækt: Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. J anúar. Alþýðutryggingarn- ar: Haraldur Guðmundsson al- þingismaður. — Leiklistin: Lár- us Pálsson leikari. Febrúar. Sjálfvalið efni: Sím- an Jóh. Ágústsson dr. phil. — Bókalestur og bókaval: Magnús Ásgeirsson bókavörður. Marz. Kaupstaðirnir og bú- skapur: Pálmi Einarsson ráðu- nautur. — Samvinnuhreifingin: Ragnar Ólafsson lögfræðingur. Apríl. Skógrækt: Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. Aðgangur að fyrirlestrum þessum verður seldur svo vægu verði og unnt er, aðeins eina krónu. Er þess að vænta að Hafnfirðingar kunni að meta menningarstarf það er Hlíf er að vinna með þessari starfsemi sinni. íslenzkur blaðamaður í amerísku úfvarpi. Um norsku hersveiiirnar á Islandi. Benedikt s. gröndal blaðamaður, sem nú nemur blaðamennsku við Har- vardháskóla, hefir átt útvarps- tal við dr. Frank Nelson, er veitir Norsku upplýsingaskrif- stofunni vestan hafs forstöðu. Kvað Gröndal norsku hermenn ina á íslandi njóta vinsælda meðal hinnar íslenzku þjóðar. Gröndal fórust orð á þessa lund: — Við lítum á Norð- menn þá, er komið hafa til ís- lands eftir að styrjöldin hófst, sem vini vora. Okkur er hlýtt til þeirra eins og þeir væru vandamenn vorir, og við vilj- um fúslega láta þeim alla þá þjónustu í té, sem oss er auðið. Gröndal kvað norska flúg- menn hafa lagt til atlögu við þýzkar flugvélar, sem gert hefðu árásir á ísland. Einnig lét hann þess getið, að norskir flugmenn hefðu bjargað lífi íslenzkra manna, sem veikzt hefðu á afskekktum stöðum, með því að fljúga með þá til R.- víkur, þar sem þeir hefðu hlotið læknishjálp og sjúkra- hússvist. Gröndal lét þess og getið, að norskir fiskimenn hefðu komið frá Noregi til íslands á smábát- um. Þetta verður til þess, að við minnumst forfeðra vorra, sem gerðu slíkt hið sama fyrir méira en þúsund árum, til þess að losna undan harðstjórn, sem gerði þeim lífið í heimalandi þeirra óbærilegt. HAseiæðraskðlin. Frh. af 2. síðu. gátum aðeins tekið 31. Alils eru nú í skólanum 71 stúlka, 31 í heimavist, 24 á dagskóla og 16 á kvöldnámskeiðum. Auk þess starfrækjum við sýninga- kennslu fyrir húsmæður — og stendur hvert námskeið í þrjú kvöld. Námskeiðið, sem nú er lokið, sóttu 20 húsmæður. Nýtt mámskeið byrjar í næstu viku. Á öllu þessu geta Reykvík- ingar ség .hversu mikil þörf er fyrir þennan skóla —og hversu mikil þörf er á því að auka hann.“ Blaðamennirnir gengu um skólann að borðhaldinu loknu, fóru um skólastofurnar, þar sem námsmevjarnar störfuðu að saumaskap — sumar voru að læra að sauma barnatau, — að vefnaði, línstroku, eldhússtörf- um o. s. frv. o. s. frv. Þá fóru þeir um vistarverur þeirra. — í litlu bakhúsi við skólann starfa stúlkumar sjálfstætt í eina viku og er það gert tiil þess að æfa þær í því að stjórna að öllu leyti sínu eigin heimild.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.