Alþýðublaðið - 14.11.1943, Qupperneq 3
Sunnudagur 14. nóvember 1943
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Tíðindalífið frá Ítalíu
Altalíu hefir fátt markvert
gerzt síðasta sólarhring-
inn. í fréttum frá London . á
miðnætti í nótt var aðeins
greint frá staðhundnum, minni
háttar viðureignum, og hafi
bandamenn bætt aðstöðu sína.
Hefir snjóað á vígstöðvunum
og er ófærð á vegum og erfitt
um' allar hernaðaraðgerðir.
Sveitir úr 8. hernum hafa farið
yfir Sangro-fljót og unnið Þjóð-
verjum nokkurt tjón. 5. her
Clarks hershöfðingja hefir náð
á sitt vald tveim smábæjum á
Mignano-Venafro vígstöðvun-
um.
Tundurspillar bandamanna
hafa veitt 5. hernum aðstoð
með því að skjóta á stöðvar
Þjóðverja nálægt borginni Ga-
eta. Einn tundurspillanna var
pólskur, hinir brezkir. 8. herinn
hratt nokkrum gagnáhlaupum
Þjóðverja og bætti aðstöðu
sína á bökkum Sangro-fljóts.
Flugher bandamanna gerði
árásir á járnbrautina norður af
Kóm, en aðrar flugsveitir fóru
til árása á staði í Albaníu og
vörpuðu sprengjum á flugvöll
og olíuhreinsunarstöð. Þá var
einnig gerð árás á hernaðarlega
mikilvæga staði í Júgóslavíu,
norður af Split.
Þjóðverjar misstu 5 flugvél-
ar yfir ítalíu í fyrra dag en
jbandamenn 3.
Loftárás á Bremen
IGÆR fóru mörg flugvirki
Bandaríkjamanna til árása
á Þýzkaland. Flugvirkin nutu
fylgdar Thunderbolt-orrustu-
flugvéla. ' Aðalárásinni var
beint gegn Bremen, næstmestu
hafnarborg Þýzkalands.
Kom til snarpra átaka við
þýzkar orrustuflugvélar og
lauk viðureigninni þannig, að
flugvirkin skutu niður 33 orr-
ustu-flugvélar Þjóðverja, en
Thunder-bolt-flugvélarnar
skutu niður 10 í viðbót. Banda-
ríkjamenn misstu 15 flugvirki
og 9 orrustuflugvélar. Ekki er
enn vitað um árangur af loft-
árásinni.
Mosquito-flugvélar gerðu
einnig árásir á stöðvar Þjóð-
verja, meðal annars á Bre-
tagne-skaga. Finu va.rðskipi
Þjóðverja var sökkt í loftárás
undan Boulogne. Orrustuflug-
vélar réðust á eimlestir og
eyðilögðu 11 eimreiðir.
barátta Noregs
T ÚTVARPSRÆÐU, sem
Trygve Lie, utanríkisráð-
herra Norðmanna, flutti. s.l.
þriðjudag, lagði hann áherzlu
á, að styrjöldinni væri ekki lok-
ið, frá sjónarmiði Norðmanna,
fyrr en Japan hefði einnig verið
sigrað. Það væri þýðingarlaust
að semja frið við Þýzkaland
meðan ræningjaríki í austri
léki lausum hala.
Taldi ráðherrann víst, að
norska þjóðin liti einnig svó á,
en engin ákvörðun yrði tekin
um áframhaldandi þátttöku í
ófriðnum eftir fall Þýzkalands,
nema með samþykki þjóðarinnr
ar sjálfrar. Hins vegar á Nor-
egur mikilla hagsmuna að gæta
í Austur-Asíu, þar sem er ör-
yggi á siglingaleðium þar og
frjáls viðskipti.
Loftsóknin frá Italíu
Mynd þessi gefur allgóða hugmynd um bætta aðstöðu bandamanna til loftárása á stöðvar
Þjóðverja frá flugvöllum á Suður-Ítalíu og Korsíku. Hringirnir til hægri sýna fjarlægðir í
enskum mílum (1 ensk míla er 1.6 km.), frá Foggia, en þar eru ágætir flugvellir. Þannig
eru ekki nema um 400 mílur frá Foggia til iðnáðarborgarinnar Graz í Austurríki. Hring-
irnir til vinstri sýna fjarlægðir frá Korsíku.
Zhitomir á valdi Rússa.
Kósakkar tókn borgina
með áhlaupi.
SÍÐDEGIS í gær tilkynnti Stalin, að hin mikilvæga sam-
göngumiðstöð Zithomir væri nú á valdi Rússa. Borgin er,
sem fyrr getur, á aðal-samgönguleið Þjóðverja frá norðri til suð-
urs, og hefir því mjög mikla hernaðarlega þýðingu. Eáin er um
100 km. frá landamærum Póllands og þar búa um 100 þúsund
manns.
Við Gomel hafa Rússar einnig sótt nokkuð á, og telja frétta-
ritarar aðstöðu Þjóðvcrja hafa versnað til stórra muna. Orrustan
um Kerch geisar enn, en fyrirsjáanlegt þykir, að Þjóðverjar verði
að hrökklast þaðan þá og þegar.
Með töku Zhitomir hafa
Rússar unnið enn einn stórsig-
urinn og þykir sókn þeirra
þangað mikið hernaðarafrek,
þar eð þeir fóru 130 km. frá
Kiev á einni viku, þrátt fyrir
það, að Þjóðverjar reyndu að
tefja þá eftir föngum. Vatutin
hershöfðingi Rússa beitti
snjöllu herbragði til þess að ná
borginni. Lét hann sumar her-
sveitir sínar sækja að borginni
að sunnan, til þess að draga at-
hygli Þjóðverja frá þvi', sem
raunverulega var að gerast, en
síðan tefldi hann fram miklu
fótgönguliði gegn borginni, og
loks þeystu Kósakkar inn í
hana og hröktu Þjóðverja á
brott.
í þessari sókn náðu Rússar á
sitt vald yfir 100 þorpum og
byggðum bólum, þar á meðal
borginni Korostchev, um það
bil 30 km. frá Zhitomir. Sú
borg féll í hendur Rúsum eftir
harða bardaga og var Þjóð-
verjum stökkt á flótta, en eftir
það varð minna um varnir í
Zhitomir. Hafa Rússar nú rofið
aðal-aðflutningsleið Þjóðverja,
og mun þetta hafa mikil áhrif
á rás viðburðanna á þessum
vígstöðvum.
Þjóðverjar veita harðvítugt
viðnám suður af Ryetchissa,
sem er um 50 km. vestur af
Gomel. Reyna Þjóðverjar að
forðast það að láta hrekjast út
í Pripetmýrarnar og eykur sókn
Rússa til Korosten mjög á þá
hættu.
Á vígstöðvunum við Fastov,
suðvestur af Kiev, verjast
Þjóðverjar af hinu mesta kappi
og gera gagnáhlaup t.il þess að
reyna að vernda herirm í
Dnieprbugnum. Á Kriraksaga
er barizt heiftarlega dag og
nótt bæði á landi, á sjó og í
lofti. Rússum hefir enn tek’zt
að koma hergögnum yfir
Kerch-sund og hafa nú sknð-
dreka á Kerch-tanga.
Samkvæmt fregnum írá
Moskva síðdegis í gær hefir
Þjóðverjum hvergi tekizt að
brjóta á bak aftur hina öfiugu
sókn Rússa.
Bretar á Leros
í úlfakreppu
ÞJÓÐVERJUM hefir enn
tekizt að koma liði á land
á Leros ög eiga Bretar og ít-
alir, "sem þarna verjast, mjög
erfitt um vik. Að þessu sinni
var lið sett á land vestanvert
á eyjunni, en fallhlífahersvc-it-
ir svifu til jarðar um miðbildð.
Þjóðverjar njóta stuðnings
steypiflugvéla, sem ráðast í sí-
fellu á stöðvar Breta. Hins veg-
ar geta Bretar ekki komið 'lug-
vélum sínum við, svo að gagni
komi, þar sem næsta flugbæki-
stöð þeirra er á eyjunni Kýpur,
en þangað er um 500 km. flug-
leið. Bækistöðvar Þjóðverja eru
á næstu grösum. Er aðstaða
Breta mjög ískyggileg, að því
er síðustu fréttir hermdu.
Dómsmálaráðherra Norðmanna:
Svíar bjálpa Norð-
mönnum eflir föngum
•T1 ERJE WOLD, dómsmála-
-*■ ráðherra Norðmanna, fór
nýlega snögga ferð frá London
til Svíþjóðar á vegum stjórnar
sinnar. Er hann kom aftur til
London átti blaðið „Norsk
Tidend“ tal við ráðherrann og
gaf hann meðal annars eftirfar-
andi upplýsingar:
Norðmenn í Svíþjóð, sem
ekki geta komizt til Bretlands
og tekið virkan þátt í barátt-
unni, inna af hendi margvísleg
störf, svo sem skógarhögg og
landbúnaðarstörf, og allir bíða
þeir með óþreyju þess dags, að
þeir geti snúið heim aftur sem
frjálsir menn. Svíar eru þeim
afar hjálpsamir, og yfirleitt er
samvinna Svía og norslcu flótta-
mannaskrifstofunnar með á-
gætum.
Unnið er að því að undirbúa
eftir föngum heimflutning
kvenna og barna, svo allt fari
skipulega fram, þegar þar að
kemur. Loks vinnum við að
því, eftir því sem hægt er, að
matarbirgðir verði fyrir hendi,
þegar fjandmennirnir hafa
verið reknir úr Noregi.
Loks sagði Terje Wold, að
skilningur Svía og Norðmanna
á lögum, rétti og mannúðarmál-
um væri sá hinn sami, eins og
bezt hefði sést á því, hverjar
móttökur norskir flóttamenn
hefðu hlotið í Svíþjóð. Taldi
ráðherrann, að sömu stefnu
yrði fylgt, þegar draga ætti
quislinga og stríðsglæpamenn
til ábyrgðar, enda væri a.Kr’ð
undir því atriði komið með til-
liti til samvinnu bræðraþjóð-
anna í framtíðinni.,
Atlantic Ciiy:
Magnús Sigurðsson
sfcipaður í nefnd
F RÁ ATLANTIC CITY ber-
ast þær fregnir, að Magnús
Sigurðsson bankastjóri, fulltrúi
íslands á ráðstefnunni þar. hafi
verið skipaður í dagskrárnefnd.
Formaður nefndarinnar er Jan
Masaryk, lutanríkisráðherra
Þjóðverjar hræddir
umlífsitl
FYRIR sutttu varð járnbraut
arslys í nánd við Mjön-
dalen í Noregi og fórust all-
margir Þjóðverjar. Vegna þessa
atviks, hafa Þjóðverjar gripið
til þess ‘ráðs, að kveðja vissan
hóp norskra áhrifamanna til
þess að halda vörð við brýr,
jarðgöng og þessháttar og ber
hann ábyrgð á öryggi þýzkra
hermanna, sem fluttir eru með
járnbrautarlestunum.
Nýlega voru tvær dætur
Bergesens, forseta óðalsþings-
ins norska, teknar fastar og
fluttar í hinar illræmdu fanga-
búðir í Grini. Síðar fréttist, að
þær hefðu verið fluttar til
Þýzkalands.
-------------------------- i
tékknesku stjórnarinnar í
London.
McArfhur filkynnir
mikla sigra
■lr ''
"O RÁ aðalbækistöðvum Mc-
•L Arthurs berast þær fregn
ir, að bandamenn hafi sökkt 1
japönsku beitiskipi og 2 timd-
urspillum við Rabaul. Annað
beitiskip var laskað, svo og 11
tundurspillar.
Segir í tilkynningu McArt-
hurs, að könnunarflugvélar hafi
orðið varar við 23 japönsk her-
skip við Rabaul. Voru þegar
gerðar loftárásir á flota þenn-
an og tóku þátt í þeim flugvél-
ar Bandaríkjaflotans og flug-
vélar, sem höfðu bækistöð í
landi.
Á miðvikudaginn var var
gerð hörð árás á flugvöllinn í
Rabaul. Kom til loftbardaga og
misstu Japanir 23 flugvélar.
Japanir reyndu að gera árásir
á flota Bandaríkjamanna, en
flugvélar þeirra voru hraktar á
brott, áður en þær fengu unn-
ið honum verulegt tjón. Misstu
þeir 64 flugvélar í þeirri viður-
eign. Bandaríkjamenn misstu
aðeins 17 flugvélar og margir
flugmannanna komust lífs af.
Könnunarflugmenn skýrðu síð-
ar frá því, að aðeins 8 óvina-
herskip væru eftir við Rabaul.
Bandamenn hafa gert skæð-
ar árásir á stöðvar Japana á
Bougainville-eyju.